Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNMiðvikudagur 7. desember 1983 Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna. Ævisaga Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra og formanns Framsóknar- flokksins 1. hluti. Vilhjáimur Hjálmarsson skráði. Vaka 1983. Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar þessa sögu og tekur saman. Heim- ildir eru að mestu leyti fengnar frá öðrum Framsóknarmönnum og frá Eysteini sjálfum að einhverju leyti. Trúlega hefði lesendum þótt for- vitnilegra að sjá upprifjun Eysteins sjálfs á pólitískri atburðarás og per- sónulegri upplifun. Þess í stað fáum við stöðluð flokksviðhorf, og fordómum andstæðinganna er svalað um leið og ný ritning bætist í bókasafn Framsóknarmannsins við hliðina á ærtölum sýslunnar, Sókn og sigrum Þórarins og tilfallandi kaupfélagsritlingum með ársreikn- ingum og afreksverkum SÍS. I sjálfu sér er þarft framtak að skrifa persónusögur áhrifamikilla einstaklinga í pólitískri samtíð okk- ar, og það er mikil tíska um allra flokka menn. Hitt er máske vara- samara að allar þessar sögur eru ^ skrifaðar af flokkspólitískum sam- * herjum og maður hlýtur að spyrja, hvers vegna allar þessar persónu- sögur nú? Þessar gagnrýnislausu sögur klappa nú umfram allt goð- sögnina sem áhangendur flokksins (hver sem hann er) hafa yljað sér við um árabil. Stjórnmálaflokkarn- ir, sérstaklega þeir sem spilltir eru Eysteinn Jónsson. heimssýningunni 1938 - og hvar- vetna urðu til sambönd þarsem hann fór. Gullið sprettur undan nöglum þessa ævintýramanns og hann er einsog Rockefeller sem þekkir engin landamæri í viðskipt unum. Þegar Vilhjálmur Þór hafði lokið heimssýningunni af, var hann ráðinn verslunarfulltrúi íslands í Bandaríkjunum 1939 um óákveð- inn tíma. „Reyndist þetta heilla- spor“, segir í bók þeirra Eysteins. Og er ennfremur kallað „sókn í vestur”. Það er einnig eftirtektar- vert að ráðherra sendir Vilhjálmi Þór bréf til Bandaríkjanna þarsem hann biður um útvegun láns. Vil- hjálmur segist í svari vera „fús til þess að athuga í kyrrþey um mögu- leika á að fá lán hér“. Ýmislegt bendir til þess' að Eysteini Jónssyni hafi ekki þótt allskostar um þá „sókn í vestur" í kjölfar hernáms og náinna við- skiptasambanda við Bandaríkin síðar. Hvað finnst Eysteini um þessi atriði nú? Er hann sammála skoðun Vilhjálms bókarhöfundar og aðgerðum nafna hans verslun- arfulltrúans? Eða eru aungvar efa- semdir til meðal þessara manna? Aðrir flokkar og annarra flokka menn fá á baukinn einsog þeir eiga vafalaust skilið, nema Framsókn- arflokkurinn og Framsóknarmenn. í þessari bók einsog alltof oft hjá pólitískum andstæðingum sósíal- ista er sett jafnaðarmerki milli Sta- líns einræðisherra í Sovétríkjunum Flokkurinn minn, hallelújá orðnir og lúnir af langvarandi völd- um, eiga sér daufa sjálfsmynd - persónusögurnar hressa máske að- eins uppá sjálfsmynd flokksins. Síðan gera flokksmenn viðkom- andi sögu að eins kona biflíu, þar- sem Sannleikann með stórum staf er að finna. Og í þessum dúr er saga Vilhjálms Hjálmarssonar Fram- sóknarmanns af Framsóknar- manninum Eysteini Jónssyni. Og maður hlýtur að leyfa sér að spyrja, hvort ekki færi betur á því að gagn- rýnni höfundar skrifuðu um alla þessa stjórnmálamenn sem nú eru að koma á þrykk í kílóavís fyrir jólin þessi einsog þau síðustu. Eftir lestur þessar bókar dettur manni einnig í hug, hvort Eysteinn Jónsson eigi ekki betra skilið en lenda í Framsóknarskúffunni í ís- landssögunni. Vilhjálmur skrifar í þjóðlegum stíl og kraftmiklum og þarsem bók- in fjallar um þjóðleg efni, sagnir af forfeðrum Eysteins og austfirskum högum nýtur Vilhjálmur sín mæta vel. Hins vegar hefur maður á til- finningunni, að höfundurinn hafi sett upp augnleppana við stofnun Framsóknarflokksins og þareftir. Og það fer ekki neitt fyrir nauðsyn- legri „fjarlægð“ á viðfangsefnið sem von er, því Vilhjálmur kom að mörgu leyti snemma á sögutímabil- inu þráðbeint í fótspor Eysteins. Það er dálítið slæmt afþví þetta er nú einu sinni persónusaga, hve höfundi tekst illa að gera aðalper- sónurnar lesendum kunnugar og persónulegt mat Eyseins sjálfs er víðs fjarri. Þannig er maður litlu nær um það, hvernig menn þetta voru og að því Ieyti er forvitni manns vakin. Þannig bendir t.d. ýmislegt til þess hjá Eysteini, að Tryggvi Þórhallsson hafi ekki verið sá hægri maður í Framsóknar- flokknum fyrir klofninginn og stofnun Bændaflokksins og margir vildu þá og síðar vera láta. En þeim spurningum verður sjálfsagt betur svarað sfðar. Sömuleiðis er maður engu nær um Hermann Jónasson, Jónas Jónsson og aðra nánustu samstarfsmenn Eysteins á því tíma- bili sem sagan spannar. Hvorki höfundur né Eysteinn nálgast þess- ar manneskjur í þessari sögu, þó þeir komi við hana í hverjum kafla á yfirborðinu. Hverjir höfnuðu Jónasi? Þeir Vilhjálmur og Eysteinn setja fram kenningar um nokkur mál sem enn eru deildar meiningar um; þeir setja fram söguskoðun Framsóknarflokksins einsog hún var á hverjum tíma. Og einsog vænta má, kemur túlkun þeirra ekki heim og saman við það sem aðrir hafa haft og hafa um þau mál að segja. Dæmi um slíkt mál er val á forsætisráðherraefni í vinstri stjórnina 1934. Hverjir höfnuðu Jónasi? Kratar og fleiri hafa haldið því fram að þeir hinir ungu menn sem voru að ná undirtökunum í Framsókn umþetta leyti, hafi verið á sama máli og Alþýðuflokkurinn. En um Jsetta segir Eysteinn í bók- inni: „Osatt er það með öllu, sem stundum hefir verið dylgjað um, að Framsóknarfiokkurinn hafi verið óheill í stuðningi sínum við Jónas Jónsson til að mynda stjórnina. Hann hefði myndað hana ef Al- þýðuflokksmenn hefðu ekki þver- tekið fyrir stuðning við hann“. Þórarinn Þórarinsson sem Eysteinn nefnir sem einn sinn nán- asta samverkamann og trúnaðar hefur aðra sögu að segja um þetta mál. Hann getur nefnilega rifið sig uppúr hjólförum hinnar þröngu flokkshyggju þegar hann viil það við hafa og í nýútkominni bók, „Þeir settu svip á öldina“, skrifar Þórarinn um Jónas. Þar stendur: „Eðlilegt hefði verið að, Jónas Jónsson hefði orðið forsaetisráð- herra í stjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, sem mynduð var eftir kosningar (1934), en and- staða Alþýðuflokksins og vissra manna í Framsóknarflokknum kom í veg fyrir það“. Og þarf nú nýja bók tií að skera úr um það hvor hafi rétt fyrir sér Vilhjálmur og Eysteinn eða kratar og Þórar- inn? Löngu máli e-r varið í þessari bók tíl að kallast á við Matthías Johann- essen, ævisögu Ólafs Thors. Langir kaflar um Kveldúlfsmálið og „Eiðrofsmálið" eru þannig komnir og bjóða ritdeilur af þeim toga uppá blómlega bókaútgáfu í fram- tíðinni. Hins vegar er ekki auð- hlaupið fyrir lesendur að setja sig inní málin svona út frá einu þröngu sjónarhorni einsog því sem valið er í þessum bókum. Eitthvað annað en ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar Margt er að sjálfsögðu forvitni- legt og skemmtilegt í þessari bók. Og víða nýtur hlýja þeirra Vil- hjálms og Eysteins sín vel, en hún þokar fyrir réttlínum Framsóknar- flokksins þegar því verður við komið. Óskar Guðmundsson skrifar um bækur Það fer vart á milli mála að skelegg fjármálastjórn Eysteins Jónssonar í vinstri stjórninni ’34 hefur að vissu leyti markað spor félagshyggjuflokkanna þá og síðar við ríkisstjórnarborð. Það gerði hann á grundvelli hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn hefur síðar sagt skilið við. Eysteinn sagði í þingræðu 23. nóvember 1934: „Ríkisstjórnin vill flytja peninga frá þeim sem hafa þá of mikla yfir til hinna, sem hafa þá of litla. Með þessu er tvennt unnið, að bæta hag þeirra sem atvinnuna fá, og einnig þeirra, sem selja vöru á innlendum markaði. Þetta er grundvöllurinn fyrir öllum gerðum núverandi - stjórnar vegna þess að það er aukin og dreifð kaupgeta innanlands“. Kaupmátturinn, kaupgetan var markmið og forsenda fyrir því stór- fenglega sem þessi ríkisstjórn Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks var í rauninni að gera. Einsog vænta mátti var Sjálfstæðisflokkur- inn í eldharðri stjórnarandstöðu og kaupmátturinn var íhaldinu þyrnir í áuga einsog nú. Þeir vildu „slá niður kaupgetuna“. Og Magnús Jónsson talsmaður Sjálfstæðis- flokksins í fjármálum um þetta Ieyti rekur þá hugmyndafræði: „Ohagstæður greiðslujöfnuður stafar ævinlega af sömu orsök, þeirri, að þjóðin lifir um efni fram, sem kemur af því, að innlenda kaupgetan er að einhverju leyti fölsk. Kaupgetan leitar sér útrásar, og afleiðingin verður sú, að það er keypt meira á erlendum markaði heldur en seldar vörur hrökkva fyrir. A þessu meini er aðeins til ein lækning, og hún er sú, að minnka kaupgetu almennings“. Með því að benda á þetta, á tím- um þarsem Framsóknarflokkurinn hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um þaö að „slá á kaupgetuna“, hafa þeir Vil- hjálmur og Eysteinn reist Fram- sóknarflokki Steingríms Her- mannssonar níðstöng. Sú megin- stefna Steingríms er í hrópandi mótsögn við þá stefnu sem Fram- sóknarflokkur Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar hafði á fjórða áratugnum. Grundvallarat- riði efnahagsstefnu flokksins hefur verið feykt í burtu. í slóðir Leifs heppna Ef til vill er það sérkennilegast af öllu að sjá sögulegar réttlætingar Framsóknarflokksins á því að ís- land gerðist háð Bandaríkjunum og undir þau selt með tímanum. Þeir ógnköldu viðburðir sem gerðu landið að eins konar nýlendu með hernámi, sem enn hefur ekki verið aflétt, kalla ekki á neinar efa- semdir höfunda þessarar bókar. Réttlæting númer eitt var komin úr brunnum þjóðrembunnar sem Jónas frá Hriflu kunni að ausa af framar öðrum. Jónas vildi skapa 1938 „þúsundföld menningar og viðskiptasambönd yfir hafið“ og kallaði „Leifslínuna“. Þá vitnar Vilhjálmur til vangaveltna Jóns Sigurðssonar 1871 um viðskipti við Bandaríkin „meðfram til þess að fá eitthvað til annars klakksins á Dönum svo ekki hallist á einsog nú“. Að sjálfsögðu gefa þessi um- mæli höfundi ekki tilefni til að- spyrja hvort ekki „hallist á“ í dag? Þvert á móti, hér er komin þjóðleg réttlæting á margfaldri nauðgun þjóðríkisins. Bíssnissmaðurinn Vilhjálmur Þór var sendur til Bandaríkjanna að undirbúa þátttöku Islands í fram eftir öldinni og sósíalista á ís- landi allt til okkar daga. Þetta er að sjálfsögðu sögulega óréttlátt og býsna hvimleitt en við það verða menn að búa svo lengi sem Morg- unblaðinu tekst að búa um sig í hjörtum og pennum ýmissa and- stæðinga sósíalismans. Samhjálp til sjálfsbjargar Eðlilega stendur það helst eftir þessa yfirferð að ríkisstjórn Fram- sóknar og Alþýðuflokks 1934 hefur verið ein sú merkasta félagshyggju- stjórn sem þjóðin hefur fengið. Hún og afrek hennar standa einsog fleinn í holdi þeirra sem nú hafa valist til forsvars fyrir þessa flokka. Meðal félagslegra afreka hennar hafa mörg staðið af sér afturhalds- áróðurinn til þessa. Hins vegar er núverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að ráðast á ávinninga sem þessi ríkisstjórn fyrir hálfri öld ýtti úr vör. Þetta var ríkisstjórn vinnandi stétta - og nú verða aðrir flokkar kallaðir til að halda fram þeim hugsjónum, sem sú stjórn hélt uppi. Þessu bindi lýkur þarsem segir frá hernámi og hnignun. Það er ekki gert beinum orðum, en með íhaldssamvinnu Framsóknar- flokksins „sókninni í vestur" koma válegirfyrirboðaríljós. Samvinnu- hreyfingin sem Eysteinn Jónsson barðist fyrir á þriðja og fjórða árat- ugnum, var að verða auðhringur með viðskiptahagsmuni við Bandaríkin sem máske voru örlag- aríkari hinni fullvalda þjóð en ríkisstjórnir tímabilsins sem hér um ræðir. Þeir gallar sem gerðir hafa verið að umtalsefni í þessari umsögn, þurfa ekki að skrifast á reikning eins né neins. Vilhjálmur Hjálm- arsson hefur góðan fyrirvara í for- mála þarsem hann segir að sam- tímasaga verði sjaldan hlutlaus. „Sögur stjórnmálamanna og flokksleiðtoga fá sjálfkrafa blæ af viðhorfum flokks og manns“. Og á heiður Framsóknarflokksins hefur hvergi í þessari bók fallið blettur eða hrukka. Einsog í samskonar sögum annarra flokka manna, hafa flokksmenn fengið sitt hallelújá. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.