Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 5 Fréttir Málaferli Húsnæðisstofnunar gegn Húseigendafélaginu: Kostuðu stofnun- ina 1,4 milljónir - á stofnunin æru starfsmanna sinna? spyr formaður Húseigendafélagsins Stefna, félag vinstrimanna, flaggar þrem þingmönnum: Kostnaður Húsnæðisstofnunar vegna meiðyrðamála, sem stofhunin höfðaði á hendur Húseigendafélag- inu og formanni þess, Sigurði Helga Guðjónssyni hæstaréttarlögmanni, vorið 1997 fyrir hönd stofnunarinn- ar og 13 starfsmanna hennar er 1.357.000 krónur fyrir utan VSK samkvæmt upplýsingum stofnunar- innar. Á sínum tima stefndi Húsnæðis- stofnun fyrir hönd 13 starfsmanna sinna Sigurði Helga Guðjónssyni, framvkæmdastjóra Húseigendafé- lagsins, fyrir meiðandi ummæli um starfsmenn stofnunarinnar og hana sjálfa. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm f málinu 25. júní 1997 og voru ýmis ummæli Sigurðar Helga Guðjónssonar dæmd dauð og ómerk og Sigurður dæmdur til að greiða miskabætur hverjum og einum Sigurður E. Guðmundsson. stefhenda, auk sektar, máls- og birt- ingarkostnaðar. Sigurður áfrýjaði og Hæstiréttur sýknaði hann að mestu en gerði honum að greiða hveijvun og einrnn stefnenda 25 þús- und krónur í málskostnað. Dómur Hæstaréttar féll 2. apríl í vor. DV spurði skriflega með vísan til upplýsingalaga um kostnað Hús- næðisstofnunar vegna þessara málaferla fyrir héraðsdómi annars vegar og Hæstarétti hins vegar. Þá var óskað eftir sundurliðun á kostn- aði stofnunarinnar vegna hvers og eins þeirra starfsmanna sem stefnt var vegna. í þriðja lagi var spurt hvort stjóm Húsnæðisstofnunar hafi ákveðið að fara út í málaferlin og ef ekki, hver þá? í svari Húsnæðisstofhunar, sem undirritað er af Sigurði E. Guð- mimdssyni framkvæmdastjóra, seg- Sigurður Helgi Guðjónsson. Peningabraskarar éta þessa þjóð upp til agna - segir Ögmundur Jónasson alþingismaður „Það er tími til kominn að hefja fána vinstrihreyfmgar að húni á ís- landi. Að öðmm kosti éta peninga- braskarar þessa þjóð upp til agna - með húð og hári. Við eigum betri og bjartari framtíð skilið,“ sagði Ög- mundur Jónasson, formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, í samtali við DV. Hann kallar á vinstrimenn til starfa. Á fréttamannafúndi í gær kynnti nýtt vinstra afl, Stefna, félag vinstri- manna, fúndaröð sem fjalla mun um ýmis grundvallarmál stjórnmál- anna, jafnrétti, umhverflsmál og ut- anríkismál. Ögmundur sagði að hér væri aðeins forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Stefna stefnir ekki að framboði. Ögmundur segir félagið hluta af ís- lenskri vinstrihreyfmgu. „Það er mín trú að það muni koma framboð á vegum íslenskrar vinstrihreyfing- ar en ekki undir merkjum Stefnu," sagði Ögmundur Jónasson. Á málfundunum sem fram undan eru munu þrír þingmenn koma fram, Steingrímur J. Sigfússon sem ræðir um utanríkismál, Hjörleifur Guttormsson um umhverfismál auk Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur og formaður BSRB. Ögmimdar. Blaðið hefur vissu fyrir því að fundarstjórar komi frá Kvennalistanum, þær Kristin Ein- arsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson, en hvorug þeirra mun enn hafa verið innrituð í Stefnu. -JBP Húsnæðisstofnun ríkisins greiddi þann kostnað sem hlaust af málaferlum Húseigendafélaginu. ir að Húsnæðisstofnun hafi greitt allan málskostnað fyrir sig og starfsfólk sitt í málaferlum þessum. Með sama hætti hafi allur sá máls- kostnaður, sem Húseigendafélagið/ Sigurður Helgi Guðjónsson voru dæmd til að greiða, nmnið til stofh- unarinnar. Loks segir að Húsnæðis- stofhun hafi ákveðið að fara út í til- greind málaferli með vitund og vilja húsnæðismálastjórnar, enda hafi verið vegið að æru og starfsheiðri hennar og starfsfólksins umrædda. Sigurður Helgi Guðjónsson segir í samtali við DV að það sé óeðlilegt og jafnvel út í hött að Húsnæðis- stofnun kosti málaferli vegna æru starfsmanna sinna. „Við hinir verð- um að veija æruhróið okkar á eigin kostnað og ábyrgð. Æra starfs- manna Húsnæðisstofnunar virðist af einhveijum ástæð- um vera talin þess eðlis að rík- isábyrgð og ríkisvemd þurfi til. Hvers eiga skattborgarar þessa lands að gjalda að þurfa að kosta hreingemingar á æra stcufsmanna Húsnæðisstofn- imar ríkisins og það jafnvel þótt æraþvotturinn hafi ekki lánast betur en raun ber vitni? Það má í framhaldinu spyija hvaða heimildir ríkisstofnun hefur til þess að greiða á þenn- an hátt fyrir einkamál fyrir starfsmenn sína? Hvað skyldi Ríkisendurskoðun og ríkis- skattstjóri segja um það?“ sagði Sigurður Helgi Guðjóns- son við DV. DV spurði Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda um þetta atriði. Hann kvaðst ekki vilja svara því hvort líta bæri á æru starfsmanna ríkisstofn- gegn ana sem eign stofnananna. Hann kvaðst reikna með að af hálfu stjómenda stofnunar- innar væri litið á þennan máls- kostnað sem rekstrarútgjöld. Spurn- ingin væri sjálfsagt um það hvort starfsmennimir sem um ræðir hafi sem starfsmenn stofnunarinnar ver- ið aðilar að málaferlunum og því eins konar igildi hennar í þeim. Væri það raunin þá væri eðlilegt að telja málskostnaðinn til venjulegra rekstrarútgjalda. -SÁ "Viitn dcuua ? 'bans tr íjréHjynr allct! Innritun 1.—10. sept. kl. 10-21 sími 564-1111 • Kennsla hefst 12. september. Systkina- og fjölskylduafsláttur Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fullorðna. ;:' Vinsælu námskeiðin frá 4 ára. Fagmennska í fyrirrúmi bcoifsLóti SijtHricir tHákjomnomr 'ba.Ksjélí^iiCHrönH. ■ SA.H}brekkH i7, SKpjXYOsj Hradi - hagstaett uerd og aldrei é tali Oíurtilbod i hjrstu Z mðnudirnírán pndurgjdlcfs AUir sem gerast áskrifendur hjá Símanum Internet i september fá tveggja mánaöa áskrift án endurgjalds. _________ r ód ij þig í %í mo£IlIjjF7? S I M IN N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.