Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 Préttir Keikó er í góðu skapi Að minnsta kosti 400 blaða- og fréttamenn verða i Oregon til að fylgjast með því þegar Keikó kveð- ur heimili sitt þar í dag. Þetta er fjölmiðlafólk alls staðar að úr heiminum. Fyrir utan það er búist við um 150 gestum og sjálfboðalið- um þegar kemur að flutningi Keikós. Undirbúningur gengur eftir áætlun í Oregon. „Veðrið er gott, Keikó er í góðu skapi og við góða heilsu. Núna erum við að bíða eft- ir blaða- og fréttamönnum," sagði Beverly Huges, starfsmaður Free Willy-stofnunarinnar, í gærdag en þá var snemma morguns í Oregon. Ferð Keikós hefst í dag kl. 18 að staðartíma, eða 1 eftir miðnætti að íslenskum tima, og áætlað er að flugið til Vestmannaeyja taki um 9 tíma. Búist er við að vélin lendi kl. 10 í fyrramálið. Það mun taka um tvo tíma að koma Keikó út úr vél- inni, síðan verður honum komið fyrir á pramma og þaðan fer hann út í kvína sem verður heimkynni hans. Kannski í ákveðinn tíma eða kannski það sem eftir er. Tíminn einn á eftir að leiða það í ljós. -SJ Keikó kemur á morgun: Æfingar vegna komu Keikós Allt er að verða klárt í Vest- mannaeyjum fyrir komu Keikós. í gærdag voru hús flutt yfír á sjó- kvína í Vestmannaeyjum og þeim komið þar fyrir. Húsin eiga að hýsa vaktmenn, mat- vælageymslu... Sér- stakir trukkar komu til Eyja í fyrradag en setja á Keikó í einn þeirra. í gær var svo haldin æfing þar sem þeir voru í aðalhlutverki en keyrt veröur með Keikó frá flugvell- inum og út á bryggju þar sem honum verður svo komið fyrir í sjókvínni. Hallur Hallsson, talsmaður Keikó-samtakanna, sagði í gær aö talsverður fjöldi fréttamanna væri þegar kominn til Eyja. Hann var staddur í fréttamiðstöðinni, sem sett var upp í tilefni af komu Keikós, og sagði að þar væri ys og þys. „Það hafa um 240 fréttamenn skráð sig hér á landi en í heildina hafa um 700 fréttamenn skráð sig vegna flutnings Keikós. Meirihluti þeirra verður því í Newport í Or- egon. Við héldum hins vegar í byrj- un að flestir kæmu hingað. Ástæðan er að mörgum fmnst mikið mál að koma til íslands." Fjöldi gesta Free Willy-Keiko Foundation verður viðstaddur þegar Keikó kemirn til Eyja. Það verða ýmsir stjómar- menn, starfsliðiö, fólk, sem sér um flutning á dýrinu, og fleiri. Hallur segir að það sé unnið allan sólarhringinn. „Við emm undir miklu álagi en það gengur allt mjög vel. Við erum mjög ánægðir." í dag verður farið nákvæmlega yfir með fréttamönnum hvernig morgundagurinn kemur til með að verða. Margir eiga eftir að minnast þessa dags og þá sérstaklega bömin. í framtíðinni verður kannski talað um 10. september sem sérstakan K- dag. -SJ Beðið komu Keikós Fjölmiðlamenn eru farnir að streyma til Vestmannaeyja vegna komu Keikós. Báðar fslensku sjónvarpsstöðvarnar munu gegna veigamikiu hlutverki í því að koma sjónvarpsefni til allra helstu sjónvarpsstöðva í heiminum. Menn frá Sjónvarpinu voru mættir til Vestmannaeyja í fyrradag og voru þeir að kanna aðstæður til að ná myndum í Klettsvík þegar Ijósmyndari DV rakst á þá. DV-mynd Ómar Svefn hinna réttlátu íslendingum er ekki fisjað saman. Stöðugt era þeir að vekja á sér heimsathygli. Fyrst er það jafnteflið gegn Frökkum sem skoðast sem sigur og heimsbyggðin hefur fallið í stafi vegna þessara úrslita ef marka má við- brögð íslenskra fjölmiðla. Svo er það Keikó sem kemur á morgun og ekki verður at- hyglin minni þá. Síðast en ekki síst emm við íslendingar sömuleiðis orðnir heimsfrægir fyrir að vekja athygli á okkur með því að sofna á alþjóðaráð- stefnum. George Bush, fyrr- um Bandaríkjaforseti, er til frásagnar um það og stjóm- ar sjóði sem hefur það hlut- verk að verðlauna þá menn sem sofna á fundum. Nefnir hann mörg dæmi því til staðfestingar en mesta afrek- ið á þessu sviði telur Bush vera unnið af sendi- nefnd íslands á einhverjum öryggisráðstefnu- fundi í París fyrir nokkmm ámm þar sem þrír ís- lendingar vom mættir og sváfu allir undir ræð- unum. Samtímis. Dagfari tekur ofan fyrir þessari sendinefnd sem vakti þannig athygli á sér hjá sjálfum Banda- ríkjaforseta og sýnir að það er ekki sama hvem- ig menn haga sér í útlöndum. Sumir ferðalangar á vegum þjóðarinnar telja sig samviskusama og skyldurækna með því að halda sér vakandi á öll- um fundum og skrifa langar skýrslur um þær umræður sem fram fara. Svo em þeir til sem detta í það og era ekki mönnum sinnandi eða alls ekki færir um að mæta á fúndum. Báðir þessir hópar vekja nánast enga athygli og falla inn í fjöldann. ísland þarf hins vegar á því að halda að hafa menn á sínum snærum sem draga athygli að landi og þjóð, ekki sist þegar mikilmenni á borð við Bandaríkjaforseta era mætt á staðnum. Það er ekki sama hvemig það er gert. Sumir taka til að mynda upp á því að lengja fundina með því að taka til máls og era öðrum viðstöddum til ama og leiðinda, enda ganga alþjóðafundir alls ekki út á það að tala sem mest né heldur að vera með hug- ann við fúndinn. Sem flestir gera því miður. Það tekur enginn eftir svoleiðis mönnum. Það taka hins vegar allir eftir því ef fimdar- maður leggst fram á borðið og sofnar eða missir niður augnlokumar á mikilvægum augnablikum á löngum fúndi. Svo ekki sé nú talað um þegar heil sendinefnd sofnar í einu. Það er frábært framlag til fundar og verðlauna og verðskuldaðr- ar viðurkenningar og þetta hefúr verið hug- myndarík sendineflid og þjóðholl, með því að gera þetta kúpp, þannig að sjálfur Bush tók eftir. Engin furða þótt íslendingar njóti velvildar þegar kemur að öryggismálum. Fulltrúar hennar era vel skipulagðir og vel vakandi um það hvenær þeir geta lagt sig til sveflis. Allir í einu. Það hefúr enginn leikið eftir. Það á að bjóða Bush til Islands til að hann geti afhent verðlaunin við hátíðlegt tækifæri. Til dæmis næsta sautjánda júní. Dagfari Stuttar fréttir dv Spáir hækkun vísitölu Fjárfestingarbanki atvinnulífsins spáir því að vísitala neysluverðs, sem Hagstofan birtir á morgun, muni hækka um 0,5-0,7% milli mán- aða, eða sem svari til 6,8-7,2% hækk- imar á ársgrundvelli. Forsendur spár FBA er að verð á fatnaði og skóm hækki um 4-5% og verð á mat- vöru hækki um 0,5-1%. Guðmundur hætti Um 84 prósent þeirra sem þátt tóku í atkvæða- greiðslu Vísis þegar spurt var hvort rétt væri að Guðmundur Bjamason sitji áfram í ráðherra- stól fyrst hann vill hætta eru þeirr- ar skoðunar að hann eigi að hætta. Tapaöir vinnudagar Tapaðir vinnudagar vegna vinnu- deilna voru alls 35.092 á síðasta ári. Verkfall Alþýðusambands Vest- fjarða stóð lengst, fyrst í einn dag, 2. apríl, en síðan frá 21. aprfl til til 6. júní eða tæpar sjö vikur. Hiti 98 í beinni Krakkamir í Hita 98 komu heim frá Ibiza í gærkvöld. Þeir verða á beinni línu á Vísi.is frá kl. 12.30 til 14.00 í dag. Arnarfell sigldi á Amarfell, flutningaskip Sam- skipa, lenti í hörðum árekstri við stórt olíuskip undan Rotterdam í Hollandi um tvöleytið í fyrrinótt. Gat kom framarlega á bakborðssíðu skipsins og fossaði sjór inn í lest En dælur höfðu undan og sigldi skipið fyrir eigin rammleik til hafnar. Útvarpsráö frestaði Máli Sigurðar Þ. Ragnarssonar, fyrrum fréttamanns á Sjónvarpinu, var frestað í útvarpsráði í gær. Um- fjöllun um ráðningu tveggja frétta- manna á Sjónvarpið var einnig frestað. Hætt vegna haglóls Úrhelhsrigning og haglél varð til þess að hætta varð sýningu á óperunni Turandot í For- boðnu borginni í Peking í fyrra- kvöld. Kristján Jóhannsson fer þar með annað aðal- hlutverkið í óperunni. Hrint fram af brú Rúmlega tvítug íslensk kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Lúxemborg. Samkvæmt RÚV segir konan að ókunnugur maö- ur hafi hrint sér ffarn af 15 metra hárri göngubrú um kl. 10.30 sl. sunnu- dagsmorgun. Hún er mjaðmagrindar- brotin og með innvortis áverka en er ekki talin í lífshættu. Kaupmáttaraukning Þjóðhagsstofiiun spáir næstum þrefalt meiri kaupmáttaraukningu hér á landi í ár en í helstu viðskipta- löndunum. Hérlendis er spáð 8,3% aukningu en um 3% aukningu í helstu viðskiptalöndunum. Kristinn áfram Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðu- bandalagsins, ætl- ar að bíða niður- staðna í málefna- vinnu vegna sam- eiginlegs fram- boðs vinstri- manna áður en hann kveður upp úr um hvort hann taki þátt í því starfi. Hann segist hins vegar ekki á leið úr flokknum. Burstaormaþing íslendingar bám sigurorö af Bandaríkjamönnum og Japönum, á 6. alþjóðlegu ráðstefiiunni um burstaorma, sem haldin var í Brasilíu fyrir skemmstu og verð- ur næsta ráðstefna á íslandi áriö 2001. Yfir 200 burstaormasérffæð- ingum verður boðið til ráðstefn- unnar. Burstaormar era skyldir ánamöðkum og lifa í sjó. RÚV sagði ffá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.