Þjóðviljinn - 21.12.1973, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Síða 3
Föstudagur 21. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Frost stöðvar byggingariðnaðinn^ en Litið um uppsagnir Dagsbrún mótmœlir uppsögnum Steypustöðvarinnar í kuldakasti þvi sem herjaö hefur á okkur undanfarnar vikur hefur öll steypuvinna legið niöri af eðlilegum orsökum. Við grennsluðumst fyrir um það hvort þessi samdráttur i byggingarf ram- kvæmdum hefði haft þau áhrif að atvinnurekendur segðu upp starfsliði sínu. Á þriðjudaginn skýrði blaðið frá að Steypustöðin hf. hefði sent starfsmenn sina heim kauplaust á meðan frostin herja. Við höfðum tal af öðrum steypustöðvum og spurðum hvort þær hefðu gert slikt hið sama. Hjá BM Vallá hefur allt verið stopp i þrjár vikur að heita má og iikti viðmælandi okkar ástandinu við landlegu til sjós. Ekki hefði þó verið gripið til uppsagna enn og yrði reynt að forðast það i lengstu lög. Sama var uppi á teningnum hjá Steypustöðinni Verk hf. Þar hefur vinnutimi haldist óbreyttur og engum sagt upp. Væri mann- skapurinn i þvi að dytta að vélum og bilum og i annarri innivinnu sem hægt er að sinna. MÓTMÆLTUM U PPSÖGNUM Halldór Björnsson ritari Dags- brúnar sagði að félaginu væri ekki kunnugt um aðrar uppsagnir i byggingariðnaðinum en á þessum 7 mönnum hjá Steypu- stöðinni. Hefði Dagsbrún mót- ma'lt þeim og teldi það brot á samningum að senda menn heim kauplausa á þennan hátt. ,,t>eir geta notað sér upp- sagnarfrestinn en þessi aðferð er . ..r M X; ^.....;; • - ..........................................................................■ <■ ' - - I Þessi mynd var tekin við höfnina f Reykjavfk i gær og má giöggt sjá að alimikill lagaðaris er kominn á höfnina. Umferð um höfnina hefur tafist nokkuðaf þessum sökum (ljósm. Sdór) J BÚRFELLS VIRKJUN: r Astandið ætti vart að versna úr þessu — Ég á von á þvi að ástandið versni ekki úr þessu og að ekki þurfi að koma lil rafmagns- skömmtunar á svæði Búrfclls- virkjunar, sagði Gisli Gislason stöðvarstjóri Búrfellsvirkjunar i gær þegar við töluðum við hann. Annars sagði Gisli að ástandið væri svipað og það hefur verið siðustu dagana. Nú eru framleidd um 80 megavött, en við eðlilegar aöstæður eru það svona um 180 inegavött. sagði Gisli. Ekki hefur þurft að sprengja isinn á lóninu, þar eð enginn ákveðin fyrirstaða hefur fundist, heldur liggur krapið jafnt undir öllum isnum. Eftir athuganir i fyrrakvöld og i gærmorgun kom i ljós að sögn Gisla að hallinn er jafn yfir lónið og enginn ákveðinn staður sem myndar fyrirstöðu. Sérfræðingar segja að ekki þýði að sprengja við slikar aðstæður. Gisli sagði að þeir væru að reyna að losa um krapið með þvi að hækka og lækka vatnsborðið og vonandi tekst að auka vatns- rennslið með þessu móti. Hann sagði að i fyrrinótt hefði dregið nokkuð úr frostinu en siðla dags i gær var það að aukast aftur og var þá orðið 10 gráður uppá fjall- inu. — Eg hygg, sagði Gisli, að það þurfi nokkuð mikla rigningu til að koma ástandinu i eðlilegt horf aftur. Hitinn i ánni er nú á núlli og það þarf yl i ána til að laga þetta, en hann þarf ekki að vera mikill til að losa um krapið. - Enn er nóg vatn i ánni og okkur hefur tekist að fleyta isnum ofanaf einsog vanalega, en það er krapið undir isnum sem við ráðum ekki við, sagði Gisli. Þetta krap hefur borist undir isinn undanfarnar vikur og þó alveg sérstaklega þegar áin breytti sér i fyrradag. Það kom stifla i ána um miðjan nóvember og þá fór hún úr gamla farveginum austur fyrir stifluna og kom svo þvert á. Þá kom mikið krap inn og hefur gert það siðan. —S.dór samningsbrot að okkar mati. Við vitum að þetta er talsvert útbreitt i fiskiðnaði en annars staðar þekkist það ekki. Við teljum að menn sem unnið hafa hjá at- vinnurekanda i eitt ár eigi rétt á að fá greidd laun fyrir helgi- dagana nú um jólin og einnig 8 stundir aðra vinnudaga” sagði Halldór. Engum trésmiði sagt upp enn Sigurjón Péturssonar varafor- maður Trésmiðafélags Reykja- vikur tjáði blaðinu að enn hefði félagið ekki haft spurnir af upp- sögnum Irésmiða. Þvi veldur trúlega að verkefni hafa verið mikil að undanförnu og vinnuafls- skortur rikt þannig að unnt helur verið að láta trésmiði vinna ýmiss konar störf sem hægt er að vinna i frostum. Ilann kvað ákvæðisvinnu vera rikjandi meðal trésmiða og er ekki óeðlilegt að hlé skapist i slikri vinnu og hafa meistarar yfirleitt önnur verk fyrir trésmiði sem þeir geta gripið i ef frost hamlar steypuvinnu. Ef frostakaflinn verður mikið lengri má hins vegar búast við uppsögnum. Svo kvað Sigurjón lika vera til hópa af lausráðnum mönnum sem fara á milli vinnu- staða en af þeim mönnum hafði hann engar spurnir og mætti vel vera að þeim sé þegar búið að segja upp. —ÞH Metsölu- bókin sem aldrei kom út Eins og marga rekur eflaust minni tii, kom ungur rithöf- undur, Einar Björgvin, hcim frá útlöndum i haust er leið með handrit að bók, þar scm sagt er frá innviðum Fram- sóknarflokksins, þannig að hrikkja myndi I þegar hókin kæmi út, sem sagt væntanlcg metsölubók. Alþýðublaðið hirti sfðan valda kafla úr handritinu og boðaði að Bóka- útgáfan örn og örlygur myndu gefa bókina út. Við höfum samband við Or- Framhald á 14. siðu. „Uppreisnin á barna- heimilinu„ kemur í bókabúðir í dag Þýðandinn, Olga Guðrún, gefur bókina út sjúlf Umdeildasta barnabók sem flutt hefur verið i ríkisút- varpinu kemur i bókabúðir i dag: Hér er um að ræða bókina „Uppreisnin á barna heimilinu” i þýðingu Olgu Guðrúnar Arnadóttur, en bók in var lesin i útvarp af þýðandanum sjálfum i haust eins og allir muna. Þá var bókin nefnd „Börnin taka til sinna ráða”, en á frummálinu heitir hún „Nár barnen tog makten”. Höfundurinn er Gunnar Orlander, sem skrifar barnabækur undir höfundar- nafninu dr. Gormander. Olga Guðrún Arnadóttir gef ur bókina út. Letur offsetfjöl- ritaði. Þjóðviljinn birti sýnishorn úr bókinni i fyrradag. Bókin er prýdd mörgum skemmtileg- um myndum. Breiðholt og mál Önundar Greinar Ú.Þ. i Þjóðviljanum um Breiðholt hf. og þeirra athafnir voru orð i tima töluð, eins og siðar mun koma betur i ljós i sambandi við húsin við Æsufell 2-6. En værí ekki lika nauðsynlegt að athuga betur framkvæmdir þeirra við Fram- kvæmdanefndarhúsin i Breiðholti. verktakastarfsemi þeirra hjá Áburðar- verksmiðjunni, og eigi sist bifreiðakaup (innfl.) Breiðholts hf? ES.Hvað liður rannsókn i máli önundar i British Petroleum Company? Er málið nú hjá sak- sóknara eða sakadómara? Verður hann eða félagið látið sæta refsiábyrgð eða fébóta- ábyrgö? Eöa er kannski enn verið að biða eftir þvi, að „öldurnar lægi” eins og gefið var i skyn i' Timanum fyrir fáum dögum? Á kannski að fara að taka á lög- broturn á þann hátt framvegisftað biða eftir að „öldurnar lægi”> NÝ AUGU eftir Kristin E. Andrésson Þessa athyglisverðu og sér- stæðu bók, ritaði höfundur i kapphlaupi viö dauðann. Það mun vera erfitt að gerá sér ljóst hvaða birtu slik vissa og ástand varpar á hugsjónir manna. ba>ði hvað varðar liðna tið og ókominn tima. I bökinni kemur þetta fram á hinn óvæntasta hátt og virðist sem höfundur tali enga tæpi- tungu til samtiðarinnar. Samanburður höfundar á timabili Fjölnismanna og þess tima sem hann hefur jifað með, samherjum og andstæð- BÓKAÚTGÁFAN ÞJÓÐSAGA Lækjargötu 10 a. Simi 13510. ingum mun koma flestum al- gerlega á óvart. i þeirri birtu sem Fjölnismenn mvnduðu og er við skoðum verkið i þvi Ijósi. verður ekki unnað merkt en hiifundur hafi lifað helsærð- ur um áraraðir. Hvað sem öllu þvi liður er bókin stórkostlega skemmti- leg og samanþjappaður fróð- leikur. Missið ekkí af þessari ósam- bærilegu bók við flest ritverk, sem út hafa komiö. Upplagiö er mjög litið. KRISTINN E.ANDRÉSSON Ný augu TÍMAR FJÖLNISMANNA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.