Þjóðviljinn - 21.12.1973, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.12.1973, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. desember 1972. Fiskikassar Framhald af bls. 2. Nefndin hefur sent frá sér áfangaskýrslu en vinnur áfram að málinu. 1 skýrslu nefndarinnar kemur fram að „samkeppnis- hæfni islensks fiskkassafyrir- tækis ætti að vera mjög góð.” Að undanförnu hafa verið fluttir inn 150.000 fiskkassar á rúmu ári og kostar hver kassi um 1000.- kr. Fiskkassanefndin telur eðlilegt að áætla heildarþörf útgerðar- innar riflega 500.000 kassa og telur endurnýjunarþörfina 15-20%. Bent er á i skýrslu nefndar- innar, að Plastiðjan Bjarg á Akureyri hefur framleitt fisk- kassa i tilraunaskyni, og mælir nefndin með eignaraðild Bjargs að hinu fyrirhugaða fyrirtæki. Aukin útgáfa Framhald af bls. 2. settar ákveðnar starfsreglur til að vinna eftir. b) Að upplýsa þá, er starfa aö vinabæjatengslum um mikla þýðingu þess starfs. c) Að vekja athygli félaganna á þeim ódýru ferðum, sem Nor- rænu félögin hafa skipulagt, einkum milli tslands og ann- arra, Norðurlanda. d) Að efla æskulýðsstarfið og hvetja æskuna til þátttöku i mótum og fundum ungs fólks á Norðurlöndum. llOOára afmæli Islandsbyggðar var á dagskrá og gaf Jónas Ey- steinsson upplýsingar um vænt- anleg hátiðahöld i þvi sambandi. Ákveðið er að formannafundur NorrænU félaganna verði hér á landi um það leyti og að formenn- irnir verði fulltrúar sambandsins við hátiðahöldin á Þingvöllum. Ársfundur 1974 verður i Svi- þjóð. Frumvarp Framhald af bls. 8. væntanlega virkjun yrði gufubor notaður til þessa verks. Gufuaflstöðin i Námafjalli, sem getur framleitt 2,2 MW, var reynslukeyrð i mai 1969 og hefur starfað að mestu óslitið siðan. Orkuframleiðsla stöðvarinnar frá upphali er 72 Gwh. 'i'il stöðvarinnar var keypt notuð vélarsamstæða frá Eng- landi, komin nokkuð til ára sinna, en vegna þess, að túrbinan er svo- kölluð mótþrýstitúrbina og aö hún ergerð fyrir annað gufuástand en það, sem er á jarðhitasvæðum, notar hún 2,5 sinnum meiri gufu en túrbinur með eimsvala gera. Sumarið 1971 var skipt um túr- binuhjól, eins og upphaflega var gert, þar sem málmblandan i skóflum hjólsins var ekki talin henta jarðgufu. Ekki hefur orðið vart við neina tæringu eða rot (erosion) i útbúnaði stöðvarinn- ar. Byggð i 2 áföngum Gert er ráð fyrir að stærð jarð- gufuaflstöðvar við Kröflu eða Námaíjall geti orðið allt að 55 MW, en hún yrði byggð i tveim áföngum, þannig að i upphafi yrði byggt allt þaö, sem er sameigin- legt fullri stærð stöðvarinnar, en túrbinur, rafalar, borholur og ýmiss búnaður yrði gerður i tveim áföngum. Þetta hefur þann kost i för með sér, að hægt er að haga byggingunni nokkuð eftir markaðsþörfinni og eins er meira rekstraröryggi af þvi að stöðin sé rekin með tveimur rekstrar- einingum. Jarðhitasvæðin i Kröflu og Námaíjalli eru svokölluð vot jarðhitasvæði, þ.e. að rennsli úr holunum er u.þ.b. 20%> gufa, sem nýtt er fyrir rafstöðina, og 80% er vatn, sem skilið er frá gufunni. Vatninu er veitt frá jarðhita- svæðinu sem affallsvatni, og rennur það frá báðum svæðunum i jaðar Búrfellshrauns þar sem það blandast mjög stóru grunn- vatnskerfi. Kikissjóður er rétthafi jarð- hitaréttinda og landsvæða þeirra, er hér skipta máli samkvæmt samningum við landeigendur frá 18. mars 1971. Þrátt fyrir þetta er áætlað, að þegar virkjunaraðili, virkjunar- staður og gerð virkjunarmann- virkja hafa verið ákveðin, þá auglýsi ráðherra þessa ákvörðun og gefi þeim, sem telja sig geta beðið tjón af Iramkvæmdum þessum, tækifæri til að koma Iram með kröfur sinar og athuga- semdir innan tiltekins tima.” Ný lög Framhald af bls. 4 grunnlinum, eins og ráðgert var i upphaflega frumvarpinu en ekki 6 sjómilur eins og samþykkt hafði verið að til- lögu sjávarútvegsnefnda beggja þingdeilda. Þessi tillaga þingmanna Vesturlands var felld. Sem kunnugt er var frumvarp fisk- veiðilaganefndarinnar lagt fram á alþingi i fyrra, en varð þá ekki afgreitt. Mjög mikið starfhefur verið lagt i þessa löggjöf. og þó ugglaust megi finna á hennni ýmsa galla, var ekki vanöalaust að láta af- greiðslu þessa stórmálds dragast öllu lengur. Snjóflóð Framhald af bls. 1 býlishús. Eftir það var sett girð- ing að norskri fyrirmynd á gil- barminn og hefur hún komið i veg fyrir frekari llóð þar. Gunnar Rafn sagði að undan- farið hefðu verið frosthörkur og snjókoma á Siglufirði eins og ann- ars staðar á landinu en nú væri komin þiða. Væri þar liklega komin ástæðan fyrir flóðinu. Siglfirðingar hafa verið svo til alveg einangraðir frá umheimin- um i heila viku. Ekki hefur verið lendandi fyrir flugvélar og Mán- árskriður hafa verið lokaðar. Einu samgöngurnar hafa verið um sjóleiðina til Akureyrar. En i gær var einangrunin rofin þvi þá kom flugvél frá Vængjum til bæjarins. — ÞH Metsölubók Framhald af bls. 2. lyg Hálfdánarson torstjóra bókaútgáfunnar og spurðumst fyrir um hvenær væntanleg metsölubók kæmi út. örlygur sagði að hún kæmi ekki út hjá sér að óbreyttu. Sagði örlygur að eftir að hann hefði lesið handritið, hefði hann sagt höfundi þess að bæði væri það mjög litið að vöxtum og ekki nógu vel unnið. — Það er ekki hægt að KAFI.AGNIK SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viögerðir, dyrasima og kail- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstafði Barmahlið 4 SÍMI 154«« milli 5 og 7. Umsóknir um styrk úr Finnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Utfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. FINNSKI JC-SJÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVlK taka fyrir einn stjórnmála- flokk og fara yfir málið á skautum, sagði örlygur. Hann sagðist hafa sagt höf- undi að ef hann tæki handritiö og endurbætti það, yki við og kafaði dýpra niður i þau mál sem þar væri ymprað á, væri ég tilbúinn að gefa bókina út. A þetta féllst höfundur ekki og þvi kemur bókin ekki út hjá okkur sagði örlygur. Við þetta er i rauninni engu að bæta nema þvi að ef til vill situr nú höfundur yfir handriti sinu og eykur og endurbætir það, þannig að fólki gefist kostur á að kynnast innviðum Framsóknarflokksins þótt seinna verði. -S.dór. 38,6% Framhald af bls. 16. milj. kr. til rekstrargjalda og að hækkunin milli ára nemi 33,2%. I greinargerðinni segir að þessi út- gjaldaliður borgarinnar sé ó- heyrilega dýr og borgin verði með þessum hætti að lúta pólitiskum duttlungum Sjálfstæðisflokksins. ,,Sem dæmi um algera pólitiska einokun Sjálfstæðisflokksins i stjórnkerfi borgarinnar skal nefnt að af 37 embættismönnum, sem skipa hæstlaunuðu stöðurnar i kerfinu og taka laun samkvæmt svonefndum B-flokkum, eru allir, utan einn eða tveir, yfirlýstir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Það pólitiska siðleysi sem þetta ber vott um og misnotkun á valdaaðstöðu er sem betur fer eindæmi hér á landi. Þannig er stjórnkerfi Reykjavikurborgar hluti af Sjálfstæðisflokknum og þjónar undir hann i einu og öllu”. Greinargerð og tillögur borgar- fulltrúa m innihlutaflokkanna komu fram á fundi borgarstjórn- ar siðdegis i gær og verður það að biða blaðsins á morgun að skýra nánar frá umræðum og tillögu- flutningi. Menntun Framhald af bls. 5. b) Eins árs viðbótarnám, að loknu þriggja ára almennu og sérhæföu viðskiptanámi sam- kvæmt a-lið, er miðli nem- endum almennri menntun til stúdentsprófs. Veitir stúdents- prófið þann rétt til háskóla- náms, sem ákveðið er i lögum og reglugerð fyrir Háskóla tslands og aðrar menntastofn- anir á háskólastigi. Auk þess skal umrætt nám hafa að markmiði að gera nemendur hlutgengari til starfa i viðskiptalifinu. I náminu skal þess jafnan gætt, að nemendur eigi kost á hæfilegu valfrelsi milli kjörsviða. Starfsþjálfun er hluti af umræddu námi, eftir þvi sem reglugerö mælir nánar fyrir um, og er skólum þeim, sem menntunina veita, heimilt að fela viðskiptafyrirtækjum að annast tiltekna þætti þeirrar þjálfunar. 13 ára Framhald af bls. 4 stjórnarinnar og um 1 miljón manna er haldið i einangrunar- búðum stjórnarinnar. Þó að friðarsamkomulagið sé oft þverlega brotið af Banda- rikjunum og Saigonstjórninni táknar það stórkostlegan sigur þjóðfrelsisaflanna i Viet Nam og hernaðarlegan og pólitiskan ósig- ur bandarisku heimsvaldastefn- unnar. Með Parisarsamkomulagið að vopni hefur ÞFF sitt fjórtánda baráttuár. Baráttu vietnömsku frelsisaflanna er ekki lokið fyrr en fullnaðarsigur hefur unnist á erlendu innrásaraðilunum og leppum þeirra i Saigon, þannig að vietnamska þjóðin geti sjálf án nokkurrar erlendrar ihlutunar ráði framvindu samfélagsins. Hraðkaup Fatnaður i fjölbreyttu úrvali á alla fjölskylduna á lægsta fáanlegu verði. Opiö: þriöjud.,-fimmtud. og föstud. til kl. 10, mánud., miövikud og laugardaga til kl. 6 Hraðkaup Silfurtúni. Garðahreppi v/IIafnarfjaröarveg. SILFUR OG GULLVÖRUR í ÚRVALI Silfurvindlakassar — silfurbakkar — silfurkertastjakar. Gullarmbönd — gullhringir. Einnig mikið úrval i gull- og silfurplett- vörum. Fjölbreytt úrval af úrum og klukkum. KORNELÍUS JÓNSSON Skólavörðustig 8, Bankastræti 6. Atvinna AÐSTOÐARLÆKNIR Staða aðstoðarlæknis við Geðdeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar 1974 eða eftir samkomulagi. Laun skv. kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deildarinnar fyrir 16. janúar 1974. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 20. desember 1973. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.