Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Getraunir Enn einu sinni kom enginn get- raunaseðill fram með 12 rétta leiki en í 15. leikviku vorli 5 raðir með 11 rétta og var vinningur fyrir hverja röð kr. 95.705. Þá komu fram 99 raðir með 10 réttum og var vinningur fyrir hverja kr. 2.071. Hæsti vinningur fyrir einn seðil nam kr. 203.836. Það var kerfis- seðill með 11 rétta í 2 röðum og 10 rétta í 6 röðum, en slíkt getur hent á 16 raða kerfí þegar tvítrygging hittir ekki á rétt úrslit. Síðasti getraunadagur fyrir jól verður laugardaginn 17. desember en þá verður hlé hjá getraunum fram til laugardagsins 7. janúar. Haukar og Víkingur Einn leikur er á dagskrá í 1. deildarkeppni karla í handknatt- leik í kvöld. Haukar mæta Víkingi í Hafnarfirði og hefst viðureignin kl. 21.15. Á undan, eða kl. 20 leika Haukar og Keflavík í 2. deild kvenna. s Armann og Haukar ráða Tvö af kunnustu liðum 4. deildarinnar í knattspyrnu, Haukar og Ármann, hafa ráðið þjálfara fyrir næsta sumar. Jón Pét- ursson, fyrirliði 2. deildarmeistara Fram, hefur tekið við stjórn Haukanna og Eggert Jóhannesson tekur við Árnesingum á ný. Hann þjálfaði ÍK sl. sumar en 1982 varð Ármann 4. deildarmeistari undir hans stjórn. Elsta met- ið fallið Elsta kvennametið í sundinu féll í Finnlandi um helgina. Ragn- heiður Runólfsdóttir frá Akranesi setti nýtt íslandsmet í 100 m bak- sundi, 1:13,6 mín.. Hún bætti met Salome Þórisdóttur úr Ægi um 1/10 úr sekúndu. Kári bætti íslandsmet Akureyringurinn Kári Elísson bætti íslandsmet sitt í 75 kg flokki í kraftlyftingum um helgina. Það var á Grétarsmótinu á Akureyri og nýja metið hans er í bekkpressu, 167,5 kg. Siggi skor- aði níu Sigurður Sveinsson skoraði 9 mörk fyrir lið sitt, Lemgo, í vestur- þýsku Bundesligunni í handknatt- leik um helgina. Lemgo gerði þá jafntefli, 24-24, við Gunzburg en er áfram í neðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir stigið. Topuðu í Zimbabwe! Zimbabwe, heimaland Bruce Grobbelaar Liverpool- markmanns, vann óvæntan sigur á Svisslendingum í landsleik í knatt- spyrnu um helgina, 3-2. Svissarar eru í keppnisferðalagi um Afríku um þessar mundir. -VS íþróttir Víðir Sigurðsson Gordon Strachan (t.v.) gæti klæðst Newcastle-búningnum næsta vetur og Clive Allen (t.h.) er jafnvel á förum til Coventry. Strachan til Newcastle? Enska kanttspyrnufélagið New- castle United hefur tryggt sér for- kaupsréttinn á skoska snillingnum Gordon Strachan frá Aberdeen. Strachan fer nánast örugglega frá Aberdeen þegar samningur hans rennur út í vor. Strachan ræður að sjálfsögðu mestu sjálfur um hvert hann fer og að sjálfsögðu fer hann ekki til Newcastle nema félagið verði þá komið uppúr 2. deildinni. Það er óneitanlega gómsæt tilhugs- un að ímynda sér Strachan, Kevin Keegan og Terry McDermot saman í liði í ensku 1. deildinni! Coventry hefur komi gífurlega á óvart í ensku 1. deildinni í vetur eftir að hafa keypt algerlega nýtt lið í sumar, að mestu úr neðri deildunum. Nú vill Bobby Gould, framkvæmdastjóri félagsins, fá miðherjann Clive Allen frá QPR. Gould vill fá hann að láni til að byrja með og kaupa hann síðan ef vel reynist. í staðinn íhugar QPR að kaupa David Hodgson frá Liv- erpool, en hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði meistaranna þrátt fyrir ótvíræða hæfileika. Arsenal gerir að öllum líkindum samning við ástralskan landsliðs- mann á næstu dögum. Alan David- son heitir hann og hefur æft með liðinu í tæpar þrjár vikur eftir að hafa kostað för sína til London, yfir hálfan hnöttinn, úr eigin vasa. Ken Brown frá Norwich var val- inn besti framkvæmdastjóri nóvembermánaðar í 1. deild ensku knattspyrnunnar af Bell’s-viskí- fyrirtækinu, hann fær gallon af viskíi og 250 ensk pund fyrir vikið. í neðri deildunum voru valdir þeir Howard Wilkinson hjá Sheffield Wednesday, Alan Buckely hjá Walsall og Denis Smith hjá York City. -VS Gerplumálið að komast í höfti? Fjárveitinganefnd Alþingis hefur afgreitt mál íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi og ætlar að leggja fram við aðra umræðu fjár- laga á næstu dögum að Gerpla fái fjárstyrk til að festa kaup á íþróttahúsi því sem félagið hefur leigt undanfarin ár. Eins og greint hefur verið frá, er mikil hætta á að starfsemi þessa öfluga félags leggist niður um áramótin ef húsakaupin ganga ekki í gegn. Þessi afgreiðsla í nefndinni var tryggð vegna fyrri loforða um fyrirgreiðslu til handa Gerplu frá því sl. vor. Þar með bendir allt til þess að félagið geti eignast Gerpluhúsið svokallaða og starfsemi þess sé borgið. „Við bíðum spennt eftir því að þingið afgreiði málið. Þótt líkurn- ar séu góðar, þorum við ekki að fagna sigri fyrr en það er endanlega komið í höfn. Fjárveitinganefnd hefur varist allra frétta um hve há upphæðin verði, við bíðum bara og vonum það besta,“ sagði Mar- grét Bjarnadóttir, formaður Gerplu, í samtali við Þjóðviljann í gær. Það er vonandi að máli fái farsællega lausn hið fyrsta, Gerpla hefur unnið ómetanlegt æskulýðsstarf í Kópavogi undanfarin ár og óskandi að félagið geti haldið því áfram um ókomna framtíð. -VS Sigfús og Hrönn unnu Sigfús Jónsson og Hrönn Guð- mundsdóttir úr IR urðu sigurveg- arar í Kópavogshlaupinu, sem haldið var í ellefta skipti síðasta laugardag. Mótið var haldið á veg- um frjálsíþróttadeildar Breiðabliks og lauk 31 karlmaður keppni og 7 konur. Karlar hlupu 7,5 km og það tók Sigfús 25,16 mínútur að skeiða þá vegalengd. IR-ingar voru einnig í næstu sætum, Sighvatur Dýri Guð- mundsson varð annar á 26,23 mín. og Hafsteinn Óskarsson þriðji á 26,36 mín. Konur hlupu 3 km og Hrönn fékk tímann 17,46 mín., Guðrún Eysteinsdóttir, FH, varð önnur á 18,20 mín. og Súsanna Helgadótt- ir, FH, þriðja á 18,51 mín. Naumt hjá ÍS-stúlkunum ÍS vann sigur á Breiðablik 3:2 í 1. deild kvenna í blaki í gærkvöldi. Breiðabliksstúlkurnar byrjuðu vel og unnu tvær fyrstu loturnar, 15:3 og 15:11. ÍS jafnaði með að vinna 15:5 og 15:12. í úrslitahrinunni komst Breiða- blik í 7:1 en ÍS sneri því snarlega við og sigraði 15:7. - vsr Tvær knattspyrnubækur á markaðinn: s ’83 Tvær knattspyrnubækur eru komnar út hjá Bókhlöðunni h.f., íslensk knattspyrna ’83 og Leiðin á toppinn - sjálfsævi- saga enska knattspyrnu- mannsins Glenn Hoddle. íslensk knattspyrna kemur nú út í þriðja skipti og er enn ítar- legri og stærri en fyrr. Eins og áður, er rakinn gangur keppnis- tímabilsins 1983, að þessu sinni frá 1. janúar og allt til október- loka. Þar eru umsagnir um hvern einasta leik í 1. deild karla og kvenna, 2. deild.karla, öll úrslit í öðrum deildum og sagt nánar frá athyglisverðustu leikjum og atvikum þar. Aftast í bókinni er viðauki - kynningar á öllum liðum 1. deildar, myndir af þeim, sagt frá ferli þeirra, markaskorurum 1983 og leikjafjölda einstakra leik- manna sl. sumar. Öllum félögum í öllum deildum eru einnig gerð skil, greint frá ferli þeirra allra á íslandsmóti og markaskorurum í 2. og 3. deild karla og 1. deil kvenna. Þar er einnig að finna upplýsingar um öll félög sem sent hafa lið í deildakeppnina frá upp- hafi. Bókin er skrýdd fjölda mynda, úr leikjum, af liðum, og af ein- stökum leikmönnum, úr 1. deild sem úr 4. deild. Þá eru að vanda litmyndir af íslandsmeisturum og sigurvegurum allra deilda og flokka. Myndir eru á öllum síð- um, á flestum fleiri en ein. Höf- undur bókarinnar er Víðir Sig- urðsson en formála ritar marka- kóngur 1. deildar og handhafi Gullskósins, Ingi Björn Alberts- son. Leiðin á toppinn Þótt enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle frá Tottenham sé aðeins 26 ára gamall, hefur hann þegar ritað sjálfsævisögu. Hann segir frá ferli sínum, frá því hann sparkaði fyrst í bolta níu mánaða gamall, allt til heimsmeistara- keppninnar á Spáni 1982. Hoddle kemur víða við, segir frá leikjum, atvikum, og fjölda fólks sem hann hefur kynnst í gegnum knattspyrnuna. Hann lofar og gagnrýnir, fram- kvæmdastjóra og leikmenn. Ho- ddle segir frá þróun sinni frá því hann kom til Tottenham ellefu ára gamall og hvað ungur knatt- spyrnumaður þarf að ganga í gegnum til að komast í atvinnu- mennsku og þaðan á toppinn. Hann segir jafnt frá falli Totten- ham í 2. deild og bikarsigrum, leitar orsaka fyrir misjöfnu gengi liðsins í deildakeppninni, svo og frammistöðu enska landsliðsins. Hoddle hefur átt í erfiðleikum með að vinna sér fast sæti í lands- liðinu og hann segir frá þeirri bar- áttu sinni, ljósum hliðum jafnt sem dökkum. í bókinni eru tuttugu myndir frá ferli Glenn Hoddle og er ein þeirra meira að segja tekin á ís- landi, í leik íslands og Englands á Laugardaisvellinum í júní 1982. Glenn Hoddle er af flestum tal- inn einhver besti knattspyrnu- maður Englands í dag og bók hans á erindi við flesta áhuga- menn um knattspymu. V*Nr Slgwö**on ISLENSK KNATTSPYRNA ’83 UtmyrKfir «1 öllum ($lanó&- og bfkafmeístumm 1963 emnarra mynöa Upptýalrvgar um öí! téiög í öttum öeíkium Islensk knattspyrna og Glenn Hoddle

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.