Þjóðviljinn - 21.12.1973, Síða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Síða 5
Föstudagur 21. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Nægilegt raf- magn á Höfn — Þaft er enginn skortur á raf- magni hjá okkur lengur. sagði Þorsteinn Þorsteinsson frétta- ritari Þjóöviljans á Höfn i Horna- firði er við ræddum við hann i gær og spurðumst fyrir um ástandið þar eystra. — Og enn hefur ekki þurft að gripa til skömmtunar á neysiuvatni, sagði Þorsteinn, en nú inun a 11 mjög farið að kreppa að vatnsbóll i Hafnarbúa eftir þennan langvarandi frostakafla. Þorsteinn sagði að mjög hefði nú dregið úr frosti á Höfn og i gær var þar ekki nema 3ja gráðu frost en hefur verið allt frá 15 og niður i 20 gráður undanfarna daga. Þorsteinn sagði að það þyrfti minnst sólarhrings rigningu til að koma Smyrárbjargarvirkjun i gang aftur. — Þótt hann geri frostieysu án rigninga þá tekur það langan tima að koma rennsli árinnar aftur i gang ef ekki rignir, sagði Þorsteinn. Um neysluvatnsskortinn sagði Þorsteinn að enn hefði ekki þurft að gripa til skömmtunar og væri það þvi að þakka að ekki væri unnið i frystihúsinu þessa dagana. Ef þær væri nú vinna væri áreiðanlega byrjað að skammta vatnið. Það er þvi útlit fyrirað Hafnarbúar hafi nóg vatn fram yfir hátiðar, þar sem ekki verður unnið i frystihúsinu fyrr en eftir hátiðar héðan af og eins getur verið að hláni nú hvað úr hverju. -S.dór Höggmynd af Einari Ólafi Dr. Einar ólafur Sveinsson, fyrsti forstööumaöur Handritastofnunar- innar, ræðir við höfuömynd sina i Arnastofnun. Miðvikudaginn 12. desember siðastliðinn var afhjúpuö i Arna- stofnun höggmynd af dr. Einari 01. Sveinssyni prófessor, en hann var, eins og kunnugt er, fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar, sem i þá daga nefndist Handrita- stofnun íslands. Myndina hefur gert hinn kunni norski listamaður Sttle Kyllingstad, og hefur henni verið valinn staður i lestrarsal Árnastofnunar. Sonardóttir prófessors Einars Ólafs, Asta Kristjana Sveins'- dóttir, afhjúpaði myndina, en hún er aðeins fjögurra ára gömul. Núverandi forstöðumaöur, pro'- fessor Jónas Kristjánsson, afhenti siöan myndina, sem er gjöf frá nokkrum vinum Einars Ólafs. Sagði Jónas nokkur deili á listamanninum og minnti siðan á þann mikla þátt sem Einar ólafur Sveinsson átti i byggingu hand- ritahússins Arnagarðs. Að lokum sagði Jónas: „Einar Ólafur Sveinsson er gamall bókavörður, og auk þess er hann viðlesnari en flestir aðrir menn. Hann hefur löngum kunnaö best viö sig ef hann hefur bækur allt i kringum sig. Hér mun mynd hans um ókomin ár horfa yfir bókahillurnar og yfir hóp af ungu fólki, sem sýslar við þau fræöi sem átt hafa hug hans allan: rannsóknir islenskra bók- mennta.” Viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi S t j ó r n a r f r u m v a r p um viðskiptamenntun á framhalds- skólastigi hefur verið lagt fram á alþingi, og er gert ráð fyrir að framangreind menntun veröi veitt annars vegar I formi náms- brautar á framhaldsskólastigi, I fjölbrautarskólum, mennta- skóium og framhaldsdeildum grunnskóla og hins vegar i sér- skólum. Kveöið er á um, að fyrsti sérskólinn af þessu tagi verði stofnaður á Akureyri. 1 frumvarpinu segir: Viðskiptamenntun á fram- haldsskólastigi skal miða að þvi, að nemendur eigi völ á aö búa sig undir almenn skrifstofustörf, bókhaldsstörf, afgreiðslu- og deildarstjórastörf i verslunum, svo og stjórnunarstörf. Jafnframt skulu nemendur eiga þess kost að búa sig undir stúdentspróí, Námið skal vera eins til fjög- urra ára nám, svo sem hér greinir: a) Eins, tveggja eða þriggja ára almennt og sérhæft viðskipta- nám, og skal nemandi hljóta skirteini og vitnisburð um nám sitt að loknum hverjum árs- áfanga. Framhald á 14. siðu Eins og undanfarin ár leikur Lúðrasveit verkalýðsins jólalög á Austur- velli, og mun hún að þessu sinni leika þar á morgun, laugardaginn 22. desember, kl. 5 siðdegis ef veður leyfir. A AUSTURVELLI A MORGUN Fær Tækniskólinn loks vidunandi húsnæði? Meðal þeirra heimilda til rikis- stjórnarinnar, sem meirihluti fjárveitinganefndar lcggur til, að veittar verði við afgreiðslu fjár- laga nú, er hcimild „til að sclja húseign Tækniskóla islands að Skipbolti 37 I Keykjavik til þcss að afla fjár til að greiða kostnað við leigu, innréttingu og stofnbúnað nýs húsnæðis og að greiða úr rikissjóði, sem á kynni að vanta”. Um þetta mál sagði Geir Gunnarsson formaður fjárveit- inganefndar i ræðu sinni á alþingi i gær: Tækniskóli Islands er nú til húsa á 3 stöðum, þ.e. i Skipholti 37, á Hótel Esju og i Sjómannaskólahúsinu. Þetta hús- næði er samtals um 1500 fer- metrar og er óhentugt og of litið. Til athugunar hefur verið að taka á leigu og innrétta um 3500 fermetra húsnæði og bæta þar með verulega aðstöðu Tækni- skólans og fresta þá um nokkurn tima að ráðast i byggingu yfir skólann....óljóst er enn hver leigukjör væri hægt að fá og hver yrði kostnaður við innréttingar og búnað. Með flutningi tillögunnar er þvi ætlunin áð fá færi á að láta verða af þvi að bæta úr húsnæðis- skorti skólans með þessum hætti, en nánari athugun verður að leiða i ljós, hvort unnt er að nola heim- ildina. Full ástæða er til að ætla og vona að þessi leið reynist hag- kvæm, en ég tel að hafa beri sam- ráð við fjárveitinganefnd um notkun þessarar heimildar. Þaö kom ennfremur fram i máli Geirs, að gerl er ráð fyrir að 20 — 30 miljónir æltu að fást fyrir sölu á húsnæöi Tækniskólans i Skipholti 37 og að i fjárlagafrum- varpi eru veittar 25 miljónir kr. til siðasta áfanga nýbyggingar Sjó- mannaskólans, sem e.t.v. mætti fresta, ef Tækniskólinn fengi nýtt húsnæði og þannig rýmkaðisl um i byggingu Sjómannaskólans. Grimmdartíð Hér hefur verið óvenjuleg grimmdartið að undanförnu. Frostið hefur farið yfir 20 stig og stundum hef- ur stórhrið fylgt sliku frosti. Ekki er samt ýkja snjóþungt og truflanir á samgöngum hafa ekki orðið veruleg- ar, þrátt fyrir hörð veður. í Mývatnssveit Rafmagnsstrflanir hafa ekki orðið miklar hér i Mývatnssveit. Tvisvar hefur orðið að gripa til rafmagns- skömmtunar einn og hálfan tima i senn. í dag er veður með besta móti. ÓDÝRIR STEREO PLÖTUSPILARAR MEÐ MAGNARA Radíóverslun - Bergþórugötu 2 - sími 23889

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.