Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Konur og Prestastefnan Prestastefna íslands er alla jafna nokkur viö- burður þó þeir fjölmiðlar sem mest leggja upp úr gildi kristinnar trúar hafi að þessu sinni sýnt henni furðulega lítinn áhuga. Aðalefni Prestastefnunnar í ár var hin svo- kallaða Limaskýrsla. Limaskýrslan erguðfræði- leg umræða um þrjá meginþætti hins kristna starfs, skírnina, máltíð Drottins og þjónustuna, en um þessa skýrslu munu allir hinir kristnu' söfnuðir ræða. Konur innan íslensku kirkjunnar hafa bent á í viðtölum við Þjóðviljann að í þeim hluta Lima- skýrslunnar sem fjallar um þjónustuna er ekki farið nægilega skýrum orðum um stöðu kvenna sem embættismanna kirkjunnar. Þar er ekki tekið af skarið og konum veitt afdráttarlaus við- urkenning til jafns við karla að því er varðar embættisgengi innan hinnar kristnu kirkju. Það er þess vegna fagnaðarefni að á Prest- astefnunni var tekið undir þær hugmyndir, að kveðið yrði skýrar á um stöðu kvenna sem emb- ættismanna innan kirkjunnar. Það er staðreynd að á íslandi hefur vegur kvenna innan hennar vaxið mjög á síðustu árum, sífellt fleiri konur eru vígðar til þjónustu og fjöldi kvenna í guðfræði- námi eykst jafnt og þétt. Án tillits til þess hvort menn leggja mikið upp úrtrúnni sem slíkri, þáer á engan hallað þegar sagt er að þær ungu konur sem hafa kveðið sér hljóðs í embættis- mannastétt kirkjunnar hafa bætt áberandi og mjög viðfelldnum drætti í ásjónu hennar. Baráttan fyrir bættri stöðu kvenna innan kirkj- unnar er auðvitað ekkert annað en hluti jafnréttisbaráttunnar í þjóðfélaginu, og hlýtur því að kalla á stuðning framsækinna afla. Við getum auðveldlega tekið undir með pró- fessor Einari Sigurbjörnssyni, sem segir í tillögu sinni að viðbrögðum íslensku kirkjunnar við Um síðastliðna helgi lést í Stokkhólmi einn þeirra stjórnmálamanna sem mest áhrif hafa haft á það velferðarþjóðfélag í anda félags- hyggju sem Norðurlönd hafa státað af nú um hríð, Tage Erlander, sem var forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sósíaldemókrata frá 1946 til 1969. Erlander las hagfræði og viðurkenndi að hann mætti Karli gamla Marx ýmislegt upp að unna, en afstaða hans til stjórnmála mótaðist ekki síst af hinum hörðu stéttarátökum í Svíþjóð á þriðja átatugnum. En hann varð aldrei bylting- arsinni, heldur gerðist snemma atkvæðamaður meðal þeirra sem vildu breyta „Fátæktar- Svíþjóð“sem einkenndist af strangri stéttaskipt- ingu, með víðtækum félagslegum umbótum. Og Tage Erlander varð, að Per Albin Hansson gengnum, sá sem öðrum fremur mótaði stefn- Limaskýrslunni: „Höfum vér góða reynslu af þjónustu kvenna í kirkjunni og höldum því fram, að á oss hvíli sú skuldbinding að raunhæfa vitnisburðinn sem segir, að í Kristi sé enginn karl eða kona, heldur hverfi þar allur aðskilnaður á milli manna“. -ÖS una, þegar þau skref voru stigin sem gerðu Svíþjóð að því Evrópulandi, sem náði bæði hæstum meðaltekjum og bestri félagslegri þjónustu, ekki síst við þá sem halloka höföu farið í lífsbaráttunni. Vitanlega hefur sköpunarverk Erlanders og hans manna sætt gagnrýni, bæði fyrir einhlita stofnanatrú og fyrir að þar sé ekki „ráðist að rótum meinsins" eins og hinir róttæku mæla. Engu að síður er mikil ástæða til að minna á það að Tage Erlander gengnum, hve mikilsverður skerfur sænskrar verklýðshreyfingar og flokks hennar hefur verið til eflingar þess grundvallar sem sósíalísk mannúðarviðhorf í álfu okkar nú standa á og geta haft að viðspyrnu til framtíðar- sóknar. ÁB Tage Eiiander Ó-ÁUT AHViH VHRHUM AH SETjA T\N 1 © DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritatjórnarfuiltrúl: Öskar Guðmundsson. Fréttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, MörðurÁrnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, SævarGuð- bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar ólason, Valdís öskarsdóttir. Sigríður Pótursdóttir. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiöslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Jenny Ðorgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Husmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1985 Útkeyrsla, afgrelösla, auglýslngar, rltstlórn: Sfóumúla 6, Reykjavfk, sfml 81333. Umbrot og setnlng: Prontsmlftja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaóaprent hf. Verft I lausasólu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskrlftarverft á mánuftl: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardðgum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.