Þjóðviljinn - 13.05.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.05.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 13. mai 1979 Það hef ur stundum verið haft við orð að undan- förnu, að Ijóðið hefði verið opnað, og það væri ekki nema gott um það að segja. Sú þróun átti að yfirvinna tregðu lesendanna, sem gætu þreyst á gátum hins myrka eða „lokaða" Ijóðs. í leiðinni töldu sumir lík- legt, að forðast mætti bruðl með stóryrði og sterk skáldskaparmeðöl. Opna Ijóðið bar því meðal annars vitni, að skáldið léti sér nægja að hlusta og horfa, en neitaði sér um þann munað, að gefa heims- mynd háttvirtra kjósenda á kjaftinn og bjóða upp á nýja staðinn. Bók eins og Lifió er skáldlegt eftir Jóhann Hjálmarsson er reyndar af þessari ætt. Þótt Jóhann sé þar ekki eins hlédræg- ur og í sumum hinna nýrri bóka sinna, þá er það vist, aö hér er hversdagsleikinn settur i öndvegi og þaö er ekki dregiö i efa aö hann sé ágætur og mikils viröi af sjálf- um sér. I stefnuskrárákvæöi I upphafi bókarinnar segir: Til eru fossar sem enginn heyrir til, en keppa þó viö ryksugur, straumþungar ár sem renna gegnum stofur... Eftirlætis náttúrugripir ljóö- skálda eru fluttir til stássstofu og þar meö er boöiö á pataldur ósamkynja fyrirbærum. En nú er aö taka eftir þvi, aö eldfjall, foss- ar og varphólmar eru ekki i hús komin til aö gera litiö úr ösku- bakka, kaffibolla eöa ryksugu. Skáldiö heldur fram jafnrétti allra þessarra fyrirbæra, skáld- skapurinn mun lykja þau i um- buröarlyndan faöm sinn. Þaö er I raun og veru gaman aö velta þessu jafnræöi fyrir sér um stund — en niðurstaðan er þvl miöur ekki alltaf eins hagstæö Jóhanni Hjálmarssyni og i upphafs- kvæöinu. Hann gengur mjög langt i þvi, aö raöa hliö viö hliö hvunndags- legum staöreyndum 1 ekki sér- lega einbeittri von um aö af þessu nábýii spretti ný sannindi. Til aö svo megi veröa er stundum gripiö tilþess ráös aö rjúfa myndröðina, bæta viö einhverju sem stórt er og af eillfðarætt. Þannig fær mjög einföld skrásetning á „Laugar- dagsmorgni” lyftingu viö aö þetta hér er sagt um vegfarendur: enginn er á svipinn eins og hann hafi lent á rangri stjörnu En þaö getur eins veriö, aö slik upphafning gerist ekki. Stundum eru þau úrræöi úr skáldskapar- heföinni sem gripiö er til of máttvana, blátt afram vegna þess hve algeng þau hafa veriö og handhæg: Lauf falla, snjóflygsur bráöna, fuglar fljúga burt. Eins fer þér maður — mannslif. A hinn bóginn reynist þaö of oft ekki duga skáldinu aö nefna „óskáldlegan” hversdagsleika til aö heiti bókarinnar sannist. Jóhann Hjálmarsson er vitaskuld reyndur höfundur, ellefu ljóöa- bóka maöur, og hann fer ekki meö vitleysu eöa smekkleysur. En kunnáttan getur ekki fært viöfangsefnin nær lesandanum, þau eru áfram þar sem þau uröu á vegi skáldsins. Hér kann aö fara saman sú lífs- afstaöa sem fellst á heiminn eins og hann er og þær efasemdir um orösins mátt og megin sem öll skáld meö sjálfsviröingu veröa aö taka á sinar heröar. Jóhann skrif- ar meö vilvilja um sænskan höfund sem „skrifar eins og orðið hafi merkingu”; viötengingar- hátturinn bendir til þess aö Jóhann Hjálmarsson geti þvi miöur ekki tekiö undir þaö sjálf- ur. Og íkvæöi um Bækurnarsegir aö nöfnin frægu blikna og „miili linanna þar sem áöur bjó skáld- skapur stendur Tómleiki”.Sjálfs- gagnrýni eöa gagnrýni skáld- skapar? hver veit. Stundum er eins og Jóhann vilji sjá leiö út úr vanda meö bernskri afstööu til hlutanna. Þaö er haft eftirbarniaö „Einu sinnivar deig sem gat taiað, svo kom kerling og skar úr þvl tunguna”— og þaö er tekiö fram aö þetta „bjargaöi skáldskapnum á Oldugötunni”. Þetta er gamall og nýr draumur, viljum viöekki öll-veröa fimm ára og segja eins og einn granni minn: Rigningin veit allt þvi hún er á daginn og á næturnar en það veit sólin ekki þvi hún fer ofan I sjóinn á kvöldin.. Menn geta hlustaö á börn — en komast þeir langt I aö reyna aö likja eftir sjón þeirra? Þaö er ekki gott aö vita, en I samteng- ingarskyni skulum viö viöur- Sigurður A. Magnússon: llftaugar milii okkar I hættu? kenna aö upprifjun bernskunnar veröur vel aö liöi höfundi þeirrar bókar sem næst skal vikið aö. Morgunn í maí Matthias Johannessen er höfundur hennar, bókin heitir Morgunn I mai og er prýdd öfundsverðum myndum eftir Erró. Allt mælir meö þvi aö kalla þá bók „opna”. Höfundur rifjar upp þá daga þegar ungur drengur sá striöiö koma til Islands og reynir aö höndla þá tima meö þvl aö steypa sér á kaf i minningasjóinn og hikar ekki viö aö koma upp meö hvaö sem er milli tannanna og leggja viö hliö tiöinda sem siðar hafa gerst. Meö þessum hætti er bókin galopin gagnvart staöreyndum. Hún rúmar þarann i fjöru bernskunn- ar, hermenn og byssur og fish and chips, ástandspiur og utangarös- menn, ættingja og vini, kaffibúö og kvæðalestur. Bókin er lika opin fyrir andstæöum geöhrifum, sorgarefnum jafnt sem gaman- málum og sitja mitt á milli þeirra hlutlausar upplýsingar. Hún er lika opin gagnvart skáldskapar- reynslu: þetta er bók sem er skrifuö löngu eftir ljóöabylt- inguna, en hún vill lika njóta góös af rimoröum og skáldskapar- minnum og tilvisunum, misjafn- lega mikiö dulbúnum. Úr þessu veröur einatt skemmtileg blanda. Sá tónn, sá hugblær, sem af henni stafar fer langt meö aö telja lesandanum trú um aö „lifiö sé skáldlegt”. Aö Matthias Johannessen: á bólakaf i minningasjóinn. þessu stuölar lifandi vilji skálds- ins til aö hafa mörg járn I eldi og viss aögát aö hann þá ekki brenni sig á puttunum, ennfremur sjálft eöli hinna þakklátu bernskutima þegar allt er nýtt — ærnar kýr og srnalinn. Rimbrúkunin og tilvis- anir i skáldskap og menn gefa bálkinum vinsamlegan þulublæ: grænkiæddir tjallar meö hjálma hlmdu þar við véi — byssur og vegatálma viöbúnir þvi aö óvinir sætu i fleti fyrir ef köttur heyröist mjálma... Tökum annaö dæmi þar sem segir frá töku þýska sendiráösins I Reykjavik: Jóhann Hjáimarsson: allir hlutir jafn mikilvægir? og Bretarnir komu þann morgunn meö karamellur sendiráösins og réttu brosandi börnum eins og börn fóöra endur á tjörnum... Og fylgir þessu ööru hvoru grin um hefðbundiö ljóöform, sjálf- virkni rimsins og fleiri skáld- skaparmál. En þaö gerist eins og stundum áöur i ljóöum Matthiasar aö sömu einkenni og þættir sem geta oröiö verki hans til frama geta hæglega snúist 1 andstæðu slna. Þaö er sem skáldiö njóti I senn góös og ills af sukksömu llfi minn- inganna. Rimbrúkiö getur misst marks. Gamansemin dottiö og meitt sig á báöum hnjám. Oröa- gleöi yfir efninu snúist upp I aga- laust bruöl. Nábýli ósamkynja staðréynda reynt mjög á þolin- mæöina eins og þegar Húa Kúofeng er farinn aö splgspora innan um fallna sjómenn á Fróöa. Umburðarlyndi hins opna stils felur i sér vissan háska, ekki sist þegar hún blandast saman viö gamalkunna rómantíska afstööu til skáldskaparstarfa, afstööu þeirra sem telja þaö höfuösynd aö ritskoöa innblásturinn fræga. En hvaö sem þessari óvissu liöur, þá er minningabálkur Matthlasar Johannessen um margt skemmtilegt dæmi um opingáttarstflinn. Hann helgast hér af lifnaöarháttum minn- inganna, sem fyrr segir. Honum er hér ætlaö aö rifja upp hugboð timans fyrst og fremst, benda á þaö hvernig allt breytist án þess aö skáldiö gerist verulega áleitið viö breytingarnar, viö þaö aö „veröldin hrundi I kringum okk- ur”. Höfundur eins og setur sig niöur i vissa fjarlægö frá tiöind- unum: ég horfi á lif mitt og læt mér nægja aö skilja þaö aöeins til hálfs. I orðum sem þessum birtist lifsviöhorf sem er skylt þeim sem Jóhann Hjálmarsson setur fram, og um leiö gætum viö séö i þeim tilvisun til vissra fyrirvara um ljóöiö. Um þaö, hvert er hægt aö fara næst meö skáldskapinn eftir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.