Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Hjónagarðar Ut eftir 7 daga Félagsstofnun stúdenta segir upp leigjendum íHjónagörðunum vegna deilu um húsaleigu. Þeirsem hafa leigtskemur en ár fengu viku uppsagnarfrest. OHum íbúum Hjónagarðanna hefur verið sagt upp íbúðum sínum. Þeir sem búið hafa skemur en eitt ár hafa sjö daga til að rýma þær. Öðrum hefur verið gefinn frestur til 1. október. íbúar og eigendur Hjónagarðanna, sem er Félagsstofnun stúdenta deila um hækkun á húsaleigunni. fbúarnir hafa gripið til þess ráðs að greiða ekki júní-leiguna til að leggja á- herslu á að reynt verði að komast að samkomulagi í þessu máli. „Þessi vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur. Við höfum marg sinnis farið fram á viðræður við Félagsstofnun um leiguna og þeirri viðleitni okkar er nú svarað með uppsögninni. Við skiljum ekki svona vinnubrögð,“ sagði Óiafur Örn Ólafsson en hann á sæti í nefnd sem fjallar um ieigumálin fyrir íbúana. Hann sagði ennfremur að íbú- arnir hafi ekki geta samþykkt að húsaleigan hækkaði úr 4000 í 5280 frá 1. júlí n.k. fyrir 36 fer- metra íbúð. „Við getum ekki sætt okkur við þann grundvöll sem leigan er reiknuð út eftir. Jafnvel þótt við gerðum það, er þetta of mikil hækkun samkvæmt okkar útreikningum,“ sagði Ólafur. Hánn bæti við, að með rafmagni og hita þyrftu íbúarnir sem allir eru námsmenn og meirihlutinn einstæðar mæður, að borga 7800 krónur á mánuði eftir 1. júlí, ef hækkuni yrði eins mikil og Fé- lagsstofnun hefur ákveðið. -SG A kureyrarsamningar Fordæmi fyrir áramótin Bœjarstarfsmenn á Akureyri fá típrósent framyfir. „Hann er mikill egóisti og lítið fyrir nýjungar. En þegar hann kemst upp á lagið með eitthvað, er hann mjög iðinn. Núna er hann t.d. byrjaður að leika sér meö körfubolta og er hann mjög seigur. Ég er líka nýbyrjaður að bursta í honum tennurnar og hon- um þykir það égætt. Hann vill láta klappa sér og klóra," segir há- hyrningatamningameistarinn í Sædýrasafninu, Gunnar Jóns- son, sem hér sést bursta tennurn- ar I háhyrningnum, sem hann hef- ur verið að temja að undanförnu. „Hann er bráðgáfaður, en skap- stór og móðgunargjarn,“ sagði Gunnar ennfremur. Ljósm.E.OI. Borgaryfirvöld Neita að sýna skipulagið í Laugarnesinu Hin mikla andstaða sem kvikn- að hefur vegna fyrirhugaðrar vegarlagningar þvert yfir útivist- arsvæðið á Laugarnestanga virð- ist hafa rugiað borgaryfirvöld í ríminu og neita þau nú að sýna tillögur sínar opinberlega. Borg- arskipulagið neitaði a.m.k. þremur fjölmiðlum um uppdrátt af nesinu og veginum í gær og full- trúi Alþýðubandalagsins í um- hverfismálaráði fékk skrifiega neitun forstöðumanns Borgar- skipulags um þennan sama uppd- rátt. Meðal þess sem borgaryfirvöld neita að sýna almenningi er 50% stækkun á lóð tollvörugeymsl- unnar, 4000 fermetra lóð undir nýja skrifstofubyggingu Olís sem festir olíugeymasvæðið á nesinu í sessi auk vegarins sem á að skera útivistarsvæðið og leiða til fram- tíðarhafnar norðan á nesinu. Ber f forstöðumaður Borgarskipulags því við/að málið sé í vinnslu og því telji hann ekki rétt að afhenda tillöguna sem hefur þó í tvígang verið á dagskrá í umhverfismála- ráði á síðustu vikum. -GFr Síðdegis í gær voru undirritað- ir samningar bæjarstarfs- manna á Akureyri, og fá þcir 10- 15% meiri hækkun á laun en sam- ið var um hjá ASÍ og BSRB. Þessi hækkun er til að samræma kjör bæjarstarfsmanna við laun á al- mennum vinnumarkaði á Akur- eyri. Samkvæmt könnun sem samningsaðilar stóðu að eru laun bæjarstarfsmanna um fimmtungi lægri en fyrir hliðstæð störf hjá öðrum vinnukaupendum. „Þetta er mjög góður samning- ur hjá þeim,“ sagði Haraldur Hannesson formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar. Haraldur sagði að önnur félög bæjarstarfsmanna væru ekki með opinn sérkjarasamning og yrðu að una skammtímasamningi til ársloka einsog ASÍ og ríkisstarfs- menn. „En þettaerfordæmi uppá samningana um áramót.“ „Þetta sýnir okkur hvað raun- verulega er að gerast í launamál- um í landinu,“ sagði Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB um Akureyrarsamning- ana. „Við höfum lagt fram sömu upplýsingar um kjör á almennum vinnumarkaði, en það hefur aldrei náðst fram.“ Akureyrarsamningurinn gerir alls ráð fyrir 30-35% launahækk- un og gildir til 1. mars- -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.