Þjóðviljinn - 21.12.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Blaðsíða 11
KSstudagur 21. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Nú er öldin önnur en áöur var, þegar útgerðarmenn uröu sjálfir að standa straum af sinum vélar- bilunarkostnaði, eða liggja fjár- hagslega dauðir ella. Nú ku það vera hægt, að tryggja fyrir öllum meiriháttar vélarbilunum, og borgar þá viðkomandi trygging- arfélag kostnaöinn. Mannskapinn mætti svo hafa skráðan á skipið alla tið, meöan vélarbilanir standa yfir, og er það þá auövitaö aflatryggingarsjóöur, sem borg- ar þeim. Svo gefur þaö augaleið, ef skip liggja biluð i lengri eða skemmri tima, þá kemur enginn fiskur að landi af þvi skipi eða skipum, og fólk hefur þá þess vegna litiö eöa ekkert að gera, og getur það þá látiö skrá sig á at- vinnuleysisskrá og fær þá nokkr- ar bætur frá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Og svo getur það farið svo, aö húsiö eða húsin geta hreint og klárt farið á hausinn, en i flestum tilfellum fá þau þó áður styrki frá riki eða opinberum sjóðum, sem hlaupa undir bagga með viðkomandi fyrirtækjum og bjargar málunum við i bili. Þetta fyrirkomulag er alveg dásamlegt miðað við það sem áður var, eða er það ekki? Nú heitir þetta sam- hjálp. Það lifir nú hver á öðrum, ekki frekar hér en annars staðar á landinu. Litið innbrot Smávegis innbrot var framið hér i mánuðinum. Brotist var inn i Kaupfélagið og tekiö þaðan með ófrómum höndum eitthv. af varningi og skotsilfri. Máliö hefur ekki verið upplýst enn, enda ástæöulaust að vera að eltast við smámuni 40-50 þúsund krónur. Kaupfélagsstjórinn var það viti- borinn að vera búinn að tryggja allar vörur félagsins fyrir þjófn- aði, svo Kaupfélagið og við hinir háttvirtu félagsmenn og -konur erum alveg örugg þess vegna. Best væri ef einhver vildi vera svo vænn að stela hreinlega öllum vörulagernum frá 1940, þvi gera má ráö fyrir, aö allt sé vel tryggt. Þjófurinn mundi örugglega aldrei finnast, hér er sko engin lögregla. Það eru nú starfandi hér 9 dömur frá Astraliu og fleiri löndum breska heimsveldisins, þær una sér vel eins og togararnir á mið- unum. En það er bara litið um vinnu i frystihúsinu, eins og sjá má á aflamagni þrjá siðustu mánuði. Nokkrir Færeyingar eru hérlika hjá frystihúsinu. Snjóbill- inn var byrjaöur að fara hér á milli Isafjarðar og Súgandafjarð- ar, en svo datt samgönguráð- herra það i hug að láta moka heiðina, svo nú er þaö bara venju- leur bilí sem fer þar á milli. Far meö snjóbil kostar nú kr. 350,- og er það sama og i fyrra. Þurfi menn að akupa hann privatferð, er verðið kr. 5.000.00, en I fyrra var það kr. 3.500.00 Fagranesið kemur nú hingað frá tsafirði mið- vikudaga og laugardaga, og flyt- ur þaö að venju mjólk og ódýrt áfengi. M/s Gullfaxi, sem Báran h.f. á nú, er fyrir nokkru byrjaður á hörpudiskveiðum. Afli hefur veriðtrgur. Báran h.f. verkar afl- ann. Enn flytur fólkið burt Fyrir nokkrum dögum komu hingað tveir Votmúlastaðar- menn, til þess aö skoða m/s Guö- rúnu Guðleifsdóttur, sem keypt var hingað i fyrrahaust og mun nú vera til sölu. Bátar ganga hér kaupum og sölum sitt á hvað, og allir stórgræöa, bæði skipamiðl- arar og eigendur. Enn flytur fólk- ið burt. Hermann Guðmundsson sem haft hefur hér Póst og sima siðan 1. júli 1946, fer sennilega um áramót og tekur hann við sams konar starfi á Akranesi. Trausti Egilsson, sem var stýrimaður á m/s Trausta, þann tima sem hann dvaldi hér, er fluttur til Þingeyrar og er þar nú skipstjóri á nýjum bát, sem heitir Fjölnir. Og nú er sá fólksfjöldi sem flutt hefur héðan siöan i júli i sumar, orðinn 48. Haldi þessu áfram næstu 2 árin jafnhliöa þvi sem togskip eyöileggja Iinuflotamiðin, þá veröur hér enginn eftir haustið 1975, nema þeir sem hvila i kirkjugarðinum á Stað i Súganda- firöi. Er nú hér meö þessu fréttabréfi minu lokiö, og ég vonast til þess, að þeir Súgfiröingar sem nú eru fluttir héöan burt, hafi ástæður á, að kaupa blaðið eöa lesa og finni hér mikinn fróðleik. Ljómandi er nú fallegt að horfa yfir á oskjuhliö, þetta minnir einna helst á Tivoli i Kaupmannahöfn, varð Kópavogsbúa nokkrum að orði þegar honum varö litið á kirkju- garð Reykvikinga jóla- skreyttan. Um nokkurt árabil hefur það tiðkast að fólk léti löga á rafmagns- perum í Fossvogsgarði um 10 daga skeið yfir jól og nýár. Vill fólk með því sýna minningu látinna ræktarsemi. Finnst mörgum að þetta sé sjálf- sagður liður í jólahaldinu. Siðurinn er ekki gamall og hann er alveg sérislenskur, að því er best verður séð. Það ér katdsöm iðja um þessar mundir að leggja rafmagnskapla um allan Fossvogsgarð, tengja perur og reisa upp kransa eða greinará þriðja eða fjórða hverju leiði i þessum stóra garði. En þetta gera piltarnir hjá henni frú Guðrúnu Runólfsson og kveinka sér hvergi. Mörgum hverjum finnst þetta bara skemmtileg til- breytni frá skólabekknum. — Nei, þetta er alls ekki á okkar vegum, sagði hún Elin á skrifstofu kirkjugarðanna, þegar við hringdum i hana og spurðum hvað þessar ljósaskreytingar kosta. — En þetta er afgreitt úr skúr hérna úti fyrir á timanum frá 9 til 7; fólk verður að gefa sig fram þar, kaupa perur og fara með út á leiði. Svo koma þeir, tengja og binda upp. — Hvað ætli þetta kosti? — Fyrsta pera kostar 300 kriónur.3 perur kosta 600, og svo eru 150krónurá hverja-aukaperu. — Já, ég er með þetta ásamt börnum minum, sagði Guðrún Runólfsson, er okkur tókst að ná tali af henni eitt augnablik, mitt i önnum dagsins. Maðurinn minn heitinn, Jón Guðjónsson raf- virkjameistari, byrjaöi á þessu á sinum tima, og hann bað mig eiginlega um að halda þessu áfram. Við erum einnig með kirkjugarðinn i Hafnarfirði, enda var maðurinn minn Hafnfirð- ingur. — Það eru auðvitað rafvirkjar sem hafa umsjón með tenging- unum, en viö fáum straum beint úr spennistöð og höfum svo spennibreyti. Það eru 32 volt á kerfinu hjá okkur, svo að það er ekkert vandaverk að vinna við það. En það þarf nátturlega sér- perur, og þær látum við i té og endurnýjum eftir þörfum. — En við getum ekki afgreitt fólk lengur en til klukkan sjö á laugardagskvöld, þið megið segja fólki það, sagði frú Guðrún að lokum. Þeir sem rækta garðinn... En þeir sem rækta garðinn i eiginlegri og óeiginlegri merkingu, hvað segja þeir um þennan sið að raflýsa leiði á jólum? — Eg kem ekkert nálægt þessu, sagði Ole P. Pedersen garð- yrkjustjöri kirkjugarðanna, og það truflar mitt starf ekkert. En þetta hefur þróast svona hjá einkaaðila, þó það séu dálitið óljósar linur i afstöðu manna til þess og varðandi leyfisveitingar. En það mundi skapa óanægju hjá fólki, ef fyrir þetta væri tekið. — Þaðer ekki of mikið um það, að fólk vitji um sin leiði i garð- inum. Það er gott að l'ólki finnst það nú fá tækifæri eða hafa ástæðu til þess, og ágætt að heim- sóknirnar dreifast þá á marga daga. — Mest er ljósadýrðin náttur- lega á nýjustu grafreitunum, og það ber minna á henni i eldri hluta garðsins, en annars dreifist þetta nokkuð jafnt. Það er nú 41 ár siðan farið var að jarðsetja hérna, og það eru á milli 13. og 14 þúsund grafir i garðinum. — Ætli það séu sett Ijós á þriðju eða fjórðu hverja gröf? spyr blaðamaður. — Það hugsa ég sé nála'gt lagi. — Eg held þetta sé alveg islenskt fyrirbrigði, ég hef ekki orðið var við svona raflýsingu i Danmörku eða i öðrum nágrannalöndum. Þar er að visu talsvert um það, að fólk setji ..lifandi 1 jós’’, kerti, á leiði ást- vina sinna, en ekki lrekar um jólin, heldur um aðvcntu, á allra sálna messu og á sérstökum minningardögum. Það er dálitið kalt að hafa svona rafmagnsljós, en hér þýðir ylirleitt ekki að hafa kerti, og mér finnst skiljanlegl að l'ólk gripi það sem fæst þá i slaðinn. En þetta getur auðvitað orðið innantómur siður eins og svo margt annað, t.d. að steypa þessa köldu múr- veggi utan um leiði sem hér varð tiska á slriðsárunum. En svona er þetta; mörgum og a' fleiri finnst þessi raflýsing orðið tilheyra jólahaldinu. — Eg gæti trúað þvi að þetta hafi byrjað á Sauðárkróki að lýsa upp kirkjugarð á jólum. Þaðan hafi siðurinn breiðst út, og þá hafi fólk, svona um 1956-57, farið að biðja hann Jón Guðjónsson að Þjóðviljinn sneri sér til 2ja presta og bað þá að segja álit sitt á þessum jólasið. Séra Arngrimur Jónsson sókn- arprestur við Háteigskirkju sagð- ist ekki aimennilega vita, hvað lægi á bak við þennan sið. — Eg býst við að I þessum ljós- um eigi að vera fólginn kærleikur til þeirra ástvina sem fólk hefur misst. Eg hef ekki gert mér grein fyrir annarri merkingu og hef ekki heldur vitað um aðra merk- ingu i kristninni að minnsta kosti. Séra Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur kvaðst ekkert hafa um þetta að segja frá trúfræði- lcgu sjónarmiði. — En það má segja, að við sé- um nýkomin út úr myrkrinu i þcssu landi. Við eignumst allt i einu svona mikið Ijós, og ég hygg þetta sé eðlilégt mannlegt við- bragð. Það er allt upplýst heima fyrir, og þvi ekki að lýsa einnig upp á þeim stað, sem einna sterk- astar minningar eru við tengdar gagnvart hinum látnu? Ilugsum okkur móður sem hel'ur misst eitt af börnum sinum. llún tendrar mörg jólaljós handa þeim sem hún hefur hjá sér, og það eru eðlileg viðbrögð móður- ka'rleikans, að hún kveiki lika ljós við hinn jarðneska beð þess barnsins sem frá henni er farið. Hér er að verki hugarfar sem ég ber mikla virðingu íyrir. 2 míljónir króna? En hvað ætli það kosti að raf- lýs.a Fossvogskirkjugarð i eins rikum mæli og hann er lýstur nú yfir hátiðarnar? Ef fólk lætur að jafnaði um 3 perur á hverja gröf, er gjaldið 600 krónur. Ef rciknað er með, að þriðja hvert, fjórða hvert leiði sé upplýst, þá nemur koslnaðurinn samtals 2—2 1/2 miljónum króna. Rj- Skemmtileg jólagjöf i sparisjóðsóeildum Útvegsbanka islands, skemmtileg gjöf til barna og unglinga, auk fáið þér afhentan sparibauk, við opnun þeirra holfu uppeldisáhrifa, senj hún hefur. nýs sparisjóðsreiknings, með 200 kr. inn- Forðist jólaös, komið nú þegar í næstu leggi. sparisjóðsdeild bankans og fáið nytsama og „Trölla" sparibaukur og sparisjóðsbók er skemmtilega jólagjöf fyrir aðeins kr. 200.00. '/asV itm: gs hv> ki ÍSLA.NDS Gisli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.