Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 12
Kristián Jóh. Jónsson Dreymir þig um Ameríku? Til Ameríku, skáldsaga, 303 bts. höf. Antti Tuuri þýð. Njörður P. Njarðvík útg. Setberg. Aflan á bókarkápu er þess getið að þetta sé þriðja sjálfstæða skáldsaga Antti Tuuris um fjöl- skyldu í Austurbotni og örlög hennar. Vegna fyrri reynslu af káputextum var ég viss um að þetta þýddi í reynd að ómögulegt væri að lesa þessa bók án þess að hafa jesið hinar en það var ekki rétt. Eg hef ekki lesið fyrri bæk- umar en það olli mér engum vandræðum við lestur þessarar. Eftir hana er ég hins vegar ákveð- TILVALIN JÓLAGJÖF Handunnar rauðviðar- klukkur frá Kaliforníu. Margar gerðir. Verð kr. 5.500 til 10.500 Mjög sérstök sófaborð úr eikarrót og rauðviðarrót. Gler- eða viðarplötur. mSP1 E BiBB Yaliiúsgogn Ármúla 8, símar 8-22-75 og 68-53-75 inn í að lesa líka þær tvær sem á undan eru komnar. Það er auðvitað fyrst og síðast vegna þess að þetta er skemmti- leg bók en hún er líka umhugsun- arefhi eins og allt sem er skemmtilegt i alvöm. Örlítiö um bók- menntamat og forsendur Á þeim áratug sem er að líða hefúr islensk bókmenntaumræða öðm fremur einkennst af dýrkun á tilgerð. Vanmenntaðir, illa skrif- andi og stundum að því er virðist torlæsir bókmennta- ffæðingar hafa fyllt siður dagblaða og tíma- rita með aðdáunarremsum um stil og orðalag bókmennta á þeim for- sendum einum að það sé nýtt, að þeir hafi ekki séð það áður. Oft er þá um að ræða „stílbrögð“ sem enginn hefúr viljað láta sjá til sín áður af góðum og gildum ástæð- um. Samhliða þessu mati á texta er svo krafan um að bókmenntim- ar eigi að vera „háleitar“ til þess að hæfa andans mönnum. Móthverfúnnar hefur að sjálf- sögðu orðið vart. Þeir sem ekki fella sig við þetta halda því nánast ffam að skáldsögur eigi að fjalla um skemmtilega atburði og ljúfa bemsku og vera í ffamsöguhætti. Veruleiki eða Am- eríka Sögumaður okkar í „Til Am- eríku“, Erkki Hakala, flýr fóstur- jörð sína vegna skattsvika og sest að í landi möguleikanna, Amer- íku. Ameríka er hér eins og svo off áður draumalandið sem breyt- ist í andhverfú sína þegar þangað er komið. Á núllpunktinum sest Erkki niður og skrifar sögu til þess að höndla merkingu þess sem gerst hefur. Hann er kaldur og rólegur, tilgerðarlaus með öllu og þar af leiðandi áhrifamikill. Hann reynir ekki að vera „háleit- ur“ og sér þar af leiðandi margt sem mönnum er hulið ef nefið á þeim snýr beint upp i loftið. Að loknum lestri þessarar sögu velti ég því fyrir mér hvers vegna hún er spennandi aflestrar. Höfundurinn notar ekki ódýrar brellur til að skapa spennu, en hún er þama engu að síður. Ástæðan fyrir því held ég að liggi í „siðleysi" sögumannsins. Hann segir ffá fáránlegri og ómögulegri hegðun persóna af hlutlausri eftirtekt sem læðir aftur og aftur þeim grun að lesanda að eitt sé víst: Sagan muni að minnsta kosti ekki fara eins og sögupersónur búast við eða ætlast til. Það boðar vá þegar söguper- sónur haga sér eins og svín og hlæja dátt að eða kæra sig kollótta á eftir. Til dæmis um þetta mætti nefna skófluna sem Taisto kaupir sérstaklega til að slasa kommún- istann Rinne eða svínið sem er hálshöggvið í rukkunarleiðan- grinum. Þetta kemur ffam á marg- an hátt en kannski best í því sem sagt er af drykkjuskap. Finnsk fyllirí eru stórmannleg Það hefúr löngum verið sagt að Finnar drekki brennivín hraustlegar en aðrar þjóðir. Antti Tuuri tekur undir það í sögunni „Til Ameriku“. Fylliriissagan er eins og stef í aðalsögunni. Hún er oft Qörug og hlægileg en snýst svo fyrr en varir og verður aumk- unarverð, rétt eins og sagan um draumalandið Ameríku. Löngun- f\J RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir verkfræð- ingi eða tæknifræðingi til starfa við verkáætlanir. Leitað er að rafmasgnsverkfræðingi eða tækni- fræðingi af sterkstraumssviði. Rafmagnsveitan býður upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að fullkomnu tölvukerfi. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri eða deildar- stjori verkáætlana í síma 604600. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Rafmagnsveitunn- ar, Suðurlandsbraut 34, 5. hæð fyrir 10. janúar n.k. in í brennivín og þráin eftir Amer- íku eru von um einhvers konar al- gleymi og raunar hliðstæðar þeim draumi sem er upphaf sögunnar; semsé þeim að skattinum mistak- ist að innheimta gjöld Erkki Hak- ala. Skattayfirvöldum bregst að vísu bogalistin en það verður eng- um til hagsbóta. Þessi saga fjallar að vissu leyti um bamslega trú á algleymi, von um algildar lausnir sem skili árangri strax og án áreynslu. Að því leyti er hún í skemmtilegu samhengi við þá „Ameríku“ sem hefúr einkennt íslenskan bóka- markað síðustu árin. Þeir sem áhuga hafa geta svo auðvitað fært út kvíamar og velt því fyrir sér hvaða sess Ameríka skipar í vit- und íslensku þjóðarinnar á því herrans ári 1990. Kariar og konur Það skemmti mér líka hvemig sagt er frá samskiptum kynjanna í þessari bók. Eftir alla þá umræðu sem fram hefúr farið um þau mál er verulega hressandi að lesa um karla og konur sem umgangast hvert annað eins og stórveldi, þ.e. eiga ein allan rétt en geta ekki slegið striki hvert yfir annað þótt þau fegin vildu. Þýðandinn hefúr unnið ákaf- lega gott verk. Texti bókarinnar er vandvirknislegur, stílhreirn og lumar víða á sér. ... alla daga ■^f^ARNARFLUG m INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 KAUPFELAG ARNESINGA óskar síarfsfólki og viðskiptavinum gleðilegrajóla og þakkar viðskiptin á liðnum árum Forval G-listans í Reykjavík Forval G-listans í Reykjavík verður haldið laugardaginn 19. janúar. Rétt til þátttöku hafa allir flokksbundnir Alþýðubandalagsmenn, sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru á skrá Alþýðubandalagsins. Þeim stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins sem vilja ganga formlega í flokkinn til að öðlast þátttökurétt, er bent á að skriflegar inntökubeiðnir þurfa að berast skrif- stofu Alþýðubandalagsins fyrir kl. 17 þann 9. janúar, en þá verður kjörskrá lokað. Frestur til að skila tilnefningum í forvalið rennur út föstudaginn 4. janúar kl. 17. Tilnefningum skal skila til kjömefndarmanna eða á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Laugavegi 3. Kjömefnd. Til sölu einbýlishús í Andakílshreppi, Borgarfirði Bær III Kauptilboð óskast í húseignina, Bær III, Andakílshreppi, Borg- arfirði, samtals 789 rúmm að stærð. Brunabótamat er kr. 15.837.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Auði Þor- björnsdóttur, Bæ, Andakílshreppi (sími 93-51232. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11:00 þann 1. janúar 1991. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7, sími 26844 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.