Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1996, Blaðsíða 15
33^' LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1996 15 er ekki ljóst en þó er nokkuð víst að eigendumir hafa haft nokkuð upp úr krafsinu þegar þeir lánuðu hvalinn í myndina. Þetta minnir reyndar á þegar glæpamenn selja sjálfsævisögu sína þar sem ekkert er dregið undan. Sýndur var sár- þjáður einstaklingur sem á við það að stríða að allt hans atferli er fénýtt til hins ýtrasta. Sem betur fer fyrir Villa er þó heimurinn ekki alvondur og drengurinn vin- ur hans tekst á hendur að bjarga honum. Hann fær til þess aðstoð vina og vandamanna og eftir að ill- mennin, eigendur hans, höfðu ver- ið á hælum þeirra svo sem hálfa myndina stökk Villi sér til lífs. Sagan hugljúfa endar svo á því að þau synda saman inn í framtíðina og vinur hans segir yes og gefur five. Heim á Islandsmið Til að undirstrika áhrif kvik- myndarinnar láta eigendur Villa keika þau boð út ganga að næsta mál á dagskrá sé að fara með hann heim á íslandsmið þar sem heit- mey hans bíður væntanlega enn í festum. Síðan var honum skutlað í sundlaugina aftur þar sem hann dvaldi enn um árabil. Hvort sem það var fyrir áhrif myndarinnar eða innbyggt vandamál þá fór svo að Keikó fékk í alvörunni sálar- truflanir og tók að léttast óðfluga auk þess sem bakuggi hans lagðist út af og hann hentaði þar með ekki lengur til sýninga. Þá endur- nýjuðu eigendur hans fyrri yfir- lýsingar og lýstu yfir af mann- gæsku sinni að hvalurinn ætti að fara heim og taka upp normal líf. Fyrst þurfi bara að kæla hann nið- ur sv.o hann nái að aðlagast ís- lenskum veruleika. Góðar fréttir af æðisgenginni þorskgengd á ís- landsmiðum boðuðu að Villi ætti sældarlíf fyrir höndum þar sem hann gæti samkeppnislítið étið eins og hann lysti af þessu gnægta- brunni. Áhyggjur af samkeppni um fóðrið væru ástæðulitlar því frá því hann yfirgaf íslandsmið höfðu stjórnvöld friðað þorskinn af manngæsku sinni, enda ófor- svaranlegt að drepa meiri þorsk en orðið var. Hundurog gullfiskar í gíslingu Þegar fjölskyldan á norðurhjara hafði lokið við að þurrka sér um augun og jafnvægi var komið á hrærða huga hófust hringborðs- umræður. Það lá fyrir að beggja kynslóða mati að sjaldan hafði saga annarar eins fúlmennsku verið skráð hvað þá fest á filmu. Fólk er óðamála og fordæmingin á athæfmu er algjör. Þegar mestu hughrifin eru liðin hjá er eins og sprengju sé varpað inn í fjöl- skyldulífið þegar yngsti fjölskyldu- meðlimurinn tekur til við að naflaskoða fjölskylduna sjálfa. „Hvað með hundinn og gullfisk- ana?“ spyr hann og horfir á for- eldra sína og systkini. Það verður dauðaþögn eitt andartak en svo spyr móðir hans: „Hvað meinarðu, krakki?" Sá stutti er ekki á því að liggja á sinni uppgötvun og hann lýsir því yfir af þunga og festu að fjölskyldunni beri að líta í eigin barm haldandi bæði hundi og gull- fiskum í gíslingu fjarri eðlilegu umhverfi dýra. „Við verðum að sleppa bæði hundinum og fiskun- um. Annars erum við illmenni eins og þeir sem leiddu Villa í gildru," segir hann. Honum vex ásmegin þegar hann sér að afgang- urinn af fjölskyldunni er kjaft- stopp og hann lítur á föður sinn: „Pabbi, við getum farið með Snata upp í Bláfjöll á morgun og sleppt honum. Við þurfum svo að ákveða hvernig við sleppum gullfiskunum í framhaldi af því. Það er hægt að byrja að kæla þá niður strax áður en við sleppum þeim í Tjörnina." Það er fátt um svör á heimilinu og greinilegt að röksemdafærsla drengsins hefur slegið fólk út af laginu. Það er svo móðirim sem tekur af skarið. „Það er best að drífa í að skila þessari spólu. Ætli við leigjum ekki bara teikni- myndaspólu næst.“ „Við verðum að sleppa bæði hundinum og fiskunum. Annars erum við illmenni eins og þeir sem leiddu Villa í gildru,“ segir drengurinn við foreldra sína. „Pabbi, við getum farið með Snata upp í Bláfjöli á morgun og sleppt honum. Við þurfum svo að ákveða hvernig við sleppum gullfiskunum í framhaldi af því.“ Hér má sjá íslenska háhyrninginn Keikó sem lék aðalhlutverkið í myndinni Free Willy. Háhyrningur, hundur og nokkrir gullfiskar Það sjást blika tár á hvarmi og einhver spyr um þurrku. Hinn hugnæmi boðskapur myndarinnar um háhyrninginn Villa hefur snortið áhorfendurna djúpt og það var augljóst að öllum létti gífur- lega þegar smáhvelið stökk sér til lífs; frá illmennunum sem ekkert vildu með hann hafa annað en að sýna hann í þeim tilgangi að græða á honum peninga.. „Hvílík illmennska og hvílík grimmd," sagði einhver. Yngsta barninu á heimilinu var greinilega misboðið: „Af hverju hjálpaði ekki einhver hvalnum þegar ljótu karlarnir veiddu hann hérna,“ spyr hann foreldra sína. (slenskur í báðar ættir Það var vídeókvöld hjá fjöl- skyldunni og Free Willy sá boð- skapur sem ákveðið var að með- taka, bæði til skemmtunar og fróð- leiks. Það skemmdi ekki að Villi sjálfur var íslenskur í báðar ættir og því vel til þess fallinn að ýta undir þjóðrembinginn sem þó var nánast í hágöngu vegna þeirrar staðreyndar að Björk, Kristján Jó- hannsson og Garðar Hólm eru og voru öll meira og minna heims- fræg. Nú bættist Villi við þó reyndar hefði hann verið vatni ausinn og nefndur Keikó. Það var því að gefnu tilefni sem íslenska fjölskyldan horfði á Keikó stökkva sér til lífs í gervi Villa. Narraður í gildru Nefndur Keiko mun hafa verið narraður í gildru veiðimanna á ís- landsmiðum fyrir rúmum áratug - út af Austfjörðum. í framhaldi af því fólskuverki var hann fluttur til Mexikó þar sem óvildarmenn hans komu honum fyrir í sund- laug sem þó var á mörkum þess að rísa undir nafni. Sumir vildu reyndar halda því fram að þarna væri um hálfgerðan drullupoll að ræða. Þarna skilur fyrst og fremst milli hans og annarra heims- frægra íslendinga. Björk og Krist- ján eru talin búa við sæmilegan kost og gott lífsrými auk þess að hafa fullt ferðafrelsi eftir því sem best er vitað. Laugardagspistill Reynir Traustason Myndin hefst á því að ungur drengur af amerísku kyni þvælist þangað sem Keiko í hlutverki Villa hefur eytt lífi sínu i fjötrum. Það kviknar vinátta með drengn- um og háhyrningnum sem leiðir til þess að Vili hlýðir engum öðr- um. Unnustan utan girðingar Þunglyndi hrjáir hvalinn og hann langar heim á miðin aftur. Hversu undarlega sem það hljóm- ar þá skyldi hann eftir heitmey þegar illmennin gómuðu hann og um miðbik myndarinnar er unnustan búin að finna sundlaug Villa og breimar ákaflega í svo sem einnar sjómílu flarlægð. Þetta fer verulega í pirrurnar á Villa sem vill komast til sinnar heittelskuðu og taka upp eðlilegt flölskyldulíf. Það virtist þó ekki mögulegt þar sem pollurinn var vandlega afgirtur og þar með vik milli elskenda. Glæpamenn selja sjálfsævisögu Eignarhaldið á aðalleikaranum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.