Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 W W Þorleifur „Noggi“ Guðnason verkar hákarl á höfninni á Suöureyri meö stóru sveöjunni sinni. Fagmannleg hand- brögð í fyrirrúmi. DV-mynd Róbert Schmidt Kynþokki Pamelu Lee Anderson þykir bera af hjá Strandvarðastúlkunum. Meö henni á myndinni eru Yasmine Bleeth og Gena Lee Nolin. sviðsljós Breytt ímynd baðfata- kvenna Baðfatastúlkan frá 1920, sem klæðist bað- fötum frá Mack Sen- net, líkist ekki hið minnsta baðfatastúlk- um nútímans úr Strandvörðum. Stúlk- an frá 1920 hylur tals- vert meira af kroppn- um heldur en Strand- varðastelpurnar og sit- ur kyrr og er sæt en kropparnir í rauðu sundbolunum leika hins vegar hetjur og bjarga drukknandi fólki. Þeir sem horfa á Strandverði skipta milljónum í yfir 140 löndum. Jafnvel tölvu- áhugamenn geta fund- ið myndir af þeim á vefnum og notið þess að láta sig dreyma. Ein stúlknanna virðist alltaf vera mest í sviðs- ljósinu hverju sinni. Til að byrja með var Theda Bara vinsælust en Pamela Lee Ander- son hefur lengi verið þekktasta nafnið. Hefur verkað hákarl í 17 ár: Bestur með harð- fiski og brennivíni - segir Leifi Noggi, hákarlsverkandi á Suðureyri DV, Suðureyri:____________________ „Ég held að min fyrstu kynni af hákarlsverkun hafi verið 1980. Þá var togari hér i plássinu og hákarls- verkandinn á staðnum farinn á Skagann. Starfsfélagi minn, Örlygur Ásbjömsson, Ölli, hefur átt við þetta með mér í gegnum árin og ég veit ekki til þess að neinn hafi drep- ist af okkar hákarli,“ segir Leifi Noggi, eins og hann er kallaður, Þorleifur Guðnason, hákarlsverk- andi á Suðureyri við Súgandafjörð. Eins og aðrir verkendur á sérís- lenskum mat vill Leifi ekki upplýsa nákvæmlega um framleiðsluferli hákarlsverkunarínnar, en lét til leiðast og sagði DV lítillega frá framleiðsluleyndarmálinu. Tekur 10 mánuði að fullverka hákarl „Fyrir það fyrsta er hákarlinn skorinn í hæfilega stóra bita eftir sérstökum aðferðum. Brjóskið er skorið frá og síðan er bitunum kom- ið fyrir í hákarlakassa með götum á. Lok er sett yfir og þungt farg ofan á til að pressa vökvann úr hákarlin- um. Síðan míg ég reglulega yfir hann,“ segir Leifi og skellihlær. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing er það upplýst hér með að slíkt er einungis til i þjóðsögum. „Bitamir eru látnir vera í kassan- um í 2 mánuði og síðan hengdir í hjall til þerris. Það fer allt eftir hita- stigi hve lengi hákarlinn er í kass- anum og í hjallinum, en það tekur 8 mánuði að þurka bitana , en bestur er hákarlinn eftir 2-3 ár í hjalli," segir Leifi. Mjög kæstur hákarl bestur Leifi er einn af þessum gömlu mönnum sem éta allt og helst vill hann hafa hákarlinn mjög kæstan. „Já, hann er bestur mikið kæstur, helst svo maður tárist við trogið. Annars er það einstaklingsbundið. Best þykir mér að borða hákarlinn með harðfiski og brennivíni. Gler- hákarlinn er ekkert síðri en skyrhá- karlinn, jafnvel betri oft á tíðum,“ segir Leifi og leggur áherslu á það. En verkaði Leifi hákarl á síðasta ári? „Jú, ég fékk einn skratta fyrir til- viljun, en það var frekar seint. Þannig að sá hákarl sé ekki full- verkaður í dag. Þetta verður úrvals sumarhákarl," segir Þorleifur „Noggi“ Guðnason að lokum í sam- tali við DV. -RS S 1 rvi | : SS2 8500 ~~ÆTZZ~1 SNJOBLASARI Vinnslubreidd 230 cm. tím BLAÐBERAR /////////////// óskast í eftirtalin hverfi. Breiöholt - Selás Vesturbæ - Miðbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.