Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Page 14
14 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Úr klóm Landsvirkjunar Hagsmunum Reykvíkinga verður bezt þjónað í raf- orkumálum á þann hátt, að borgin losni úr viðjum Landsvirkjunar og geti sjálf virkjað jarðhita í landi sínu við Nesjavelli í Grafningi. Líklegt má telja, að slík fram- kvæmd muni lækka raforkukostnað Reykvíkinga. Til þess að svo megi verða, þarf Alþingi að breyta lög- um um einokun Landsvirkjunar. Nokkur fyrirstaða mun verða á þingi, einkum af hálfu ríkisdýrkenda Sjálfstæð- isflokksins utan af landi, sem enn vilja halda uppi sov- . ézku efnahagskerfi hér á landi við upphaf 21. aldar. Næstbezti kostur Reykvíkinga er, að borgin losni úr viðjum Landsvirkjunar og geti notað peningana til að eyða skuldum sínum. Af 11 milljarða eign í Landsvirkj- un fær borgin aðeins 241 milljón króna í arð, en borgar 700 milljón króna vexti af 12 milljarða skuldum sínum. Ef unnt er að skipta út þessum tölum, situr borgin eft- ir með aðeins eins milljarðs skuld og 70 milljón króna ársvexti í stað 460 milljón króna núverandi munar á Landsvirkjunararði og öllum ársvöxtum. Það jafngildir tæplega 400 milljón króna sparnaði á hverju ári. Reikningsdæmin líta svona út, af því að Landsvirkjun hefur verið illa rekin áratugum saman. Hún hefur gert óhagstæða samninga um orkuverð til stóriðju, hagað sér eins og flkniefnasjúklingur í virkjanabrölti og stundað stórfelldan lúxus í rekstri aðalskrifstofunnar. Að nokkrum hluta hefur ruglið í rekstri Landsvirkj- unar stafað af þjónustu við ríkið, sem hefur haft hags- muni af lágu orkuverði til Áburðarverksmiðjunnar og Járnblendifélagsins og reynt að ná hingað stóriðju með lágu orkuverði til ísals og annarra lysthafa á því sviði. Þessi óhæfilega þjónusta við ríkið kemur auðvitað niður á arðgreiðslum til eignaraðilanna, þar á meðal til Reykjavíkur. Þjónustan leiðir jafnframt til hærra raf- orkuverðs í landinu en annars þyrfti að vera. Það kem- ur niður á Reykvíkingum eins og öðrum landsmönnum. Ekki er hægt að verja Landsvirkjun með því að segja hana hafa óvart lent í að eiga heilt orkuver við Blöndu afgangs og með öllu óarðbært. Margir urðu til að vara við þeirri virkjun á opinberum vettvangi. Meðal annars var í leiðurum þessa blaðs varað við Blöndusukkinu. Ótímabær virkjun Blöndu hefur kostað Landsvirkjun milljarða króna í óþörfum vaxtagreiðslum, rýrt mögu- leika hennar til að greiða eignaraðilum sínum eðlilegan arð og til að hafa á boðstólum orku á sambærilegu verði við það, sem gildir í nágrannaríkjum okkar. Ráðamenn Akureyrar eru í svipuðum hugleiðingum og ráðamenn Reykjavíkur, enda eru aðstæður svipaðar, þótt í smærri stíl sé. Akureyri lagði Laxárvirkjun inn í Landsvirkjun á sínum tíma eins og Reykjavík lagði til Sogsvirkjanir og hefur líka tapað á þeim gerningi. Gallinn við hugsanlegt brotthvarf Reykjavíkur og Ak- ureyrar úr samstarfi við ríkið um Landsvirkjun er, að hvorki hún né ríkið geta leyst út eignaraðila eftir sukk undanfarinna tveggja áratuga. Það er tómt mál að tala um, að bæjarfélögin geti náð út fé sínu. Hugsanlegt er, að Landsvirkjun geti leyst hluta vandans með því að afhenda bæjarfélögunum hluta af orkuverum sínum. Það er tæknilega erfitt, en áreiðan- lega framkvæmanlegt. Þar með væri lokið langri harm- sögu einokunar Landsvirkjunar á orkuöflun i landinu. Á einhvern slíkan hátt þurfum við að losna úr klóm Landsvirkjunar, til þess að fá orku á verði, sem er sam- bærilegt við lönd, er verri hafa náttúruskilyrði. Jónas Kristjánsson Grunsamlega auðveld herhlaup Tsjetsjena í annað skipti á rúmu misseri hafa stríðsmenn Tsjetsjena ráðist hundruðum saman langt inn á rússneskt yfirráðasvæði, tekið gísla i þúsundatali og valdið upp- námi um allt Rússland. Rúmu ári eftir að Borís Jeltsín Rússlands- forseti skipaði hernum að bæla niöur sjálfstæðistilkall Tsjetsjena er eini raunverulegi árangurinn að á að giska 30.000 manns liggja í valnum, flestir óbreyttir borgarar sem fallið hafa í eyðingarárásum Rússlandshers á borgir og bæi í Tsjetsjeníu. Gíslatökunni í Búdénovsk í Suður- Rússlandi um mitt sumar lauk þegar Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra-tók málið að sér, að Jeltsín stöddum erlendis, og hét vopnahléi og að upp skyldu teknar samningaumleitanir um friðargerð. Meðan menn Tsjernomyrdíns réðu ferðinni varö nokkur árangur, meira að segja hófst afhending Tsjetsjena á vopnum. En Jeltsín var afbrýðisamur út af vinsældunum sem Tsjernomyrdín hlaut fyrir að hafa afstýrt frekara blóðbaði en varð í Búdénovsk. Hann lét því Pavel Gratsjev landvarnaráðherra hald- ast uppi að beita hernum til að bregða fæti fyrir friðarumleitanir og leysti auk þess fulltrúa forsæt- isráðherrans í friðarviðræðum af hólmi. í haust lýsti Gratsjev yfir að eina leiðin til að ljúka stríðinu í Tsjetsjeníu væri meiri og harðari hernaður af hálfu Rússa. Upp úr sauð í síðasta mánuði þegar Jeltsín fyrirskipaði að þingkosn- ingar skyldu fara fram í Tsjetsjen- íu eins og öðrum hlutum Rúss- lands. Orrusta um Gudermes, næststærstu borg landsins, stóð þá dögum saman. Nú hefur Jeltsín brugðið á það ráð að láta fulltrúa stjórnar sam- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson bandslýðveldisins Dagestans, þar sem síðara mannránið átti sér stað, halda uppi samningaumleit- unum við stríðsmenn Tsjetsjena sem Rússlandsher heldur innikró- uðum ásamt gíslum þeirra í landamæraþorpinu Pervoma- jskoja, eftir aö hafa sprengt í loft upp brú yfir til Tsjetsjeníu. Með þvi móti getur forsetinn að vissu marki firrt sig ábyrgð á.því sem fram vindur en ræður þó öllu sem nokkru varðar um gang mála með skipunarvaldi sínu yfír hemum. Árás sérsveita innanríkisráðu- neytisins á sjúkrahúsið í Búdénovsk í sumar varð til þess eins að á annað hundrað manns, langflestir gíslar, týndu lífi. Jeltsín og hans menn hafa ekki efni á öðrum slíkum ófórum í Dagestan, síst með forsetakosning- ar fram undan í júní. Því er reynt að þreyta Tsjetsjena til að sleppa gíslum sínum, gegn einhverjum óljósum fyrirheitum sem þeir túlka svo að vera frjálsir ferða sinna til Tsjetsjeníu en rússneska herstjórnin telur að veiti sér frjálsar hendur til að ráðast á þá þegar hún telur sér henta. Hverjar sem lyktir herhlaups Tsjetsjena verða að þessu sinni fer ekki hjá því að spurningarnar um hvað í raun og veru búi undir at- burðarásinni í Tsjetsjeníu gerast áleitnari en áður. Komiö hefur i ljós að fjölmennir flokkar Tsjetsjena með alvæpni fá farið ferða sinna óhindraðir hvað eftir annað leiðir sem skipta hundruð- um kílómetra um svæði þar sem sveitir Rússlandshers, innanríkis- ráðuneytisins og annarra öryggis- stofnana ráða lögum og lofum. Áhlaupsflokkar Tsjetsjena fara athugasemdalaust á farartækjum sínum, þótt varðstöðvar vopnaðra Rússa séu við hver vegamót og sérlega öflugar landamærastöðvar á markalínu milli Tsjetsjeníu ann- ars vegar og Rússlands og Dagestans hins vegar. Slíkt getur ekki gerst, nema af því áhrifa- menn í herstjórn Rússlands og ör- yggisstofnunum vilja að það ger- ist. Fyrir þeim sem þar eru að verki getur það eitt vakað að troða Jeltsín forseta og öllu sem hann er fulltrúi fyrir enn dýpra niður í fenið sem hann steypti sér í með herferðinni gegn Tsjetsjeníu. Rússnesk saga vottar að eftir að almenningur er orðinn nógu ráð- vilitur er eftirleikurinn auðveld- ari að efna í nýja harðstjórn. Alexander Korshakov, yfirfor- ingi lífvarðar Jeltsíns og einn fárra trúnaðarvina hans, veitti um hátíðarnar fátítt sjónvarpsvið- tal. Moskvublað sem mark er á tekið skýrði frá því að úr útsend- ingu hefði verið feUd þessi setn- ing: „Þetta er sá Gratsjev sem teymdi Jeltsín út í Tsjetsjeníu- ævintýrið og í hans sporum hefði hver heiðarlegur maður skotið sig.“ Magamet Abdúrasakov, innanríkisráðherra Dagestans og helsti milligöngumaður milli Tsjetsjena og Rússa, ræðir við talsmenn hinna fyrrnefndu við þorpið Pervomajskoja. Símamynd Reuter skoðanir annarra Af góðu og réttlátu skattakerfi „Gott skattakerfi fyrir atvinnulífið á að vera hlut- laust. Það á að vera þannig upp byggt að fjárfesting- arnar leiti þangað sem þær gefa mestan arð, bæöi fyrir efhahag einstaklinganna og samfélagið í heUd. Þar að auki á það að vera réttiátt, það á að afla nægUegra tekna í ríkiskassann og bæði sparifjár- eigendur og fjárfestar eiga að geta séð fyrir um hvemig það virkar. Tillögur um mildari meðferð á útgerðarfyrirtækjum en öörum bijóta gegn mörgum þessara óskakrafha. Kerfið yrði hvorki hlutlaust né réttlátt og ríkið mundi missa af tekjum.“ Úr forustugrein Dagens Næringsliv 10. janúar. Svipmikill stjórnmálamaður „Frangois Mitterrand, sem lést á mánudag, var, ásamt Charles de GauUe, annar tveggja svipmestu stjórnmálamanna Frakklands frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari. Hann styrkti bandalag Frakklands og Þýskalands, kjarna Evrópusam- bandsins. Hann bætti einnig samskiptin við Banda- ríkin, batt enda á kuldalegt viðmót gaullista í garð ísraels og ávann sér meira að segja persónulega virðingu Margaretar Thatcher, sem oft var and- stæðingur hans, konunnar sem hann sagði vera með varir Marilyn Monroe og með augu Caligula." Úr forustugrein New York Times 10. janúar. Dyggðir snjómoksturs „Þegar allt kemur til alls er helsta dyggð snjóm- oksturs sú að þegar hvítflibbamaðurinn og snjó- mokarinn er spurður að því nokkrum dögum síðar hvort hann hafi átt erfiðan dag í vinnunni, getur hann svarað af þeirri hæversku sem hann á ekki vanda tU að sýna: „Það er nú varla hægt að segja það.“ “ Úr forustugrein Washington Post 10. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.