Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 28
52 MIÐVKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 H>"V nn Ummæli Ætluðu að hlæja að okk- ur öllum „Ég held að þetta hafi verið , almenn flflalæti í , Frökkunum. Þeir tóku lífinu létt, ætluðu aö i koma hingað , norður og , hlæja að okkur öllum.“ i Jóhann Frið- geir Valdimars- son óperusöngvari, sem söng þjóðsöngvana á landsleik íslendinga og Frakka, í Degi. Snjallari en hinir strákarnir „Vera má að gamli skóla- stjórinn hafi hitt naglann á höfuðið forðum. Hann á að hafa sagt: „Kári er snjaUari en hinir strákamir en hann getur ekkert að því gert“.“ Jón A. Gissurarson, fyrrv. skólastjóri, í Morgunblaðinu. Hann skal liggja „Það hafa margir deflt á mig fyrir að vera með þennan vitleysing í kappreiðum en hann skal liggja. Ég j hætti ekki fyrr en hann liggur.“ Erling Sig- urðsson, um skeið- hest sinn Annar, í DV. Davíð og Golíat „Við erum ekkert að leika Davíð og skora Golíat á hólm , en þaö leggst aftur á móti vel í okkur að keppa við íslands- flug.“ Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastj. Myflugs hf„ i Degi. Kyssir áfram vöndinn „Arthur (Bogason) heldur áfram að kyssa vöndinn og ger- ir það í nafni hins hrjáða og sundurslitna hóps smáút- gerðarmanna á íslandi. Foringi talar ekki eins og þessi maður talar.“ Garðar Björgvinsson, í DV. Kennari sem ekki þarf að kenna „Við getum orðað það þannig að kennari við Lýðskól- ann kenni ekki neitt.“ Oddur Albertsson skóla- stjóri, í Degi. Flensborgarskóli g Rölt um ■ ■■ Upplýsingamiðstöð —s Sjóminjasafn fslands —■ Byggðasafn - hús Bjarna Sívertsens A. Hansen- Póst- og símaminjasafnið Sveinn Þormóðsson ljósmyndari: Fann hvað ég hafði lést mikið þegar ég tók upp sementspoka „Ég hef tekið þátt í Kópavogs- sundinu í þau fimm ár sem það hef- ur verið haldið. í fyrstu tvö skiptin synti ég rúmlega 5000 metra og var þá ekkert að hugsa um bikara eða sæti. Strax þriðja árið kom upp gamla keppnisskapið þegar ég — sá þessa glæsilegu bikara og hef ég unnið í mínum flokki síðan, ___ fyrst í 61-70 ára og síðan í 71 árs og eldri,“ segir Sveinn Þormóðsson, hinn kunni blaðaljósmyndari, sem synti í Kópavogssundinu síðastlið- inn sunnudag 9,2 kílómetra og sigr- aði auðveldlega í sínum flokki. Sveinn getur aðeins synt bringu- sund vegna slysa sem hann hefur orðið fyrir á lífsleiðinni og syndir þar að auki hægt og var hann rúm- ar niu klukkustundir að synda vegalengdina: „í þetta skiptið voru það hnén sem gerðu mér erfiðast fyrir en ég er með gervihné og þeg- ar leið á sundið fór ég að finna fyr- ir sólbruna. Úthaldið var í lagi eins og alltaf áður svo ég ákvað að bæta eldra met mitt frá í fyrra og bætti það um 100 metra.“ Sveinn var á sínum yngri árum i Sundfélaginu Ægi og keppti þá í skriðsundi: „Eftir að ég lenti í slysi í Vestmannaeyjum og fékk þriðja stigs bruna hætti ég að synda í mörg ár, aðallega vegna þess að ég var svo öróttur að ég hálfskammað- ist min fyrir að láta sjá mig. Sundið átti þó alltaf hug minn og loks hafði ég mig í að fara í Sundhöflina og ég rétt náði kaðlinum við 25 metra markið. Þá hugsaði ég með mér að þetta gengi ekki lengur og hef synt meira og minna síðustu átján árin, síðustu fimm árin hef ég eingöngu synt í Kópavogslauginni sem býður upp á bestu sundaðstöðuna, búningsklefaað- staða mætti þó vera betri. Það er þó ekki út af brunanum sem ég get ein- göngu synt bringusund. Fyrir nokkrum árum lenti ég i bílslysi og Maður dagsins hreyfa mig, verð allur mikið léttari þótt ekki syndi ég hratt og meðan heilsan er í góðu lagi mun ég halda áfram að synda.“ Sveinn hefur verið starfandi blaðaljósmyndari lengur en — nokkur annar, starfaði fyrst á Morgunblaðinu en siðan á Dag- ___ blaðinu og DV þegar Dagblaðið sameinaðist Vísi: „Ég seldi fyrstu myndimar árið 1950 og gekk í Blaðamannafélagið 1956 og var þá fyrsti ljósmynd- arinn sem gekk í félag- ið.“ Eigin- kona Sveins er Dagfríður Pétin'sdóttir og eiga þau sjö uppkomin böm. HK Sveinn Þormóðsson. fór hægri höndin mjög illa út úr því og get ég ekki rétt úr henni nóg til að geta synt skriðsund og baksund. Sveinn hefur ekki aðeins afrek- að að synda mikið heldur hefur hann lést mikið á síðustu sex ámm: „Ég var orðinn 154 kíló en er í dag 93 kíló. Kilóin hafa farið af mér jafnt og þétt og hef ég ekki bætt neinu á mig á þessu tímabili. Ég fann hvað ég hef lést mikið þegar ég tók upp 50 kílóa sementspoka, þá varð mér að orði: „Þetta burðaðist ég með 1 mörg ár, hvað var ég að hugsa?“ og ákvað að aldrei skyldi ég burð- ast með slíka þyngd á mér aftur.“ Sveini seg- ist líða af- skaplega vel í vatn- inu: „Vatnið gerir það að verk- um að ég á auð- veldara með að Kvöldganga í Borgarfirði Ungmennasamband Borg- arfjarðar og Skógræktarfé- lag Borgarfjarðar efna til kvöldgöngu um Litla-Skarð í kvöld. Gangan hefst kl. 20 við bæinn Litla- Skarð við þjóð- veg nr. 1, um tvo kílómetra fyrir norðan Munaðames. Birgir Hauks- son skógarvörður mun fylgja göngumönnum um þetta fallega skógræktar- svæði og fræða þá um sögu þess og nánasta umhverfi. Allir eru velkomnir í göng- una. Foreldrafélag misþroska barna Rabbfundur verður hjá Foreldrafélagi misþroska barna í kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Á dagskránni em umræður um stöðuna hjá misþroska bömum i upp- hafi skólaárs og hvaða leið- ir em færar til að vinna að úrbótum fyrir þennan hóp bama sem oft verður oln- bogabam í skólakerfinu. Kynningarfundur Helga Sigurjónsdóttir, sem samið hefur kennslu- bækur í stærðfræði, heldur kynningarfund á bókum sínum fyrir þá sem áhuga hafa í kaffistofu Gerðar- safns í Kópavogi í dag kl. 16.30. Samkomur Myndgátan Lausn á gátu nr. 2198: Varpar ljósi á málið Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Bjarni Haukur Þórsson leikur hell- Isbúann. Hellisbúinn í kvöld verður sýning á leikrit- inu Heflisbúaninn í Islensku óper- unni, en verk þetta hefur vakið at- hygli í sumar og verið góð aðsókn að því. Aðeins einn leikari er í sýningunni, Bjami Haukur Þórs- son. Hugmyndina að verkinu, sem fjallar um samskipti kynjanna, má rekja til leikritsins Defending the Caveman eftir Rob Becker, en það leikrit hefur verið á fjölunum vestur í Bandaríkjunum í sex ár og þegar það var fmmsýnt á Broa- dway skákaði það aðsókn að söng- leikjum eins og Beauty and the Beast og Sunset Boulevard. Leikhús Hellisbúinn er verk sem karlar og konur eiga að sjá saman. Verk- ið á að geta gefið lexíu um hitt kynið og gæti ef til vill hjálpað fólki að skilja ýmislegt í fari makans sem hingað tii hefur ver- ið torskilið. Hallgrimur Helgason rithöfúnd- ur skrifaði Hellisbúann og byggir hann verkið á hugmynd Beckers. Sigurður Sigurjónsson er leik- stjóri. Bridge Hvaða sögn ætli sé best á hendi suðurs eftir opnim andstæðings á hægri hönd? Andstæðingamir era á hættu gegn utan. Spflið kom fyrir i úrslitaleik Þýskalands og Austurríkis í kvennaflokki á HM í Lille um siðustu helgi. Þar sem austurrísku konumar sátu í NS, ákvað Sylvia Terraneo að stökkva beint í 5 tígla. Vestur ákvað að dobla, en eftir spaðaútspil andstöðunnar, var ekki nokkur leið að hnekkja þeim samningi. Terraneo gat trompað lauf tvisvar sinnum í blindum og gaf aðeins sitthvom slaginn á láglitina. Suður tók aðra ákvörðun á hinu borðinu í leiknum: * ÁDG32 * 108532 * 52 * Á * K1054 * KG96 * 3 * D732 4 8 4» - -f ÁK109764 * G10864 Austur Suður Vestur Norður Fischer Amim Weigk. Auken 1 4 ♦ 4 •* * dobl p/h Fjögurra tígla sögnin heppnaðist enn betur, því vestur gat lítið annað gert en að segja 4 hjörtu. Sabine Auken gat doblað þann samning með góðri samvisku. Útspilið var tígulkóngur og síðan skipt yfir í laufgosa. á þessu stigi málsins, vissi sagnhafi lítið um hendur andstæðinganna. Vel var hugsanlegt að laufgosinn væri frá tvíspili og með þá legu fyrir augum, setti ságnhafi drottninguna í blindum. Eftir þá byrjun var útlitið ekki gott og sagnhafi fór að lokum 3 niður (800) og Terraneo hefur eflaust verið svekkt með að tapa 6 impum á þessu spili. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.