Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. desember 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Greiöum félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að greiða þau sem allra fyrst. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum og póstútibúum. Eflum starf Alþýðubandalagsins og greiðum félagsgjöldin. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Hafnarfirði Skúli. Fundur um sjávarutvegs- mál Alþýöubandalagiö í Hafnarfirði boðar til al- menns fundar um sjávarútvegsmál í Skála- num, Strandgötu 41, miðvikudaginn 7. des- ember kl. 20.30. Framsögumaður Skúli Alexandersson al- þingismaður. Frjálsar umræður og fyrir- spurnir að lokinni framsögu. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. - Stjórn ABH Alþýðubandalagið í Kópavogi Ðæjarmálaráð Fundur verður í bæjarmálaráði miðvikudaginn 7. desember kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: Drög að fjárhagsáætlun og önnur mál. - Stjórnin. Héraðsbúar Kvöldfagnaður skemmtikvöld Alþýðubandalag Héraðsmanna heldur kvöldfagnað föstudagskvöldið 9. desember kl. 21.00 í Valaskjálf (bláa sal). Dagskráin bæði fróðleg og skemmtileg. Jólaglögg og kertaljós. Aðgöngumiðar kr. 100. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Kætumst meðan kostur er. - Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Opið hús veröur í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, þriðjudaginn 13. desemb- er. Nánar auglýst síðar. - ABR Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Jólakort Æskulýðsfylkingin hefur gefið út jólakort. Kortið er að sjálfsögðu í anda þeirra hugsjóna er við berjumst fyrir. Kortið fæst að Hverfisgötu 105. Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverlisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Minning Jón Albertsson Fœddur 11. desember 1921 Dáinn 20. nóvember 1983 En þegar hinst er allur dagur úti og uppgerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag Eflaust er það oftast svo að dauðinn kemur á óvart, þó að hann sé það eina sem við eigum öll víst í upphafi. Svo vildi til að ég átti sam- leið með Jóni vini mínum er hann gekk sín síðustu spor utandyra og þá á leið í sjúkrahús. Hann var að vanda glaður og reifur og mig grun- aði ekki þá, að ég væri að ræða við hann í síðasta sinn, en rúmum sól- arhring síðar, eða 20. nóv. sl. var hann allur. Að vísu hafði hann í mörg ár átt við heilsuleysi að stríða, en karlmennska hans og æðruleysi vakti mér vonir um að hann kæmist yfir þetta áfall, en enginn má sköpum renna. Jón Eggertj eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Hrauntúni íLeirársveit 11. des. 1921. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Albert Gunnlaugsson og Petrína Jóns- dóttir, en þau hófu búskap í Hrauntúni sama ár. Síðar lá leið þeirra til Akraness og þar andaðist Albert árið 1935. Þau Albert og Petrína eignuðust 9 börn og var það yngsta ársgamalt þegar faðir þeirra dó. Elsta barnið Sigurður, var alinn upp í Brúsholti í Flóka- dal. Við fráfall Alberts stóð því Petrína uppi með átta börn, það yngsta ársgamalt eins og áður segir, en það elsta Jón á fjórtánda árinu. Ekki verður hér rakin hetju- saga sú sem hér hófst, en henni lauk með sæmd og fullum sigri. Að sjálfsögðu var Jón styrkasta stoð móður sinnar fyrstu árin, en systkinin öll stóðu fyrir sínum hlut eftir aldri og getu. En þau eru auk Sigurðar og Jóns og í þessari röð, Ingveldur, Gunnlaugur, Hinrik, Guðrún, Aldís, Pétur Hugi og Ásta. Öll systkini Jóns lifa hann, en móðir þeirra lést fyrir nokkrum árum í góðri elli, blessuð sé minn- ing hennar. Það sem hér hefur verið sagt, eru aðeins svipmyndir af bakgrunnin- um í ævi Jóns Albertssonar og hefði gjarnan mátt gera hér betri skil. Jón stundaði öll algeng störf til sjós og lands, en síðustu starfsárin vann hann í fiskverkunarstöð og skipaafgreiðslu H.B. & Co, sem aðstoðarverkstjóri. Hann var af- burða hraustmenni, ágætur verk- maður og með fádæmum vinsæll af þeim sem með honum unnu. En Stephan G. Stephansson örlög hans urðu þau, að hann varð óvinnufær innan við fimmtugt. Það var bakið sem bilaði, en vissulega var staðið meðan stætt var. Eftirlifandi kona Jóns er Elín- borg Sigurdórsdóttir, en hún er fædd og uppalin á Akranesi, dóttir hjónanna Sigurdórs Sigurðssonar og Indíönu Skarphéðinsdóttur. Þau Jón og Stella eins og hún er jafnan kölluð, voru barnlaus, en hún á son frá fyrra hjónabandi, Einvarð Jósefsson, sem er búsettur í Reykjavík. Kynni okkar Jóns eru komin talsvert á fjórða áratuginn og verða ekki rakin hér, enda væri það bókarefni að vöxtum. Þó ber að geta þess, sem var í upphafi kveikjan að okkar vinskap. Það var sameiginlegt áhugamál, í okkar til- felli hestar og he^tamennska. Kringum þetta sem ókunnugir kalla, „hestadellu“ er margslung- inn og tilríkur töfraheimur, sem spannar yfir ýmis aðskiljanleg við- fangsefni. Jón hafði að mínu viti til að bera allt sem til þurfti til þess að ná árangri á öllum sviðum hesta- mennsku, og ég veit með vissu að hugur hans hefur mest staðið til langferða á hestum. Hins vegar var vinnu hans svo háttað að ekki gáf- ust tækifæri til slíks og eftir að heilsa hans bilaði var ekki um það að ræða. Hesta átti Jón til lokadæg- urs, aðalreiðhestur hans, Glói frá Syðri Reykjum í Miðfirði féll nú s.l. haust og átti að baki 31 vetur. Hesta sína hirti Jón jafnan sjálfur. Hann var mjög nærfærinn í hirð- ingu hesta og glöggskyggn á líðan þeirra og þarfir. Þess nutu einnig mínir hestar um árabil. Við hestamenn hér á Skaga vor- um svo lánsamir, að Jón sá um beitarmál okkar um margra ára skeið. Landið sem við höfðum til umráða er gott, en svarar engan veginn til þess hrossafjölda sem hér er. Undir forustu Jóns var málið leyst með áburði á landið og er það nú betra land, þrátt fyrir margfald- an þann hrossafjölda sem það var talið bera. Vonandi berum við gæfu til þess að notfæra okkur þessa reynslu og halda í horfinu. Jón var óvenjulega ríkulega mannkostum búinn. Að mínu viti ber þar hæst karlmennska hans og sálarstyrkur sem entist honum til hinstu stundar. Minni hans og stað- þekking var með ólíkindum. Allt hans dagfar einkenndist af dreng- skap og prúðmennsku. Hann var gleðimaður í bestu merkingu og ég hygg að hann hafi í raun notið lífs- ins, einnig við þær aðstæður sem heilsufar hans skapaði honum síð- ustu árin. Þau Jón og Stella voru mjög samhent og áttu gott og nota- legt heimili. Auðvelt er að geta sér til um þýðingu þess fyrir Jón eins og högum hans var háttað að öðru leyti síðustu árin. Máltæki segir að maður komi í manns stað. Vissulega er þetta rétt hvað varðar störf manna og stöður. En öll eigum við okkar einkaheim. Og nú þegar Jón vinur minn er all- ur, er mér það til efs að minn einka- heimur verði nokkru sinni samur og jafn. En minning hans lifir með okkur sem þekktum hann og ég bið þess að hún megi verða Stellu og öðrum aðstandendum hans hugg- un í harmi. Hannes A. Hjartarson UTBOÐ Tilboð óskast í gerð gervigrasvallar í Laugardal, fyrir íþróttaráð Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 18. jan. 1984, ki. 11 f. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Blaðberi óskast Flókagata - Úthlíð DJOÐVIUINN Þjónustusíða Þjóðviljans VÉLA’ OG TÆKJALEIGA Alhliöa véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. S/áttuvé/aleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKIMI SF. Vélaleiga, sími 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) eypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. rglýsiðí Þjóðviljanum ALHLIÐA PÍPUU\GNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Nýlagnir Pipulagningameislari , Sími 46720 Jarölagmr Viðgerðir Ari Gústavsson Breytingar Pipulagnmgam ’ 3 simi 71577 Hreinsanir Hellusteypan r STÉTT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. !■-* STEYPUSÖGUN vegg- og góltnögun IJ VÖKVAPRESSA U ý.ffjf . |J / murbrot og fleygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNIS/F iri ki. a—23. Vélaleiga S: 46980 - 72460. GEYSÍR A Bílaleiga h L Carrental Jz't* BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.