Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 7 gjggÉMÉi Fréttir Folatollur Heyrst hefur að taka muni fyrir barnsfæðingar í Akrahreppi þar sem hreppsnefndin hafi ekki gert skil á „folatollinum" svokallaða, þ.e. 100 þúsund krónum fyrir hvert nýfætt barn hreppsbúa. DV greindi nefhilega frá því á dögunum að enn væri ekki búið að greiða þetta út. Stefán Guð- mundsson, úti- bússtjóri ATVR á Króknum, heyrði af þessu og setti saman eft- irfarandi hugleiðingu: Sveitakonur sínum mönnum hlýða þess sáust merkin ótrúlega víða, en sumum leiðist svakalega að bíða þvi sauðfjárbændur hættir eru að fara í réttimar. Grétar Mar hopar í úttekt DV þar sem velt var upp óskakandídötiun hins Frjálslynda lýðræðisflokks Sverris Hermanns- sonar var nefndur til sögunnar Grétar Mar Jónsson skipstjóri á Suður- nesjum. Mikla at- hygli vakti að Grét- ar skyldi geta hugs- að sér að styðja Sverri en þeir eiga jú sameiginlegt að hafa óbeit á kvóta- kerfrnu. Suður- nesjakratar voru ekki par sáttir að sjá á eftir einum mesta þungavigtar- manninum úr flokknum og lagst var á Grétar Mar að fara ekki út. Nú mun hann hafa látið undan þrýst- ingi í bili og hyggst taka þátt i próf- kjöri sameinaðs framboðs. Árangrn- þar ræður væntanlega hvar atkvæði hans lendir í vor ... Fræknir veiðifeðgar Miklu stórlaxasumri er að ljúka og einn þeirra sem rufu 20 punda múrinn var Júlíus Hafstein sem veiddi 21 punds hæng í Iðu fyrir skömmu. Hann er af mikilli veiðiætt, því bróðir hans, Jakob, veiddi eitt sinn 24 punda lax í Laxá í Aöaldal. Hvorugur kemst þó nærri meti foður þeirra, Jakobs Hafstein heitins. Hann veiddi stærsta flugulax sem fengist hefur. Það var 10. júlí 1942, í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal. Sá var veginn daginn eftir aö honum var landað og vó þá hvorki meira né minna en 36,5 pund. Miklir veiðimenn, þeir feðgar ... Tanngarðar Könnun sem sýnir að 80 prósent af íslenskum sjómönnum þjást af sjóveiki hefur vakið mikla athygli. Það var á áttunda áratugnum sem nýliði brá sér á sjó og reyndist hann ælu- dýr hið mesta. Drengurinn ungi, Garðar að nafhi, var menntskælingur. Fyrstu sólarhring- unum eyddi hann hálfúr ofan í kló- setti skipsins, grænn af sjóveiki Vegna óhóflegrar sykumeyslu hafði hann glatað tönnum sínum og feng- ið gervigóm. Á þriðja degi ældi hann úr sér gómnum ofan í hland- dolluna. Þetta varð honum mikið áfall en félagamir sjóreyndir og ill- kvittnir sögðu von til að ná gómn- um. Hann skyldi fara með háf út á skipssíðuna og halda honum neðan við rörið sem sá um að skila út því sem menn létu frá sér. Þetta geröi hann og hékk fárveikur á skipssið- unni í klukkustund þar til einhver góðviljaður benti honum á að málið værti vonlaust því rörið góða skil- aði á örfátun sekúndum því sem í það færi. Garðar hinn ungi gekk eft- ir þetta undir nafhinu Tanngarðar. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is Langur afbrotaferill Ólafs Braga Bragasonar, 41 árs, í flkniefnamálum: Fjölmargir dómar á íslandi og í útlöndum - keypti ódýrt maríjúana í Marokkó og flutti hassolíu til Evrópu Ólafur Bragi Bragason, sem grun- aður er um stórfeOt fíkniefnasmygl til Túnis, á langan afbrotaferil að baki vegna flkniefnamisferla, bæði á íslandi og í útlöndum. Ólafur Bragi hefur hlotið marga dóma hér á landi fyrir brot á ávana- og fíkniefnalöggjöflnni. Síðast var hann dæmdur hér heima árið 1985. Síðan þá hefur hann hlotið tvo dóma erlendis, í Englandi og Dan- mörku, vegna flkniefnasmygls. Ólaf- Fíkniefnaferill Ólafs Braga Bragasonar 1976 - Handtekinn fyrir aö selja hermönnum á Keflavíkur- flugvelli nokkur grömm af hassi og LSD. Dómsátt í málinu og minni háttar sekt. 1977 - Handtekinn þrisvar sinnum fyrir fíkniefnamisferli, sölu, neyslu ogdreifingu fíkniefna. Dómsátt og minni háttar sekt. 1979 - Handtekinn þrívegis á Keflavíkurflugvelli á árinu fyr- ir aö reyna aö smygla hassi frá útlöndum. Fyrst tekinn meö nokkur grömm af hassi á heimleiö frá Kaupmannahöfn. Síö- an tekinn þegar hann reyndi aö smygla 30 grömmum af hassi frá Ibiza og loks meö nokkur grömm af hassi á leiö heim frá Lúxemborg. Dæmdur fyrir málin þrjú í samtals 860 þúsund króna sekt. 1980 - Handtekinn sex sinnum á árinu vegna sölu, neyslu og dreifingu á hassi og hassolíu. Dæmdur í fimm mánaöa fangelsi og 40 þúsund króna sekt. 1981 - Tekinn I Reykjavík vegna neyslu á hassolíu. Dæmd- ur í 30 daga fangelsi og 237 þúsund króna sekt. 1983 - Handtekinn meö 300 grömm af hassolíu. Dómsátt. 1984 - Tekinn í Reykjavík vegna sölu og dreifingu á hassol- íu. Dómsátt og minni háttar sekt. Handtekinn síöar sama ár í Kaupmannahöfn meö lítils háttar af hassolíu í fórum sín- um. Dæmdur í 60 daga fangelsi. 1985 - Handtekinn á Keflavíkurflugvelli snemma á árinu meö 10 grömm af hassolíu í endaþarmi. Um voriö var hann hand- tekinn þrívegis meö stuttu millibili vegna minni háttar fíkni- efnamála. í maí reyndi hann aö smygla um 100 grömmum af hassolíu til islands meö því aö fela þaö í bók. Hann haföi keypt efniö í Marokkó en smyglaö því til íslands frá Noregi. Var hann handtekinn og dæmdur í 6 mánaöa fangelsi. 1987 - Handtekinn í Manchester í Englandi meö hálft kíló af hassolíu í fórum sínum. Dæmdur í fjögurra ára fangelsi. 1994 - Handtekinn í Danmörku meö 100 kíló af hassi. Dæmdur í fangelsi og sekt. 1998 - Handtekinn í Karlsruhe í Þýskalandi grunaöur um smygl á tæpum tveimur tonnum af hassi til Túnis. Hafði ver- iö eftirlýstur af alþjóöalögreglunni Interpol vegna málsins. Sleppt eftir 40 daga varöhald í Kartsruhe vegna ónógra sann- ana á hendur honum. ur Bragi er grunaður um stófellt smygl á hassi til Túnis fyrr á þessu ári. Hann var handtekinn í Þýska- landi en síðan sleppt úr haldi etir 40 daga varðhald vegna skorts á sönn- unum gegn honum. Ólafur Bragi, sem er 41 árs, var fyrst handtekinn vegna fíkniefna- misferlis árið 1976 fyrir að selja hass og LSD til bandarískra her- manna á Keflavíkurflugvelli. Eftir þaö gerðist hann mjög afkastamikill í fíkniefnamisferlum. Á árunum 1976 til 1985 var hann handtekinn oftar en 20 sinnum hér á landi vegna brota á ávana- og flkniefna- löggjöfinni, aðallega fyrir sölu, neyslu og dreiflngu á hassi og hassolíu. Samkvæmt heimUdum DV komst Ólafur Bragi í samband við aðUa í Marokkó seint á áttunda áratugn- um. Þangað fór hann nokkrum sinnum og keypti ódýrt maríjúana. Úr efninu bjó hann tU hassolíu sem hann flutti síðan tU Evrópu. Árið 1987 var hann handtekinn í Manchester í Englandi með hálft kUó af hassolíu í fórum sínum. Ólaf- ur Bragi var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Englandi sem er þyngsti dómur sem hann hefur hlotið. Árið 1994 var hann handtekinn i Dan- mörku fyrir að reyna að smygla 100 kUóum af hassi inn í landið. Eftir að hafa afþlánað fangelsidóm þar er talið að hann hafi farið tU Afríku. Hægt að sækja hann til saka Fyrr á þessu ári var Ólafur Bragi grunaður um smygl á tæpum tveim- ur tonnum af hassi tU Túnis. Hann var eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol. Ólafur Bragi var síðan handtekinn í Karlsruhe í Þýska- landi í júlí sl. Hann var 40 daga í gæsluvarðhaldi í Karlsruhe en sleppt þar sem yflrvöld í Túnis höfðu ekki aflað nægilegra gagna tU að fá hann framseldan tU Afríkurík- isins. Ekki er vitað með vissu hvar Ólafur Bragi er staddur um þessar mundir en talið er að hann sé enn á meginlandi Evrópu. Maximilian Endler, réttargæslumaður Ólafs Braga í Þýskalandi, segir að líklega muni hann reyna að komast til ís- lands við fyrsta tækifæri. Sam- kvæmt íslenskum lögum væri hægt að sækja Ólaf Braga tU saka hér á landi, jafnvel þó að yfirvöld í Túnis óskuðu ekki eftir því aö fyrra bragði. Lögfróðir aðilar sem DV hef- ur rætt við telja þó að það yrði lík- legast aðeins gert ef ósk þess efnis berst frá yfirvöldum í Túnis. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur ósk þess efnis ekki borist íslenskum yf- irvöldum. íslensk lög leyfa ekki að íslenskir ríkisborgarar séu fram- seldir tU annars lands. Breski E-töflusmyglarinn: Hæstiréttur stað- festi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í fyrradag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir 26 ára Breta, sem handtekinn var á Keflavíkur- flugvelli i síöustu viku með rúmlega tvö þúsund E-töflur í fórum sínum. Maðurinn hafði verið úrskurðað- ur í héraðsdómi í gæsluvarðhald tU 14. september nk. Bretinn kærði þann úrskurð. Hæstiréttur tók hins vegar þá afstöðu í gær að úrskurður hérðssdóms skyldi standa óbreytt- ur. Hæstiréttur staðfesti einnig i gær úrskurð hérðaðsdóms um að fram- lengja ekki gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir aö stinga annan mann með skærum í heimahúsi í Reykjavík fyrir skömmu. Maðurinn var úrskurðað- ur í nokkurra daga gæsluvarðhald en sleppt að því loknu. Lögregla reyndi að fá gæsluvarðhald fram- lengt en héraðsdómur hafnaði því. Lögregla kærði tU Hæstaréttar en hann staðfesti sem sagt úrskurð héraðsdóms. -RR Tunnur með efni fyrir plastiðnað liggja á glámbekk í Ártúnsholti: Getur verið hættulegt jarðveginum - segir Haukur Haraldsson hjá heilbrigðiseftirlitinu Tvær tunnur fullar af efni, sem er hættu- legt jarðveginum, liggja á glámbekk í Ár- túnsholti. DV-mynd S „Þarna liggja tunnur sem eru full- ar af efninu polyester resin sem er notað í plastiðnaði. Við fengmn þær upplýsingar frá aðUa þama í ná- grenninu að þessar tunnur hefðu ver- ið þama í talsverðan tíma. Einhver hefur rúUað þeim þama inn á lóðina. Við vitum ekki tU þess að eigandi lóð- arinnar eigi þær. Þetta er efni sem getur verið hættulegt farveginum og auðvitað er heldur ekki gott mál að hafa þær þama i nágrenni EUiðaár. Við munum fjarlægja þessar tunnur tafarlaust," segir Haukur Haraldsson hjá HeUbrigðiseftirliti Reykjavikur í samtali við DV. DV-menn rákust á tvær Ula famar og beyglaðar tunnur sem lágu á hlið- inni við kartöflugeymsluna í Ártúns- holti. Eftirlitsmenn frá heUbrigðiseft- irlitinu komu á vettvang og skoðuðu málið eftir ábendingar frá DV. Þá kom í ljós að um er að ræða polyester resin, efni sem notað er í plastiðnaði og getur verið hættulegt jarðvegi ef efnið lekur út úr tunnunum. „Þessar tunnur em illa famar og efn- ið hugsanlega ónýtt. Þetta er efni sem á að fara beint í Sorpu. Lóðareigandinn hefur fengið erindi frá heUbrigðiseftir- litinu þar sem gerð var athugasemd vegna slæmrar umgengni á lóðinni. Það hefur verið kvartað talsvert út af drasli á lóðinni. Hann hefur frest tU 17. sept- ember nk. tU að bæta úr sínum málum. Hins vegar er ekki vitað hver á eða ber ábyrgð á þessum tunnum og það hefur enginn viljað gangast við að eiga þær eða hafa sett þær þama,“ segir Haukur. -RR Fallegri fatnaður til alhliða notkunar Dömu- og herrasnið Cortina Sport | Skola«örðustÍB 20 - Sími 552 1555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.