Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 JjV JjV LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 31 ,Ég man mjög vel eftir þegar ég tókst á loft og hugsaði með mér: Hvað er að gerast? Það var vonlaust að Ifck. ná taki á nokkrum hlut „Ég varð aldrei hræddur og hélt alltaf í vonina," segir Jóhann Jónsson en 13. maí og aðfaranótt þess 14. árið 1991 þurfti hann að horfast í augu við dauðann í annað sinn á ævinni. „Þessi atburður gerðist 13. maí 1991 og þó ég hugsi oft til þess sem gerðist þá er langt síðan ég hef rifjað þetta upp. Þó er mér atburðurinn svo minnisstæður að þetta hefði getað gerst í gær,“ se'gir Jóhann Jónsson, 37 ára, í samtali við helgarblað DV. í vikunni voru Jóhanni dæmdar þrjár og hálf milljón, eða á fimmtu milljón með vöxtum, vegna alvarlegra mis- taka í björgun er hann féll útbyrðis af rækjuskipinu Sjávarborg GK frá Sandgerði sem statt var á Dohrn- banka, mitt á milli íslands og Græn- lands, á rækjuveiðum í maí 91. Jó- hann var 27 mínútur í sjónum, sem var mínus ein gráða, en það þykir kraftaverk að nokkur skuli lifa svo lengi í frostköldum sjó. Feginn málalokum Sjávarborgin GK var í eigu Sjávar- borgar hf. sem er gjaldþrota. Málið var höfðað gegn þrotabúinu en Sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum mun greiða Jóhanni bæturnar. Jóhann segist ákaflega feginn að búið sé að dæma í málinu og vonar að tryggingafélagið sætti sig við úr- skurðinn. „Þetta hefur verið mikil barátta og leiðinlegt að standa í þessu. Ég og fjölskylda min erum því mjög ánægð með að þessu skuli loks lokið." Jóhann segist ekki vera hjátrúar- fullur og vill því ekki meina að talan þrettán skipti einhverju máli í þess- ari ömurlegu lífsreynslu. „Ég féll út- byrðis þann þrettánda en var bjargað fjórtánda - þetta gerðist nefnilega rétt fyrir miðnætti. Við vorum nokkrir skipverjar staddir í matsalnum, drukkum kaffi og spjöll- uðum. Stuttu áður hafði ég verið uppi í brú og þá sigldum við í miklu ís- hröngli. Rétt fyrir miðnætti er kallað að trollið eigi að fara út. Ég stökk af stað, klæddur gallabuxum, peysu og skyrtu, fór í stígvél og pollabuxur og upp á dekk. Ég gaf mér ekki tíma til að fara í stakk yfir mig. Venjulega vinnur maður ekki án hans en kallið kom snögglega og það tekur ekki nema um fimm mínútur að láta trol- lið fara þannig að maður hugsaði lít- ið út í klæðaburðinn. Ég var varla kominn upp þegar ég var lentur í hafinu - svo snöggt gerðist þetta,“ segir Jóhann. Það þykir mikið kraftaverk að Jó- hann skuli hafa lifað af nær hálftíma volk i sjónum og sjálfur telur hann að svo sé. „Það er sagt að menn eigi ekki að lifa nema 4-5 mínútur í svo köldum sjó svo sannarlega er þetta kraftaverk." Nítján ára hetja Röð átvika varð þess valdandi að ekki tókst að bjarga Jóhanni strax úr sjónum. Það liðu á bilinu fimm til tíu mínútur þar til einn skipsfélagi, Snorri Guðmundsson, 2. stýrimaður, var kominn til hans. Snorri, sem var aðeins 19 ára gamall, brást hetjulega við er hann sá á eftir Jóhanni í sjó- inn, henti út björgunarhring til að merkja staðinn, fór í flotgalla á undraverðum tíma og henti sér í sjó- inn án þess að hika eitt andartak. Snorri náði að synda til Jóhanns og gat haldið honum á floti. „Hann bjargaði lífi mínu,“ segir Jóhann, sem lét nýlega skíra fjögurra mán- aða son sinn Jón Snorra, að hluta í höfuðið á bjargvætti sínum. Jóhann lýsir þannig því sem gerðist: „Við vorum að láta trollið fara þegar við lentum í vandræðum með byssuna, krók sem er settur í trollið og dregur það aftur rennuna. Trollið festist og fór ekki nógu langt út,“ segir Jó- hann. Þegar skipverjarnir reyndu að losa það og trollið fór að renna út aftur slóst sterturinn í Jóhann og þeytti honum fyrir borð. og áður en ég vissi af var ég lentur sitjandi á sjónum. Mér fannst það mjög ótrúlegt að þetta væri að koma fyrir mig. Það var mín fyrsta hugs- un. Ég varð sem betur fer aldrei hræddur - annars hefði þetta verið búið. Þegar ég var kominn í ískaldan sjóinn brá mér talsvert að sjá skipið sigla frá á fullri ferð. Ég lenti í skrúfufarinu og ætlaði að synda að skipinu en sá strax að það var eng- inn möguleiki að hafa það af. Sem betur fer var stillt í sjó því ég horfði á eftir skipinu fara að minnsta kosti hálfan kílómetra í burtu. Ég var smeykur um það fyrst að hinir skip- verjarnir hefðu ekki áttað sig á að ég hafði fallið útbyrðis en skipið var á mikilli ferð og erfitt að stoppa það. Mér fannst skrýtið að skipið kom ekki strax aftur en sá þó menn um borð og að þeir hentu út björgunar- báti. Ég fann að ég mátti ekki synda því við hvert einasta sundtak sem ég tók fann ég kuldann læsast í mig. Mér fannst því betra að halda mér á floti með svamli. Éff Var að gefast upp Sem betur fer var nóttin björt þannig að skipsfélagar mínir sáu mig allan tímann. Báturinn sem þeir sendu út hvarf hins vegar út á haf því þeir misstu hann frá sér. Mér fannst þetta óratími en það munu hafa verið á milli fimm og tíu mínút- ur sem liðu þar til Snorri kom að mér. Á þessum tíma hafði hann kom- ið sér í björgunargalia og synt til mín. Mér fannst skipið alveg óra- langt í burtú og sá enga möguleika að nálgast það. Sú tilhugsun var ekki þægileg. Snorri kallaði til mín og sagði mér að velta mér á bakið en ég svaraði því til að það gæti ég ekki vegna þyngsla. Á þessari stundu var um sekúndubrot að ræða að ég færi niður. Þettá var því mjög tæpt, ég var alveg búinn. Snorri skipaði mér engu að síður að velta mér, hann myndi grípa mig. Það var mikill létt- ir að Snorri var kominn og engin spurning að hann bjargaði lífi mínu þarna á síðustu stundu," segir Jó- hann. Skipið tók á rás Þeir Jóhann og Snorri urðu síðan að bíða eftir frekari hjálp. „Við viss- um ekki að þáð komu upp mikil vandamál um borð þegar aðalvélin drap á sér. Við sáum skipið koma á móti okkur og fara fram hjá, taka annan hring og hægja þá á sér. Við sáum mann hangá utan á skipinu í línu og þegar skipið loks kom að okk- ur náði hann taki þannig að þeir tveir, Snorri og Elías háseti, voru með mig á milli sín og reyndu að koma mér í Markúsarnet. Á sömu stundu fór skipið allt í einu á fulla ferð og við allir á bólakaf í sjóinn en héngum þó í línunni-með skipinu. Þá fékk ég mikinn sjó ofan í mig og taldi víst að þetta væri allt búið. Snorri varð síðan að sleppa mér, hann flaut frá okkur en var síðan bjargað um borð í Gissur hvíta. Ég var orðinn rænulítill en man þegar skipið hægði aftur ferð- ina, fjóröi maðurinn kom þá; í sjóinn og reyndi að koma mér í línu. Þar sem ég var orðinn mjög þungur og hálf- meðvitunarlaus gekk illa að koma mér í netið og var þá sett í mig tóg og ég hífður upp. Þegar þeir voru að Jóhann ásamt sam- býlis- konu sinni, Svan- hildi Jóns- dóttur, og syni þeirra, Jóni Snorra, sem að hluta er skírður í höfuðið á bjargvættinum, Snorra Guðmundssyni. Fékk dæmdar 3,5 milljónir vegna mistaka við björgun: Var hálftíma í frostköldum sjó - „missti aldrei vonina," segir Jóhann Jónsson sem hlaut mænuskaða og ofkælingu „Það er engin spurning að Snorri Guðmundsson bjargaði lífi mínu og það mátti ekki tæpara standa. reyna að bjarga mér upp misstu þeir mig niður og þá fékk ég eina demb- una enn og missti þá algjörlega með- vitund.“ DV-mynd Brynjar Gauti um jólakort og um síðustu jól sagði hann bjargvættinum frá litla nafna sínum sem nú væri fæddur. n - , . Með skerta starfsgetu Uvenjulegt tlltelll Eftir slysið var Jóhann fyrst Þegar Jóhann var dreginn um dæmdur 20% öryrki en síðan 15%. borð var hann mjög kaldur og talið að líkamshitinn hafi verið kominn undir 30 gráður. Hann var meðvit- undarlaus og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem kom á staðinn. Árni Geirsson, læknir á Land- spítalanum, sem tók á móti Jóhanni þegar komið var með hann þangað, sagði í samtali við DV stuttu eftir slysið að þetta hefði verið óvenjulegt tilfelli. Lífslíkur manna sem lenda í svo köldum sjó væru almennt taldar vera um 4-6 mínútur. Að þeim tíma liðnum mætti búast við hjartsláttar- truflunum og ofkælingu sem leiddu til dauða. Hann taldi mjög þýðingar- mikið að Jóhanni hefði verið haldið á floti því það hefði eflaust hindrað ofkælingu á hálsi og höfði og þar með bjargað lífi hans. Algjört þrekvirki Snorri Þór Guðmundsson, bjarg- vættur Jóhanns, sagði í samtali við DV eftir slysið að hann hefði hugsað jákvætt allan þann tíma sem hann hélt Jóhanni á floti. „Við spjölluðum saman og þannig tókst mér að halda honum vakandi. Það er algert þrek- virki hjá Jóhanni að halda rænu í næstum hálftíma í frostköldum sjón- um. Hann fékk engan krampa, var alveg rólegur allan tímann og hlýddi mér í einu og öllu. Ég verð samt að viðurkenna að mér leist ekki á blik- una á tímabili." Snorri er nú búsettur á Eskifirði, heimabæ Jóhanns, og er enn á sjón- um. Jóhann segist alltaf senda hon- Hann hefur skerta starfsgetu þar sem honum er alltaf kalt. Hann varð fyrir mænuskaða með dofa í fingr- um, höndum og framhandleggjum. Þar sem hann varð fyrir mikilli kæl- ingu verður hann kulvís til frambúð- ar. „Jafnvel í góða veðrinu þessa dagana er mér svo kalt, ef ég fer út, að ég er lengi að ná mér,“ segir hann. Augljóst var að Jóhann gæti ekki haldið áfram starfi sínu sem sjó- maður vegna þessa og var hann at- vinnulaus um langan tíma eftir slys- ið. Það kom eðlilega niður á fjárhag heimilisins. „Þetta var mjög erfitt tímabil en við reyndum að horfast í augu við það og lifðum samkvæmt því. Ég fékk síðan bílstjórastarf hjá Eimskip þar sem ég starfa nú,“ segir Jóhann. Öryggisatriði í ólagi í dómi Héraðsdóms Suðurnesja segir: „Með tilliti til rangrar verk- stjórnar og vanbúnaðar skips verður að telja varnaraðila ábyrgan fyrir því að sóknaraðili kastaðist útbyrð- is... Með skjótum og vandræðalaus- um björgunaraðgerðum hefði mátt forða því að sóknaraðili biði tjón af þvi að hann féll útbyrðis." Jomson svamlaöt 2? mintitur i jokulköiöum sjónum áóur en hann nadist um boró i Sjavarbor^. Mynótn a Lanöspitaianum. OV-mynö Brynjar Gauti Jóhann Jónsson sem féll útb\Töis: Ætlaði alls ekki að gef ast upp Þá þykir sýnt að ákvæði um örygg- isbúnað hafi ekki verið uppfyllt í Sjávarborg GK-60. Jóhann var í sínum fyrsta túr á Sjávarborg. Hann er fæddur og upp- alinn á Eskifirði og hafði áður starf- að á loðnu-, humar-, netabátum og skuttogurum. „Eins og algengt er með þá sem aldir eru upp í sjávar- þorpum þá heillaði sjórinn alltaf. Ég var hins vegar íluttur suður á þess- um tíma og hafði starfað um nokkurt skeið hjá Byggðaverki sem krana- maður.“ Áður í lífsháska Slysið á Dohrnbanka er þó ekki fyrsta skiptið sem Jóhann stendur á landamærum lífs og dauða. Þegar hann var sautján ára lenti hann í al- varlegu bílslysi milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða og var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Hann reyndist mikið brotinn í andliti og var lengi að jafna sig eftir það slys. Jóhann vill meina að það sé ein- hver ákveðin heppni sem fylgi hon- um. „Ég hafði stundað líkamsrækt þennan vetur og tel mig hafa verið vel á mig kominn líkamlega. Eflaust hefur það hjálpað mér eitthvað,“ seg- ir hann. „Annars finnst mér það ein- stakt að nítján ára maður, Snorri, skuli hafa verið svö fljótur að hugsa og framkvæma allt rökrétt." Afgerandi dómur Jóhann segir að margir hafi bent honum á skaðabótarétt sinn gegn út- gerðinni í þessu máli og því hafi hann ákveðið að höfða mál. „Ég var nú ekki viss um rétt minn í fyrstu en eftir að ég kynnti mér hann var eng- inn vafi. Ég fór til Hróbjarts Jón- atanssonar hjá Almennu málflutn- ingastofunni og hann sagði mig eiga rétt í þessu máli. Síðan hefur þetta tekið rúm þrjú ár. Ég er sáttur við að þetta mál skuli á enda því mér hefur þótt leiðinlegt að standa í því og það hefur tekið á mig. Mér finnst dómur- inn afgerandi og vona að þessu máli sé lokið." Óneitanlega breytti slysið heil- miklu fyrir Jóhann sem hafði hugsað sér að vera áfram á sjó. Allir slíkir draumar er fjarlægir því hann getur ekki stundað sjó framar. „Ég get ekki einu sinni farið í útilegu með fjöl- skylduna vegna þess hve kulvls ég er.“ Jóhann og sambýliskona hans, Svanhildur Jónsdóttir, eiga Jón Snorra en Jóhann á eina dóttur með fyrri konu og Svanhildur á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Fjölskyldan er stór og því hefur atvinnumissir í kjölfar slyssins haft miklar afleiðing- ar fyrir hana. Flotgalli hefði breytt miklu Jóhann segir að ef hann hefði ver- ið i flotgalla þetta afdrifaríka kvöld hefðu mál þróast öðruvísi. „Það voru nokkrir um borð sem áttu galla en þeir eru dýrir og þegar menn eru að fara í fyrsta túrinn leggja þeir varla út fyrir meiru en gúmmíbuxum, stíg- vélum og því sem þarf nauðsynlega. Ég sé það núna að menn eiga ekki að vera í öðru en flotgöllum við vinnu úti á sjó. Ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að lækka gjöld á þessum göllum því þeir eru bráðnauðsynlegt björg- unartæki. Ég missti aldrei vonina þegar ég beið í ísköldum sjónum og það er mjög mikilvægt. Að vísu hélt ég að allt væri búið þegar verið var að bjarga mér um borð og skipið tók á rás. En það er mikilvægt að hafa von - það hjálpar mikið,“ segir Jóhann Jónsson og bætir við: „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið krafta- verk.“ -ELA sagði Snorriúo^n "si&vatöo^ \s\anös \\ann rtér (bytö'* Dol»rn- baiikii ©egsas aö vcröa nc Sn Yiat nffltV jjcialJ Fjölmiðlar fjölluðu mikið um þrekvirki Jóhanns i hugrakka björgunarmann, Snorra Guðmundsson, sér stað. sjónum og ræddu við hinn í maí 1991, eftir að slysið átti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.