Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Side 11
Börn eru ekki alltaf hamingjusöm Víst er að margir krakkar, og áreiðanlega þó nokkrir full- orðnir líka, bíða jafnan spennt- ir eftir nýrri bók eftir Guðrúnu Helgadóttur og geta því glaðst allnokkuð þessi jólin, þegar frá henni koma tvær bækur frekar en ein. Af þessu tilefni barði blaða- maður á að dyrum hjá Guð- rúnu og beiddist þess að fá að taka örstutt viðtal við barna- bókahöfundinn. Tvœr bœkur Guðrún? Hvern- ig bœkur? - Önnur þeirra, Núna heitir hann bara Pétur, á sér reyndar dá- lítið sérkennilega sögu því hún er eiginlega orðin tuttugu ára gömul. Ég samdi hana fyrir aðra dóttur mína þegar hún var lítil og hún var aldrei ætluð til útgáfú og ég er nokkuð sammála Ama Bergmann í ritdómi hans s.l. miðvikudag um að efniviðurinn sé ekkert stór- kostlegur enda var þessi saga samin í ákveðnum tilgangi fyrir margt löngu. En svo varð þetta eins konar flökkusaga sem sögð hefur verið öllum bömum mér eitthvað við- komandi í gegnum árin. Það var svo í sumar sem leið að ég heimsótti Hörð son minn til Árósa þar sem hann er við nám. Synir hans báðu þá um að heyra söguna og Hörður kastaði því fram hvort ekki væri kominn tími til að ég skrifaði hana niður á bók. Ég sló því fram á móti að ég skyldi gera það ef hann mynd- skreytti hana og hann tók mig á orðinu og nú er bókin sem sagt komin út. Hann er ekki fagmaður í myndlist en mér fmnst hann hafa leyst verkefnið skemmtilega. Ég vil taka það fram hér að gefnu tilefhi, þar sem bæði Bóka- tiðindi og Þjóðviljinn s.l. mið- vikudag fara rangt með nafn hans, að drengurinn heitir alltsvo Hörð- ur Hauksson og hefúr aldrei heitið neitt annað. Hina bókina, Undan illgres- inu, hef ég afhir á móti verið að basla við síðustu þrjú árin. Hún er kannski nokkuð öðru- visi en fyrri bækumar mínar, - mig langaði til að skrifa eins kon- ar spennusögu með allflókinni at- burðarás en sem gæti samt sem áður átt sér stað hér á meðal okk- ar í dag. Þetta er sennilega sú bóka minna sem ég hef haft hvað mest fyrir að skrifa. Börn þola flókinn söguþráð Er ekki sagt að bamabœkur megi ekki vera mjög flóknar í sniðum? - Ég hef alla tíð haldið því fram að skáldsögur fyrir böm lúti öllum sömu lögmálum og skáld- sögur fyrir fullorðna, - krefjist byggingar, sæmilegs texta og ein- hverra listrænna tilþrifa, og mér finnst oft vanta töluvert á að fólk hugi að slíkum hlutum i bama- bókum. Mér er líka meinilla við að að- skilja böm frá öðmm, gera þau að einhveijum furðuverum. Böm em fjórðungur þjóðarinnar og þau eiga skilið að vera meðhöndluð sem vitsmunaverar, - þau em miklu klókari en við höldum oft og tiðum og þola alveg flókinn söguþráð sem krefst einhvers af þeim á meðan á lestrinum stend- ur. Lífið er flókið og ég reyni, - jafnframt því að skrifa spennandi sögu sem að sumu leyti lýtur klassískum lögmálum reyfarans þar sem atburðir gerast æ dular- fyllri þar til allt kemst upp í lokin, - að koma að atriðum sem varða allar manneskjur, það er að segja hvenær og hvemig við tölum saman um hlutina og hvenær við treystum hvert öðm, bæði böm og fúllorðnir. í gmndvallaratriðum má kannski segja að þetta sé saga um það, hvað fólk verður óhjá- kvæmilega fyrir mörgu í lífmu, bæði góðu og slæmu, en aðal- áherslan er þó á því hvemig fólk vinnur úr því sem fyrir það kem- ur. Fullorðnir hafa ekki einkarétt á vanlíðan Það em ólukkuleg böm í þess- ari sögu. - Já, böm em ekki alltaf ham- ingjusöm og mörgum bömum líð- ur alls ekki alltaf vel. Mér leið sjálfri ekkert allt of vel sem bami og mér finnst ekki að fúllorðið fólk eigi að hafa einhvem einka- rétt á því að liða illa. Það sem skiptir máli er að finna leiðir út úr vandræðunum. Ofl gengur það með því að fólk tali saman og hjálpist að, þeir fullorðnu hjálpi bömunum og bömin hjálpi þeim fúllorðnu. Mér finnst bamæskan svo heillandi að það er ekkert sem fer eins illa með mig og að sjá böm sem líður illa og það sem kemur mér til þess að vera yfirleitt að þessum skrifúm, er að mér fmnst svo mikilvægt að böm séu tekin alvarlega, bæði gleði þeirra og sorgir. Jónas Pálsson sagði einu sinni um einhverjar af mínum fyrri bókum að þær gæfu bömum væntingar til einhvers betra, - böm ættu að hafa væntingar til góðs og fallegs lífs og það væri skylda þeirra sem skrifuðu bama- bækur að hvetja þau og beina þeim til rikara og gjöfulla lífs. Nákvæmlega þetta hef ég reynt að hafa að leiðarljósi í skrif- um mínum, þessari nýju bók sem hinum fyrri, og ég gladdist mjög við þessi orð Jónasar. Tvö böm og galdranom Svona í lokin: Manni detta þau Hans og Gréta i hug við lest- ur bókarinnar; eru þau komin hér í nútímabúningi? - Kannski og kannski ekki. Það em alls konar skírskotanir þama, skógur, hús, tvö böm og galdranom meira að segja, þannig að það er allt í lagi að láta sér detta ýmislegt í hug. Ég hafði líka gaman af að velja persónunum nöfn þegar ég var að skrifa söguna. Nöfn geta verið íhugunarefni því að þau hafa oft merkingu og bera skír- skotanir, til dæmis í Biblíuna eins og hér. Ég var að reyna að skrifa bók- menntaverk fyrir bömin, - það er skemmtilegast, að ég held bæði fyrir þau og mig. ing. Guðrún Helgadóttir með örtitlu úrtaki lesenda sinna. GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK IMIÐBORGINNIERU AVALLT LAUS BIFREIÐASTÆÐIA EFTIRTOLDUM STOÐUM: Vesturgata 7 (bílastæðahús), innkoma frá Vesturgötu. Bílastæði á Alþingisreit, innkoma frá Tjarnargötu. Bílastæði á Tollbrú, innkoma frá Tryggvagötu. Bakkastæði, innkoma frá Kalkofnsvegi. Kolaport (bílastæðahús), innkoma frá Kalkofnsvegi. Bergstaðir (bílastæðahús), innkoma frá Bergstaðastræti. Ráðhús (bílastæðakjallari), innkoma frá Tjarnargötu. Föstudagur 21. desember 1990 ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.