Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.12.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 7. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV 1 RUV 18.00 Söguhornið Sagan af Svenna Sögumaður Guðni Kolbeinsson. Um- sjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Bolla Finnskur teiknimyndaflokkur í fimm þáttum. Þýðandi Trausti Júlíusson. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 18.15 Börnin í þorpinu Fyrsti þáttur. Danskur myndaflokkur i þremur þáttum um börn á litilli eyju við Grænland. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nord- vision - Danska sjónvarpið) 18.35 Smávinir fagrir Lokaþáttur - Smá- dýr í ánni Sænskur myndaflokkur í fimm þáttum. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Þul- ur Karítas Gunnarsdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 18.50 Fólk á förnum vegi Endursýning - 5. Axarsköft Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.05 Áskorendaeinvígin Gunnar Gunn- arsson flytur skákskýringar. 19.20 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Nýjasta tækni og visindi Umsjón- armaður Sigurður H. Richter. 21.20 Dallas Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.20 Frumbyggjar Norður-Ameriku 9. Samningsrof 10. Óráðin framtíð Bresk- ur myndaflokkur um indíána í Bandaríkj- unum fyrr og nú. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 23.15 Dagskrárlok. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð—Sigríður Þórðardóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Trítlað við tjörnina" eftir Rúnu Gísladóttur Höfundur les (2). 9.20 Leikfimí. 9.30Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 „Islenskt mál Endurtekinn þáttur Jóns Hilmars Jónssonar frá laugardegin- um. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Elena Duran, Stephane Grappelli o.fl. leika, Roberta Flack syngur. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Krist- jánsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Irmgard Lechner, Karlheinz Zöller, Siebert Ueberschaer og Wolfgang Boettcher leika Flautukvar- tett nr. 3 í G-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guð- mundsson. 15.30 Tiikynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Sinfóníuhljóm- sveit sænska útvarpsins lelkur „Ritornell" eftir Ingvar Lidholm; Herbert Blomstedt stj. / Sinfóníuhljómsveit danska útvarps- ins leikur „Iris" eftir Per Nörgaard; Her- bert Blomstedt stj. / Konunglega fílharm- óníusveitin í Lundúnum leikur „Arabesk" eftir Finn Arnestad; Per Dreier stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningár. 20.00 Lestur úr nýjum barna- og ungl- ingabókum. Umsjónarmaður: Gunnvör Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. 20.40 Kvöldvaka a. Kristin fræði forn Stefán Karlsson handritafræðingurflytur. b. „Sigga fer út í heim“, smásaga eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur Guðrún Björg Erlingsdóttir les. Fyrri hluti. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Segovia niræður Símon ívarsson kynnir spánska gítarsnillinginn Andres Segovia. Fyrri þáttur. 21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hreppstjóráns“ eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (2). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í útlöndum Þáttur i umsjá Emils Bóassonar, Ragnars Baldurssonar og Þorsteins Helgasonar. 23.15 Háskólakantata eftir Pál ísólfsson Tónverk fyrir einsöng, kór og hljómsveit við Ijóð Þorsteins Gíslasonar. Guðmund- ur Jónsson og Þjóðleikhúskórinn syngja með Sinfóníuhljómsveit Islands; Atli Heimir Sviensson stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. f rá lesendum Sú stóra stund er runnín upp Halldór Pjetursson skrifar: Á langri ævi hef ég lifað þær stundir, að mig hefur langað til að tár vættu vanga minn. En gamall lestur og lífsreynsla haml- aði slíku. Þetta skeði þó þegar ég sá undirskrift eðlisfræðinganna móti merki djöfulsins: kjarnork- unni. Það er svo sjaldan að þess sjáist merki, að mikilhæfir menn sjái gerðir sínar í nýju ljósi. Menn þessir eiga þó sínar málsbætur. Það er mín trú, að manninum sé heimilt að rannsaka alla hluti þessa litla hnattar og allan him- ingeiminn. Kannski hefur þeim ekki í hug komið að versti hluti þessa mannkyns mundi enn á ný snúa faðirvorinu upp á kölska og ógna lífinu á þessum góða hnetti, sem tilveran gaf okkur til að bæta og fegra. Nú er skýlan dottin frá augum þeirra og þeir útskýra af hreinskilni hvað standi til ef auðjöfrunum tekst að kynda kjarnorkubálið Það er okkar verri helmingur, sem að þessu stendur og einskis svífst. Nú er frekar ljós á skari er sjálfir höfundarnir sýna fram á hvað stendurtil og hvað er í veði. Áður hélt fólk að hætta af kjarn- orku væri kjaftháttur manna, sem þeir kalla komma og ýmsum nöfnum, og þykir fyndni. Mér hefur í hug komið, að alvaran hefur ekki kennt okkur meira á heilann í svip. Annars værum við fyrir löngu búnir að svíða jarð- skorpuna af þessu hnattkríli. Nú er svo komið, að auðurinn, með andskotann við borðsend- ann, er orðinn órofa heild og hef- ur þrýst öllu mannkyni út á ystu nöf. Þar stendur stríðið í dag og allt veltur á því að alþýða allra landa og annað gott fólk þessa hnattar geti myndað þá fylkingu friðar og lífs, sem seils getur að hinni ómennsku krumlu, sem heldur um gikkinn, tilbúin að láta skorið ríða af. f þessu litla eyríki' verðum við að fylkja okkur sam- an hvað sem pólitískum fræðum líður. Annars erum við komin á sama stig og stagkálfar. Við verð- um að taka Alþingi fram, sem lík- ist nú helst álfadansi. Lesum okk- ar fornu fræði og leggjum á minnið. Munum, að við erum best ættaða þjóðin á Norður- löndum, að hinum ólöstuðum. Skrifuðum heimsbókmenntir á meðan hinar glímdu við stafrófið. Við getum svo margt, ef okkur tekst að bjarga sálinni af kili. Hættum að snúa staðfestu og stöðugleika í staðleysu. Þingið á ekki að vera einskonar Tívolí, þar sem slegist er um einhverjar smá vegtyllur. Segja má að ráð- herrarnir séu mátulega vitrir. Slíkir menn eru sjaldan mjög hættulegir. Það eru vitrir menn „með brjóst verra“, eins og Sturla Þórðarson sagði um frænda sinn, Þorgils skarða, sem eru viðsjálastir. Slíkir menn hafa á öllum tímum verið tilbúnir að spilla sköpunarverkinu. (Niðurlag á morgun). skák Karpov aö tafli - 246 Strax í upphafi Aljékín-mótsins i Moskvu virtist stefna í hatramma baráttu Kasparovs og Karpovs heimsmeistara. Til nokkurs var aö keppa því 1. verðlaun voru 6 þús. rúblur - nálægt því aö vera tvöföld eöa þreföld árslaun venjulegs Sovétborgara. Eftir 4 umferöir haföi Karpov hlotið 3'/z vinning, Kasparov 3. Viö skulum líta á hvernig heimsmeistar- inn afgreiddi vin sinn og fyrrum aðstoðar- mann, Efim Geller: bridge Eftirfarandi spil kom fyrir í aöalsveita- keppni Bridgefélags Reykjavíkur fyrir nokkru,- x K87x , Kxx Dxxxx ÁKIOxxx ÁD109 xx x Suður vakti á spaða, Vestur pass, Nöröur 1 grand, Austur 3 tígla og Suöur 4 hjörtu, sem var passað út. Útspil Vesturs var laufaás, síöan tígull, lítið, drottning átti slaginn, tekinn tígulás og tígli spilað í þriöja skipti. Sagnhafi trompaði meö hjartaás, spilaöi spaðaás og meiri spaða og trompaði iágt í boröi. Drottningin kom frá Austri. Síöan lítiö hjarta úr blindum og níunni svínað. Hún hélt. Þá lágur spaði og trompaö meö kóng i borði, Austur henti tígli. Síðasta hjartanu spilaö úr boröi og hendi Suðurs var orðin góð, þegar hjartaö kom 3-2. Nett spilamennska í höröum samn- ingi. Tikkanen Bráðum verða skattseðlarnir það eina sem maður á til að borga með. Gœtum tungunnar Sagt var: Mér varð hugsað til sjálfs míns, Rétt væri: Mér varð hugsað til sjálfs mín. (Ath.: ég er í eignarfalli mín (ekki mins). Bendum börnum á að rugla ekki saman í beygingu orð unum ég og minn!) í orðinu hugsa er g-ið lint eins og í hugsmíð en alls ekki eins og í hugga. Leiðréttum fjölmiðlafólk sem segja huggsa (fyrir hugsa) eða seggs (fyrir sex) Útvarp kl. 23.15 Háskóla- kantata . Páls Isólfssonar í kvöld flytur Útvarpið Há- skólakantötu Páls ísólfssonar. Kantatan er samin fyrir einsöng kór og hljómsveit, við ljóð eftir Þorstein Gíslason. Flytjendur eru Guðmundur Jónsson, Þjóðleik- húskórinn og Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi er Atli Heimir Sveinsson. Páll ísólfsson var án allra tví- mæla eitt af okkar mikilhæfustu tónskáldum fyrr og síðar. Hann var Stokkseyringur, fæddur 12. okt. 1893, sonur Isóífs Pálssonar, tónskálds og organista. Páll stundaði tónlistarnám í Leipzig og París, með orgelleik sem sér- grein. Skólastjóri Tónlistarskól- ans í Reykjavík frá stofnun hans 1930 og til 1957 og síðan kennari þar. Organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík frá 1926 til 1939 og síð- an Dómkirkjuna. Tónlistarráðu- nautur Ríkisútvarpsins frá stofn- un þess 1930 til 1959. Páll varð heiðursdoktor við Háskólann í Osló 1945 og félagi Konunglegu sænsku músikakademíunnar 1956. Eftir Pál liggur mjög mikið af tónverkum og eru þau ýmist fyrir orgel, píanó, hljómsveit, kór og einsöng. - mhg Karpov - Geller 31. Hxf7! Kxf7 32. Dxg6+ KfB 33. Dh6+2 - Geller gafst upp, því hann veröur mát eöa tapar drottningunni t.d. 33. - Kg8 34. Dh7+ Kf8 35. Dh8+ Ke7 36. Dg7+ Ke8 37. Bg6 mát.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.