Þjóðviljinn - 13.05.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 13.05.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan Dagur úr lífi mínu Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Hroðalegur hávaði glumdi í höfði mér. Hvar var ég? Hvað var að ger- ast? Var ég farinn yfrum? Mikið fjári var mér heitt! Yfrum? Heitt? Aha! Staðurinn var þá til. Það haf ði mig lengi grun- að. Hvernig skyldi gest- gjafinn líta út? Það voru skiptar skoðanir um smá- atriðin. En einmitt þá datt mér það snjallræði í hug að opna augun. Allar minar háu vonir hrundu saman. Ég lá í rúminu og síminn var að hringja við eyrað á mér. Ojæja! Sú ferð mátti vist bíða þang- að til seinna. Ég sneri at- hygli minni að símanum. Það væri of þreytandi og tímaf rekt að mölva hann. Ég gat ekki náð til að taka hann úr sambandi. Hvað þá? Að lokum ákvað ég að taka tólið af. Það hreif. Síminn hætti að hringja. Þar á móti sagði dimm rödd í eyrað á mér: „Þetta er írski lýðveldis- herinn. Það hefur verið komið fyrir tímasprengju í rúminu þínu. Þú hefur fimm mínútur." Svo var lagt á. Ég rauk upp úr rúminu. írski lýðveldisherinn? Sprengja? Gat þetta verið satt? Ég haf ði ekkert gert Irska lýðveldishernum. Þetta var óréttlátt! Ég þaut niður stigann til að vera kominn sem lengst í burtu frá sprengjunni þegar hún spryngi. Ég komst niður á gang rétt nógu snemma til að sjá bróður minn leggja niður tólið á hinum símanum með ógeðslegt sadistaglott á hryllings- grímunni sem foreldrar okkar halda fram að sé fésið á honum. Hann sagði: „Loksins tókst mér að ná þér upp úr rúminu með góðu." Auðvitað varð ég bál- vondur. Ég réðst á hann án stríðsyf irlýsingar með þá göf ugu hugsun í hjarta að gefa veslings ritstjór- um síðdegisblaðanna æsi- legt efni eins og t.d.: „14 ÁRA DRENGUR DREPURBRÓÐUR SINN MEÐ BERUM HÖNDUM Náðist þegar hann var að skola sundurtættu líkinu niður um klósettið." En bróðir minn, ómannúðlegur að vanda, vék undan og flúði, hlæj- t. '*4' f ■ ' *N • Í ^ N , , ! # ' v t j ( i / RITGÉHDA sLjúX t STILABOK! iuw i ''■'■ j FORBODIN lEbNWCrlí Or vinnubók Kjartans andi brjálæðislegum geð- veikishlátri. Hann flúði rakleitt út og skellti á eft- ir sér. Skíthæliinn sá arna! Það var eini stað- urinn sem ég gat ekki elt hann, því að ég hafði gleymt að klæða mig í flýtinum. Púff! Jæja, ætti ég að skríða aftur upp í rúm eða að klæða mig og fá mér eitt- hvað að borða? „Borða", skipaði mag- inn og notaði rök sem ekki bitu á nein mótmæli. Ég klæddi mig og fékk mer súrmjólk með púðursykri og cheerios. Mér fannst það ágætt þangað til að ég uppgötvaði að það stóð „Nýmjólk" á fernunni. Ég gáði og sá að það stóð 18. september 1977 á henni. Hmmmm! Það var lika langt síðan ísskápur- inn hafði verið affrystur siðast. Ekki dugði að fást um það. Ég byrjaði að pakka niður í skólatöskuna. Lát- um oss sjá: loftbyssu, skjöld, andlitsgrímu, járnhnúa, sprengju handa kennaranum.... hafði ég gleymt nokkru? Ójá! Nokkrum skólabók- um. Þær voru að vísu aukaatriði, en það gat ekki skaðað að hafa þær með, svona til vonar og vara. Nú, ég drattaðist í skól- ann og skakklappaðist inn með hinum strákunum, þegar bjallan hringdi. Fyrsti tíminn var frekar rólegur — ekki einu sinni grjótkast. Ég fékkstarfið að vekja alla í lok tímans. Mér gekk vel, nema hvað ég gat ómögulega vakið einn. Það kom í Ijós að hann hafði dáið úr leið- indum. Ég varð að drösla likínu út í líkbilinn (sem er i rauninni bara svart- málaður vörubíll) sem bíður yfirleitt fyrir utan. Útfararstjórinn hallaði sér upp að likbílnum, brosti til mín þegar ég losaði mig við byrði mína, og merkti við á lista. Annað markvert skeði ekki þann daginn. Ég drattaðist heim og byrjaði að skrifa þessa ritgerð. Það getur verið að sumt í henni sé örlítið ýkt og logið, en ekki svo aðorðsé á gerandi. Von- andi þótti ykkur gaman að lesa hana. Með kveðju, Kjartan Arnórsson 6. maí 1979 HOBBIT er ævintýrabók Kæra Kompa! Ég ætla að segja ykkur frá bókinni Hobbit. Hobb- it er ævintýrabók, sem f jallar um hobbann Bilbó Baggason. Hobbar voru smávaxið fólk, um það bil helmingi minni en við. Hobbar hafa ekkert skegg. Þeir safna ístru og ganga í lit- ríkum fötum. Hobbar þurfa enga skó, því á fót- unum á þéim vaxa leður- sólar og þykkt, hlýtt, brúnt og hrokkið hár. Þeir hlægja lengi og inni- lega, þegar þeir eru búnir að borða góðan mat. Þar segir líka frá Gandálfi, en hann var seiðkarl, dverginum Þórni ásamt tólf öðrum dvergum. Dvergarnir fengu Bilbó með sér í ævintýraferð. í henni fóru þeir í gegnum Svartaskóg hinn mikla og lentu í hörðum orustum við durtálfa, risakóngu- lær og fleiri vondar ver- ur. Þeir lögðu í þetta ferðalag til að ná aftur gulli þvi, sem Smákur dreki stal frá Þráni kon- ungi, afa Þórins. Þeir lentu í ógurlegum bar- daga við smádreka og náðu gullinu. Bilbó og dvergarnir urðu góðir vinir. Þeir sigruðu allar vondu ver- urnar með hjálp Gandálfs. Höfundur bókarinnar' er enskur prófessor sem heitir J.R.R. Tolkien. Mér þótti afar gaman að lesa bókina. Með bestu kveð j um til Kompunnar, Ragnhildur Sigurðardóttir 9 ára, Nestúni 6a Hellu Rangárvöllum. Úr þjóðsögum Jóns Arnasonar Kímni- sögur Soffía Halldórsdóttir, Reykjavík, sendi Komp- unni þessar gamansögur. Hún sendi líka krossgátu sem kemur seinna. Sittu kjur og farðu hvorugt Prestur nokkur var ein- hverju sinni að spyrja börn i kirkju. Meðal barn- anna var drengur einn er Jón hét; hann átti aldraða móður sem einnig var kirkjunni, en þegar kem- ur að dreng þessum spyr prestur hann hvort hann vilji heldur fara ti himnaríkis eða vítis, en drengurinn stansar við. Þá kallar móðir hans er sat langt fram i kirkju: „Sittu kjur, Jón litli, og farðu hvorugt".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.