Þjóðviljinn - 21.12.1973, Page 13

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Page 13
Föstudagur 21. desember 1!)7;íJ ÞJÚÐVILJINN — StÐA 13 Föstudagur 21.desember mér datt i hug hvort Lindy hefði kannski sagt eitthvab... sagt þeim frá einhverri ráðagerð. Mér fannst að minnsta kosti reynandi að athuga það. Og ég fór þangað. Og hvað heldurðu að mamma segi? Hann starði spenntur, næst- um örvilnaður á Rósamundu, ekki ásakandi heldur næstum eins og hann leitaði huggunar. — Hún segir að þú — þú hafir hringt til hennar á þriðjudag til að segja, að Lindy kæmi ekki, en þúkæmir. Strax, sama daginn. Þú sagðist vera i þann veginn að leggja af stað. — Hringdi ég til móður þinnar? Ósvikin vantrúin i rödd Rósa- mundu hlaut að hafa veriö sann- færandi, þvi að vonarglætu brá fyrir i augum Geoffreys. Það var augljóst að hann vildi láta sann- færa sig um það að grunur hans, hver svo sem hann var, væri ekki á rökum reistur. Hann hallaði sér áfram, næstum með bænarsvip, eins og hann vildi að hún ræki vafa hans á flótta með öllum til- tækum ráðum. — Þú hefur þá ekki gert þaö? Það varst ekki þú? — Nei, þaö get ég fullvissað þig um, sagði Rósamunda. — En ég verð að segja að ég er hissa á henni móður þinni. Hún er ekki vön að vera að ragast i simtölum. Auk þess ætti hún að vera farin að þekkja i mér röddina eftir næst- um tuttugu ára kynni. — Þú hefur þá alls ekki hringt til hennar? Út af sunnudeginum eða neinu öðru? Sem hún hefði kannski misskilið? Það var eins og Geoffrey væri að benda henni á allar hugsanleg- ar útgönguleiðir og óskaði þess að hún notfærði sér einhverja þeirra. en Rósamunda gat ekki sagt ann- að en sannleikann eins og hún vissi hann bestan. — Nei, ég hef alls ekki hringt til hennar. Ég hafði ekkert tilefni. En hún hlýtur að hafa áttað sig á þvi, þegar ég kom ekki, eða held- urðu að Lindy...? — Nei. Nei, það er nú meinið. Hvorug ykkar kom. Sem snöggv- ast varð Geoffrey alvarlegur aft- ur, svo neyddi hann sjálfan sig enn til að beita bjartsýninni. — Ekki svo að skilja að mamma | væri sérlega áhyggjufull, hún taldi vist að það væri þokunni að . kenna. En henni fannst samt að einhver hefði getað hringt til hennar og sagt henni af þvi. — Og það erfiöi lagði tvifari minn sem sé ekki á sig? sagði Rósamunda. — Það hefði þó næst- um legið beint við eftir allt til- standið. Hennar eigin rödd urgaði i eyr- um hennar. Astandið var of alvarlegt til þess aö slikar at- hugasemdir væru við hæfi. En eins og af samkomulagi tóku þau bæði til við galgopaháttinn, eins og hann væri björgunarlina i þessu hyldýpisvatni, sem þau gátu hvorugt botnað i. — Þessi tvifari þinn virðist ekki sérlega vel siðaður, sagði Geof- frey og brosti, og Rósamunda svaraði: — Næst verð ég að muna CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ 0 að heimta meðmæli, og þetta skelfingarandartak var liðið hjá. Og þó var reyndar engin ástæða til þess, þvi að ekkert hafði veriö upplýst, engar gátur ráðnar, einskis verið hefnt. Allt var jafnó- skiljanlegt og áður. En þau höfðu bæði ákveðið samtimis aö ,,nú væri það i lagi” og þá var það i lagi. Slikur var sameiginlegur styrkur þeirra — jafnvel núna. Eftir morgunverðinn, þegar Pétur og Geoffrey voru farnir, settist Rósamunda niður I eldhús- inu með olnbogana á borðinu og hökuna I höndunum og staröi yfir brauðmolana og marmelaöið og fleskdiskana út i hið kynlega nýja myrkur, sem virtist leggjast að tilveru þeirra. Þvi aö þetta varð æ dularfyllra. Þótt þau Geoffrey heföu þennan morgun laumast sameiginlega frá hinum ógnandi skugga, var ekki þar með sagt að þau myndu alltaf geta gert það. Skuggarnir myndu verða dimmari og þéttari þvi lengri timi sem leið án þess að Lindy sneri aftur. En það gat ekki verið að hún hefði átt einhvern þátt i þessu. Rósamunda taldi vist að hún væri ekki þannig gerð, aðhún gætigert neitt slikt. hvort sem hún hafði verið með hita eða ekki. Þessi undarlega bráðlifandi draumur hlaut að hafa verið tilviljun, og önnur sönnunargögn voru alltof ruglingsleg til þess að þau gætu sannað eitt eða neitt. Og hvernig gat staðið á þessari simhringingu til móður Geof- freys? Hvernig kom hún saman og heim við allt hitt? En ef þetta var nú satt þrátt fyrir allt. Ef hún hefði i raun og veru lagt af stað til Ashdene þennan dag i stað Lindyar. Eða þá að Lindy hafði farið lika. Ef þær hefðu lagt af stað saman, ek- iö lengra og lengra — alls ekki til Ashdene — heldur lengra, gegn- um borgirnar og þorpin, eftir vetrarvegum sem gljáðu af vætu, hraöar og hraðar eins og svölur á leið suður á bóginn, alla leið út að sjó? Rósamunda hló næstum þar sem hún sat i ótilteknu eldhúsinu. Þvi að auövitað hafði þetta ekki gengið þannig fyrir sig. Alls ekki. Hvað sem öllu öðru leið, þá haföi billLindýar staðið fyrir utan úti- dyrnar hjá henni allan þennan tima og þar stóð hann ennþá.Hvað svo sem haföi gerst þetta glataða siðdegi, þá höfðu þær ekki ekið saman i bil Lindyar. En hvað þá um lestina? Ef þær hefðu nú farið með lestinni vegna þokunnar? Fyrst þokan hafði ver- ið of svört til að Lindy kæmist leiðar sinnar i bilnum á mánudag, þá hefði hún lika gert það á þriðjudag, þvi að þá var þokan öldungis óbreytt. Gott og vel, þá höföu þær farið með lestinni. Þær höfðu ekki farið út i Ashdene, heldur haldiö áfram út i vetrar- landslagið, stansað við hverja stöð, skipt um lest i Kantaraborg eða á einhverjum öðrum staö og haldið siðan áfram gegnum... Gegnum þokuna — vitaskuld! Það rann upp ljós fyrir Rósa- mundu, svo snögglega að hana sundlaði næstum og nú iosnaði hún undan skelfingunni. Þarna var loks komin sönnun fyrir þvi, örugg og ótviræð, að draumurinn stóð ekki i neinu sambandi við veruleikann. Hvernig hefði getað verið há- vaðarok á röku og þokufullu des- emberkvöldi? Hvernig hefði hún átt að geta séö stjörnur i þvi veðri, stórar, skýrar stjörnur á dökkum himni? Og ef þau atriöi úr draumnum voru hugarburöur, var allt hitt það þá ekki lika? Rósamunda fylltist nýrri von, og hún spratt á fætur, bar af borðinu og tók ótrauð til viö uppþvottinn. Það var ekki fyrr en hún var búin með verkin niöri og var á leiö upp til að búa um rúmin, að hún fann að öryggisleysi greip hana á ný. Þvi að uppi á lofti, i svefnherberginu,þar sem hún ætl- aði nú að fara að taka til, lá task- an hennar Lindýar, rispuð og af sér gengin á skápgólfinu. Þar voru lika leirugu skórnir og káp- an. Þeir hlutir voru ekki neinn draumur og hún hafði ekki fundið neina skýringu á þeim. Ef hún, Rósamunda heföi ekki kotnið ná- lægt hvarfi Lindýar, hvaö i ósköp- unum var þá á seyði? Hún stóð kyrr fyrir neðan stigann og horföi kviðandi upp i hann — eins og sundmaður sem ætlar að stinga sér á höfuðið út i iskalt vatn, og reyndi að sjóða saman kenningu sem gæti útskýrt öll þessi kynlegu sönnunargögn, sem létu böndin berast að henni. Kenningin hlaut að verða fá- ránleg, svo mikið var vist. Sem sé: ef einhver hefði nú ákveðið að myrða Lindy og vildi skella skuldinni á Rósamundu? Við- komandi hefði getað klætt sig i kápu Rósamundu og skó, svo að fótspor og fataló sem fyndist hjá likinu, mætti rekja til Rósa- mundu. Og svo heföi verið hægt að setja tösku Lindyar i herbergi Rósamundu, þar sem lögreglan dytti bókstaflega yfir hana, þegar rannsóknir hæfust og svo — til að skapa einhvers konar fjarvistar- sönnun — hlaut viðkomandi aö hafa hríngt i frú Fielding og likt eftir rödd Rósamundu. Þaö hlaut að hafa verið erfitt, þvi að frú Fielding var enginn auli og þekkti vel rödd Rósamundu. En hafði frú Fielding sjálf tekið við skilaboðunum eða hefði Jessie 7.00 MorguntHvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7,20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (Og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstumt barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsd. heldur áfram að lesa söguna ..Malenu og litla bróður” e. Mariu Lundquist (2). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tilkynn- ingar kl. 10.25. A bóka- markaðinum kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: Saga Kldeyjar-ll jalta eftir (■uðinund G. ilagalin, Höfundur les (28). 15.00 M iðdegis tónleikar. Sinfóniuhljómsveitin i Lundúnum og Kvennakór breska útvarpsins flytja ,,Þrjár noktúrnur” eftir De- bussy: Leopold Stokowsky stj. Suiesse Romande hljómsveitin leikur verk eftir Saint-Saens og Chabrier. 15.45 Lesin dagskrá næslu viku* 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 17.10 Útvarpssaga barnanna: 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Gestur kvöldsins. Breskur flokkur músikþátta, þar sem kunnir einstaklingar úr ,,poppheiminum” láta til sin heyra. Gestur þcssa fyrsta þáttar er bandariski visna- söngvarinn Tom Paxton, sem flytur hér nokkur frum- samin ljóð og lög. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.10 Landshorn. Frétta- skýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.50 Mannaveiðar. Bresk framhaldsmynd. 21. þáttur. Tilgangurinn helgar með- alið. Þýð. Kristmann Eiðs- Leikfangaland Veltusundi l.Simi 18722. Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari les (24). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Til- kynningar. 19.00 Veðurspá. Tilkynningar. 19.20 Þiugsjá Davið Oddsson sér um þáttinn. 19.45 Tannlæknaþáttur. Egill Jacobsen tannlæknir talar um rótfyllingaraðgerðir. 20.00 Frá skóla tónleikum Siufóniuhljómsveitar tslands i Háskólabiói 19. október s.l. Stjórnandi Karsten Andersen. Ein- leikari: Kjell Bækkelunda. Sinfónia i G-dúr nr. 88 eftir Joseph Haydn. b. „Dafnis og Klói”, svita nr. 2 eftir Maurice Ravel. c. Pianó- konsert eftir George Ger- shwin. 21.00 Skáld jólanna. Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófastur lalar unt danska sálmaskáldið Brorson. 21.30 ú l v a r p s s a g a n : ..Ægisgata” eftir .lolui Steinbeck.Birgir Sigurðsson les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kyjapistill 22.45 Draumvisur. Sveinn Arnason og Sveinn Magnússon kynna lög úr ýmsum áttum. 23.45 Fréltir i stuttu máli. Dagskrárlok. son. Efni 20. þáttar: Jimmy reynir eftir bestu getu að ná sýnishornum af þvi, sem verið er að gera lilraunir með i verksmiðjunni. And- spyrnumönnum leiðist biðin, og þeir eru l'arnir að gruna hann um græsku. Hochler kemst að sannleikanum um Jimmy og reynir að þröngva honum til að gefa upplýsingar um félaga i andspyrnuhreyling- unni, en áður en það tekst hafa félagar Jimmys náð Hochler á sitt vald og tekið hann af lifi. En enn helur ekki tekist að ná i sýnishorn af framleiðslu verk- smiðjunnar. 22.40 Dagskrárlok. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum. UNDRALAND Ný leikfangaverslun i Glæsibæ. AHt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar- Fjölbreytt úrval. Komiö, sjáið, undrist í UNDRALANDI Happdrœtli Þjóðviljan: Gerið skil fljótt og vel LEIKFANGALAND

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.