Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 5
Fjárlög Meiri útgjöld, minni halli Útgjöld ríkisins hækkuðu um miljarð milli 2. og 3. umræðu, en hallinn fór niður í rétt rúma 4 miljarða þar sem tekjurnar aukast D reytingar á fjárlagafrum- varpinu milli 2. og 3. um- ræðu komust ekki á hreint fyrr en í gærmorgun nokkrum klukkutímum áður en átti að ræða málið. Niðurstaðan varð að félagsmálaráðherra Jó- hanna Sigurðardóttir fékk 200 miljónir í félagslega íbúðakerf- ið, 50 miljónum minna en hún vildi, þannig að taka verður enn meira að láni hjá lífeyrissjóðun- um en ella til að byggja 500 íbúðir. Vandamálinu með Bygging- arsjóð ríkisins var velt yfir á næsta ár og nefnd. Framsóknar- menn gátu ekki sætt sig við að loka kerfinu. Það voru sérstak- lega þessi tvö atriði sem drógu fjárlagagerðina á langinn. Jó- hanna taldi þetta ásættanlega nið- urstöðu. Fjármálaráðherra Olafur Ragnar Grímsson dró hinsvegar auknar tekjur ríkissjóðs upp úr vasa sínum, þannig að þrátt fyrir að fjárveitinganefnd hafi ffá því frumvarpið var lagt ffam aukið útgjöldin um 2 miljarða og 135 miljónir þá verður hallinn ekki nema rétt rúmir fjórir miljarðar. Það er 300 miljónum meira en í fyrstu gerð frumvarpsins. Þannig verða tekjumar tæplega 102 mil- jarðar kr. og útgjöldin þá tæplega 106 miljarðar kr. Skýringamar felast í því að sérfræðingar ráðuneytisins reikna með betri hag ríkisins á næsta ári en búist var við i október þegar frumvarpið var lagt fram. Sér- staklega er reiknað með meiri innhtimtu virðisaukaskatts og annarra skatta vegna betri stöðu Búnaðarbankinn Hækkar vextina r Guðni Agústsson: Ver- ið að koma á jafnvægi milli verðtryggðra og óverðtryggðra útlána Bankaráð Búnaðarbankans tók í gær ákvörðun um að hækka nafnvexti um u.þ.b. eitt prósent. Bankaráð Landsbank- ans frestaði hinsvegar ákvörðun- artöku þar til miili jóla og nýárs. Guðni Ágústsson formaður bankaráðsins sagði hækkunina til- komna vegna þess að verið væri að koma á jafnvægi milli vaxta verð- tryggðra og óverðtryggðra lána og reikninga. Hann sagði að hagnaður Búnaðarbankans yrði 100 miljón kr. minni í ár en í fyrra þar sem vöxtum óverðtryggðra lána hefði verið haldið niðri með handafli. Hann tók þó ffam að hann hefði engar áhyggjur af stöðu bankans. Ekki verður hreyft við vöxtum verðtryggðra reikninga, en vextir vegna yfirdráttar hækkar svipað og nafnvextimir. -gpm fyrirtækja, aukins innflutnings og benti Ólafúr Ragnar á að ekki væri um aukna skattheimtu að ræða. En einnig er gert ráð fyrir meiri lántökum og nokkrir liðir em skomir niður svo sem Lána- sjóður íslenskra námsmanna sem fær 200 miljónum króna minna. Menntamálaráðherra Svavar Gestsson sagði þó, að ekki stæði til að breyta úthlutunarreglunum, heldur ef upp kæmi vandi á næsta ári kæmi til fjárveiting á fjárauka- r Islenska óperan Bjargað fyrir horn Langtímasamningur milli ríkis og Operu verður gerður í febrú- ar. Operan Rígólettó frumsýnd á annan dag jóla Nú virðist lausn vera í sjón- máli, sagði Garðar Cortes í gær, og óperan Rígólettó verð- ur frumsýnd á annan dag jóla. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra sagði að samþykkt hefði verið 7 miljón króna hækk- un á styrkjum til Öperunnar á fjár- lögum þessa árs, og ákveðið hefði verið að hækka upphæð til Óper- unnar á fjárlögum næsta árs um 5 miljónir, eða um þriðjung af þeirri upphæð sem ríkið vonaði að borgin legði til á móti. Auk þess komi til 5 miljónir til viðbótar til að mæta styrkjum sem safhast ffá einkaaðilum. Enn hefur ekkert breyst í af- stöðu borgarstjóra til þess að fjár- Snorri Jónsson hjá Gáma- vinum sf. í Vestmannaeyj- um segir að það sé í sjálfu sér hið besta mál að allur gámafisk- ur verði vigtaður innanlands frá og með næsta hausti, eins og stefnt er að. Hinsvegar sé það spurning hver muni greiða þann kostnað sem af því leiðir. Hann segir að trúlega muni sá kostnaður lenda á útgerðinni og ef á til dæmis að rífa upp karfa úr körum til vigtunar, þá sé hann ónýtur. í meirihlutaáliti nefndar sem falið var að kanna hvort og með hvaða hætti mögulegt væri að koma við vigtun hér á landi á isuðum afla, sem fluttur er óunn- inn út, er lagt til að hann verði veginn hérlendis. Jafnframt lagði lögum einsog nú. Ólafur Ragnar sagði að þetta væri staðfesting á stöðugleikan- um í efnahagslífinu sem væri að skila sér. Hann vísaði á bug gagn- rýni um að tekjumar væru ofáætl- aðar og benti á að því hefði líka verið haldið ffam við síðustu fjár- lagagerð, en í ár hefðu tekjumar samt orðið 3 miljörðum hærri. Pálmi Jónssson talaði fyrir minni- hluta Sjálfstæðismanna í fjárveit- inganefnd og sagði að breyting- amar bæru með sér fingrafor fjár- magnserfiðleikar Óperunnar séu einvörðungu málefhi ríkisins. Verður reynt að knýja borgar- stjóra til að styrkja Óperana á næstu vikum, eða þar til forsvars- menn hennar setjast að samninga- borðinu með ríkinu og ræða lang- hún til að álag, sem reiknað er á þennan afla, verði lægra þegar hann er veginn innanlands. Með þessum tillögum er lagt til að grandvallarbreyting verði gerð á vigtun alls gámafisks og er þegar hafinn undirbúningur að því af hálfú sjávarútvegráðuneytisins, og stefht að því að það komi til ffamkvæmda 1. september næst- komandi þegar nýtt fiskveiðiár hefst. Nýlega gaf sjávarútvegsráðu- neytið út nýja reglugerð um vigt- un sjávarafla sem tekur gildi 1. janúar 1991. Með henni era festar í sessi þær vinnureglur sem þró- aðar hafa verið á undanfomum mánuðum hvemig staðið skuli að vigtun á sjávarfangi, auk nokk- urra nýjunga. Þar má nefna að nú málaráðherra nefnilega skatta- hækkanir og óraunsæjar tölur. Hann benti á hugsanlegt hran loðnustofnsins og tók þar undir með formanni fjárveitinganefnd- ar sem sagði að hran loðnustofns- ins gæti þýtt 2,5 miljarða kr. tap þjóðfélagsins. Fjárveitinganefnd gerði alls 100 breytingatillögur flestar til hækkunar og má nefna liði einsog íslensku Óperuna, Leikfélag Ak- ureyrar, Þjóðleikhúið, skákskóla, sambýli fyrir geðsjúka, sambýli tímasamning til a.m.k. sex ára um styrki til Óperannar sem verði í samræmi við rekstrarþörf hennar. Svavar Gestsson sagði að hann legðist gegn þeirri hugmynd að gera óperana að ríkisópera að einhveiju leyti. Með því gæti er nánar kveðið á en áður var um hvemig staðið skuli að vigtun á rækju, en mismunandi reglur gilda eftir því hvort um er að ræða rækju sem ffystitogarar vinna, ís- aða úthafsrækju eða innfjarða- rækju. Samkvæmt reglugerðinni ber að vigta afla frystitogara á hafnar- vog og skal sú vigtun að ffádregn- einhverffa, hafnarmannvirki, Kvikmyndasjóð Islands o.s.ffv. Atkvæði verða greidd í dag, en deildaríúndir stóðu í gær- kvöldi, og samkvæmt heimildum Þjóðviljans stendur til að koma í gegn frumvarpi um tryggingar- gjald og um virðisaukaskatt, en ffumvörp um lánsfjárlög fá að biða þangað til eftir áramót. Frumvarp um að veita fólki í greiðsluerfiðleikum húsbréf varð að lögum seint í fyrrakvöld. horfið eitthvað af því ffumkvæði og þeim krafli sem einkenndi starf Óperannar nú. Svavar sagði núverandi rekstrarform henta Is- lensku Óperanni best, að hans mati, of mikil afskipti ríkisins gætu leitt til stöðnunar. um umbúðum, pöllum og ís í um- búðum lögð til grandvallar út- reikningi á afla skipsins, sam- kvæmt reglum ráðuneytisins um nýtingarstuðla. Því til viðbótar má nefna að heimilt verður að vega á innlendum fiskmörkuðum afla sem fluttur er með innsigluð- um gámum á milli staða innan- lands til sölu þar. -grh Eiginmaður minn Gunnar Ólafsson Haga, Selfossi er látinn. Ragnheiður Hannesdóttir Gámafiskur Vigtaður innanlands Stefnt að því nœsta haust. Ný reglugerð um vigtun sjávarafla -gpm Garðar Cortes og Svavar Gestsson á fundi með blaðamönnum i (slensku óperunni í gær. Mynd: Jim Smart. Föstudagur 21. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.