Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Síða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 Afmæli Sturlaugur Ólafsson Sturlaugur Ólafsson, framhalds- skólakennari við Fjölbrautaskóla Suðumesja, Drangavöllum 6, Kefla- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sturlaugur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Keflavík 1968-72, lærði húsasmíði hjá Þórhalli Guðjónssyni í Keflavík, lauk sveinsprófi í húsa- smíði 1972, stundaði nám við KHÍ og lauk þaðan kennaraprófl 1983. Sturlaugur starfaði hjá Sveini og Þórhalli til 1977 en hefur verið kenn- ari við iðn- og verknámsbraut Fjöl- brautaskóla Suðumesja ffá 1977. Sturlaugur sat í stjórn Iðnsveina- félags Suðumesja um skeið, sat í stjóm Iðnaðarmannafélags Suður- nesja, í stjóm Sambands sérskóla- kennara, sat í byggingar- nefnd Keflavíkur og var formaður hennar. Fjölskylda Sturlaugur kvæntist 21.12. 1968 Ólöfu Björns- dóttur, f. 29.5. 1946, garð- yrkjufræðingi. Hún er dóttir Bjöms Ólafssonar og Margrétar Jóhanns- dóttur, ylræktenda í Reykholti í Borgarfirði. Dætur Sturlaugs og Ólafar em Unnur Sturlaugsdóttir, f. 23.1. 1967, háskólanemi í Reykjavík og er son- ur hennar Davíð Baldursson, f. 11.11. 1983; Margrét Sturlaugsdóttir, f. 1.7. 1968, BA i sálfræði og íþrótta- fræði, búsett í Keflavík en sambýlis- maður hennar er Falur Haröarson Sturlaugur Ólafsson. tölvufræðingur og era dætur þeirra Lovísa, f. 22.7. 1994, og Elfa, f. 21.1. 1998. Systkini Sturlaugs eru Þórir Ólafsson, f. 1944, starfsmaður hjá Olíufé- laginu, búsettur í Kefla- vík; Borgar Ólafsson, f. 1945, vélstjóri á Akureyri; Elín Ólafsdóttir, f. 1946, starfsmaður hjá Tollstjór- anum í Reykjavík; Sigrún Ólafsdóttir, f. 1950, starfs- maður Flugleiða á Keflavíkurflug- velli; Bjöm Ólafsson, f. 1957, útgerð- artæknir og verktaki hjá Norðurál, auk þess sem hann er bóndi að Þúfu í Kjós. Foreldrar Sturlaugs: Ólafur Bjömsson, f. 22.4. 1924, útgerðar- maður í Keflavík, og Margrét S. Ein- arsdóttir, f. 24.1. 1925, d. í október 1966, húsmóðir. Ætt Ólafur er sonur Björns, verk- stjóra í Keflavík, Guðbrandssonar, b. á Hallsstöðum, Jónssonar. Móðir Björns var Kristín Sigríður Hall- dórsdóttir. Móðir Ólafs var Unnur Sturlaugs- dóttir, b. í Akureyjum, Tómassonar. Móðir Unnar var Herdís Jónsdóttir. Margrét var dóttir Einars, blikk- smiðs í Reykjavík, Jónssonar, og El- ínar Jóelsdóttur. Sturlaugur tekur á móti þeim sem vilja samgleðjast honum í Golfskálanum í Leira, fostudaginn 11.9. frá kl. 20.00. Sólrún Ólafsdóttir Sólrún Ólafsdóttir hárgreiðslu- meistari, Sigtúni 8, Patreksfirði, er fertug í dag. Starfsferill Sólrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Ármúlaskóla 1975, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 1979-82, lærði hárgreiðslu og útskrifaðist sem hárgreiðslusveinn 1982. Sólrún fór til Patreksfjaröar 1974 og hefur átt þar heima síðan að undanteknum námsáram við Iðn- skólann. Hún opnaði hársnyrtistofu á Patreksfirði 1982 og hefur starf- rækt hana síðan. Sólrún hefur starfað í mörgum fé- lögum á Patreksfirði, hefur verið formaöur í slysavarnardeildinni Unni á Patreksfirði frá 1994, hefur unnið mikið að foreldrastarfi og viö fjáröflun fyrir Lúðrasveit Vestur- byggðar, hefur setið í stjórn Sam- kórs Vesturbyggðar frá 1996 og er félagi í kvenfélaginu Sif á Patreks- firði. Fjölskylda Sólrún giftist 13.4. 1976 Kristjáni Emi Karlssyni, f. 13.7. 1955, vél- stjóra á Júlíusi Geirmundssyni ÍS. Hann er sonur Karls Kristjánsson- ar, bifreiðastjóra í Kópavogi, og Magndísar Guðrúnar Gísladóttur húsmóður, lengst af á Patreksfirði en hún lést 1993. Uppeldisfaðir Kristjáns Amar var Gestur Ingimar Jóhannesson sem lést 1996, vélstjóri á Patreksfirði. Börn Sólrúnar og Kristjáns Amar era Leiknir Kristjánsson, f. 31.3. 1978, stúdent; Ólafur Byron Krist- jánsson, f. 16.9. 1984, nemi við Pat- reksskóla; Sigurbjörg Kristjánsdótt- ir, f. 16.9. 1984, nemi við Patreks- skóla. Systkini Sólrúnar era Þorvarður Kári Ólafsson, f. 15.6.1957, tölvunar- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Erlu Stefánsdóttur matvælafræð- ingi; Bryndís Ólafsdóttir, f. 11.4. 1961, hjúkranarfræðingur í Kópa- vogi, gift Bimi Harðarsyni liflræð- ingi; Svanhildur Ólafsdóttir, f. 3.4. 1966, tanntæknir í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Magnús Einarsson húsasmíðameistari. Foreldrar Sólrúnar: Ólafur Byron Guðmundsson, f. 6.8. 1925, d. 5.11. 1984, verkamaður í Reykjavík, og Auðbjörg Jóhannsdóttir, f. 3.7. 1931, starfsstúlka við Sjúkrahús Reykjavík- ur. Ætt Meðal systkina Ólafs er Margrét Erla, móðir Egils Ólafssonar söngv- ara. Ólafur var sonur Guðmundar, vélstjóra á Eyrarbakka, Jóhannsson- ar, smiðs á Eyrarbakka, bróður Eggerts, afa Egg- erts G. Þorsteinssonar, Þorsteins fiskimálastjóra og Guðrúnar, ömmu Þorsteins Eggertssonar textahöf- undar. Jóhann var sonur Gísla, b. í Steinkoti, Gíslasonar, og Gróu Egg- ertsdóttur, frá Haga í Holtum. Móð- ir Gróu var Þorbjörg Brandsdóttir af Víkingslækjarætt. Móðir Guð- mundar vélstjóra var Ingibjörg Rögnvaldsdóttir frá Ásum í Hrepp- um. Móðir Ingibjargar var Guð- björg, systir Guðrúnar, ömmu Vil- hjálms frá Skáholti. Guðbjörg var dóttir Guðmundar, b. á Löngumýri í Hreppum, bróður Ögmundar, foður Salvarar, langömmu Tómasar Guð- mundssonar, en Salvör var einnig Sólrún Olafsdóttir. amma Bjarna, langafa Errós, og amma Salvarar, langömmu Björns Th. Björnssonar. Móðir Ólafs var Bríet Ólafsdóttir, á Króki á Álftanesi, Þorvarðarson- ar, b. á Hliði, Jónssonar, b. á Sogni, Ásbjömsson- ar. Móðir Ólafs á Króki var Birgit, systir Hall- dórs, afa Halldórs Lax- ness. Birgit var dóttir Jóns, b. á Núpum. Móðir Bríetar var Guðbjörg Guðmunds- dóttir, frá Norðurkoti í Vogum. Móðir Guðbjargar var Birget, dóttir Ólafs, b. í Hvammi í Ölfusi, Ás- bjömssonar, og Inghildar Þórðar- dóttur. Móðir Inghildar var Ingveld- ur, systir Gísla, langafa Vilborgar, ömmu Vigdísar forseta, Ingveldur var dóttir Guðna, ættfóður Reykja- kotsættarinnar, Jónssonar. Auðbjörg er dóttir Jóhanns Jóns- sonar frá Fáskrúðsfirði og Þorbjarg- Eir Hávarðsdóttur frá Eskifirði. Sólrún og Kristján Öm taka á móti vinum og vandamönnum að heimili sinu, Sigtúni 8, Patreksfirði, laugardaginn 12.9. eftir kl. 17.00. Jóhannes Geir Gíslason Jóhannes Geir Gísla- son, bóndi í Skáleyjum, er sextugur í dag. Starfsferill Jóhannes fæddist í Skáleyjum og ólst þar upp. Hann lauk búfræði- námi frá Hvanneyri 1958. Jóhannes var bóndi í Flatey 1968-77 og er bóndi í Skáleyjum frá 1977, en þar býr hann nú félagsbúi við bróður sinn, Eystein Gíslason. Þeir bræður era í fimmta lið bú- enda frá Pétri Jónssyni og Margréti Magnúsdóttur sem hófu búskap í Skáleyjum 1821, en ættin mun þó vera eldri þar i eyjunum. Pétur og Margrét sátu Innribæ sem þá var fjórðungur jarðarinnar í Skáleyjum og hefur ættin kennt sig við Innri- bæinn þótt nú sé jörðin eitt býli. Jóhannes hefur gegnt ýmsum fé- lagsstörfum, setið í hreppsnefnd Flateyjarhrepps og síðar í hreppsnefnd Reykhóla- hrepps á fyrstu árum hans. Þá var hann hrepp- stjóri í Flateyjarhreppi um árabil. Hann var full- trúi á Stéttarsambands- þingi bænda um árabil og hefur sinnt fleiri trúnað- arstörfum fyrir sína sveit. Jóhannes Geir Gíslason. Fjölskylda Fyrrv. kona Jóhannesar er Svanhildur Jónsdóttir, f. 19.9. 1942. Sambýliskona Jóhannesar frá 1983 er Sigríður Ásgrímsdóttir, f. 30.1.1931, húsfreyja. Stjúp- og fósturbörn Jóhannesar era Tryggvi Gunnarsson, f. 9.5.1963, starfsmaður við ferðaþjónustu í Flatey; Þórdís Una Gunnarsdóttir, f. 15.4. 1965, húsmóðir í Mosfellsbæ. Böm Jóhannesar era Helga Mar- ía, f. 23.2. 1969, kennari í Grundar- firði; Hildigunnur, f. 23.3. 1972, hjúkrunarfræðingur á Akureyri. Jóhannes er fimmti i röðinni sjö systkina sem öll era á lífi. Foreldrar Jóhannesar vora Gísli Einar Jóhannesson, f. 1.1. 1901, d. 27.1. 1984, bóndi i Skáleyjum, og k.h., Sigurborg Ólafsdóttir, f. 26.6. 1904, d. 5.3. 1984, húsfreyja. Ætt Föðurforeldrar Jóhannesar voru Jóhannes Jónsson, b. í Skáleyjum, og k.h., María Gísladóttir. Jóhannes var sonur Jóns Guðmundssonar úr Bjarn- eyjum og Kristínar Pétursdóttur. Mar- ía var dóttir Gísla Einarssonar og Kristínar Jónsdóttur úr Hvallátrum. Jóhannes og María voru uppeldis- systkin, en Gísli og Kristín Péturs- dóttir voru hvors annars seinni mak- ar. Systir Kristínar úr Hvallátrum var Sesselja, móðir skáldanna Ólínu og Herdísar Andrésdætra og Maríu frá Stykkishólmi er náði hundrað og sex ára aldri. Önnur systir Kristínar var Sigríður, móðir Björns Jónssonar, ráðherra og ritstjóra, fóður Sveins for- seta. Kristín Pétursdóttir var dóttir Pét- urs Jónssonar, b. i Skáleyjum, og k.h., Margrétar Magnúsdóttur frá Skógum, fóðursystur Matthíasar Jochumsson- ar. Sigurborg var dóttir Ólafs Berg- sveinssonar, b. og skipasmiðs í Hval- látrum, og Ólínu Jónsdóttur frá Hlíð í Þorskafirði. Ólafur var sonur Berg- sveins, b. í Bjameyjum, Ólafssonar og Ingveldar Skúladóttur. Foreldrar Bergsveins voru Ólafur, b. og hag- leiksmaður í Sviðnum, Teitsson og kona hans Björg, dóttir Eyjólfs, b. í Svefneyjum, Einarssonar. Jóhannes hélt upp á afmælið í Bjarkarlundi þann 5.9. s.l. Til hamingju með afmælið 9. september 95 ára Tryggvi Jónatansson, Litla-Hamri, Eyjafjarðarsveit. 85 ára Guðmar Gimnlaugsson, Stekkjargerði 6, Akureyri. 80 ára Fjóla Símonardóttir, Strandgötu 83, Hafnarfirði. Símon Guðjónsson, Hraunbæ 92, Reykjavík. 75 ára Agnete Simson, Hlíðargerði 15, Reykjavík. Björg Sigurrós Jóhannsdóttir, Mið-Mói, Fljótum. Guðmundur Guðmundsson, Núpi III, Vestur-Eyjafjallahr. Guðrún Gísladóttir, Hrismóum 4, Garðabæ. Jóhann Sigurðsson, Snorrabraut 56, Reykjavík. Ólafur Guðbrandsson, Merkurteigi 1, Akranesi. 70 ára Guðrún Soffia Jónsdóttir frá Teygsskógi, Grensásvegi 60, Reykjavík. Hún er að heiman. Jensina Guðmundsdóttir, Miðbraut 2, Seltjamarnesi. 60 ára Guðni Ásmundsson, Fjarðarstræti 19, ísafirði. Sólveig Guðmundsdóttir, Stakkhömram 1, Reykjavík. 50 ára Guðrún Halldóra Guðmundsdóttir, Álfhólsvegi 118, Kópavogi. Hilmar Jósefsson, Hafnarbyggð 5, Vopnafirði. Kristján Finnsson, Steinum II, Djúpavogi. Stefán Pétur Sveinsson, Búhamri 12, Vestm.eyjum. 40 ára Anne Biehl Hansen, Klængsseli, Gaulveijab.hr. Finnur B. Sigurbjömsson, Kirkjugötu 21, Hofsósi. Gróa I. Kristmannsdóttir, Mánatröð 4, Egilsstöðum. Guðriður Jónsdóttir, Sunnubraut 54, Kópavogi. María Jósefsdóttir, Kirkjubraut 12, Akranesi. Páll Hagbert Guðlaugsson, Bleikjukvísl 22, Reykjavík. Pálmi Tómasson, Kjarrhólma 34, Kópavogi. Sigríður Pálsdóttir, Hlíðarhjalla 21, Kópavogi. Sigrún Helga Diðriksdóttir, Skólagerði 43, Kópavogi. Öm Eysteinsson, Meðcdholti 5, Reykjavík. Ólína Þorvarðardóttir leiðrétting I afmælisgrein sem birtist í gær um Ólínu Þorvarðardóttur, þjóðfræð- ing og fyrrv. borgarfulltrúa og frétta- mann, slæddust inn þijár meinlegar villur sem hér með verða leiðréttar. 1 upptalningu á systkinum Ólínu féll niður nafn á systur hennar, Mar- gréti Þorvarðardóttur, f. 22.11. 1949, hjúkrunarfræðingi í Litháen. Þá var því ranglega haldið fram að Dýrfinna Jónsdóttir væri hálfsystir Ólínu, sammæðra. Þær era hálfsyst- ur, samfeðra. Loks var sagt að Eirík- ur Jónsson dagskrárgerðarmaður, væri sonur Margrétar, fóðursystur Ólínu. Hið rétta er að Eiríkur er son- ur Jóns, fóðurbróður Ólínu. Þessum leiðréttingum er hér með komið á framfæri og viðkomendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.