Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 13. JANLJAR 1996 Jj"V 12 erlend bóksjá Utlagi fær rússnesk bókmenntaverðlaun Metsölukiljur ••••••••••••##• Bretland Skáldsögur: 1. Wilbur Smith: The Seventh Scroll. 2. Olck Francls: Wlld Horses. 3. Doug Naylor: The tast Human. 4. Terry Pratchett: Interesting Times. 5. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Danlelle Steel: The Gift. 7. Maeve Binchy: The Glass Lake. 8. Catherine Cookson: The Tinker’s Glrl. 9. Penny Vincenzi: Forbldden Places. 10. Sebastian Faulks: Birdsong. Rit almenns eölis: 1. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahaving Badly. 2. Alan Bennett: Writing Home. 3. S. Birtwistle & S. Conklin: The Maklng of Pride and Prejudice. 4. Gary Larson: The Far Side Gallery 5. 5. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 6. N.E. Genge: The Unofficial Z-Flles Companion. 7. Carl Glles: Glles 1996. 8. Andy McNab: Bravo Two Zero. 9. lan Botham: Botham: My Autoblography. 10. Viz Comic: Top Tlps 2. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Llse Norgaard: De sendte en dame. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Kirsten Thorup: Elskede ukendte. 4. Robert J. Waller: Broerne I Madison County. 5. Jostein Gaarder: Sofies verden. 6. Bret Easton Ellis: Uskrevne regler. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Polltiken Sondag) „Um þessar mundir vilja Rússar lesa bækur sem hafa eitthvað að segja þjóð sem tekst á við sársauka- fulla breytingu yfir í kapitalisma eftir hrun kommúnismans. Framúr- stefna í bókmenntum fellur ekki í kramið vegna þess að hún tekst ekki á við þau mál sem alltaf hafa skipt mestu í rússneskum bók- menntum,“ segir Georgí Vladimov, nýjasti handhafi Booker-verðlaun- anna í Rússlandi. Breska menntamálaráðið sér um skipulag og framkvæmd verðlaun- anna sem færa vinningshafanum 12.500 bandaríska dali í aðra hönd. Þau á að veita fyrir eitt tOtekið skáldverk. Gagnrýni Á hverju ári er skipuð ný dóm- nefnd sem fær til lestrar um fimm- tíu skáldsögur nýliðins árs. Fyrst velur nefndin allt að sex verk sem koma helst til greina. Niðurstaðan er svo kynnt í veislu sem haldin er undir lok ársins. Fyrsti rússneski Bookerinn var afhentur árið 1992. Mark Kharitonov hét sigurvegarinn en skáldsaga hans náði ekki vinsæld- um; hún þótti ólæsileg. Árið 1993 fékk Vladimir Makanin Bookerinn fyrir skáldsögu sem gagnrýnendur voru sammmála um að væri langt í frá hans besta verk. Það sama átti við árið 1994; þá var annar kunnur rússneskur höfund- ur, Bulat Okudzjava, heiðraður fyr- ir skáldsögu sem margir töldu vart verðlaunahæfa. Fyrri dómnefndir hafa því verið gagnrýndar harðlega í Rússlandi fyrir að velja ekki bestu skáldsögu Georgí Vladimov er fremst á mynd- inni ásamt konu sinni og dóttur. Umsjón Elías Snæland Jánsson ársins heldur heiðra kunna höfunda sem slíka. Einn þeirra, sem þar gekk hvað harðast fram, var Stan- islav Rassadin, kunnur rithöfundur og gagnrýnandi. Breska mennta- málaráðið sá sér því leik á borði í fyrra og skipaði Rassadin formann dómnefndarinnar fyrir árið 1995! Hann lagði strax áherslu á að verkin ættu að tala en ekki höfund- ar þeirra: „Textinn á ekki að hafa neinn stuðning af ferli eða örlögum höfundarins. Hann á að vera varn- arlaus!“ sagði hann í blaðaviðtali. Saga af smersh Það vakti strax deilur þegar úr- valslisti nefndarinnar var lagður fram. Á honum voru aðeins þrjár skáldsögur en ekki sex. Afstaða nefndarinnar var sú að fleiri hefðu ekki átt það skilið að koma til álita á lokasprettinum. Úrslitin voru svo tOkynnt við hátíðlega athöfn rétt fyrir jól. Verðlaunin hlaut skáld- saga sem gerist í síðari heimsstyrj- öldinni: Hershöfðingi og herinn hans. Höfundurinn, Georgí Vla- dimov, er 64 ára að aldri og hefur verið flóttamaður í Þýskalandi frá árinu 1983. Sagan segir frá svo- nefndri smersh-deild sem hafði það verkefni að myrða andstæðinga Stalíns. Hún er reyndar einkum kunn á Vesturlöndum úr sögunum um James Bond. Vladimov var fimmtán ár að semja söguna. Vladimov vakti fyrst verulega at- hygli sem rithöfundur árið 1975 með stuttri skáldsögu sem einnig gerist í rússneska hernum. En hann lenti í andstöðu við sovéska kerfið og varð að lokum að velja á milli útlegðar og fangavistar. Síðan hefur hann búið í Þýskalandi við mikla fátækt en samt haldið áfram að skrifa á rússnesku. Verðlaunin koma hon- um því í góðar þarfir, auk þess sem þau vekja athygli á verkum hans heima fyrir og almennt í Evrópu. vísindi Tölvuleikir til aðstoðar börnum með málerfiðleika Persónuleikapróf fyrir kettlinga Kettir eru sjálfsagt jafn mis- jafnir og þeir eru margir, svona rétt eins og við mennirnir. Og kattaeigendur sækjast ekki allir eftir sömu eiginleikum í eftirlæt- isdýri sínu. Þess vegna eru dýra- læknar í Bandaríkjunum að þróa persónuleikapróf fýrir kettlinga. „Sumir vilja dýr sem horfir á þá vinna. Aðrir vOja kött sem veiðir mýs,“ segir Soraya Juarbe- Diaz við CorneU-háskólann í tímaritinu New Scientist. Prófin eiga að meta hvernig kettlingar bregðast við gælum. Kettlingunum verða einnig sýnd- ar skuggamyndir af hundum og köttum og viðbrögð þeirra við upptökum af gelti og mjálmi verða skráð. Með þessu er ætlun- in að spá fyrir um hvers konar kettir kettlingarnir muni verða. Efnasmokkar í prófun Breskir vísindamenn eru um þessar mundir að gera tOraunir með „efnafræðilega smokka“ sem gæti komið i veg fyrir að konur smituðust af alnæmisveirunni en þær gætu engu að síður orðið ófrískar. Veirubanar þessir eru settir í leggöng konunnar og eru hugsaðir fyrir þær konur sem eiga maka sem neita að stunda öruggt kynlíf. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Francisco hafa þróað og prófað tölvuleiki og hljóðupptökur, sem sér- staklega er ætlað að að- stoða böm með málerf- iðleika sem geta verið undanfari lestrarerfið- leika (dyslexíu). Tölvuleikirnir og upp- tökurnar voru sérhönn- uð fyrir börn sem áttu í erfiðleikum með að greina á milli ákveðinna samhljóða og rannsókn- ir benda til að gagn megi hafa af þeim. „Ef börnin voru beðin um að benda á dreng og urðu að velja á milli tveggja mynda, drengs (boy) og leikfangs (toy), rugluðu þau þeim sam- an,“ segir Paula Tallal, aðstoðarforstjóri sam- einda- og atferlistaugavísindamið- stöðvar Rutgers-háskólans, en hún var einn vísindamannanna sem stóðu að rannsóknunum. Tallal gerði tvær aðskildar rann- sóknir á börnum á aldrinum fimm tO tíu ára. í einum tölvuleiknum getur barn, sem á ekki í neinum erfiðleikum í tengslum við málþroska, heyrt tvo tóna sem hvor um sig varir í 75 mdlísekúndur og eru með tíu millísekúndna millibili. Aftur á móti þarf barn með skertan mál- þroska 200 til 300 millísekúndur á milli sömu tóna til að nema þá rétt, að sögn Tallal. „Tilgangurinn var að kanna hvort okkur tækist að auka hrað- ann hjá þeim með bara stífri þjálf- un,“ segir hún. Eftir þjálfun í einn mánuð gátu þessi börn unnið úr upplýsingunum á minna en 100 millísekúndum. Annar tölvuleikur sýnir þrjá trúða á tölvuskjá. Einn trúðurinn segir „ba“ og hinir trúðarnir segja síðan „ba“ og „da“ og þarf barnið að snerta þann trúð sem segir hið sama og sá fyrsti. Til viðbótar við tölvu- leikina voru einnig not- aðar hljóðupptökur þar sem tölva hafði breytt hlutum ákveðins sam- hljóða. „Við heQum þjálfunina með því að breyta þess- um hljóðpm svo að sér- hvert barn geti heyrt einstaka hluta orðsins,1* segir Michael Merzen- ich, prófessor við Kali- forníuháskóla í San Francisco, sem einnig tók þátt í rannsóknun- um. „í hvert skipti sem börnin gera rétt verður verkefnið aðeins erfið- ara og okkur tekst með þessari aðferð að bæta frammistöðu þeirra svo að hún verður nokkurn veginn eðlileg,“ segir hann. Sjö börn voru prófuð í fyrstu rannsókninni árið 1994, og ellefu af 22 börnum í seinni rannsókninni sumarið 1995 fengu svipaða þjálfun, á meðan hin fengu venjulega tal- þjálfun, segir Tallal. í grein í tímaritinu Science segj- ast vísindamennirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að málskilning- ur hafi batnað og orðið eðlilegur, næstum eðlilegur eða meiri en hjá öllum nema einu af börnunum sjö í fyrstu fjögurra vikna rannsókninni og hjá öUum nema einu af ellefu börnum í hinni síðari. Metsölukiljur I **•****♦♦♦«•*»•»«•♦• Bandaríkin Skáldsögur: 1. Rlchard Paul Evans: The Chrlstmas Box. 2. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 3. Terry McMillan: Waitlng to Exhale. ! 4. Mary Higgins Clark: The Lottery Winner. 1 5. V.C. Andrews: Hlddel Jewel. 6. James Patterson: Kiss the Glrls. 7. Tom Clancy & Steve Pieczenik: Mirror Image. í 8. Jude Deveraux: The Heiress. 9. Richard North Patterson: Eyes of a Chlld. 10. Dean Koontz: Dark Rivers of the Heart. 1 11. Tami Hoag: Night Sins. 12. Judlth Plnsker: Robln's Diary. 13. Nora Roberts: Born In Shame. 14. Jonathan Kellerman: Self-Defense. 15. Carol Shields: The Stone Dlaries. Rit almenns eölis: 1. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 2. David Wild: Friends. | 3. Paul Reiser: Copplehood. 4. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 5. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 6. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 7. Brian Lowry: The Truth Is out there. 8. Rlchard Preston: ! The Hot Zone. 9. Dorls Kearns Goodwin: No Ordlnary Tlme. 10. Tom Clancy: Flghter Wing. 11. Joe Montana & Dick Schaap: Montana. 12. Judith Pinsker: Robin's Dlary. 13. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 14. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 15. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. (Byggt á New York Tlmes Book Review) Mirra gegn verkjunum Mirran sem vitringarnir þrír færðu Jesúbarninu að gjöf á sín- | um tíma hefur ekki bara þá eig- inleika að Uma vel, heldur er hún líka kvalastillandi, að sögn I ítalskra vísindamanna. | Piero Dolara og starfsbræður hans við lyíjafræðideUd háskól- ans í Flórens tóku til að rann- | saka mirruna, náttúrulegt efna- [ samband sem runnar gefa frá ( sér, fyrir forvitni sakir og vegna margra vísana í mirru í Biblíu- 1 textum. TUraunirnar sem hópurinn j gerði byggðu á því að músum var gefin mirra og þær svo settar ofan á 52 stiga heita málmplötu. Síðan var kannaö hve langur tími leið þar til þær byrjuðu að sleikja loppurnar tU að deyfa sársaukann. Mýsnar sem fengu I mirru entust í 20 mínútur en þær 1 mirrulausu í 14,4 mínútur, segir í tímaritinu Nature. Einn krabbavaldur til Lyf sem eru mikið notuð í bar- 1 áttunni við of hátt kólesteról í j blóði valda krabbameini í rottum | og músum séu þau gefin í mjög stórum skömmtum. Ekki er hins vegar ljóst hvort 1 mönnum stafar hætta af lyíjum þessum þar sem ekki liggja nægi- leg gögn fyrir, segja vísinda- mennirnir sem starfa við Kali- forníuháskóla í San Francisco. | Þeir telja þó ráðlegra að gera ekki of lítið úr niðurstöðum I rottutilraunanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.