Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Page 10
I lenmng MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 Bæjarleikhús • • • Stórtíðindi úr menningarlífl Hafn- arfjarðar á þessu hausti eru þau að Hafnarfjarðarleik- húsið Hermóður og Háðvör hefur eflst að tækjakosti svo að nú verður hægt að hafa fleiri en eina sýningu á fjölunum á sama tíma. Fram að þessu hafa aðstandendur þess orðið að hætta sýningum á einu verki þegar farið var að æfa annað á svið- inu, nú í vetur ætla þeir að vera með allt upp í þijár sýningar í gangi í einu. „Má segja að þetta sé lítið skref fyrir mannkyn- ið en risavEixið fyrir leikhúsið,“ segir í frétt frá leikhúsinu. Hinir hugumstóru aðstandendur Hafnarfjarðarleikhússins. Feðgar og virusar Hermóður og Háðvör hafa allt frá upphafi vakið athygli fyrir óvenjulegar og frumleg- ar uppfærslur - og nægir að minna á Himnaríki eftir Árna Ibsen því til staðfest- ingar. í janúar sl. var frumsýnd leikgerð Gunnars Helgasonar og Hilmars Jónssonar á alþekktri islenskri bamamynd, Síðasta bænum í dalnum, eftir Loft Guðmundsson (sagan) og Óskar Gíslason (kvikmyndin). Fáum datt í hug að hugmyndin væri góð - að flytja kvikmynd sem varð frægust fyrir frumstæðar en vel heppnaðar kvikmynda- brellur - upp á svið. En það tókst svo prýði- lega að á sunnudaginn siglir Síðasti bærinn í dalnum inn í sitt annað leikár. í frétt frá leikhúsinu segir að í vetur stefni í „alíslenskustu verkefnaskrá leik- húsheimsins í dag“. Það er ekki orðum auk- ið því þrjú ný íslensk leikrit verða heims- frumsýnd hjá Hermóði og Háðvöru í vetur. Hið fyrsta þeirra er Við feðgamir eftir Þor- vald Þorsteinsson sem verður fmmsýnt upp úr miðjum september. Þorvaldur hefur áður samið m.a. leikritin Skilaboðaskjóðuna fyr- ir Þjóðleikhúsið, Maríusögur fyrir Nem- endaleikhúsið og Beina útsendingu fyrir Loftkastalann, afar ólík verk innbyrðis eins og leikhúsrottur vita. í þetta sinn hefur hann samið stofudrama með hafnfirskum brag - „sem sagt óvenjulegt stofudrama", eins og aðstandendur segja. Leikstjóri Okk- ar feðganna er Hilmar Jónsson sem verið hefur einkasnillingur þeirra Hafnfirðinga um hríð, en nú hafa erlendir aðilar fengið augastað á honum svo ekki er að vita hvern- ig gengur að halda honum á landinu. I nóvember verður nútímaverkið Virus fmmsýnt í samvinnu við Stoppleikhópinn. Þar verður tekið á tölvuvandanum sem DV-mynd E.ÓI. blasir við um árþúsundamótin. „Óvenjulegt gamanleikrit um íslendinga á barmi heims- frægðar og hvemig þeir takast á við frægðina,“ segir i fréttinni. „Em sölusamningar í höfn? Er forritið til- búið? Ert þú konan mín? Þessum og fleiri áleitnum spumingum verður svarað í verkinu." Höfundar Vimss eru Ármann Guðmundsson, Þor- geir Tryggvason og Sævar Sigur- geirsson, sem þekktir em fyrir bráðsnjöll leikrit sín fyrir Hugleik, en leikstjóri verður Gmrnar Helga- son. Eftir áramót verður svo frum- sýnt nýtt leikrit eftir Árna Ibsen, Ibsen þeirra Hafnfirðinga. Efni þess og heiti liggur milli hluta enn sem komið er en að- dáendur Áma, Hermóðs og Háðvarar geta farið að hlakka til. þar Sannfærandi svartar rósir Ung söngkona, Kristín R. Sigurðar- dóttir sópran, hélt tónleika í Listasafni Kópavogs á mánudagskvöldið. Á efnis- skránni vora lög og aríur eftir Pergo- lesi, Paisello, Merikanto, Björgvin Þ. Valdimarsson, Rossini og fleiri. Um meðleikinn sá Jónas Ingimundarson pí- anóleikari. Að hefja tónleika er alltaf erfitt og betra að flytja eitthvað í upphafi þeirra sem maður kann aftur á bak og áfram og Kristín söng fyrst Se tu m’ami eftir Pergolesi, og Nel cor piu non mi sento eftir PaiseOo. Þessi lög em sungin af nánast öllum söngnemendum og flestir píanóleikarar sem eitthvaö vinna með söngvurum eru fyrir löngu komnir með ógeð á þeim. Sömu sögu má trúlega segja um She never Told Her Love og Das Leben ist ein Traum eftir Haydn. Jónas Ingimundarson sýndi þó engin svipbrigði, þvert á móti lék hann dún- mjúkt og fallega á slaghörpuna og einnig söng Kristín prýðilega eins og við var að búast af söngkonu sem hefur verið mörg ár í námi. Tónlist Jónas Sen Næst á dagskrá vom Jeg rejste en deilig sommerkvæld og Hytten eftir Grieg. Hið fyrmefnda er samið við sér- lega væmið ljóð eftir John Paulsen og til gamans era hér nokkur gullkorn: „Um hvað hugsar spengilega stúlkan á dreymandi sumarkvöldi? Alein í þröng- um dal; mun þráin ei svifa yfir fjöllin? Þá svarar lúðurinn!" Kristín söng þessi lög ágætlega; hún hefúr fal- lega rödd en kannski ekki sérlega hljómmikla enn sem komið er. Það er ennþá dálítill nemendabragur á söng hennar; til dæmis vant- ar stundum fókus í röddina, tónarnir einstöku sinnum ómótaðir, sérstaklega á neðra sviðinu. Önnur lög fyrir hlé voru Min alskade og Rukous - Maríubæn eft- Kristín R. Sigurðardóttir - efnileg óperusöngkona. ir Merikanto, einnig Spánet pá vattnet og Svarta rosor eftir Si- belius. Kristín söng þar viða fallega, sérstaklega var Svarta rosor kraftmikið og sannfær- andi. Maríubæn Merikantos var einnig nokkuð vel flutt, kannski dálítið órólega. Eftir hlé var komið að tveim- ur stórundarlegum lögum eftir Björgvin Þ. Valimarsson, Mamma og Bikarinn. Hið fyrra var óskaplega hugljúft, svo mjög að maður fékk sting í hjartað. Hið síðara samanstóð af síendurteknum rólegheita- hendingmn, sem skyndilega umbreyttust í svo yfirgengi- lega tilfínningasemi að manni féll allur ketill í-eld. Þetta er ekki góð tónlist, en þess ber þó að geta að Björgvin hefur samið mörg prýðileg lög, að ónefndum frábærum byrjenda- bókum fyrir píanónemendur. En Kristín söng Mömmu og Bikarinn ágætlega, sem og hin íslensku lögin, Sáuð þið hana systur mína eftir Pál ísólfsson, Vorvind og Svanurinn minn syngur eftir Sigvalda Kalda- lóns. Lag Páls var þó dálítið óskýrt og mátti kenna þar um ómarkvissri raddbeitingu. Að lokum fluttu þau Kristín og Jónas þrjár aríur, Donde lieta úr La bohéme eftir Puccini, Ecco: respiro appena úr Adriana Lecouvreur eftir Ciléa, og Una voce poco fa úr Rakaranmn frá Sevilla eftir. Rossini. Óperusviðið virðist eiga betur við Kristínu en ljóðasöngur því aríumar voru yfirleitt glæsilega fluttar. Arían eftir Rossini er tölu- vert krefjandi og sýndi Kristin þar að hún er efnileg óperusöngkona sem getur náð langt í tónlistarheiminum ef henni bara tekst að sleppa fram af sér beislinu í túlkun og aga sig tæknilega um leið. Gísli kveður í Dansinum 23. þessa mánaðar verður nýja kvikmyndin hans Ágústs Guðmundssonar, Dansinn, fmm- sýnd í Háskólabíói. Það er heilmikið tilhlökkun- arefni að sjá nýja kvikmynd eftir Ágúst, og ekki aðeins vegna þess að hann er leikstjórinn. í fyrsta lagi er hún gerð eftir sögu Williams Heinesens og söguþráðurinn með tryggður; í öðm lagi leik- ur Gunnar Helgason sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í henni og af því hann er svo sólginn í frægð og frama - eins og segir í frétt frá ísfilm - féllst hann á að koma nakinn fram. Og í þriðja lagi fáum við að sjá og heyra hinn nýlátna snilling Gísla Halldórsson leika sagnaþulinn Nikulás og kveða færeysk danskvæði af list. Dansinn er samvinnuverkefni kvikmyndafyr- irtækja á Norðurlöndum, Þýskalandi og Bret- landi, en sérstaka athygli vekur að British Screen skuli styrkja myndina. Þeir em ekki vanir að leggja fé í norrænar kvikmyndir. Guðbergur með þrjár bækur Athygli vekur í forlagsfréttum Forlagsins að þrjár bækur koma út eftir Guðberg Bergsson í ár. Fyrst ber þar að telja framhaldið af uppvaxt- arsögu hans, Faðir og móðir og dulmagn bemskunnar, sem kom út í fyrra og hlaut ís- lensku bókmenntaverðlaunin. Nýja bókin heitir Eins og steinn sem hafið fágar og verður spenn- andi að vita hvort Guðbergur hlýtur bók- menntaverðlaunin hið þriðja sinn fýrir hana. Hann hlaut þau einnig fyrir Svaninn eins og menn muna. Svo skrifar Guðbergur bókina Ævi og list Sæmundar Valdimarssonar, þess sér- kennilega listamaims. Og hann tak- markar sig ekki við íslenska lista- menn. Þriðja bókin er óvæntust. Hún heitir Kenjamar og geymir túlkanir Guðbergs á 80 kop- arstungna flokki eftir Goya sem kallaður er „Los Caprichos". Þar dregur Goya fram fjölmargar mannlegar kenjar á margræðum myndum sem Guðbergur skýrir og spinnur í kringum af inn- sæi og fjöri. Mælistika allra hluta Út er komin í Bandaríkjunum ævisaga Al- freds Kinsey sem setti Bandaríkin á annan end- ann um miðja öldina með nýstárlegum rann- sóknum sínum á kynlífi landa sinna. í ævisög- unni, Sex: The Measure of All Things, kemur fram að Kinsey var - eins og fleiri þekktir land- ar hans - með kynlíf á heilanum. Ekki var hann þó mikill framkvæmdamaður á þessu sviði, að því er virðist, heldur var hann „voyeur” eða gægir, sem neyddi jafnvel samstarfsmenn sína til ástarleikja sem hann horfði á og tók á filmu, og hann hafði svo ákafan áhuga á kynlifi við- mælenda sinna að þeir urðu nánast fómarlömb þessa áhuga hans. Þó vill höfundur ævisögunn- ar, Jonathan Gathome-Hardy, meina að Kinsey hafi ekkert haft sérstaklega mikinn áhuga á kvenfólki. Vináttusamband hans við karla hafi verið mun nánara. í þessu sjá gagnrýnendur skýringu á undirlúrandi kvenfyrirlitningu í skrifum Kinseys. Eru Árni og Stella skyld? Njósn hefur borist af því að væntanleg sé fyr- ir jólin spennusaga eftir Áma Þórarinsson blaðamann og sjónvarpsmann með meiru. Hún hefur enn ekki fengiö nafh, en þar segir frá einhleypum, drykkfelldum og kvensömum blaðamanni sem flækist inn í hrottalegt morðmál á flug- vallarhóteli á íslandi og fylgir því eftir fyrir hönd síns miðils. Leikurinn berst víða, meðal annars til Kanada, og óvæntustu at- burðir gerast. Tvær spumingar vakna. Önnur er hvort sagan sé aö einhverju leyti sjálfsævi- söguleg (sbr. blaðamannsstarfið) og hin er sú hvort Ámi Þórarinsson sé kannski eitthvað í ætt við Stellu nokkra Blómkvist sem athygli vakti fyrir Morðið í stjórnarráðinu í fyrra. Gaman verður fyrir textafræðinga að bera bæk- ur þeirra saman. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.