Þjóðviljinn - 13.05.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.05.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mal 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sóslalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis C’tgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir Umsjónarmabur Sunnudagsbfaós: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóbsson Augiýsingastjóri: Runar Skarphéöinsson Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Bla&amenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuBmundsson. lþróttafréttamaBur: Ingólfur Hannesson. ÞingfréttamaBur: SigurBur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigrfBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristfn Pét- ursdóttir. Sfmavarsia: Olöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún BárBardóttir HúsmóBir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiBsIa og auglýstngar: SIBumúla 6, Reykjavik, >11111 * 13U. Prentun: BiaBaprent hf. Bresk stjómmál og viö Pólitisk þróun i Bretlandi er um margt lærdóms- rik fyrir okkur íslendinga, enda þótt það sé ljóst, að okkar pólitiska mynstur er um margt ólikt þvi breska. Erfiðleikar stjómar Verkamannaflokksins og fall hennar leiddu mjög greinilega fram i dags- ljósið dæmigerð vandamál verklýðsflokks i kapi- talisku samfélagi sem ekki getur lengur notað drjúgan hagvöxt til að skjóta þvi á frest að ýmsar meginþverstæður i samfélaginu séu teknar til nýrra úrlausna. Verkamannaflokksstjórnin reyndi að semja við verkalýðsfélögin um að kauphækkanir væru i lágmarki til þess að hægt væri að koma verð- bólgu niður. Það samkomulag gekk ekki nema i vissan tima. Meðal annars vegna þess að sósial- demókratiskir flokkar hafa ekki fundið þau svör sem duga i ástandi sem einkennist af litlum sem engum hagvexti. Þeir flokkar kunna ekki að stjórna kreppunni með þeim hætti að hinir riku beri þyngri byrðar en almenningur. Frægt er það dæmi, að þeg- ar Verkamannaflokkurinn tók við stjóm siðast var hlutur þeirra 10% þjóðarinnar sem mest eiga af þjóðaraunum farinn að mjakast niður fyrir 60% af þeim auði. Á stjórnartimum Wilsons og Callaghans jókst hlutur hinna rikustu aftur upp fyrir 60%. Þegar slik þróun gerist getur enginn búist við þvi að verkalýðsfélögin sitji auðum höndum. • Það verður ekki siður fróðlegt að fylgjast með' umsvifum ihaldsstjómar frú Thatcher. Flokkur hennar hefur heitið þvi að hressa upp á efnahaginn. Hann ætlar að gera það með aðferðum sem i raun geta ekki annað þýtt en að almenn neysla sé skorin niður og henni breytt i gróða. Með þessu á þjóðfél- agið að verða auðugra eins og það heitir — en án þess að aukinn jöfnuður fylgi. Þessari stefnu fylgja ýmsar erfiðar spurningar, sem hinn nýi forsætis- ráðherra svarar á þessa leið: „Ef rlkinu em fengin yfirráð yfir 60% af þvi sem við framleiðum, þá mun auður okkar bráðna eins og snjór á vori. En ef jafn- vægið er fært til i hag frjálsu vali, þá mun sú þróun hefjast aftur, sem skapar auð.” • Guardian, sem ekki er vinstrisinnað blað, lætur sér fátt um slik svör finnast: þetta hljómar, segir blaðið, eins og trúarjátning fremur en pólitisk hag- fræði. Engu að siður er það þetta sem ihaldsforingj- ar i Evrópu éta nú hver eftir öðmm. Þeir ætla að létta hömlum af eins og það heitir, sem þýðir aukið sjálfdæmi fyrirtækjanna um verðlag — á meðan launum verður haldið niðri i nafni baráttunnar við verðbólguna. Franska stjómin hefur reynt að nota sigur sinn i kosningunum i fyrra til að fylgja eftir slikri stefnu og nú leggur breska ihaldsstjórnin út á sömu braut. Hugsunin er sú að kjör þurfi að versna og atvinnuleysi að aukast áður en töframáttur markaðslögmálanna fer að bera ávöxt. Og ef ein- hver hagvaxtarárangur verður, þá vilja hægri öflin notaþann meðbyr sem þau njóta i svipinn til að koma i veg fyrir að hann verði nýttur i þágu þeirra kjarajöfnunar, sem evrópsk alþýða hefur verið svikin um i nær þrjátiu ár. Við viljum velmegun, en ekki meiri höfnuð, segja ihaldsmenn. • Stefna frönsku stjórnarinnar hefur þegar leitt til mikilla stéttaátaka, og ekki er liklegt að breskur verkalýður taki stefnu frú Thatcher þegjandi, svo mjög sem hún beinist gegn áhrifavaldi samtaka al- mennings. í þessum löndum báðum munu fara fram átök og styrkleikaprófun. Og sem fyrr segir: þar af geta íslendingar ýmislegt lært, ekki sist vegna þess, að það sem Sjálfstæðismenn kalla slna nýju stefnu i efnahagsmálum er i stórum dráttum eins og komið upp úr pottum húsfreyjunnar i Down- ing Street 10. — áb. Úr aimanakinu <1* ^ Sálfræði og sauðburður Sól skein í heiöi og noröanátt- in hélt sinu striki noröan af Grænlandsjökli og lét enga suö- læga vinda glepja sig af vegi. Ég fékk minum skammti út- hlutað á ritstjórnarfundi eftir hádegi. Eins og oftast vill veröa kenndi þar aöskiljanlegra grasa, enda veröur blaöamaöur á islensku dagblaöi aö vita dá- litil skil á öllu milli himins og jaröar. Hann á aö vita litiö um margt. Dagskammtur minn þennan kalda vordag var blaöa- mannafundur á norrænu sál- fræöingaþingi á Hótel Loftleiö- um, sauöburöur, ástandiö i húsaleigumálum og kolmunna- veiöar. Ég þakkaöi Guöi fyrir aö fá ekki launamálin á mina könnu lika. Norræna sálfræðingaþingiö fjallaöi um barniö eins og von- legt var á þessu ári sem ekki þarf aö nefna á nafn. >rjú hundruö sérfræöingar voru samankomnir i alþjóölegu and- rúmslofti á Hótel Loftleiöum og hlýddu þar grafalvarlegir — eins og vera bar — á langar töl- ur meö tilheyrandi linuritum um sambandið milli mæöra meö óörugga sjálfsvitund og mis- heppnaöra barna, sálarflækjur feöra vegna þess aö konan elur barniö, þróun greindarvisitölu i samhengi viö félagslegar aö- stæöur og þar fram eftir götun- um. Svo var keöjureykt, fariö á Þingvöll (þó ekki ég) og drukkið sjerri. Allt var þetta gott og blessaö, en heldur svona yfirþyrmandi fyrir fáfróöan og hvekktan blaöamann sem lika þurfti — áöur en dagur rann — aö skrifa um sauöburö og kolmunnaveiö- ar viö Færeyjar. Ef satt skal segja trekktist ég allur upp i ná- vist þessa stórþings, svitnaði og varö óöruggur meö sjálfan mig. Ekki var heldur laust viö aö andi streitu svifi yfir þessum samnorrænu vötnum. Ag notaöi þvi fyrsta tækifæri til aö lauma mér I burtu eftir lágmarkssál- gæslu og eitt glas af sjérri. ■ Inni I Slðumúla beiö ljós- myndarinn eftir mér og viö brunuöum út fyrir bæ og upp á Hólmsheiði til aö huga aö sauö- buröinum, en þar eiga 33 Reyk- vikingar fjárhús i þyrpingu, og þar eru lika hestar. Um leiö og búiö var aö drepa á bilnum og viö komnir út undir bert loft var eins og lægöi I sálum okkar. Að vitum lagöi volga taölykt sem blandaöist tærri noröanáttinni. Þarna var hundur aö snuöra utan I tik I rólegheitum, glaö- beittur hestamaöur gaf sig kumpánlega á tal viö okkur, og blessuð sauökindin leit vart upp frá þeirri iðju sinni aö narta I fyrstu vornálarnar. Þarna var hvorki bensinstybba né streitu- æöi. Ég gaf mig á tal viö einn fjár- bóndann. Hann sagðist vinna I vélsmiöju i Reykjavik en hafa stundað fjárbúskap i tómstund- um i 20 ár. ,,Ég byrjaöi aöallega á þessu fyrir börnin min”, sagöi hann, „enda hefur þetta veriö þeirra annaö heimili og ég sé ekki eftir þvi. Þau eru öll vel aö manni og vel heppnuö.” Skyndilega skaut þeirri hugs- un ofan i koll mér aö hér heföi þessi elskulegi maöur komist aö einfaldri lausn þeirra mála sem sálfræöingarnir 300 á Hótel Loftleiðum voru aö bisa viö aö leysa. Ætli megi ekki leysa vanda flestra barna með þvi aö sýna þeim hlýju, vera meö þeim, tala viö þau og leyfa þeim aö vera i sem mestri snertingu viö nátt- úruna og mannlifiö. Og líklega er lausn fjárbóndans sú sama og sálfræöinganna, bara sögö meö dálitið öörum oröaforöa. En þó aö hún virðist einföld og auösæ, er ekki þar meö sagt aö auövelt sé aö fram- kvæma hana. Viö erum nefni- lega börn okkar tima og okkar þjóöfélags. Og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni aö starf sálfræöinganna sé hálfgert kukl þangaö til þeir leggjast á eitt meö okkur hinum aö breyta sjálfri þjóðfélagsgerðinni, snúi sér af alefli aö stjórnmálalegri lausn til þess að grundvöllur veröi lagöur aö heilbrigöu þjóö- félagi allra manna og þá ekki sist barna. Þaö viröist nefnilega ekki vera rúm fyrir þau núna. Og þaö er okkur sjálfum aö kenna. Mér dvaldist lengur I Fjár- borg á Hólmsheiði en ég haföi ætlaö mér. Þaö var svo notalegt aö dvelja þarna innan um veik- buröa jarm, prump i hrossum og hundsgá, meöan svöl golan strauk manni um vangann. Upp i hugann kom hvað ég sjálfur haföi veriö heppinn aö komast i sveit á sumrin meöan ég var barn. Ég hef liklega veriö 8 eöa 9 ára gamall þegar ég kom fyrst aö Klausturhólum i Grlmsnesi til dvalar, og strax fyrsta daginn varö ég fyrir lifs- reynslu sem var á viö alla nátt- úrufræöikennslu i skóla. Ein kýrin á bænum hvarf og fannst i djúpri laut undir Kerlingarhól I túnfætinum. Hún var aö bera, en gekk illa. Allir fullorönir karlmenn voru aö heiman, og Guöný húsfreyja stormaöi meö allan krakkaskarann á hælun- um upp i túnfót og togaði kálfinn út úr kúnni. Ég var bergnum- inn, og þann dag varö óljós grunur minn um hringrás lífsins aö fullri vissu. Meö þessari sögu er ég samt alls ekki aö halda þvi fram, aö góö barnæska min hafi gert mig aö hinni fullkomnu fyrirmynd, en ég held þvi samt óhikaö fram aö hún hafi forðaö mér frá þvi aö fara á hæli — a.m.k. enn sem komiö er. Viö ókum I loftinu inn i borg- ina, og þegar ég kom á skrifstof- una sló ég strax á þráöinn til aö spyrja um kolmunna og húsa- leiguvandræöi, enda dagur far- inn aö þrjóta. Svo byrjaöi ég aö pikka á ritvélina eins og óöur væri. Guðjón Friðriksson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.