Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Side 16
16 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 - Framsókn höll undir borgarstjóra en landsbyggðarþingmenn Sjálfstæðisflokks á móti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra hefur að undanfornu verið tíðrætt um að tími sé kominn til að breytingar eigi sér stað hjá Landsvirkjun og Reykvíkingar fái notið eignar sinnar í Landsvirkjun, til dæmis í formi aukinna arð- greiðslna í borgarsjóð. Hún hefur fengið samþykkta tillögu um skipan þriggja manna nefndar um framtíð- arskipulag, eignarform og eignarað- ild Landsvirkjunar, en litlar breyt- ingar hafa orðið á fyrirtækinu frá því lög um orkuframleiðslu voru sett árið 1967. Borgarstjóri hefur fengiö dyggan stuðning frá Jakobi Björnssyni, bæjarstjóra á Akureyri, og hefur hann lýst vilja bæjarins til að leysa aftur til sín Laxárvirkjun, sem bær- inn lagði til Landsvirkjunar á sín- um tíma. Bæjarstjórinn segir að Akureyringar hafi fengið lítinn sem engan arð af 4,5% hlut sínum í fyr- irtækinu. Lítill arður af Landsvirkjun í málflutningi sínum hefur borg- arstjóri bent á að borgin hefur ein- ungis fengið 241 milljón króna í arð- greiðslur frá Landsvirkjun frá upp- hafi þó að 45,5% eignarhlutur henn- ar sé metinn á um 11 milljarða króna. Minna hefur farið fyrir þeirri staðreynd aö borgin hefur að auki fengið samtals tæpar 400 millj- ónir í ábyrgðargjöld, það er fyrir að gangast í ábyrgð fyrir fyrirtækið sem leiðir til þess að það fær lán með lægri vöxtum erlendis. Skuldir borgarinnar nema í dag tæpum 12 milljörðum króna og vaxtagreiðslur á þessu ári eru 700 milljónir. Skuldirnar stefna í 17 milljarða í lok kjörtímabilsins 1998 og þykir borgaryfirvöldum því skilj- anlega blóðugt að fá svo lítinn arð frá Landsvirkjun þegar borgin á svo mikið fé bundið í fyrirtækinu. Meiri arður frá Rafmagnsveitunni Til samanburðar má benda á að Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur greitt mun hærri upphæð til Lands- virkjunar en hefur komið þaðan, eða rúmar 900 milljónir. Arðgreiösl- ur Rafmagnsveitu Reykjavíkur í borgarsjóð námu tæpum 600 millj- ónum króna í fyrra og tæpum 500 milljónum króna á þessu ári. Sé tek- ið tillit til ábyrgðargjalda hefur borgin fengið um 600 milljónir króna frá stofnun Landsvirkjunar fyrir 30 árum eða jafn mikið og borgin fékk frá Rafmagnsveitunni í fyrra. Ástæðan fyrir litlum arðgreiðsl- um frá Landsvirkjun í borgarsjóð er vitanlega sú að rekstur fyrirtækis- ins hefur gengið erfiðlega einkum vegna byggingar Blöndu, síðustu þrjú ár vegna gengisfellinga. Lægra raforkuverð til Reykvíkinga? Síðustu daga hafa komið fram hugmyndir um hvemig breyta megi 700 600 500 300 200 100 Arðgreiðslur • Landsvirkjunar og Rafmagnsveitunnar til Reykjavíkurborgar - Aröur frá Rafmagnsveitunni til Reykjavíkurborgar Arður frá LV til Rafmagnsveitunnar ITral skipulagi Landsvirkjunar og auka samkeppni í orkusölu. Þar hefur komið til umræðu að Reykjavík- urborg virki sjálf Nesjavelli, til dæmis í nafni hlutafélags, í stað Landsvirkjunar, og selji raforkuna til Rafmagnsveitu Reykjavíkur á helmingi lægra verði en Rafmagns- veitan greiðir nú. Annar möguleiki er að Reykjavíkurborg og Lands- virkjun sjái stóriðjunni fyrir raf- magni og aðeins hluti raforkunnar frá Nesjavöllum fari til Reykvík- inga. Fréttaljós á laugardegi Guðrún Helga Sigurðardóttir að landsmenn fari að greiða niður raforku til erlendra stórfyrirtækja eða að mismunun í raforkuverði milli Reykjavíkur og landsbyggðar- innar verði gríðarleg. Breytingar valda deilum á Alþingi Veigamiklar breytingar á Lands- virkjun þurfa að sjálfsögðu að fara gegnum Alþingi og geta valdið þar hörðum pólitískum deilum. Sam- kvæmt heimildum DV er talið að málflutningur borgarstjórans hljóti hljómgrunn meðal margra þing- manna Framsóknarflokks en full- víst er að sjálfstæðismenn, sérstak- lega af landsbyggðinni, verða and- snúnir breytingum sem hampa hlut Reykvíkinga. Af blaðaskrifum undanfama daga er ljóst að borgarfulltrúar í Reykja- vík eru samstíga um að breytinga sé þörf í rekstri Landsvirkjunar þannig að hagsmunum Reykvíkinga sé betur borgið en verið hefur. Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðis- manna, hefur lýst yfir við DV aö sjálfstæðismenn styðji auknar arð- greiðslur til borgarinnar og full sátt ríki um málið í borgarstjóm. Þar á bæ hefur pólitískur ágreiningur því einna helst snúist um það hver hafi átt frumkvæðið að þessari umræðu, iðnaðarráðherra eða borgarstjóri. Framkvæmdir á næstu árum Ljóst er að Landsvirkjun þarf á næstu árum að fara í dýrar virkj- anaframkvæmdir, sérstaklega ef bandaríska fyrirtækið Columbia Aluminum byggir álver á Grundart- anga innan tveggja ára, eins og lík- m- benda nú til. Landsvir Reykjavíkurborg verða ; upp jarðhitavirkjun á Neí og Landsvirkjun verður ; jarðhita í Bjarnarflagi vic og auka vatnsforða í hágc un á vatni á Þjórsár- og svæðinu. Tvær nefndir vinna tillögur Á næstunni má búast vii nefndir um málefni Landsi taki til starfa, annars vega manna nefnd borgarstjóra öllum líkindum verður sk trúa borgarstjóra, fulltrúa ráðherra og stjórnari Landsvirkjunar og hins vej iðnaðarráðherra með 15 f orkufyrirtækja, eignaraðil ins og ráðherra, sem á a skoða þá kafla orkulagai fjalla um orkuvinnslu, flu dreifingú. Nefndirnar munu skoða þróun mála erlendis, einkc og aukna samkeppni í orl um. Stefnt er að því að j: störfum sem fyrst og er hi að nefnd borgarstjóra skili um tillögum í lok ársins. E víst að borgarbúar fari að s árangur af því starfi, til formi hærri arðgreiðslna sjóð, fyrr en í alfyrsta lagi ári en að öllum líkindum n ar. Starf stærri nefndarinna vegar þyngra i sniðum e: þar að taka tillit til fjöld: miða. Líklegt er að það gel á langinn enda aðeins búi nefna um það bil fimm f nefndina. Reykjavíkurborg eyrarbær eru hópi þeirra í eru. Til þess að Reykjavíkurborg geti virkjað Nesjavelli og selt orku þarf að breyta lögum þar sem þau gera nú ráð fyrir því að rekstur virkjun- arinnar verði á hendi Landsvirkjun- ar. Verði þessi hugmynd að veru- leika er talið að það geti lækkað raf- orkureikninga Reykvíkingar um hátt í einn milljarð króna. Samkeppni orkar tvímælis Einnig hefur komið til umræðu sá möguleiki að borgin leysi til sín eignarhluta í Landsvirkjun, til dæmis Sogsvirkjanir. Fyrirtækinu yrði þá skipt upp í minni einingar. I báðum ofangreindum tilvikum myndi samkeppni aukast, enda væri það í samræmi við þróun mála í orkugeiranum erlendis, og er auk- in samkeppni eitt af því sem rætt hefur verið um að sé æskilegt, bæði innan borgarinnar og iðnaðarráðu- neytisins. Efasemdarmenn hafa bent á að aukin samkeppni í orkugeiranum geti orkað tvímælis, sérstaklega með tilliti til samninga við erlend stórfyrirtæki, þar sem sú hætta skapist með innbyrðis samkeppni Bridgefélag Siglufiarðar Siglufiarðarmóti í tvímenningi (Sigurðarmót) lauk 11. desember með sigri feðganna Ingvars Jónssonar og Jóns Sigurbjörnssonar. Röð efstu para varð þannig: 1. Ingvar Jónsson-Jón Sigurbjörnsson 171 2. Anton Sigurbjömsson-Bogi Sigurbjörnsson 151 3. Guðlaug Mámsdóttir-Kristín Bogadóttir 116 4. Sigfús Steingrímsson-Sigurður Hafliðason 5. Björk Jónsdóttir-Björn Ólafsson 105 Þann 18. desember fór fram hin árlega keppni milli suður- og norðurbæjar og unnu spilarar úr suð- urbæ eins og venjulega. Siglufiarðarmót í einmenn- ingi (Eggertsmót) var haldið 30. desember með þátt- töku 32ja einstaklinga. Þegar upp var staðið efitir 30 spila lotu var ljóst að Stefanía Sigurbjömsdóttir var öruggur sigurvegari. Röð efstu spilara varð þessi: 1. Stefanía Sigurbjörnsdóttir 124 2. Páll Ágúst Jónsson 115 3. Haraldur Ámason 105 3. Reynir Ámason 105 5. Steinar Jónsson 103 Dagana 20.-21. janúar fer fram á Siglufirði kjör- dæmamót N-vestra í sveitakeppni en 3 efstu sveitim- ar öðlast rétt til þátttöku í íslandsmóti í sveitakeppni 1996. Bridgefélagar á Siglufirði þakka bridges um um land allt ánægjulegar samverstundir á ári og óska þeim velgengni á nýju ári. Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar Fimmtudaginn 28. desember var fór fram h lega jólamót Bridgefélags Hafnarfiarðar. Þátttal góð að venju, 84 pör tóku þátt í keppninni. Spi var mitchell-tvímenningur og lokastaöa efstu ] NS varð þannig: 1. Halldór Einarsson-Friðþjófur Einarsson II 2. Guðlaugur Sveinsson-Sigurjón Tryggvasoi 3. Vignir Hauksson-Jón Hilmarsson 985 4. Sigfús Þórðarson-Gunnar Þórðarson 972 5. Ólafur Steinason-Ríkharður Sverrisson 92 6. Björgvin Már Kristinsson-Ingi Agnarsson - og hæsta skor í AV: 1. Hermann Lárusson-Þröstur Ingimarsson £ 2. Baldvin Valdimarsson-Hjálmtýr Baldurssc 3. Þórður Sigurðsson-Gísli Þórarinsson 977 4. Sigtryggur Sigurðsson-Hrólfúr Hjaltason £ 5. Þórður Bjömsson-Birgir Örn Steingrímssc 6. Stefán Guðjohnsen-Guðmundur Pétimsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.