Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 14
Verndaður vinnustaður Egilsstöðum Staða forstöðumanns á nýjum vernduðum vinnustað er laus til umsóknar. Stöðunni fylgir undirbúningur og skipulagning á vinnu- staðnum, almenn verkstjórn og verkþjálfun. Mikilvægt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa eða hafi starfað með líkamlega eða andlega fötluðu fólki og hafi reynslu á sviði verkstjórnar. Skriflegar umsóknir sem greini frá menntun og fyrri störfum, sendist til skrifstofu Svæðisstjórnar Austur- lands, Egilsstöðum. Nánari upplýsingarveitirSigríður Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 97-1833. Umsóknarfrestur er tii 15. júlí. Svæðisstjórn málefna fatlaðara, á Austurlandi Matreiðslumeistari Kjötiðnaðarstöð Sambandsins óskar eftir að ráða matreiðslumeistara. Starfssvið hans er að hafa um- sjón með framleiðslueldhúsi stöðvarinnar. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra, er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur til 10. júlí n.k. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A islensha járnblendifélagid hf. óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa á skrifstofu sína á Grundartanga. Starfssvið: Yfirumsjón með bókhaldi fyrirtækisins, fjárhagsáætlunargerð, úttektir, arðsemisútreikningar og önnur tilfallandi verkefni í fjármáladeild félagsins. Krafist er góðrar bókhaldsþekkingar og starfsreynslu. í boði eru góð laun fyrir hæfan starfsmann. Umsóknum sé skilað fyrir 8. júlí n.k. á umsóknareyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofum félagsins á Grundartanga, Tryggvagötu 19, Reykjavík og bóka- verslun Andrésar Níelssonar, Akranesi. Grundartanga 30. júní 1985 íslenska járnblendifélagið hf. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir Sólmundur Sigurðsson frá Borgarnesi Elliheimilinu Grund verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 10.30 f.h. Steinunn Magnúsdóttir Kári Sólmundarson Elín Sólmundardóttir Þórdís Sólmundardóttir Sigurður Sólmundarson Magnús Sólmundarson Maríus Arthursson Auður Guðbrandsdóttir Karen Jónsdóttir Alúðarþakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. Jónasar Guðmundssonar rithöfundar. Guð blessi ykkur öll. Jónína H. Jónsdóttir Ingibjörg Jónasdóttir Klemens Eggertsson Grímur Þorkell Jónasson Jón Atli Jónasson Jónas Oddur Jónasson Pétur Jökull Jónasson Herborg Drífa Jónasdóttir og barnabörn. MINNING Þórarinn Jóhannsson frá Ríp fæddur 21. jan. 1891, dáinn 14. júní 1985 í þessu hjónabandi varð þeim tíu Þeim fer nú fækkandi sem muna aftur fyrir síðustu aldamót. Einn þeirra Þórarinn Jóhannsson frá Ríp, tengdafaðir minn, er nú fallinn í valinn. Þórarinn var fæddur að Skíða- stöðum í Laxárdal að baki hins reisulega Tindastóls 21. jan. 1891. Sex vikna gömlum var hon- um komið í fóstur hjá Ragnheiði Eggertsdóttur og Markúsi Ara- syni, og ólst hann að öllu leyti upp hjá þeim, fyrst að Eyhildar- holti og síðar að Ríp í Hegranesi. Þáu reyndust honum sem bestu foreldrar og mat hann þau meira en annað fólk, sem hann kynntist á lífsleiðinni. Þau hjón dvöldu hjá honum meðan ævin entist þeim, en þau önduðust háöldruð. Þórarinn tók við búi gömlu hjón- anna að Ríp þegar kraftar þeirra þurru. Áður fyrr hafði verið tví- býli að Ríp, en árið 1931 tók Þór- arinn við báðum helmingunum og bjó síðan á allri jörðinni þar til synir hans tóku við búrekstrin- um. Ríp var. erfið jörð í þá daga. Heyskapur fór að miklu leyti fram a bökkum Héraðsvatna og allt var bundið og flutt á hestum heim. Sú heybandsleið var bæði löng og ströng og reyndi á þol- rifin, bæði í mönnum og hestum. i Þórarni búnaðist vel á Ríp, og hefur atorka hans og dugnaður vafalaust átt sinn þátt í því, en fleira kom þó til. Hann varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá hina ágætustu eiginkonu, Ólöfu Guð- mundsdóttur frá Ási í Hegranesi, en þau gengu í hjónaband á vor- dögum 1918. Það reyndist honum mikið gæfuspor og hefur Ólöf staðið við hlið hans í blíðu og stríðu síðan. Hún lifir hann nú í hárri elli. Ólöf og Þórarinn eignuðust tíu börn, sem öll eru hin mannvænlegustu. Sum búa í Skagafirði en önnur hafa flutt til fjarlægari byggðarlaga. Ólöf og Þórarinn munu nú eiga 92 afkom- endur. „Það virðist eins og við Ólöf mín höfum átt eitthvert er- indi saman“, sagði Þórarinn við mig nýlega, þegar hann var að segja mér hvað þau ættu orðið marga afkomendur. Ríp var bæði þingstaður hreppsins og kirkjustaður og þar var því ávallt mikil gestanauð. Öllum sem að garði bar tóku hús- bændur með sömu meðfæddu gestrisninni, og þó að húsakynni væru fátækleg á meðan búið var í gamla bænum, bætti hjartahlýja húsráðenda það fyllilega upp. Þórarinn var lengst af ævi fremur heilsuveill. Hann gekk undir mikla læknisaðgerð 1924 og aðra 1954. Þrátt fyrir það var hann atorkumaður til vinnu, þeg- ar heilsa hans leyfði, en nú síð- ustu árin var hann þrotinn að líkamlegum kröftum, en andlega var hann fullkomlega skýr til hinstu stundar. Hann var minnugur og kunni frá ýmsu að segja frá gamla tím- anum, bæði frá mönnum og mál- efnum - frá því gamla íslandi, sem leið undir lok á heimstyrjald- arárunum síðari, um svipað leyti og menn á mínum aldri voru að komast til þroska. Þeim fækkar nú óðum sem muna þá tíð, þegar Jón Ósmann ferjaði fólk og fénað yfir vestari ós Héraðsvatna eða þegar ísinn á Vötnunum var not- aður sem þjóðbraut til að flytja jólaglaðninginn heim. Við Þórarinn kynntumst ekki fyrr en hann var þrotinn líkam- legri heilsu. Ég minnist þess vel, að við hjónin vorum vön að aka norður að Ríp, að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri, og dvelja þar í nokkra daga hjá- Olöfu og Þórarni. Stundum var orðið nokkuð áliðið dags þegar komið var að Ríp, en alltaf voru þó gömlu hjónin vakandi og tóku innilega á móti okkur. Nú verður tómlegra að koma norður, þegar Þórarinn er ekki lengur við hlið Ólafar að taka á móti ferðalúnum gestum. Síðastliðið ár dvöldu gömlu hjónin hjá Þórði syni sín- um og Solveigu tengdadóttur á Sauðárkróki. Fyrr á þessu bjarta og fagra vori sá ég Þórarinn í hinsta sinni. Hann mun þá hafa rennt grun í að endalokin væru skammt undan og skömmu áður en hann kvaddi mig sagði hann: „Þú manst að skila þakklæti frá mér til Þórðar míns og Solveigar, fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur Ólöfu mína.“ Nú kveðjum við mætan mann sem lokið hefur giftudrjúgu starfi á langri ævi. Ég bið þess að góður Guð létti tengdamóður minni, Ólöfu, missinn, sem ég veit þó að í hennar huga er aðeins tíma- bundinn. Börnum, ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð. Ævar Jóhannesson. Mig langar til að skrifa nokkur kveðjuorð um afa minn, Þórar- inn Jóhannsson, bónda frá Ríp, sem í dag verður jarðsunginn frá Rípurkirkju í Skagafirði. Afi var maður sem ég hef frá fyrstu kynnum borið mikla virð- ingu fyrir og litið upp til, og nú þegar hann er allur, verður minn- ingin um hann fyrst og fremst tengd slíkum tilfinningum. Ég kom til sumardvalar á Ríp í fyrsta sinni níu ára gömul og var þar upp frá því meira og minna í 11-12 ár. Frá því að ég man fyrst eftir afa, var hann heilsulítill, slæmur til gangs og sjón og heyrn farin að dofna. Ekki lét gamli maðurinn þetta á sig fá og var alltaf þvflíkt ljúfmenni í allri umgengni að undrum sætti. „Ég er eins og góðu börnin, geri bara eins og mér er sagt,“ varð honum stund- um að orði, þegar verið var eitthvað að vesenast með hann. Hann fylgdist spenntur með öllu því sem í kringum hann var að gerast og var óspar á spurning- arnar, enda var allt á hreinu hjá honum. Skipti þar engu máli hvort verið var að ræða sauðburðinn á Ríp eða árangur barnarbarns í skóla - allt vissi afi. Hann hafði líka svo gaman af að lifa, var svo þakklátur fyrir tilver- una og kunni svo vel að njóta hennar. Margoft man ég eftir því að hann kallaði á mig og sagði eitthvað á þessa leið: „Komdu hingað Sigga mín og lofaðu mér að kyssa þig fyrir þetta.“ Svona var hann þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert og vanþakk- læti var ég aldrei vör við hjá hon- um. Hlutur ömmu í lífi afa má held- ur ekki gleymast. Hún létti undir með honum og tók þátt í heilsu- leysi hans, las fyrir hann blöðin og endurtók fyrir hann fréttir þær sem hann heyrði ekki. Öll hennar tilvera hefur í gegnum árin snúist kringum afa. Það er víst óhætt að segja, að þau hafi veitt hvort öðru þá hamingju í 67 ára löngu hjóna- bandi, sem allir sækjast víst eftir. barna auðið og eru afkomendur þeirra nú orðnir milli 90 og 100 talsins. í síðasta skiptið sem ég hitti afa vorum við að tala saman um ým- islegt og inn í umræðurnar slædd- ist sú spurning, hvort hann væri ekki ánægður nú, þegar komið væri að leiðarlokum og ferðin hefði gengið svona vel. „Jú,“ hann játti því og sagði að það væri vissulega guðsþakkarvert hversu vel til hefði tekist. Þakklæti væri honum efst í huga og þakklæti var líka það sem hann bað fyrir til allra sem hlut áttu að máli, kvöld- ið sem hann andaðist. Eftir að fjölskyldan varð svo stór sem raun ber vitni, varð það afa mikið keppikefli að reyna að halda henni saman svo sem kost- ur var. Ríp var í þessari viðleitni hans sannkallað ættaróðal og þangað kom meginhluti ættarinn- ar árlega eða oftar til að heim- sækja ömmu og afa, svo og önnur ættmenni. Þar var því ætíð fjöl- mennt og mikið um að vera og þannig var það einmitt sem amma og afi vildu hafa það. Allar heimsóknir voru velþegnar og þakkarverðar. Fyrir rúmlega fjórum árum gerðist sá hörmulegi atburður á Ríp, að Ólöf Þórðardóttir, sautján ára gömul dóttir Þórðar Þórarinssonar, varð bráðkvödd heima hjá sér. Hafði hún þá ný- lega eignast dóttur. Enginn kunni skýringar á þessum atburði og sorgin lagðist geysilega þungt á nánustu skyldmenni. Gömlu hjónin á Ríp voru niðurbrotin og afi sagði við mig, að hversu mikið hefði hann ekki viljað gefa fyrir að fá að fara í stað Ólafar. Amma varð fyrir áfalli stuttu síðar - á svo skömmum tíma breyttist svo margt. En afi sá sýn, sem veitti a.m.k. honum fullnægjandi skýringu á dauðsfallinu. Ójarðnesk vera kom til hans og sagði honum að Ólöf hefði verið kölluð burt svo skyndilega af sérstakri ástæðu. Atburðurinn hefði ekki mátt ger- ast fyrr, því að hún varð að fæða af sér dóttur hér á jörðinni áður en hún færi. Þessi dóttir yrði lif- andi eftirmynd móður sinnar, foreldrum Ólafar sálugu til hugg- unar í harmi þeirra. Sjálf þurfti Ólöf hinsvegar að fara, því að hún varð að fá ákveðinn „aðlög- unartíma", og svo átti hún að taka á móti afa sínum og ömmu, þegar þeirra tími kæmi. Hjá afa er sá tími nú kominn. 94ra ára hefur hann þreyttur lok- ið göngu og verðskuldar hvfld. Ég veit að hann hefði heldur kos- ið að falla að hausti til - með grösunum og skepnunum, en enginn ræður sínum næturstað. Ferð hans jarðneska líkama lýkur nú á þeim stað, sem hann helgaði krafta sína og lífsstarf, ættaróðalinu, Ríp. Þar verður hann lagður við hlið fósturfor- eldra sinna, Ragnheiðar og Markúsar í Rípurkirkjugarði. Mig langar að þakka afa góða samfylgd og votta ömmu innileg- ustu samúð. Guð veri með henni á þessari stundu, sem hún hefur kviðið svo lengi. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku íþagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn sem dó? Steinn Steinarr Sigga. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.