Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐÁ — ÞJÓÐVILJÍNN Míðvikuclagur í. desember 1983 Síðumúlafangelsi hefur verið lokað frá því í haust og hefur það gert rannsókn fíkniefnamálanna erfiðara fyrir að mati Gfsla Björnssonar. Stóru fíkniefnasmyglin „Málin ao skýrast“ „Hávœr orðrómur“ ekki á rökum reistur, segir Gísli Björnsson hjá Fíkniefnalögreglu „Við teljum að rannsókn þess- ara mála hafi eðlilegan fram- gang. Málin eru að skýrast“, sagði Gísli Björnsson rannsóknarlögreglumaður hjá Fíkniefnalögreglunni í samtali við Þjóðviljann í gær, aðspurð- ur um stóru fikniefnasmygls- málin sem nú eru í rannsókn. Eins og fram kom í blaðinu í gær sitja nú þrír menn í gæslu- varðhaldi vegna þessara tveggja stórmála, sem eru þau umfangsmestu sem fíkniefna- lögreglan hefur haft afskipti af hérlendis. Tveimur sjó- mönnum sem upphaflega voru handteknir með smyglgóssið hefur verið sleppt en þrír aðrir sem tengjast þessum málum sitja í gæsluvarðhaldi. Einn þeirra verður laus úr haldi nk. sunnudag en hann hefur þá set- ið inni í 45 daga. Annar var dæmdur í gæsluvarðhald fram yfir áramót og sá þriðji var dæmdur í 45 daga gæsluvarð- hald sl. miðvikudag. Aðspurður sagðist Gísli Björnsson ekki geta sagt fyrir um hvort fleiri yrðu úrskurðað- ir í gæsluvarðhald, en ljóst væri að sjómennirnir sem sleppt hef- ur verið væru ekki þeir „stóru“ í þessum fíkniefnamálum. Hvort lögreglan hefði nú gómað þá „stóru“ sagðist hann ekki vilja tjá sig um en líklega yrðu gefnar út upplýsingar um málið þegar gæsluvarðhaldsvist mannanna lýkur. Varðandi sterkan orðróm sem gengið hefur í höfuðborg- inni þar sem nafngreindir at- hafnamenn hafa verið bendlað- ir við umrædd fíkniefnamál vildi Gísli taka fram að þær sögur væru ekki á rökum reistar. Ýmsir hefðu verið yfir- heyrðir vegna þessara smygl- mála á undanförnum dögum, málin væru enn í rannsókn og þau væru að skýrast. Síðumúlafangelsið hefur ver- ið lokað frá því í haust vegna sparnaðarráðstafana og sagði Gísli að það hefði komið sér illa við rannsókn þessara mála og jafnvel spillt fyrir rannsókninni þar sem löggæslumenn teldu Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg ekki nógu öruggt sem einangrun. Að vísu var Síðu- múlafangelsið opnað í einn sólarhring um síðustu helgi, en engir fangar eru geymdir þar nú heldur er unnið að lagfæringum og endurbótum á fangelsinu. -Ig- Kvennalista- og Kvennaframbodskonur: Funda um fíkniefni Næstkomandi sunnudag, 11. desember, kl. 14 gangast Kvennalista- og Kvennaframboðs- konur fyrir opnum fundi um fikni- efnavandann á Hótel Borg. Framsögumenn-verða: Árni B. Einarsson, fræðslufulltrúi, Ásgeir Friðjónsson, fíkniefnadómari, Jó- hannes Bergsveinsson, læknir, Snjólaug Stefánsdóttir, uppeldis- fulltrúi, og Þuríður Jónsdóttir, fé- lagsráðgjafi. Skólastjórum, formönnum nem- endafélaga og foreldra- og kenna- rafélaga hefur verið sent fundar- boð þar em lögð er áhersla á að virkja þann meðbyr sem umræðan um fíkniefnavandann hefur fengið núna nýlega. Ráðgert er að hafa pallborðsumræður á fundinum og gefa tíma til fyrirspurna og skoðanaskipta. Á fundinum verð- ur safnað í hugmyndabanka um vænlegar leiðir til úrbóta og er fundinum ætlað að verða eitt skref af mörgum til að spyrna fæti gegn þessu stórfellda vandamáli. Skákferð á ein- vígið í London Samvinnuferðir - Landsýn hafa ákveðið að efna til vikuferðar til Lundúna fyrir áhugamenn um skáklistina og sitthvað fleira. Flogið verður til London sunnu- daginri 11. desember og komið til baka 18. desember. Verður búið á fyrsta flokks hóteli en verð ferðar- innar er tæplega 14 þúsund krónur miðað við gistingu í 2-manna her- bergi. Þar eru m.a. innifaldir 3 að- göngumiðar að einvíginu. Auk þess mun ferðaskrifstofan hafa um- sjón með útvegun á miðum í leikhús, leik Arsenal og Watford í ensku knattspyrnunni. 2.500 manns yfir áttrœtt í Reykjavík: Afstýra verður algerri neyð segir Þórir Guðbergsson ellimálafulltrúi um húsnœðismál gamla fólksins í Reykjavík „Nei, það dugir ekki að vísa þessu fólki á úrbætur 1986, það verður að grípa til skjótra ráðstafana. Meðal tillagna sem ég legg fyrir fé- lagsmálaráð n.k. fimmtudag er að nú þegar verði kannað hvort um eitthvert húsnæði gæti verið að ræða sem hægt er að taka á leigu og breyta fyrir þá sem eru í algjörri neyð nú“, sagði Þórir S. Guðbergs- son, ellimálafulltrúi borgarinnar, í gær. Eins og komið hefur fram eru nú 1165 ellilífeyrisþegar á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá borginni. Aðeins 55 þeirra eru á aldrinum 67-70 ára, 325 eru 80 ára og eldri og sífellt lengist listinn. „Menn verða að setjast niður og Þórir Guðbergsson, ellimálafulf trúi Reykjavíkurborgar. reikna út hversu mörg prósent þessara aldurshópa það eru, sem á næstu árum þurfa aðsto.ð, því enda þótt áfram verði haldið með fyrir- byggjandi aðgerðir, þá verður aldrei komist hjá því að ákveðinn hluti þarf þjónustuíbúðir eða stofn- anir vegna heilsufarslegs og féfags- legs öryggis,“ sagði Þórir. „Það má finna þetta út frá mannfjöldaspám og biðlistunum okkar, en á þeim hefur orðið mikil breyting undan- farin ár. Spárnar sýna að ástandið mun enn versna. Það bætist sífellt í eldri árganganna. Sem dæmi um það, þá voru 150 manns 80 ára og eldri á biðlista um áramótin 1980 og 81, en nú eru þeir orðnir 325.“ Nú eru um 2.500 manns í Reykjavík 80 ára og eldri, en ellilíf- eyrisþegar í borginni eru nálægt 10 þúsundum. „Það þýðir ekki að byggja eitt og eitt hús“, sagði Þórir. „Það verður að gera framtíðaráætl- anir og meta að hve miklu leyti hið opinbera á að axla þéssa ábyrgð eitt og hvernig það getur verið í forsvari fyrir og til fyrirmyndar með að leita eftir samvinnu við fé- lagasamtök, verkalýðsfélög og aðra aðila. Ég nefni Verkamanna- bústaðina. Það er ákaflega erfitt ástand hjá mörgu öldruðu fólki í Verkamannabústöðunum núna.“ Þórir sagðist á fimmtudaginn myndu leggja tillögur í 6 liðum fyrir félagsmálaráð vegna þessara vandamála. Hann vildi ekki skýra nánar frá því hverjar þær væru á þessu stigi. Eigum að stórefla verkamannabústaði Guðjón Jónsson stjórnarformaður Verkamannabústaða Bregðumst við á tilhlýðilegan hátt segir Jón Rúnar Sveinsson formaður Búseta „Markmiðið með stofnun Hús- næðissamvinnufélagsins Búseta er fyrst og fremst það að leysa hús- næðisvandræðin sem uppi eru í þjóðfélaginu í dag með félagslegum hætti og félaginu er ætlað það hlut- verk að vera önnur tveggja styrkra stoða undir félagslegar íbúðabygg- ingar“, sagði Jón Rúnar Sveinsson formaður Búseta í gær. „Það hefur gætt þess misskilnings í fjölmiðlum að okkar álit væri að framlög til Búseta þyrftu og ættu að koma frá verkamannabústaðakerf- inu. Þvert á móti viljum við leggja áherslu á að framlög til byggingar verkamannabústaða verði ekki skert enda vantar talsvert upp á að staðið sé við ákvæði núgildandi laga um verkamannabústaði. Þar er gert ráð fyrir því að um 1/3 íbúða á hverju ári sé byggður með fé- lagslegum hætti. Þetta þýðir um 700 íbúðir á ári en hingað til hafa verið byggðar 3-4Ö0 íbúðir. Við í Búseta viljum hins vegar gjarnan taka þátt í að ná 700 íbúða markinu því vissulega föllum við undir fé- lagslega íbúðakerfið", sagði Jón Rúnar ennfremur. „Það er alveg ljóst að langstærstur hluti okkar félagsmanna tilheyrir láglaunahópunum í þjóðfélaginu. Um 45% okkar félaga eru konur og margar þeirra einstæðar mæður. Við erum því að koma til móts við það fólk sem hefur orðið að treysta á verkamannabústaði eingöngu og því teljum við okkur vera að berj- ast fyrir sömu lausn húsnæðisvand- ans og þeir“, sagði Jón Rúnar Sveinsson formaður Búseta að lok- um. -v. - Það er bersýnilegt að það er verið að rýra og þrengja kost Verkamannabústaða, sagði Guð- jón Jónsson stjórnarformaður Verkamannabústaða í gær. Guðjón lýsti yfir vonbrigðum sínum með þetta frumvarp og þá sérstaklega lækkun lána úr 90% í 80%. Sagði Guðjón að þetta mál yrði tekið fyrir á fundum innan verkalýðshreyfingarinnar. Gujón sagði enn fremur að fé- lagsmálaráðherra hefði ekki kynnt stjórn Verkamannabústaða þessar hugmyndir og þær kæmu þannig í opna skjöldu. Þessum ótíðindum þyrfti að bregðast við með tilhlýði- legum hætti. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.