Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Skák Til Kína að tefla Þrír íslenskir skákmenn fara til Kína á morgun. Karl Þorsteins: Teflum sennilega aðallega í skákklúbbum. Kínverjar eru sennilega aðeins undir okkur að styrkleika. Þeir byrjuðu fyrst að keppa á al- þjóðlegum vettvangi 1978 og eiga nokkra alþjóðlega skákmeistara en engan stórmeistara, sagði Karl Þorsteins skákmeistari í samtali við Þjóðviljann í gær en á morgun heldur hann ásamt skákmönnun- um Saevari Bjarnasyni og Lefii Jósteinssyni ■ boðsferð til Kína. Karl sagði að boðið hefði kom- ið frá íþróttasambandinu í Kína með milligöngu menntamála- ráðuneytisins. Hann sagði að þeir kæmu ekki til með að keppa á mótum í þessari ferð en taldi lík- legast að þeir ferðuðust um og tefldu í skákklúbbum. „Við vit- um það bara að við förum til Pek- ing fyrst en vitum ekki um til- högun ferðarinnar að öðru leyti. Við höfum verið að bíða eftir skeyti með frekari upplýsingum en það hefur ekki borist enn,“ sagði Karl. Hópur júgóslavneskra skák- manna verður í Kína um svipað leyti og íslendingarnir og er lík- legt að þeir tefli eitthvað saman. Kínadvölin verður í hálfan mán- uð og síðan sagði Karl að þeir félagar ætluðu að dvelja nokkra daga í Thailandi sér til skemmtunar. Með í för verða Guðbjartur Guðmundsson og Jón Rögnvaldsson frá Skáksam- bandinu. Pess skal að lokum get- ið að íslendingar unnu Kínverja á síðasta ólympíuskákmóti 2Vi- IV2. -GFr Tónlistarverðlaun eindæmum þótti. Var honum af listgagnrýnendum skipað á bekk með fremstu píanóleikurum landsins. Þorsteinn Gauti sagði í samtali við Þjóðviljann að það væri bæði uppörvun og viðurkenning að fá slíkan styrk. Hann hefur nú lokið námi í Julliardháskólanum í New York og stefnir á tónleika næsta haust í Bandaríkjunum. Hann er búsettur í Florida ásamt banda- rískri eiginkonu sinni og barni. Hann sagðist hafa hætt í Julliard- skólanum þó að hann ætti eitt ár eftir í að ná prófgráðu, því að það væri mikilvægt að hætta á réttu augnabliki svo að mann dagaði ekki uppi. Það væri samkvæmt hugboði sínu og sannfæringu. Hann ætlar nú að reyna fyrir sér sem einleikari og sjá svo hvað set- ur. -GFr Þorsteinn Gauti fékk 100 þúsund Þorsteinn Gauti Sigurðsson: Bœði uppörvun og viðurkenning aðfá verðlaun úr Tónlistarsjóði Armanns Reynissonar r Igær var úthlutað verðlaunum úr Tónlistarsjóði Ármanns Reynissonar og er það í annað skipti sem slík úthlutun fer fram. Að þessu sinni fékk Þorsteinn Gauti Sigurðsson verðlaunin, sem eru 100 þúsund krónur, til að undirbúa tónleika á næsta ári í aldarminningu Franz Liszt og vegna væntanlegrar plötu- upptöku. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í garði Ármanns Reynissonar við Smár- agötu og sagði hann að flutningur Þorsteins Gauta á 2. píanó- konsert Prokofievs með Sinfóníuhljómsveitinni á sl. vetri hefði vakið slíka athygli að með Tannlæknataxtar Frjáls ábgning 45% hœkkunin gilti ein- ungis fyrir skólabörn og öryrkjasem Trygginga- stofnun og sjúkrasamlag borgarfyrir en ekki allan almenning Hin umdeilda 45 prósent hækk- un á taxta Tannlæknafélagsins er nú í endurskoðun hjá Hagstof- unni eftir fund tannlækna með borgarstjóranum í Reykjavík. Þessi taxti gildir hins vegar ein- ungis fyrir þá sem fá tannlækna- þjónustu ókeypis í gegnum Tryggingastofnun og sjúkra- samlög svo sem skólabörn og ör- yrkjar. Almenningur sem hefur þurft að leita til tannlækna síðan hækk- unin varð á því ekki neina kröfu á endurgreiðslu því að engin opin- ber taxti er fyrir tannlækningar. Þar er algerlega frjáls álagning og undir hverjum tannlækni komið hvað hann tekur mikið fyrir þjón- ustu sína og gæti því þess vegna verið miklu hærri. Þetta kom fram í samtali Þjóðviljans í gær við Sigurgeir Steingrímsson stjórnarmann í Tannlæknafélagi íslands. -GFr Konur vilja frii Konur hvattar til að skrifa undir friðarávarpið Undirskriftasöfnun Friðar- hreyfingar íslenskra kvenna og ’85 nefndarinnar lýkur á morg- un. Ætlunin er að reyna að fá allar íslenskar konur yfir 18 ára aldri til að skrifa undir friðarávarpið. Þær sem enn hafa ekki komið því í framkvæmd, en hafa hug á því, geta nálgast listana í dag og á morgun á sundstöðum borgar- innar og á Hallveigarstöðum. Konur utan af landi geta haft samband við kvenfélag viðkom- Þorsteinn Gauti, en Ármann Reynisson, stofnandi tónlistarsjóðsins að baki. andi staðar. Ljósm.: Valdís. -sp Einkabarnaskólinn Þetta er leikarinn í titilhlutverkinu I myndinni „Hrafninn flýgur” en myndin var sýnd á mikilli kvikmyndahátíð í Tokyo í þessum mánuði. Þar var myndin sýnd meðal 30 „líttþekktra úrvalsmynda" en alls voru sýndar 70 myndir frá 40 þjóðlöndum á hátíðinni. Vakti „Hrafninn” mikla athygli. Sagt erfrá kvikmynda- hátíðinni í Sunnudagsblaðinu. Hrafninn hér á myndinni ertaminn og á nú heima í Sædýrasafninu en hann er sá hrafnanna í myndinni sem mest sést af á veggspjöldum „Hrafnsins” út um heim. þs. Háskóli íslands 314 kandídatar Háskóli íslands brautskráir 314 kandídata í Háskólabíó í dag kl. 2 síð- degis. Athöfnin hcfst með því að Sólrún Bragadóttir sópran og Bergþór Páls- son barítón syngja dúett úr óperunni La Traviata með undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Háskólarektor, prófessor dr. Guðmundur Magnús- son flytur ræðu og síðan afhenda deildarforsetar prófskíreini. Háskól- akórinn syngur nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar. Mákmeðferð hefur verið f>TÍr ncðan allar hdlur, sagði Elín Ol- afsdóttir fulltrui keimara í fheðsluráði um stofnun nýja einkaskólans í Reykjavfk. ,J>að er búið að ákveða þetta án þess að fræðsluráð hafi hug- mynd um það, og fræðsiustjórinn í umdæminu ekki hddur.“ Stjóm Kennarafélags Reykjavíkur hefur þegar haldið fund um málið, og var ákveðið að afla sér allra upplýs- inga um stofriun skólans, samning hans við Reykjavíkurborg og rekstur annarra einícaskóla áður en stjómin tæki stefnu í málinu. Ljóst er að þungt er í kennurum vegna þessa, ekíd síst vegna leyndarinnar sem yfir hefur hvílt. Fram hefur konúð að undirbún- ingur hófst fyrir tæpu ári, en þar heftir aðeins um tugur háttsettra hjá ríki og borg komið við sögu. Ragnar Júlíusson formaður fræðsluráðs tók að sér það verkefni fyrir borgarstjóra að leita að húsnæði fyrir skólann. í samtali við Þjóðvilj- ann vildi Ragnar taka fram að þetta verk hefði hann unnið sem borgarfull- trúi og ekki sem formaður fræðslu- ráðs. Fyrir í Miðbæjarskóla sem Da- víð hefúr lofað undir einkaskólann em meðal annars eldri bekkir Vestur- bæjarskóla, Ragnar var spurður hvort sá skóli uppfyllti lagaákvæði um hús- rúm, og svaraði að um það mætti endalaust deila. Samningur borgarstjóra við eigendur nýja skólaas um húsaskjól er enn ófrágenginn, og í menntamálaráðuneyti hafa ekki ver- ið gerðar ráðstafanir til að halda lof- orð um kennaralaun í haust. Fjár- málaráðherra sagði Þjóðvilja í gær að frá sér rynni ekkert fé til skólans þetta árið. Stjóm Kennarafélags Reykjavíkur heldur fund um málið á mánudags- kvöld, og á þriðjudag verður auka- fundur í fiæðsluráði. -m Eyjafjörður Snáðar vinna 4 minka Fór ísveitina að hitta vin sinn. Unnufjóraminka daginn eftir. Þegar Bergur Sigurðarson, átta ára Reykjavíkursnáði, fór í sveitina norður í Eyjafjörð í fyrradag datt honum ekki í hug að hann ætti fyrir höndum spenn- andi ævintýri strax daginn eftir. Bergur er í sveit að Ytri- Tjörnum og daginn eftir komuna fór hann með tíu ára vini sínum, Jóni Gunnari Benjamínssyni, niðrá engjar sem tilheyra Ytri- Tjörnum. Strákarnir fóru um sex leytið og þegar þeir voru ekki komnir heim um'hálfellefuleytið var farið að undrast um þá. í þann mund bar þá sigri hrósandi ^að garði, þeir höfðu nefnilega gert sér lítið fyrir og lagt að velli fjóra minka með aðstoð tveggja hunda. Það er áreiðanlega sjald- gæft að pollar á þessum aldri vinni slíka dáð! -ÖS Málsmeðferð ótæk Laugardagur 29. júni 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.