Þjóðviljinn - 21.12.1990, Síða 9

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Síða 9
„Eru nú óspart barðar bumbur fyrir inngöngu íslands í þessa þjóðasamsteypu og menn staðnir að því að lýsa yfir stuðningi við þá ráðagerð, þó þeir hafi ekki hugmynd um hvaða ríki eiga aðild að bandalaginu né kunni að gera greinarmun á EB og EFTA. “ „Hvað er nú orðið okkart starf i sex hundruð sumur? Höfúm við gengið til góðs götuna ffam eftir veg?“ spurði Jónas hér um árið. Kannski þykja þvílíkar spumingar retórískar nú á tímum almennrar velmeg- unar og uppgangs á öllum sviðum þjóðlífs- ins, en samt kann að vera ástæða til að dusta af þeim rykið og viðra þær eftir hálfa aðra öld? í Nýju Helgarblaði 3ja ágúst birt- ist grein undir fyrirsögninni „Þjóð og gerviþjóð" þarsem virtur prestur og doktor í guðfræði komst svo að orði: „Sú þjóðem- isvitund sem Fjölnismenn vöktu með þjóð- inni snemma á síðustu öld er enn við bestu heilsu. Það væri gott og blessað væri hún ekki orðin löngu úrelt.“ Síðan heldur grein- arhöfúndur því fram, að þjóðemishyggja sé víðasthvar á undanhaldi, en alþjóðahyggja í sókn, og nefnir því til sönnunar Evrópu 1992, alþjóðlegar stofnanir, samtök og samstarf á mörgum sviðum, aukinn ferða- mannastraum, samgöngur, fjarskipti og gervihnattasjónvarp. Öll em þessi margháttuðu og stórauknu samskipti þjóða í millum vissulega af hinu góða og hljóta með tíð og tíma að stuðla að auknum gagnkvæmum skilningi, bróður- þeli og friðvænlegri veröld. Sameinuðu þjóðimar og hinar ýmsu stofnanir þeirra vom risastórt skref í átt til skilnings, sam- lyndis og ffiðar, þó ferill þeirra hafi verið þymum stráður. Þær hafa þráttfyrir alla sína ótrúlegu erfiðleika glætt drauma mannkyns um ffið á jörð og í áranna rás hlúð að þeirri von, að takast megi um síðir að útkljá deilumál heimsins með friðsam- legum og skynsamlegum hætti. Hinsvegar á ég von á að ýmsum sem fylgst hafa með þróun mála í Austur-Evr- ópu síðustu misseri þyki sú kenning kynleg að þjóðernisvitund sé í rénun í heiminum. Og hvað skyldu til dæmis Baskar, Katalón- ar, Lappar, Bretónar, Walesbúar, Skotar og Irar segja um það mál? Eða svo horfið sé vesturyfir Atlantsála, hvað ætli þjóðarbrot- in í hinni miklu deiglu Norður-Amríku, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, hafi um sama mál að segja? Þar hefur það einmitt gerst á liðnum áratugum, að hin sundur- leitu þjóðarbrot hafa í síauknum mæli leit- að róta sinna í Evrópu, Asíu og Affíku, endurvakið gamlar siðvenjur, svosem í dansi og matargerð, tekið upp þjóðbúninga gamia landsins við hátíðleg tækifæri, kynnt sér sögu forfeðranna - í sem fæstum orðum sagt, reynt að finna sér sögulegar og þjóð- emislegar rætur í tiltölulega sögulausu um- hverfi deiglunnar miklu. Ber að harma þessa þróun í austri og vestri? Ég held ekki, nema svo fari að öflugri þjóðemisvitund leiði til þjóðrembu eða þjóðemishroka, sem að mínu mati er allt annar handleggur. Einsog margt annað sem gott er og þarflegt, til dæmis hnífurinn, má nota þjóðemisvitundina í annarlegum og jafnvel glæpsamlegum tilgangi. Af því fengum við hrikalega reynslu á fjórða ára- tugi þessarar aldar á meginlandi Evrópu, og svipaðar aðstæður virðast raunar vera uppá teningum í Mið-Austurlöndum þessa stundina. En hins er þá líka að minnast, að það var þjóðemisvitund sem þjappaði rúss- nesku þjóðinni saman í baráttunni við inn- rásarheri Hitlers, og sömu sögu var að segja í Víetnam og víða annarstaðar. Þjóðemishyggja getur vissulega verið tvíbent, en að minni hyggju er hún fámenn- um þjóðum lífsnauðsyn. Þjóðemishyggja er einungis viðsjárverð og jafnvel hættuleg þegar hún beinist úíávið og leitar að ijend- um eða blórabögglum sem kenna megi um eigið dugleysi, andvaraleysi eða ósigra. Þjóðemishyggja er holl og heilbrigð þegar hún beinist innávið og slær skjaldborg um það sem verðmætast er og lífvænlegast í eigin menningu. Þjóðernisvitund og alþjóöahyggja Þjóðemisvitund má vel jafna við sjálfs- vitund einstaklings. Öfgafull sjálfsvitund er jafnan hvimleið, en á hinn bóginn er maður, sem gersneyddur er sjálfsvitund, ekki til stórræðanna, nema kannski sem vinnudýr í einhverju ffamleiðsluferli. Þjóð sem glatar vitundinni um sjálfa sig og sér- leik sinn getur að sönnu séð alþjóðafyrir- tækjum fyrir gagnlegu og kannski ódýru vinnuafli, og snattað kringum túrista með góðum árangri, en hún týnir smámsaman því ftumkvæði og ffamtaki sem auðkennir þá sem telja sig eiga brýnu hlutverki að gegna. Draumurinn um ffið á jörð og vaxandi skilning þjóða á milli þarf ekki og á ekki að fela í sér kröfú um afsal þjóðlegra sér- kenna, þjóðlegs metnaðar, þjóðlegrar reisnar - ekki fremur en þjóðríkin ættu að heimta af þegnum sínum að allir hugsuðu, töluðu og hegðuðu sér eins. Fjölskrúðug menning, sundurleit viðhorf og opinská skoðanaskipti eru styrkur hvers þjóðríkis, og sama á við um „veraldarþorpið“ sem svo er stundum kallað. Þjóðemisvitund og alþjóðahyggja fela ekki i sér neinar andstæður á vettvangi heimsbyggðarinnar fremuren margbrotið flokkakerfi stendurþjóðríkinu fyrirþrifúm. Það á að leyfa þúsund blómum að vaxa og dafna jafút í hinu alþjóðlega sem hinu þjóðlega samfélagi. Má í því efni minna á þau ffægu orð Henriks Ibsens, að því þjóð- legri sem höfúndur sé, þeim mun alþjóð- legri sé hann. Hygg ég til dæmis að lífsverk Halldórs Laxness staðfesti þá ályktun hins norska skáldjöfúrs. Það hefur jafnan verið sjónarmið þeirra manna, sem drýgstan skerf hafa lagt til ís- lenskra þjóðemismála, að innlend menning væri þá ffjóust og þróttmest þegar hún væri í nánustum og lífvænlegustum tengslum við umheiminn, og því til sönnunar verið bent á gullöld íslenskra bókmennta á mið- öldum og öldina sem er að líða. En sú nær- ing sem íslensk menning hefúr sótt hand- anum höf hefúr því aðeins reynst staðgóð og þroskavænleg, að hún fengi samsamast þeirri innlendu blóðrás sem fjörgað hefur og varðveitt þjóðarsálina i ellefú aldir. Þetta em svo augljós og algild sannindi, að maður hlýtur að undrast að viðleitnin til að styrkja og varðveita þjóðemið skuli stund- um vera orðuð við þjóðrembu eða andúð á öðrum þjóðum. Hljómkviðan mikla Menning hverrar þjóðar, hversu fá- menn sem hún kann að vera, er tónn eða til- brigði í margradda hljómkviðu heims- byggðarinnar og má fyrir engan mun glat- ast, þvi þá verður sjálf hljómkviðan og mannlíf allt að því skapi fátæklegra. Það er vissulega ihugunarvert að hinn þungi og stórtæki valtari alþjóðlegrar fjölmiðlunar vinnur að því nótt sem nýtan dag að fletja út fjölbreytilega menningu heimsbyggðar- innar, steypa alla sem mest í sama mótið, með þeim afleiðingum að lágkúran leggur sína dauðu hönd ýfir allt mannlíf, bægir burt tilbreytni í háttum og hugsunarhætti og skilur eftir andlega eyðimörk. Verður sú veröld ekki ömurlega leiðigjöm þarsem allir hugsa og hegða sér eins, klæðast eins, búa eins, tala eins? Ég hygg að einn helsti hvati síaukins ferðamannastraums vítt og breitt um ver- öldina sé einmitt sá, að menn vilji kynnast því sem frábmgðið er heimaslóðum, heyra nýja tóna í hljómkviðunni miklu, uppgötva þann frjóa og örvandi fjölbreytileik sem mannlíf á þessum hnetti býr yfir. Vissulega gerir það „fjölskyidu þjóðanna" skemmti- legri að hún sé sem sundurleitust og marg- brotnust, jafnvel þó henni lærist vonandi einhvemtíma að lifa saman í sátt og ein- drægni. Þegnar fámennra þjóða hneigjast til að sjá ofsjónum yfir ægivaldinu sem höfðatal- an er álitin færa fjölmennum þjóðum. Erþá gjama talað um stórþjóðir og smáþjóðir á sömu nótum og rætt er um stórmenni og smámenni. Þessi magnhugsunarháttur er vitanlega fjarri lagi og styðst ekki við nein- ar þekktar staðreyndir. Sumir kynnu að vilja halda því ffarn, að hemaðar- og efna- hagsmáttur hljóti þó að vera í einhveiju samhengi við fjölmenni þjóða, en það er enganveginn einhlítt sé hliðsjón höfð af ffammistöðu Grikkja við Maraþon og Sal- amis eða Víetnama á áttunda tug þessarar aldar. Kínveijar eru margfalt fjölmennari en Japanir, en verða hreint ekki taldir jafn- okar þeirra á efnahagssviðinu. Magnhugsunarhátturinn er því á villi- götum. Þjóðir dæmast ekki af því sem þær fá til leiðar komið í hemaðarlegu eða efna- hagslegu tilliti, heldur af því sem þær en af sjálfúm sér og því sem þær skilja mani. kyni eflir. Tvær svonefndar smáþjóðir í fomöld, sem báðar vom brotnar á bak aftur og kúgaðar af herveldum þeirra tíma, Gyð- ingar og Grikkir, hafa skilið mannkyninu eftir merkilegri arfleifð en nokkurt stór- veldi sögunnar. Norðurlönd em hvert um sig smáriki á alþjóðlegan mælikvarða; jafnvel þegar þau em öll lögð saman em þau ekki öllu íjöl- mennari en riki á borð við Rúmeníu. Eiað- síður hafa Norðurlönd á þessari öld orðið fyrirmynd heimsbyggðarinnar um margt af því sem eftirsóknarverðast er talið: traust lýðræði og réttarfar, almenna menntun og velferð, öfluga verkalýðshreyfingu og vinnufrið, blómlegt menningarlíf, meðferð innbyrðis deilumála og náið samstarf sín á milli. Norðurlandaráð og margháttaðar stofnanir því tengdar em einstæð fyrir- brigði í veröldinni, og þá ekki síst menn- ingarsamstarfið, enda hef ég fyrir satt að fólk um gervalla heimsbyggðina líti vonar- og aðdáunaraugum til Norðurlanda. Það segir sína sögu um afstætt gildi fjölmennis. Það verður kannski enn ljósara þegar dæmi er tekið af einu þeirra fjölmörgu borgrikja sem dreifð vom um Grikkland og raunar miklu víðar um hartnær fimm alda skeið frammá fjórðu öld f. Kr. Eitt hið stærsta þeirra, Aþena, var ekki miklu fjöl- mennara en Island er nú (ftjálsir borgarar vom einungis um 100.000). Samt gerðist Aþena ekki einasta „skóli Grikkja“, einsog Períkles orðaði það, heldur skóli alls hins vestræna heims um tveggja árþúsunda skeið og gott betur. Aþeningar lögðu rækt við uppmna sinn, sögu og tungu og gerðu sér far um að veita hinum fjölbreytilegu hæfileikum þegnanna óhefta útrás á öllum sviðum skapandi ffamtaks, með fyrir- hyggju sem lagði gmnninn að menningu Vesturlanda. Örlagarík tímamót Islendingar standa nú tvímælalaust á einhveijum örlagaríkustu tímamótum í gervallri sögu sinni. Annarsvegar horfúm við uppá það að innlend fjölmiðlun færist á æ færri hendur fjármagnscigenda og aug- lýsingafúrsta, sem eiga sér bakhjarl í er- lendum stórfyrirtækjum og virða engin verðmæti önnur en gróðann. Þessi nýja stétt er fullkomlega þjóðvillt og lætur sér í léttu rúmi liggja hvað verður um menning- ararf þjóðarinnar, sjálfsforræði hennar og hlutverk í framtíðinni. Við stefnum hrað- byri inní samskonar fámennisveldi og til skamms tíma auðkenndi ríki Austur-Evr- ópu og er gildur þáttur í bandarískri þjóðfé- lagsgerð. Við þær aðstæður tryggja fá- mennir og valdamiklir hópar sér einokun á upplýsingamiðlum og skoðanamyndun í landinu í krafti fjármagns, og samfélagið verður ein allsheijarflameskja þarsem hverskyns ffávik ffá viðteknum hugmynd- um valdhafanna verða smámsaman talin þjóðhættuleg. A hinu leitinu stöndum við andspænis vandasömum ákvörðunum í sambandi við Efnahagsbandalag Evrópu og fyrirhugaðan sameiginlegan markað árið 1992. Eru nú óspart barðar bumbur fyrir inngöngu Is- lands í þessa þjóðasamsteypu og menn staðnir að því að lýsa yfir stuðningi við þá ráðagerð, þó þeir hafi ekki hugmynd um hvaða ríki eiga aðild að bandalaginu né kunni að gera greinarmun á EB og EFTA. Nýleg könnun leiddi í ljós að 20% að- spurðra vissu ekki betur en Island væri í Efnahagsbandalagi Evrópu. Þannig er komið fyrir þjóð sem lengi hefúr stært sig af góðri almennri þekkingu og telur að upplýsingaþjóðfélagið hafi gengið í garð þegar nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar komu til sögunnar! Af tveimur kostum eru nánari tengsl við Evrópu náttúrlega snöggtum skárri en meiri tenging við Bandaríkin, af þeirri aug- ljósu ástæðu að menning okkar er í eðli sínu evrópsk, þó hún hafi fengið amríska gljáhúð íyrir tilstuðlan sjónvarpsstöðvanna beggja og þess syndaflóðs af þriðja flokks bandarískum kvikmyndum sem dembt hef- ur verið yfir okkur eflir seinni heimsstyrj- öld. En verði það ofaná, sem telja má ósennilegt enn sem komið er, að opnað verði fyrir óheft flæði fjármagns og vinnu- afls ffá Evrópu og fjölþjóðafyrirtækjum leyft að leika hér lausum hala, þá má að minni hyggju setja punktinn aftanvið menningarsögu okkar og sjálfstæða tilveru. Þá verður Island einungis verstöð í útjaðri hins mikla efnahagsveldis og kannski ferðamannastaður fjáðra og lífsþreyttra meginlandsbúa. Við eigum vissulega um fleiri kosti að velja en einangrun eða inn- limun. Þriðja kostinn hefúr Hjörleifúr Guttormsson rætt í ágætri grein í síðasta hefti Skímis. SigurðurA. Magnússon skrifar Föstudagur 21. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.