Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 2
_________FRETTIR Gámafiskur Eina leiðin, ef hún er fær Trillusjómenn á ísafirði flytja fiskinn beint til Englands í gámum. Enginn vill kaupa af þeim fiskinn. Mikið er um fisksölur erlcndis í þessari viku verði u.þ.b. 1.700 þessa dagana og er áætlað að lestir af íslenskum fiski á enskum Fulninga- hurðir: Nýkomin sending af innihurð- um úr furu. Utanmál á körm- um: 79 og 89 x 209 cm. Habó, heildverslun, Bauganesi 28, s. 26550. Verð: 6.483.- kr. Verð: 6.483.- i ~~~ 1 fiskmörkuðum. Gott verð hefur fengist fyrir fískinn og í gær var það á bilinu 32-40 kr. kílóið. Fiskurinn er bæði seldur beint upp úr bátum og togurum sem sigla með aflann og eins úr gám- um sem fluttir eru út. Einn þeirra sem stendur í slíkum útflutningi er Halldór Hermannsson skip- stjóri á ísafirði. Hann hefur tekið að sé fyrir ísfirska trillusjómenn að koma afla þeirra í verð er- lendis. „Það fer nú heldur lítið fyrir þessum útflutningi ennþá, það hefur svo lítið gefið til veiða,“ sagði Halldór þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. „Við höfum sent út þetta 1-4 gáma á viku. Karlarnir hausa fiskinn áður en hann fer í gámana en við teljum að það auki geymsluþol hans. Þetta hefur selst vel, reyndar hafa allir selt vel að undanförnu. Þessir flutningar eru enn sem komið er harla vanþróaðir. Það hefur vantað að skipafélögin geti útvegað okkur nóg af einangruð- um gámum. Við höfum sett fiskinn í einnota kassa úr einangr- unarplasti og það hefur gengið hingað til en er bæði erfitt og ekki nóg gott. Vertíðin er rétt að byrja og við vitum ekki enn hvernig markað- urinn tekur því þegar veiðin glæðist og framboðið eykst. Það verður bara að sýna sig. En ástæðan fyrir því að þetta er reynt er sú að hér eru milli 30 og 40 trillur sem hvergi geta lagt upp, það vill enginn kaupa af þeim fiskinn. Þetta er eina leiðin til að bjarga þeim bátum undan hamr- inum, ef hún er þá fær,“ sagði Halldór Hermannsson. -ÞH OKKAR húsnæðissparnaðarreikningar ÚSNÆÐISVELTA SPARNAÐGR l skattaafsláttur • lán • húsnæði Sparnaðarreikningur sem veitir rétt á láni fyrir allt að tvöföldum sparnaði ásamt vöxtum og verðbótum. Innlánsreglur eru sniðar eftir ákvæðum um húsnæðissparnaðarreikninga frá 1. júlí 1985, þar sem kveðið er á um rétt til skattafsláttar fyrir fjórðungi árlegs sparnaðar á slíkum reikningum. SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF. Jafnréttis- baráttan erekki einka- mál kvema Við undirritaðar konur, sem undanfarið höfum fundað rtieð Alþýðubandalagskonum og stuðningsmönnum Alþýðu- bandalagsins um allt land, viíjum vegna skrifa Guðrúnar Helga- dóttur í Þjóðviljanum 25. júní s.l. taka fram eftirfarandi: Við mótmælum þeirri skoðun, sem fram kemurhjá Guðrúnu, að jafnréttismál séu einkamál kvenna og karlar megi hvorki í ræðu né riti fjalla um þau án þess að leita álits eða leyfis hjá kon- um. Við teljum, að það sé ekki síst vegna baráttu okkar kvenna á þeim vettvangi innan flokks sem utan, þegar flokksfélagar okkar af hinu kyninu láta sig jafn- réttismál skipta. Við vísum ein- hliða kvennaforræði á bug og teljum það síst betra en karlafor- ræðið. Við mótmælum eindregið þeim rökstuðningi Guðrúnar, að það afskræmda neysluþjóðfélag, sem hún dregur upp mynd af, þar sem laun duga ekki fyrir lífs- nauðsynjum, sé baráttu kven- réttindakvenna að kenna eða af- leiðing af aukinni sókn kvenna út á vinnumarkaðinn. Það er hins- vegar ljóst, að í baráttunni við auðvald og markaðsöfl höfum við, karlar og konur, sem berj- umst fyrir réttlátara þjóðfélagi, farið halloka um stund. Sterk samstaða kvenna getur ráðið úrslitum í þeirri baráttu. í Alþýðubandalaginu er stór hópur kvenna, sem tekið hefur þátt í flokksstarfi með fullri ábyrgð og af mikilli alvöru og ákafa. Þetta endurspeglast í hærra hlutfalli kvenna í öllum kjörnum nefndum og stjórnum flokksins en í nokkrum öðrum ís- lenskum stjórnmálaflokki, þar sem bæði kynin eiga aðild. Niður- lagsorð Guðrúnar um smásnotra stelpu, sem smalar atkvæðum, eru bein móðgun við allar þær konur sem lagt hafa flokknum lið í störfum hans undanfarin ár og eru reiðubúnar til að leggja áfram fram krafta sína, m.a. með því að taka sæti á framboðslistum hans. Við getum hins vegar verið sammála Guðrúnu um að það hefði verið vel til fundið að Þjóð- viljinn hefði 19. júní s.l. rakið hvað náðst hefur fram í baráttu- málum kvenna þau 70 ár sem lið- in eru síðan þær fengu atkvæðis- rétt, ekki síst fyrir atbeina full- trúa okkar hreyfingar í sveitar- stjórnum, á alþingi og í verka- lýðshreyfingunni. Adda Bára Sigfúsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gerður Óskarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Vilborg Harðardóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.