Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 30
34 erlent fréttaljós LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 JjV undir sig Bandaríkin Rússneska mafían er á fullri ferð með að hertaka Bandaríkin. Eða að minnsta kosti þann hluta þeirra sem stjómað er af skipulögðum glæpasamtökum. En rússnesku mafíósamir reyna ekki bara að ná yfirráðum í undirheimum Banda- ríkjanna heldur í allri alþjóðlegri glæpastarfsemi. í rússnesku mafíunni em bæði venjulegir glæponar og hámenntað fólk með innsýn í og reynslu af stjórnarstarfi. Margir fyrrverandi embættismenn og félagar úr sov- éska kommúnistaflokknum era farnir út á glæpabrautina, að sögn rithöfundarins og Rússlandssér- fræðingsins Stephens Handelmans. Handelman hefur skrifað bókina Comrade Criminal sem vakti alþjóð- lega athygli þegar hún kom út fyrir nokkrum mánuðum. Handelman starfar nú við Harrimanstofnunina við Columbiaháskólann í New York og hefur í mörg ár verið fréttaritari Toronto Stars í Moskvu. Ráða yfir gífurlegum fjármunum „Rússneska mafian er enn ekki jafn fjölmenn og gamla sikileyska mafían eða Cali kókaínhringm’inn i Kólumbíu. En á hátæknitímum er það einnig rangt að nota slíkar við- miðanir þegar áhrif era mæld. Rússamir hafa yfir að ráða gífurleg- um fjármunum. Þeir kaupa banka, era með umsvif á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og era stórir fast- eignabraskarar á Manhattan," segir Handelman. í Comrade Criminal lýsir hann því hvemig fyrrverandi félagar í kommúnistaflokknum hafi tekið þátt í upplausn Sovétríkjanna. Það era fjármunir frá þeim tíma og tekj- ur rússnesku mafíunnar í Rússlandi og Austur-Evrópu sem notuð era til fjárfestingar og hvítþvotts í Banda- ríkjunum. Fyrrum fjandmenn vinna saman Umsvif rússnesku mafíunnar hafa aukist gífurlega frá 1991 og þau hafa valdið miklum taugatitringi hjá bandarískum yfirvöldum. í janúar 1994 ákvað bandaríska dómsmálaráðuneytið aö setja rann- sókn á umsvifum rússnesku maf- íunnar efst á forgangslista. í maí 1994 ákvað bandaríska alríkislög- reglan, FBI, að setja á laggimar sér- staka rússneska mafíudeild í New York þar sem starfa rússneskumæl- andi menn sem margir koma frá leyniþjónustunni. Og í ágúst sama ár opnaði FBI fyrstu skrifstofuna sína í Moskvu. Fyrrum fjandmenn- imir, Bandaríkin og Rússland, reyna nú í sameiningu að sigrast á vandanum. „Við eram að opna rússneska mafiuskrifstofu í Los Angeles. Það er margt sem bendir til að samtökin hafi hreiðrað um sig um öll Banda- ríkin og að þau séu sérstaklega virk á vesturströndinni,“ segir yfirmað- ur New Yorkskrifstofunnar, Raymond C. Kerr. Hann er þó þeirrar skoðunar að Brighton Beach í Brooklyn hverfmu í New York, sem kallað er Litla Odessa, sé aðalmiðstöð rússnesku mafiunnar í Bandaríkjunum. í þess- um borgarhluta búa yfir 50 þúsund innflytjendur frá Sovétríkjunum fyrrverandi en alls eru þeir um 200 þúsund í og í kringum New York. skipta með kjamaofn í Jekaterin- burg í Rússlandi sem einn af helstu sérfræðingum Bandaríkjanna í glæpastarfsemi Rússa og rússneska réttarkerfinu, Louise Shelley, pró- fessor við Ameríska háskólann í Washington DC, telur vera aðalmið- stöð rússnesku glæpastarfseminnar. í samvinnu við sjónvarpsþáttinn 60 Minutes uppljóstraði tímaritið að rússneska mafían hefði staðið á bak við söluna á notuðum, rússneskum tilraunakjamaofni frá bænum Ob- ninsk. Háttsettir embættismenn í vitorði Ofninn, sem tekinn hafði verið í sundur, var fluttur í gegnum bæinn Jekaterinburg til Vilníus í Litháen. Þaðan átti að senda hann með flutn- ingavél til Zúrich í Sviss. Það er fullyrt, en hefur ekki verið sannað, að ákvörðunarstaður hafi verið Norður-Kórea. Yfirvöld fengu ábendingu um viðskiptin og var ofn- inn kyrrsettur i Vilníus. Það sem vekur athygli er að ekki hefur verið hægt að taka ofiiinn sundur og selja hann án vitneskju og aðstoð háttsettra embættismanna í því ráðuneyti í Rússlandi sem fer með kjarnorkumál. Mafíósar með doktorstitla „Heimurinn stendur frammi fyrir alþjóðlegum glæpasamtökum sem menn hafa ekki kynnst áður. Úm er að ræða hámenntað, siðfágað fólk sem náð hefur fótfestu í Bandaríkj- unum. Það vora rússneskir mafiós- ar með doktorstitla sem stóðu á bak við sjúkratryggingasvindlið mikla í Kaliforníu. Hið sama er að segja um svindlið með bensínskattana í Penn- sylvaníu. Og við höfum séð önnur dæmi í Chicago og miðvesturríkjun- um,“- segir Shelley. Afskornar hendur í bjórkrúsir Hún lýsir því sem b'yrjendavanda- máli þegar rússnesku glæpasamtök- in í Bandaríkjunum grípa annað slagið til ógeðslegra verka eins og þegar rússneskir mafíósar skára hendurnar af einu fómarlamba sinna og settu þær í fullar bjórkrús- ir til þess ekki væri hægt að þekkja þau af fingraforum. „Rússarnir keppa um markaði við rótgróin glæpasamtök. Þeir færa sig inn á svæði annarra og þess vegna þykir þeim skelfilegt ofbeldi nauðsynlegt. Það óhugnanlega er að þessir há- menntuðu og siðfáguðu tölvuglæpa- menn skirrast ekki við að beita grimmilegu ofbeldi," segir Shelly. Það hafa komið sannanir fyrir því að Rússarnir hafi tengsl við bæði sikileysku mafíuna og Cali- hringinn og að þeir séu byrjaðir að taka að sér milligöngu í stóram fíkniefnaviðskiptum. Rússamir hafa reyndar gerst sek- ir um allar tegundir afbrota, morð, fjárkúgun, mannrán, fikniefnavið- skipti, vændi og svo „finni" afbrot eins og fjársvik, tölvusvindl, skjala- fals og peningaþvott. Byggt á Politiken. Enginn man eftir því að hafa séð nokkum skapaðan hlut. Lögreglan í New York er þó fuUviss um að skipanir um morðin komi að minnsta kosti í sumum tilfellum frá Moskvu. Tímaritið US News & World Report gaf nýlega í skyn að tengsl séu á milli eins morðanna og við- Um 50 þúsund innflytjendur frá Sov- étríkjunum sálugu búa í Brighton Beach. Óll skilti í Brighton Beach eru á rússnesku. Það tekur um 40 mínútur að ferð- ast með neðanjarðarlest frá Man- hattan til Brighton Beach. Við fyrstu sýn er ekkert sem bendir til að þama sé miðstöð alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Öll skilti eru á rússnesku og þar ríkir suðaustur- evrópsk basarstemning. Hægt er að kaupa ávexti, fisk, skó og rússnesk dagblöð og bækur sem era til sölu við borð á gangstéttum. Skipanir koma frá Moskvu En þama hafa verið framin morð sem ekki hefur tekist að upplýsa. Brighton Beach f Brooklyn í New York er talið vera aðalmiðstöð rússnesku mafíunnar í Bandaríkjunum. Þar er hægt að kaupa blöð og bækur á rúss- nesku sem seld eru frá borðum á gangstéttunum. Rússneska mafían leggur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.