Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 16
Símasambandið - Eyja. Þetta er Óli Helgi. - Sæll Óli minn. - Heyrðu. - Já, ég heyri. - Heyrðu. Mig langaði til að spyrja þig um svolítið. - Og hvað er það vinur? - Ég er í smá vandræðum. - Ég er nefnilega einn heima. - Leiðist þér? - Nei, nei. - Nú, hvað er það þá? - Það er sko stelpa í bekknum mínum. - Já. Og hvað er með hana? - Hún heitir Alda Sif. - Nú, það var ekki dónalegt. Bara dóttir Ægis konungs. - Nei. Hún er Jónsdóttir. - Alda Sif Jónsdóttir. Við lát- um það gott heita. - Mig langar svo til að gefa henni jólagjöf. - Þá skaltu gefa henni hár- bursta. Sif var kona Þórs og hár- prúðust allra gyðja. Hárið á henni var logagyllt eins og geislar sólar. - Nei, ég veit alveg hvað ég ætla að gefa henni. Ég er búinn Kæru krakkar Nú er biðinni eftir jólunum al- veg að Ijúka. Súkkulaðið úr glugg- um jóladagatalsins mest allt uppétið, jólasveinar flestir komnir til byggða og baðkerið að búa sig til lendingar í Betlehem. Bráðum verður svo veislumaturinn borinn á borð, kveikt á jólatrénu og svo og svo og svo fáið þið loksins að gægjast í pakkana. Eg vona að maturinn bragðist vel og ykkur verði ekki drekkt ( jólagjöfum, því óhóf gerir engum gott. Manni verður bara bumbult. Svo þegar Jósep og María hafa ratað rétta leið inn í hjartað á ykk- ur, vafið litla jesúbarnið sitt reifum og lagt það þar í jötuna, þá gefur það ykkur gleðileg jól. Bestu kveðjur Nóttin helga. STELPU- KRÆKIR að kaupa það. Eg veit bara ekki hvernig ég á að skrifa utan á pakkann til hennar. Ég vil ekki að hún geri grín að mér, ef ég skrifa vitlaust. - Þú skrifar: Til Öldu Sifjar. Frá Ólafi Helga. - Öldu SIFJAR? Skrýtið. - Nei, það er ekkert skrýtið. Sif verður til Sifjar í eignarfalli. - Ég vona bara, að hún verði ekki syíjuð þegar hún fær pakk- ann frá mér. - Það fer nú eftir því hvað í honum er. Ætlarðu ekki að segja mér það? - Ég segi þér það seinna. Gleðileg jól. Munið þið, að ég lét ykkur hafa ramma utan um jólasveinamynd í síðasta blaði? Og haldið þið, að ég hafi ekki fengið mynd af jóla- sveini, sem ég hef aldrei heyrt getið um áður. Hann heitir STELPUKRÆKIR! Það er 10 ára strákur, Guðjón Davíð, sem teikn- aði Stelpukræki. Ég þakka Guð- jóni fyrir, en þori ekki annað en senda út viðvörun til allra stelpna sérstaklega þessi jólin: VARIÐ YKKUR Á STELPNA- KRÆKI! PRENTVILLUPUKINN Jólaljóð Árdagsljós um lágan kofa leiftri slær blika augu blá og skær vekur fögnuð veikra handa fálm: lífsins rós og lögð að vanda í hálm. Einar Bragi SPURNINGIN Kanntu brauð að baka? 8RAUÐHANDA HUNGRUÐUM HEÍMI? Hafið þið heyrt talað um prent- villupúkann? Það er pínulítið kvikindi, sem leikur stundum lausum hala á síð- um dagblaðanna. Um síðustu helgi náði hann sér á strik hér hjá okkur á Hænsnaprikinu. Hann gerði allt vitlaust og ruglaði prent- vélarnar svo í ríminu, að dagheim- ili styttist í heimili, heitur varð eitur og lokalínan í frásögninni af heil- agri Lúsíu féll niður. Og þið les- endur góðir vitið kannski ekki enn að það er gott að verma sig á heitri jólaglóð með möndlum og rúsínum. Hann gerði fleira af sér og í stað þess að telja það allt upp biðjum við ykkur afsökunar og heitum því að hafa á honum betri gætur næst. Prentvillupúki, haltu þig á mott- unni! STAÐREYNOIN Fyrirjólbí fyrra sðíhuðust 14 miljódir króaa í söfnun Hjálpar8tofnunar þjóðkirkjunnar BRAUÐ HANDA HUNGRUÐUM HEIMI 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. desember 1990 UUUItU :AMijU>i>IUj I rci öd :iflAV2MI8 :flA0MI8YJflflU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.