Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. desember 1983 Á eins árs afmæli Kvennaathvarfsins Reynslan sýnir að þörfin er miktt segir Anna Magnea Hreinsdóttir, starfsmaður Kvennaathvarfs „Það hittist nú þannig á að í dag búa hér þrjár konur og þrjú bðrn, en það er nákvæmlega meðaltalið sem verið hefur hér þetta fyrsta starfsár“, sagði Anna Magnea Hreinsdóttir, starfsmað- ur Kvennaathvarfsins í Reykja- vík, þegar Þjóðviljinn ræddi við hana í gær. Athvarfið hefur í dag, 7. desember, verið rekið í eitt ár. „Hér hafa á þessum tíma búið 152 konur með nærri því jafnmörg börn“, sagði Anna Magnea. „Til samanburðar má geta þess að fyrsta árið sem at- hvarfið í Osló var rekið bjuggu þar 98 konur. Við erum sannar- lega reynslunni ríkari eftir þetta fyrsta starfsár. Það hefur sýnt sig að það er mikil þörf fyrir stað sem þennan og að ofbeldi gagnvart konum er síst minna vandamál hér á landi en í nágrannaiöndun- um. Við höfum ekki aðeins verið að þreifa okkur áfram með rekst- urinn þetta árið heldur gengumst við fyrir umfangsmikilli fjársöfn- un og réðumst í húsakaup á sama tíma. Fólk hefur brugðist við með miklum skilningi, hvar sem við höfum leitað aðstoðar og við væntum þess að opinberir aðilar, ríki og sveitarstjórnir á höfuð- borgarsvæðinu muni í fjárveiting- um styðja við athvarfið á næsta ári. I framtíðinni munum við væntanlega geta einbeitt kröft- unum meira út á við, til fyrir- byggjandi aðgerða og umræðna um ofbeldi gagnvart konum, eins munum við leggja vaxandi áherslu á að aðstoða konur og stúlkur sem orðið hafa fyrir nauðgun,“ sagði Anna Magnea. Ein af 152: Hélt að athvaifið vœri ekkert fyrir mig „Ég vildi meina að athvarfið væri ekkert fyrir mig. Ég var hvorki beinbrotin né með glóðarauga og ég hélt að það yrði að stórsjá á manni til að maður gæti átt erindi þangað. Ég fór nú samteftir ráðleggingu frá fé- lagsráðgjafa og er búin að dvelja tvisvar í athvarf inu, samtals tæpa tvo mánuði.” Viðmælandi okkar er þrítug reykvísk kona. Húná þrjú börn og við báðum hana að segja okkur hvernig það æxlaðist að hún leitaði til Kvennaathvarfsins og hvernig er að dvelja þar. „Ég var búin að búa hjá vina- fólki mínu með börnin í hálfan mánuð. Ég þorði ekki heim og gat ekki verið þarna lengur. Mað- urinn minn fyrrverandi, nú er ég skilin, hafði aðstöðu til að koma þarna og var á vappi í kringum húsið og það gekk ekki lengur. Hann var bæði í víni og pillum og ég vissi aldrei á hverju ég gat átt von. Þegar ég fór að heiman var ég með brákað nef og kúlur um allt höfuðið þó það væri ekki í fyrsta skipti sem ég var lamin, hafði reyndar veríð meira andlegt ofbeldi í mínu hjónabandi. Þess vegna hélt ég að ég hefði ekkert í athvarfið að gera, en það var mis- skilningur. Það þarf ekki að stór- sjá á manni til þess.“ „Það var félagsráðgjafi sem ráðlagði mér að hringja í athvarf- ið. Ég kveið svolítið fyrir þessu, ég vissi ekki á hverju ég átti von en þarna voru þá fleiri konur í svipaðri aðstöðu og líka með börn. Það var að vísu svolítið þröngt en ég hafði samt herbergi fyrir mig og börnin. Aðalatriðið var að þarna fékk ég tíma til að hugsa málið og kjark til að standa á eigin fótum. Það er svo gott að geta talað við aðra, bæði starfs- mennina og konurnar sem dvelja þarna. Manni er á engan hátt sagt hvað maður á að gera, heldur verður maður að taka allar á- kvarðanir sjálfur. Þannig öðlast maður líka aftur visst sjálfsálit sem Iöngu var horfið.“ „Ég var búin að vera gift í nærri tíu ár og ástandið hafði verið sVona meira og minna allan tím- ann. Ég hafði hugleitt skilnað í rúmt ár en þorði mig hvergi að hræra. Ég hafði ekki kjark til að standa upp, það var búið að segja mér að ég væri engin manneskja til að vera ein með þrjú börn og ég trúði því, þá. Ég var búin að fara nokkrum sinnum á Alanon fundi og hafði fengið smáþekk- ingu á þessu öllu þar, en engan kjark. Eg átti orðið engan kunn- ingjahóp, var búrn að týna öllum vinkonum, enda vildi maður ekki fá neinn heim og mátti ekki fara í heimsóknir. Fjölskylda mín vissi ekkert um þetta fyrr en undir það síðasta, enda skilur fólk þetta ekki ef það hefur ekki lent í þessu sjálft.“ „Ég var hálfan mánuð í at- hvarfinu fyrst og fór svo inn í íbúðina sem við höfðum haft saman á leigu og var þá búin að fá skilnað að borði og sæng. Þar var ég í tvo mánuði og hafði engan fríð. Ég gafst upp, ekki út af bar- smíðum heldur út af hótunum. Ég var svo rúman mánuð í at- hvarfinu og síðasta skiptið og gekk endanlega frá mínum mál- um, einsog umráðaréttinum yfir íbúðinni og hef fengið að vera að mestu leyti í friði síðan.“ „Það er gott að vera í athvarf- inu. Maður stundar alveg sína vinnu og er ekki skuldbundinn til að koma heim á ákveðnum tím- um. Börnin sóttu leikskóla og skóla eins og ekkert hefði í skorist. Við hjálpuðumst að með matseld, þrif og þvotta og það var yfirleitt mjög góð samstaða hjá hópnum, þó konur væru alltaf að koma og fara. Maðurinn minn hringdi nokkrum sinnum en komst ekkert áfram með það því ég vildi ekki taka nein símtöl. Maður fær aðstoð til að ná í prest eða lögfræðing ef við biðjum um það sjálfar, það er enginn sem segir manni hvað maður á að gera. Ég náði að jafna mig ágæt- lega, fékk frið til að hugsa mitt mál og skipuleggja framtíðina. Ég kynntist fullt af góðu fólki og held kunningsskapnum, - ég á eina mjög góða vinkonu síðan í athvarfinu í sumar. Þetta er allt mikils virði og ég veit ekki hvar ég stæði í dag ef ég hefði ekki getað leitað í athvarfið. Ég þurfti nefnilega á því að halda þó ég gerði mér ekki grein fyrir því sjálf.“ -ÁI Afvopnunarmálin Hver er afstaða Al- þingis íslendinga? 'l'vær tillögur um afvopnun- armál voru til umræðu á Al- þingi í gær. Annars vegar þings- ályktunartillaga Hjörleifs Gutt- ormssonar og fleiri um nauðsyn afvopnunar og tafarlausa stöðv- un á framleiðslu kjarnorku- vopna og hins vegar þingsálykt- unartillaga Stefáns Benedikts- sonar og fleiri um stöðvun upp- setningar kjarnaflugvopna og framhald samningaviðræðna í Genf. Að báðum tillögunum standa þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins. Tillaga Hjörleifs Guttormssonar o.fl. er stuðningsyfirlýsing við áskorun alþjóðasamtaka þing- manna til kjarnorkuveldanna um að stöðva þegar alla framleiðslu á þeim og tilraunir með kjarnorku- vopnum. Er í tillögunni hvatt til alhliða afvopnunar undir alþjóð- legu eftirliti þar sem samið verði um myndun alþjóðlegrar eftirlitss- tofnunar er fylgist með fram- Stefán Benediktsson kvæmd afvopnunar og að stofnað- ur verði þróunarsjóður er veiti því fjármagni, sem áður var ætlað til hernaðar, til að hjálpa fátækum ríkjum heimsins til sjálfshjáplar. I ræðu sinni vitnaði Hjörleifur m.a. til tillögu þeirrar sem öldung- ardeildarþingmennirnir Edward Kennedy og Mark O. Hatfield Hjörleifur Guttormsson orkuvígbúnaðar. Kjartan Jóhannsson lýsti yfir stuðningi viö tillöguna en taldi hana ganga of skammt í ljósi síðari atburða. Gagnrýndi hann frammi- stöðu Bandaríkjanna í afvopnun- arviðræðunum í Genf og sagði að þau hefðu átt að geta náð samkomulagi við Sovétmenn eftir lögðu fyrir Bandaríkjaþing á síð- asta ári um stöðvun eða frystingu kjarnorkuvígbúnaðar, en sú tillaga var felld á bandaríska þinginu með 205 atkv. gegn 203. Vitnaði Hjör- leifur í bók þá sem þingmennirnir rituðu sem greinargerð með til- lögunni og gefin var út á íslensku í fyrra undir heitinu Stöðvun kjarn- að þeir buðust til að fækka með- aldrægum eldflaugum sínum í Evr- ópu niður í 120. Tillaga Stefáns Benediktssonar og fleiri gerir ráð fyrir því að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því að frekari uppsetning kjarnaflugvopna í Evr- ópu verði stöðvuð og að næstu sex mánuðir verði notaðir til þess að ná samkomulagi um fækkun kjarn- orkuvopna í Evrópu. f ræðu sinni benti Stefán á þá staðreynd að kjarnorkuvopnin ógnuðu mest þeim sem sjálfir væru reiðubúnir að beita þeim og sagði það jafnframt undarlega stefnu í varnarmálum að leggja allt traust sitt á andstæðinginn eins og tals- menn kjarnorkuvígvæðingarinnar gerðu í raun. Báðum þessum tillögum var vísað til utanríkismálanefndar þingsins. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagðist taka undir þær áhyggjur þingmanna sem kæmu fram í tillögum þessum og sagðist hann vilja leggja áherslu á að þær fengju umfjöllun í utanríkismála- nefnd. Sagðist Steingrímur jafn- framt vilja leggja áherslu á að þing- menn gætu sameinast um eina til- lögu í þessu mikilvæga máli. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra tók ekki þátt í umræðunni þar sem hann situr nú fund utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins. Enginn Sjálfstæðismaður tók þátt í umræðunni, en auk ofan- greindra tóku til máls þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Páll Pét- ursson og Guðrún Agnarsdóttir. ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.