Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 JL#"V » unglingar ik Ífr íslandsmeistarakeppnin ífrjálsum dönsum, frístæl, fram undan íTónabæ: Setjum stefnuna á gullið - segir Sara Hillerz í Spritz-hópnum en hún náði ásamt fleirum silfrinu í fyrra „Við geram okkui góðar vonir um að komast í gegnum undankeppnina og síðan munum við gera okkar besta í úrslitunum. Getum ekki annað en sett stefnuna á gullið,“ segir Sara Hillerz úr danshópnum Spritz sem undirbýr sig fyrir íslands- meistarakeppnina í frjálsum dönsum, frístæl, sem fram fer í félagsmiðstöð- inni Tónabæ nú í febrúar. Keppnin hefur verið haldin árlega í Tónabæ og fer nú fram i fjórt- ánda sinn. Sara var í hópn- um Sópran sem náði 2. sæti í fyrra í hópdansi. Með henni í Sópran voru einnig stelpurnar Þórhildur Osk Jónsdóttir og Rut Reykjalín sem nú eru í Spritz ásamt Sigríði Huld Guð- mundsdóttur. Allar eru þær 14 ára og í Laugalækjarskóla nema Rut sem er í Valhúsaskóla á Seltjamar- nesi. Stífar æfingar Að sögn Söra hafa þær verið að æfa stíft síðustu daga en und- ankeppnin fyrir höfúðborgarsvæðið fer fram í Tónabæ um næstu helgi. Frístælkeppninni er skipt í tvo ald- ursflokka, 13-17 ára og 10-12 ára. Keppt er bæði í einstaklings- og hópdönsum. Undankeppnir fara fram víða um land en úrslitakvöld- ið fer fram fostudaginn 14. febrúar nk. og kynnir verður enginn annar en Magnús Scheving. Frístælkeppni fyrir 10-12 ára krakka fer síðan fram í Tónabæ 22. febrúar. „Við erum allar að æfa þolflmi í Eróbiksport en höfum rosalega gaman af því að dansa frístæl. Við ætlum okkur engan frama í dansi. Frístælkeppnin er opin báðum kynjum en strákarnir hafa verið heldur latir. Þó var einn hópur skipaður strákum í fyrra en lítið fór fyrir afrekum hans. „Strákarnir mæta bara til að horfa á okkur og aðalatriðið er nátt- úrulega i ganga í augun á þeim,“ segir Sara og skellihlær. í þessu sambandi skal þess að lokum getið í Spritz „pósa“ fyrir Ijósmyndarann. Þetta er frekar okkar hobbi og hlökkum alltaf til að taka þátt á hverju ári. Gaman að koma saman á æfingum og rífast svolítið," segir Sara en þær í Spritz semja dansat- riðin sjálfar og era þeirra eigin þjálfarar. Gengur oft mikið á! Keppni milli skóla Stemmningin í Tónabæ hefur verið mögnuð þegar frístælkeppnin hefur farið fram. Keppendur fá stuðning bekkjarsystkina sinna úr skólunum og oft hefur þetta verið svolítil keppni á milli skóla frekar en liðanna sjálfra. Þegar DV-menn litu við í Tóna- bæ í vikunni var Spritz-hópur- inn á æfingu í Tónabæ fyrir frí- stælkeppnina sem þar fer fram núna í febrúar. Talið frá vinstri þá eru Sara Hillerz og Þórhild- ur Ósk Jónsdóttir í efri röðinni og Sigríður Huld Guðmunds- dóttir og Rut Reykjalín í þeirri neöri. DV-myndir Hilmar Þór 'n hliðin að tvær úr Spritz-hópnum eru gengnar út, hinar tvær eru á lausu, ennþá.... -bjb Elma Lísa, kynnir íslenska listans á Stöð 2: Hann Stebbi minn stendur fyrir sínu Áhorfendur Stöðvar 2 hafa að undanfornu ; veitt ungri konu eftirtekt sem séð hefur um | 20 vinsælustu lög íslenska listans, sem byggður er á samnefndum lista Bylgjunnar, j DV og Kóka-Kóla. Hér er á ferðinni hún J Elma Lísa sem hefur frá þvi í nóvember sl. sýnt í vikulegum þætti myndbönd með vin- | sælustu lögunum. Þátturinn er unninn fyrir Stöð 2 af Plúton og sýndur á föstudögum og endursýndur á sunnudögum. Þetta er hins vegar ekki hennar eina starf. Hún vinnur á veitingastöðunum Grænum kosti og Café au lait og hefur einnig unnið fyrir sér sem fyr- irsæta. I-bjb Fullt nafntElma Lísa Gunnarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 7. september 1973. MaknStefán Már Magnússon. Börn:Engin. Bifreið: Hef afnot af Græna drekanum. StarftKynnir íslenska listans og afgreiðslu- dama á Grænum kosti og Café au lait. Laun:Einkamál. ÁhugamáftLestur góðra bókmennta og dans. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói?Já, ég fékk 3 rétta í lottó, er heppin í ástum en óheppin í spilum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Tala við áhugavert fólk og fara út að borða í góðra vina hópi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp og ég er ekki hrifin af rifrildi. Uppáhaldsmatur:Maturinn á Grænum kosti er afar ljúffengur en hann Stebbi minn stendur fyr- ir sínu. Uppáhaldsdrykkur: „Límónu- Toppur". Hvaöa íþróttamaður stendrn- fremstur í dag?Get ekki gert upp á milli þeirra. UppáhaldstímaritÆkkert sér- stakt í uppáhaldi. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, fyrir utan maka?Skemmd epli geta verið falleg en eigi að síður skemmd. Ertu hlynnt eða andvig rfkis- stjóminni?Hlynnt henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta?Einhvern and- legan leiðtoga, t.d. móður Ther- esu. Uppáhaldsleikari:Albert Finn- ey. Uppáhaldsleikkona:Audrey Elma Lfsa, kynnir íslenska listans á Stöð 2. DV-mynd ÞÖK Hepbum. Uppáhaldssöngvari: Bono í U2 er bestur. Uppáhaldsstjómmálamaður:Enginn sér- stakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Mína Mús, konan hans Mikka Mús. UppáhaldssjónvarpsefhftAllt mögulegt. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús:Austur-Indiafélagið. Hvaða bók langar þig mest að lesa?Z eft- ir Vígdísi Grímsdóttur er ein af mörgum. Hver útvarpsrásanna þykir þér best?Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður:Mágur minn hann Robbi Rap. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á?Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður:Tvíhöfði, Jón Gnarr og Siguijón Kjartansson. Uppáhaldsskemmtistaður/krá:Enginn sérstakur. Uppáhaldsfélag í íþróttum:Alltaf verið Framari, áfram Fram! Stefnir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni?Vera sátt við sjálfa mig og um- hverfið og ná innri ró og friði. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Eitthvað skemmtilegt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.