Þjóðviljinn - 21.12.1973, Page 7

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Page 7
Föstudagur 21. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Búferlaflutningar Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabækur Niður um strompinn Höf.: Armann Kr. Einarsson. Bókaforlag Odds Björnssonarl 1973. Niður um strompinn er nútima- saga. Hún fjallar um eldgosið á Heimaey fyrr á þessu ári og af- drif tveggja fjölskyldna, önnur kemur þó meira við sögu en hin. Söguhetjurnar eru tvö tólf ára börn, Siggi og Inga Stina. Lesandil kynnist þeim daginn fyrir gosið, slöan fylgist hann með atburðum nóttina löngu, Sigg* fylgir hann alla leið til lands með báti og frá Þorlákshöfn með rútu til Reykja- vikur. Inga Stína fer með'flugvél til Reykjavíkur ásamt móður sinni og langömmu, en eftir verður i Eyjum augnayndið hennar, hvolpurinn Depill. Inga Stina leitar svo Sigga uppi i höfuðstaðnum, þar sem þau mæðgin búa hjá vandalausum vini í raun, og hún fær Sigga til að laumast með flugvél til Eyja til að bjarga Depli. Siggi lendir i ýmsu á ferðum sinum, en til- ganginum nær hann, Ðepill kemst I hendur eiganda sins um siðir. Frásögnin er hröð og vel unnin, spennandi á köflum og stundum fyndin. Persónur eru margar vel gerðar. Siggi og Inga Stina eru bæði skýrar persónur, Siggi hægur og fámáll en leynir á sér, Inga Stina glettin og spræk, en fljót að skipta skapi. Stundum er hún eilitið hátiðleg i tali og etv. ekki eins trúverðug persóna i heild og Siggi. Mæður barnanna eru báðar sannfærandi, hvor á sinn hátt. Móðir Sigga er róleg og æðrulaus erfiðiskona, móðir Ingu er svolitið ör og óþolin skipstjóra- frú, etv. nokkuð ýkt eins og persónum af hennar tagi hættir til að vera hjá Armanni. Filippus, velgerðarmaður mæðginanna, er ágæt persóna, en kannski aðeins of fullkominn. Best gerða persóna sögunnar er þó ennþá ótalin, en það er mótoristinn á dallinum, sem þau mæðgin fara á i land, aldeilis bráðvel gerð persóna og ljóslifandi fyrir sjónum lesanda. Kjörum mannanna er misskipt, finnst. Sigga, og hann veltir þvi fyrir sér hvers vegna svo þurfi að vera. Sjálfur er hann föðurlaus og móðir hans vinnur allar stundir i fiski. Ekki er hún þó ein af þeim, sem elska fiskinn meira en börnin sin, amk. á hún talsverða ástúð afgangs handa syni sinum. Þeim kemur vel saman mæðgininum, og Siggi hlakkar til að verða svo stór að hann geti létt undir með henni. Ekki virðist hann hafa beðið tjón á sálu sinni við útivinnu móðurinnar, þvi þetta er efnis- piltur i alla staði. Inga Stina er skipstjóradóttir. Faðir hennar á stórt einbýlishús og leigir Sigga og móður hans kjallarann. En Inga lætur ekki glepjast af ytri aðstæðum, og hvorugt lætur striðni annarra á sig fá, þvi þau eru saman öllum stundum. Munurinn á kjörum leiksyst- kinanna verður ekki minni, þegar til Reykjavikur kemur. Siggi og móöir hans búa i Sjómannaskól- anum þar til Filippus býður þeim hluta af litilli ibúð sinni. Inga Stina og foreldrar hennar eiga ættingja, sem taka þeim strax opnum örmum. Frásögn Armanns er liður og aðgengileg á góðu máli eins og hans er vandi. Yfirleitt notar hann sjónarhól Sigga, og sér þá lesandi atburði með augum hans. Stundum er Inga Stina miðill at- burða til lesenda, en einstaka sinnum skýtur hinn alvitri sögu- maður sjálfur upp kollinum og klappar litillátur á höfuð persóna sinna. Þegar ruglingslegar hugsanir hafa þotið um huea Sigga á leiðinni til lands eins og vonlegt er og lesandi skilur, bætir höfundur við: ,,Það mátti með sanni segja, að atburðir næturinnar höfðu heldur betur ýtt við hugarflugi Sigga litla.” Þetta kippir lesanda út úr heimi sög- unnar, sviptir hinni listrænu blekkingu burt. Hann er bara að lesa sögu, ekki þátttakandi i örlagarikum atburðum. Sérstak- lega finnst mér dónaleg einkunnin ,,litli” á eftir nafni 17. leikvika — leikir 15. des. 1973. (Jrslitaröðin: 112 — X12 — 2X1—-222 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 74.500.00 8535 10552 13602 + 21101 36782 2. VINNINGUR: 9 réttir - - kr. 3.100.00 600 5797 13443 18601 35510 36731 + 40065 2020 6627 15174 19056 36134 37161 41000 2034 9274 15302 22160 36156 37316 41275Y 3044 9820 15690 23053 36267 39410 + 41438 3337 + 9965 16060 35091 36322 39775 41536 3915 11960 17359 35094 36496+ 39777 53072 F 4316 12014 17555 35235 36669 39778 53097 F 5245 + nafnlaus I r: fastur seöill Kærufrestur er til 7. jan. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og aöal- skrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 17. leikviku verða póstlagðir eftir 8. jan. 1974. Handhafar nafnlausra seðla veröa aö framvlsa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR- Iþróttamiðstöðin — REYKJAVIK Sigga, lesanda finnst strákurinn alls ekki litill. hann er bæði tólf ára og karakter að auki. Lýsingarnar á nóttinni. þegar gosið hófst, og ferð Sigga aftur til Eyja, sjálfu söguefninu. eru vel gerðar og lifandi. En gaman hefði verið að fá örlitið nærfærnari stúdiu á félagslegum vanda þess fólks, sem við kynnumst I bókinni. Hún nær að visu aðeins yfir tæpa viku og björgun hvolpsins það, sem mestu varðar. en ári finnst manni það vera langt frá kjarna málsins. þótt það sé ágætt söguefni. Tvær barnabækur hafa nú verið gegnar út um eld- gosið á Heimaey, báðar hafa þær að uppistöðu hlut sem gleymist og endurheimtist — að visu lifandi dýr í þessari sögu; ennþá er ógert að vinna verk, sem getur hjálpað meginlandsbúum að skilja, hvað kom fyrir þetta fólk, hvernig þvi leið, tivað beið þess og hvernig það brást vandanum. Unglinga- bók um þetta efni gæti einnig hjálpað börnum frá Eyjum i glimunni við sinn vanda, sem er langt frá yfirstaðinn. Meira finnst mér tæpt á þessum hlutum i hinni gosbókinni, Asta og eldgosið i Eyjum. þó að tæknilega séð og listrænt standi hún þessari sögu langt að baki. Bókin er vel útgefin og villu- laus. Þrjár þokkalegar myndir eftir Baltasar eru upp á punt. Stúfur i Glæsibæ llöf.: Anne-Cath. Vestly, mvndir: Johan Vestly, þýð.: Stefán Sigurðsson. lðunn 1973. Hér er kornin fimmta bókin um Litla bróður og spýtukarlinn Stúf, hans innri mann, falleg og elsku- leg saga eins og þær fyrri. Vanda- málið, sem hér er tekið til með- ferðar, er flutningur milli byggðarlaga. Pabbi Litla bróður er búinn að fá vinnu á skrifstofu i stað þess að þeytast um landið i söluferðum. En skrifstofan er i Glæsibæ, langt frá þorpinu Hesta- tröð, og fjölskyldan flytur. Litli bróðir er svolitið hræddur og feiminn fyrst i stað, og meira að segja Filippusi stóra bróöur er ekki rótt. En þeir cignast vini smátt og smátt.og allt kemst i lag. Litli bróðir er fjarskalega yndislegt barn og vel úr garði gert af höfundar hálfu. önnu- Cath. er einkar lagið að lýsa sálarlifi barna (og raunar fullorð- inna lika) á lifandi hátt; sjálfsagt kannast margt barnið við kviða Litla bróður fyrir að vera einn i herbergi og skilur viðbrögð hans við þvi. Foreldrar Litla bróður eru ágætis fólk og yfirleitt mjög venjuleg. Einu sinni brjóta þau þó hefðina. Þau setja hefilbekkinn inn i borðstofu og hyggjast nota hana fyrir sameiginlegt vinnu- herbergi fjölskyldunnar. Af- bragðs hugmynd fyrir þá, sem eiga borðstofu. Móðir Litla bróður vann úti i gamla þorpinu þeirra, en hætti þvi, þegar þau fluttu. En hún er að hugsa urn að fara að lesa undir stúdentspróf, svo að ekki ætlar hún að láta sér heimilisstörfin nægja. Kannski fréttum við nánar af þvi i næstu bók. Heimilislifið er mjög vcl upp dregið, enda er heimilið heimur barnsins i sög- unni. Frágangur er mjög góður, engar prentvillur, og góðar myndir. Þýðing er þokkaleg. Okkur er ánægja að tilkynna þeim fjolmörgu, sem hafa keypt af okkur kæliskápa og þvottavélar og eru ánægðir með þau kaup, að nú hófum við einnig á boðstólum Ignis eldavélar, sem einnig má mæla með sem sérstakri g æða vöru. Við bendum meðal annars á, að fylgjandi er grill ásamt rafknúnum grillteini.svo að nú er hægt að elda matinn með þeim hætti, sem mest tíðkast nú — grillið læri, kjúklinga eða annan mat eftir hentugleikum, og smekk, og látið hitastilli og klukku vera yður til hjálpar við að fá sem beztan mat með sem minnstri fyrirhófn, Það er tryggt með þessari IGNIS-vél, sem er að óðru leyti búin eins fullkomlega og kröfur eru gerðar til víða um heim. Og um hagstæðara verð er vart að ræða núna Og þegar þér kaupið IGNIS, skuluð þér muna, að þar fer tvennt saman. sem aðrir bjóða ekki — ITALSKT HUGVIT OG HAND LAGNI ÍSLENSKUR LEIÐARVISIR FYLGIR — IGNIS VERÐ. VARAHLUTA OG VIÐGERÐAÞJONUSTA. HVERS VIRÐI ER ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA FAGMANNA? lí «r'.:!;P!iii ............ fc % % * í" " Auglýsingasíminn er 17500 MDVIUINN RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 SÍMI 19294 RAFTORG NkTiiKrsRrsrci

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.