Þjóðviljinn - 21.12.1990, Page 13

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Page 13
Appolló og Díonýsíos í Feneyjum Um goðsögn og allegóríu í málverki Tizians Síðastliðið sumar stóðu borgaryfirvöld í Feneyjum og National Gallery of Art í Washington fyrir sýningu í Her- togahöllinni í Feneyjum, sem trú- lega telst meðal merkustu listvið- burða sumarsins í álfunni, en það var yfirlitssýning á verkum fen- eyska málarans Tizians Vecellio. Voru verkin á sýningunni um 100 talsins, komin úr söfnum víðsveg- ar um heiminn, og hefur slík yfir- litssýning á verkum Tizians ekki sést síðan sambærileg sýning var haldin í Ca’Pesaro í Feneyjum 1935. Þótt sýning þessi hafi orðið tilefni eftirfarandi samantektar, þá verður hér ekki fjallað um sýn- inguna í heild né heldur ævistarf Tizians, heldur staldrað við þijár goðsögulegar myndir frá seinni hluta ævi meistarans, og jafn- ffamt lagt út af umíjöllun ítalska listffæðingsins Augusto Gentili um þessar myndir í bók hans „Da Tiziano a Tiziano, Mito e allegor- ia nella cultura veneziana del cinquecento“ (Frá Tizian til Tizi- ans, Goðsögn og allegória í fen- eyskri menningu á 16. öld, Feltr- inelli Editore, Milano 1980). En í bók þessari gerir höfundurinn mjög athyglisverða tilraun til þess að kryfja goðsöguleg málverk Tizians á grundvelli víðtækrar þekkingar á heimspeki nýplatón- ista og goðsögulegu táknmáli þeirra á 16. öldinni, auk þess sem stuðst er við samtímaheimildir Tizians og goðsöguheim Ovidíús- ar í goðsagnabálki hans, Mynd- breytingum. Niðurstaða Gentili ér í stuttu máli sú, að hann lqs út úr myndum Tizians ffá efri æviárum hans hugmyndalega kreppu húm- anismans á 16. öldinni og bölsýna efahyggju gagnvart þeirri trú á „framfarasókn skynseminnar" sem einkenndi húmanismann og endurreisnartímann á Ítalíu ffam á 16. öldina. Listin og valdiö Tizian Vecellio var fæddur í bænum Pieve di Cadore undir rót- um Dólómítaalpanna árið 1488 að því talið er. Hann var af sæmilega stæðri fjölskyldu og fór ungur til Feneyja i myndlistamám. Feneyj- ar stóðu þá á hátindi síns veldis sem ein auðugasta og glæstasta viðskipta- og menningarmiðstöð álfunnar. Þótt halla tæki undan fæti á 16. öldinni eftir landafundi Spánveija og Portúgala og sókn Tyrkja til vesturs inn i Evrópu, þá hélt borgin engu að síður merki sínu sem ein blómlegasta miðstöð menningar og viðskipta í álfunni næstu tvær aldimar, og Tizian varð bæði einn glæstasti og af- kastamesti fulltrúi feneyskrar myndlistar á 16. öldinni. Hann réðist í þjónustu yfirvalda Fen- eyjalýðveldisins árið 1513 sem arftaki ffemstu málara borgarinn- ar ffam að þeim tíma, þeirra Gi- orgione (1478-1510) og Gio- vanni Bellini (1430-1516). Sjálf- ur átti Tizian langan ævidag og óvenju fijósaman sem Iistamaður og lést á tíræðisaldri árið 1576. Auk þess að þjóna borgaryfir- völdum í Feneyjum var Tizian hirðmálari Karls V. keisara og Fil- ipusar II. arftaka hans. Verk hans spanna fjölbreytt svið, bæði hvað viðfangsefni og efnistök varðar, en gróflega má skipta þeim í þrennt: goðsögulegar myndir, trú- arlegar myndir og portrettmyndir, en Tizian var einhver eftirsóttasti portrettmálari ítalskrar og evr- ópskrar yfirstéttar á 16. öld. Auk þessa gerði hann einnig vegg- skreytingar í Hertogahöllinni í Feneyjum og víðar í borginni, sem voru oft eins konar hylling til dýrðar valdhöfunum í borginni og hinu óskeikula ríkisvaldi þeirra. Hvað efnistök varðar, þá var Tizian nemandi Giorgione og þróaðist stíll hans ffá því sem kalla mætti hárenaissans yfir í mannerisma, en á síðasta hluta ævinnar endumýjaði hann enn myndmál sitt með dramatískum og grófúm pensildráttum, sem áttu eftir að verða fyrirmynd róm- antískra málara eins og Delacroix og síðar impressíónistanna. Feneyjaskólinn Á 15. og 16. öldinni mótaðist í Feneyjum skóli í myndlist, sem mante). Líf Flórensbúa snérist mikið um baráttuna fyrir pólitísku ffelsi, og í myndlistinni birtist það meðal annars í áherslu á fjarvídd og rými sem vettvang fyrir mann- inn sem geranda í sögunni, þar sem mikil formfesta er ríkjandi og áhersla lögð á einstaklinginn sem mótandi afl. Pólitískir hagsmunir Feneyinga tengdust hvorki sögu- legum né heimspekilegum rök- um. Þeirra lífæð voru fijálsar sigl- ingar og blómleg viðskipti. Myndlist þeirra höfðaði því hvorki til sögulegs skilnings né formfestu, heldur til reynslu og upplifunar. í þeim efnum var Tizi- an dyggur lærisveinn Giorgione. Hugmyndaheimur nýplatónistanna I myndum Giorgione (t.d. Þrumuveðrinu, La tempesta eða Heimspekingunum þrem) er ríkj- andi samræmi á milli manns og náttúru, sem Giorgine magnaði upp með stemmningu eða nátt- úruupplifun sem hann málar beint á léreflið án fyrirfram úthugsaðrar teikningar eða forskriftar. Ut ffá honum skapaðist heill skóli myndlistarmanna sem ástundaði svokallaðan „giorgionisma", sem Tizian: Venus og Adónis, oliumálverk (186x207 sm). Sjá forsiðumynd. Prado-safnið i Madrid. var að ýmsu leyti ffábrugðinn þeirri þróun sem átti sér stað bæði í Flórens og Róm. Er þar mest áberandi að feneyskir málarar voru ekki eins formfastir í list- sköpun sinni, en lögðu meiri áherslu á litameðferð og stemmn- ingu í málverkinu, þar sem höfð- að er ffekar til tilfinningar en sögulegs skilnings. ítalski list- ffæðingurinn Carlo Giulio Argan hefur bent á að leita megi pólit- iskrar samsvörunar við þá ólíku „skóla“ sem blómstruðu á Italiu á 16. öldinni: Róm var mikið í mun að undirstrika heimsveldi páfa- stóls sem byggði á sögulegum rökum, og því höfðaði rómverski skólinn til sögunnar, einnig i myndlistinni (t.d. Rafael og Bra- oftar en ekki fólst í að draga upp munúðarfullar sælusenur fjarri öllum félagslegum eða heim- spekilegum vandamálum samtím- ans. Sú myndlist varð vinsæl meðal nýríkra kaupmanna í Fen- eyjum, sem ekki höfðu bolmagn eða vilja til menningarlegrar ný- sköpunar. Þessi hefð úrkynjunar hafði í raun lítið með list Giorgio- nes að gera. En nemandi hans, Tizian, sökkti sér hins vegar niður í goðffæðileg viðfangsefni út ffá hugmyndaheimi nýplatónista og vann upp úr þeim magnaðan skáldskap um rök mannlegrar til- veru. Er hér einkum um að ræða myndir frá fyrri hluta listferils hans annars vegar, þar sem gerður er skýr greinarmunur á tveimur Tizian: Sjálfsmynd frá 1567 þegar málarinn var um áttrætt. Olía 86x65 sm. Prado-safnið í Madrid. höfúðandstæðum í hugmynda- heimi nýplatónska skólans, naumahyggjunni og dyggðastefn- unni, og ffá síðari hluta æviskeiðs hans, þar sem fram koma miklar efasemdir um gildi þessarar tví- hyggju nýplatonista. Til þess að skilja hið goðsögu- lega myndmál sem tíðkaðist í Feneyjum á 16. öld er nauðsyn- legt að átta sig á nokkrum grund- vallarhugtökum nýplatónista um tónlist, hrynjandi, ástina, munúð- ina, dyggðina, timann o.s.ffv. Nýplatónistamir töluðu um tvenns konar tíma: sögulegan tíma og músikalskan tíma. Hinn músikalski timi er samkvæmt skilgreiningu tímalaust ástand fullkomins samræmis, en það er þversögn þessarar kenningar að hinn músikalski tími „mengast“ nær óhjákvæmilega af hinum sögulega og mælanlega tíma í flutningi tónlistarinnar. Af þeirri þversögn spratt kenningin um fá- nýti hins fullkomna samræmis. Þetta vandamál snertir einnig ástina, því ástin og tónlistin em gerð af sams konar samræmi. Tónlistin er leiðin til hugleiðslu um ástina og hún sameinar hugina í heijögu samræmi. Ástin er líka af tvennum toga: hin holdlega og munúðarfulla ást og hin heilaga ást dyggðarinnar. í goðafræðinni standa guðimir Díonýsíos og Apolló fýrir þessa tvo heima ástarinnar. Og eins og ástin er tvenns konar, þannig er einnig tónlistin: Apolló leikur á strengjahljóðfæri, lútu eða hörpu, en Díonýsíos og hans slekti (Pan og skógarpúkamir) á sjöfalda skógarflautu. Þessar tvær and- stæður, mælanlegur timi/munúð- arfúll holdleg ást og fmmstæður flautuleikur gagnstætt músíkölsk- um tíma/heilagri ást og heilagri strengjatónlist em gegnumgang- andi þemu í nýplatónskum bók- menntum og myndiist 16. aldar undir samheitinu voluptas et virt- us: nautnahyggja og dyggð. Voluptas et virtus Nautnahyggjan, voluptas, birtist okkur í myndlistinni í mu- núðarfúllum sveitasenum þar sem naktar gyðjur, skógarpúkar og nautnaseggir veltast um í græn- gresinu, vínið streymir, náttúran og erótíkin blómstrar, disimar dansa og Pan leikur á skógar- flautu. Þetta ástand óreiðunnar, þar sem Díonýsíos ríkir, tengist jafnffamt hinum sögulausa goð- sögulega tíma Satúmusar áður en maðurinn tók til að skapa sér framtíð með dyggðum prýddu líf- emi og meinlæti. Einnig má líta á tónlist skógarpúkans og hinn for- sögulega og goðsögulega tíma Díonýsíosar sem það samræmi náttúrunnar sem ríkti áður en maðurinn tók sér þau völd að ger- ast herra jarðarinnar og gera nátt- úmna sér undirgefna með skyn- semi, skipulagningu, tækni, mein- læti og trú á ffamfarir. Dyggðin, eða virtus, er þá mjói vegurinn, sem i myndlistinni er táknaður með skrælnaðri jörð og visnum tijám og tilvísunum sem benda til þess að hinar dýrs- legu hvatir mannsins hafi verið bældar og göfgaðar með meinlæti til hugleiðslu um harmónium og hreinan kærleika, sem var í raun jafngildur fúllkomnu samfélagi við guð. Þessi heimur Apollós var jafnffamt heimur hins fúllkomna skipulags, heimur Orfeusar sem gat komið skipulagi á náttúruna með hörpuslætti sínum. Þetta var um leið heimur hins upplýsta yfir- valds, hinnar göfúgu listar og menningar, á meðan Dionýsos og Pan voru guðir bændanna og al- þýðunnar. Alþýðan kunni ekki að skapa göfúga list, því hún bjó í óreiðu Díonýsíosar. Leiðin á milli þessara tveggja heima var einna helst fólgin í píslarvætti eða myndbreytingu, þar sem sálin var hreinsuð ffá hismi likamans. Venus og Adonis Mirra bar gimdarhug til foður síns og átti með honum ástamök í náttmyrkrinu á hinni árlegu hátíð Cerere, án þess að faðirinn gerði sér grein fyr hver rekkjunautur hans væri, segir í Myndbreyting- um Óvidíusar. Þegar faðirinn kemst að því hver rekkjunautur hans var vill hann drepa dóttur sína, en hún flýr í skjóli myrkurs og er á stanslausum flótta í 9 mán- uði. Þá er hún að falli komin og biður guðina að frelsa sig með frelsandi umbreytingu. Hún breytist þá í tárfellandi tré, og tár hennar verða að þessu ilmandi smyrsli sem enn heitir mirra. Tréð tekur að gildna og af því fæðist sveinn svo friður, Adonis, að hann vekur ástir Venusar. Ástir þeirra ná þó ekki að blómstra vegna veiðiástríðu Adonis, og á Föstudagur 21. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.