Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Síða 19
JjV LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 19 Sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur í Flórída: Hressandi andblær íslenskra listaverka DV, Hórida:____________________ Það var svo sannarlega hressandi andblær yfir hinum litsterku.mynd- um Louisu Matthíasdóttur á sýn- ingu á verkum hennar í Kendall Campus Art Gallery í Miami Dade háskólanum i Miami á Flórída. Á sýningunni eru fjörutíu og sex lista- verk sem spanna yfir langan tíma í ævi listakonunnar. Elsta myndin er frá 1937 og sú yngsta var máluð á sl. ári. Sýningin var opnuð sl. föstudag. Aðalhvatamaður að sýningunni er Robert J. Sindelir, forstöðumaður listasafns háskólans. Hann sagðist lengi hafa þekkt til Louisu Matthí- asdóttur og verið einlægur aðdá- andi hennar. í mjög vandaðri og smekklegri sýningarskrá fer Steven Harvey, verndari sýningarinnar, mjög lof- samlegum orðum um Louisu og verk hennar. Á fimmtíu ára lista- mannsferli sínum hefur Louisa þró- að sinn eigin sérstæða stíl sem hitti beint í mark. Búsett í Bandaríkjunum Louisa hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðan árið 1941 að hún kom þangað með annarri ís- lenskri listakonu, Nínu Tryggva- dóttur, og þær hófu listnám i Hans Hofmann listaskólanum. Þar hitti hún bandarískan listamann, Leland Bell, og árið 1944 gengu þau í hjóna- band. Þau eignuðust eina dóttur, Robert J. Sindelier stendur þarna við yngstu mynd Louisu á sýning- unni. Kyrralífsmynd máluð á sl. ári. Temmu. Fjölskyldan var í nokkur ár við nám og störf í París en árið 1954 fluttu þau til New York þar sem Louisa býr enn í sama húsinu og þau keyptu upphaflega. Leland Bell lést fyrir tveimur árum og hefur Louisa ekki ferðast út fyrir heima- borg sína eftir það. Louisa er fædd á íslandi árið 1920 og er því 75 ára. Við opnun sýningarinnar var boðið upp á rausnarlegar veitingar, þó ekki inni í sýningarsalnum þar sem bannað er að vera með mat eða drykk. Veitingarnar voru framborn- ar á stéttinni utan við dyrnar þar sem er að finna steypt borð og bekki, ætlað fyrir nemendur til þess að borða við. Þótt kalt hafi verið í Flórída undanfarið var það ekki of svalt til þess að njóta veitinganna utan dyra undir fullu nýárstungli. Margir gestir Ekki stóð á gestunum, margir voru við opnun sýningarinnar, bæði íslendingar, sem búsettir eru í nágrenninu og einnig annað listaá- hugafólk. Sýningin verður opin til 26. janúar. Eftir það fer sýningin á fleiri staði: í október verður hún í The American University í Washing- ton DC, að ári í Sordoni Art Gallery, Wilkes University, Wilkes-Barre, Pennsylvaniu, í mars og apríl á næsta ári í New York Studio School of Drawing, Painting and Sculpture í New York og sumarið 1997 verður sýningin í Nordic Heritage Museum, Seattle Washington. Glæsileg sýningarskrá var gefin út fyrir þessa sýningu og var hún kostuð af Scandinavian American Foundation. í henni eru litmyndir af 12 þeirra verka sem á sýningunni eru. í sýningarskránni kemur fram að Louisa Matthíasdóttir hefur haldið 33 einkasýningar frá 1948 og tekið þátt í 32 samsýningum. Mynd- irnar á sýningunni voru fengnar að láni frá átta almenningssöfnum, þar á meðal Listasafni Reykjavíkur- borgar og Listasafni Kópavogs, einnig frá listasöfnun níu fyrir- tækja, þar á meðal Flugleiða. A.Bj. Meðal gesta við opnun sýningarinnar voru m.a. Elísabet Sveinbjörnsdóttir leikskólastjóri, Þorsteinn Steingrímsson fasteignasali og Þórir Gröndal, ræðismaður íslands í Flórída. „Reykjavíkurhöfn" lenskum litum. er einstaklega „hressandi" mynd í tærum og skýrum ís- DV-myndir A.Bj. ,, ■% Brooke Shields þurfti að draga í land eftir að hafa hótað Agassi samveruslitum giftist hann henni ekki á seinasta ári. Brooke Shields situr eftir með sárt ennið eftir að hennar heitt- elskaði til nokkurra ára, Andre Agassi, neitaði að verða við afar- kostum hennar að giftast henni á liðnu ári eða þau slitu samvist- um ella. Brooke hefur ákveðið að gef- ast ekki upp þótt á móti blási og hefur látið hafa eftir sér að hún muni giftast Agassi þó að hún þurfi að draga hann öskrandi upp að altarinu. „Andre sagði mér að Brooke væri að blekkja og myndi draga í land með yfirlýsingarnar. Hann sagðist jafnframt elska hana en væri hreinlega ekki til- búinn að stíga skrefið til fulls og giftast henni. Þetta er ástæða þess að hún varð að kyngja fyrri yfirlýsingum," segir vinur þeirra skötuhjúa. Tímaritið Forbes greindi frá því á dögunum að Andre væri eirtn ríkasti íþróttamaðurinn í heimi - hefði litlan mUljarð í tekjur árlega. Bæði njóta Brooke og Andre blessunar foreldra sinna til að ganga í það heilaga og eftir að hafa sótt brúðkaup bróður Andre var Brooke ákveðnari en fyrr í að giftast tennisleikaranum. Nú reynir hún nýtt herbragð til að festa Andre í vefnum. Þessa dagana dembir hún afsökunum vegna þess að hún geti ekki verið með honum yfir hann í þeirri von að hann átti sig á því að hún sé sú eina rétta og best sé að giftast henni. Á dögunum þurfti Agassi til dæmis að taka þátt í tennismóti í Moskvu. Viti menn, Brooke gat ekki farið með því hún þurfti að lesa yfir kvik- myndahandrit. Agassi saknaði hennar vitanlega og þegar hann kom heim beið hún hans í ástar- hreíðrinu. Vinir Brooke eru vissir um að herbragð hennar heppnist í þetta skiptið og innan skamms verði Brooke Shields frú Andre Agassi. Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála í samræmi við reglugerð nr. 1380/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofnunar rík- isins. Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að bruna- málum styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Frá árinu 1993 hafa verið veittir 64 styrkir. Til úthlutunar í ár eru samtals 3,5 milljónir króna. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á þessu ári styrkja yfirmenn slökkviliða til að sækja námskeið sem Brunamála- stofnun skipuleggur í samvinnu við þjálfunarmiðstöðvar slökkvi- liða í Svíþjóð og Finnlandi. Styrkir til námskeiðanna verða veittir viðkomandi slökkviliðum og skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir hyggjast senda á námskeiðin. Umsóknir um styrki skal senda Brunamálastofnun ríkisins, Laugavegi 59, 101 Reykjavík, fyrir 1. mars 1996. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðsins veitir Árni Árnason verkfræðingur. Upplýsingar um yfirmannanám- skeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skólastjóri. Sími Brunamálastofnunar er 552-5350. Grænt númer 800-6350. Reykjavík, 11. janúar 1996 Brunamálastofnun ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.