Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 13 ^ Takiðþáttí \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tígra og límið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjöris krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af ^ krakkapökkum. ^ Nöfn vinningshafa birtast í DV á miðvikudögum. KUPPTUÚT Þeli llska sem róa Þelr (Iska sem róa Þelr ílska sem róa Þelr ',dh www.visar.is I YRS1UH MI O rHÍTTIHNAK Préttir Fótboltaáhugamenn athugið! Ertu að safna fótboltaminjagripum? Kömrum velt Einhverjir óprúttnir aðilar veltu á aðfaranótt laugardags kömrum sem standa við miðborg- arstöð lögreglunnar. Enginn var inni á kömrunum þegar atvikið átti sér stað. Nokkra stund tók að þrifa eftir skemmdarvargana. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er þetta ekki í fyrsta skipti sem kömnmmn er velt. -RR Fáðu sendan ókeypis lista yfir minjagrípi frá toppfélögum í Evrópu: Manchester United, Liverpool, Juventus, Arsenal, Inter, Real Madrid, Bayern Munchen, Ajax, Amsterdam o.fl. -•Jir-V MMSport 'V-x— v P.O. Box 97 DK-8900 Randers I l|gi!giS8l Töflurnar I Örfáar hitaeiningar I / Þú velur | „sæta” bragðið I Ekkert aukabragð ~ -—--————-- NÓVUS- Danmark Sími +45 86434327 • fax +45 86434709 • netfang: mmsport@post8.tele.dk Tvær 13 ára stúlkur brugðust hárrétt við: Létu vita að dyr söluskála væru opnar að næturlagi „Við ætluðum að fá okkur kók og áttuðum okkur ekki á að klukkan var um miðnætti. Við komum að söluskálanum og sáum að dymar voru opnar. Það var allt slökkt inni svo við kölluðum en fengum ekkert svar. Þá létum við leigubílstjóra, sem var rétt hjá, vita og hann hringdi á lög- regluna. Það var mjög gaman að geta komið að liði og látið vita að gleymst hafði að læsa stöðinni," segja þær Helena Þórarinsdóttir og Hildur Karen Sveinbjömsdótt- ir, tvær 13 ára stúlkur sem stóðu sig sannarlega vel að kvöldi föstu- dags. Þær komu að opnum dyrum söluskála Olís við Gullinbrú að næturlagi og létu strax vita að eitthvað óeðlilegt væri á ferðinni. Svo virðist sem starfsmaður sölu- skálans hafi gleymt að læsa dyr- unum. Mikið af vörum var inni í versluninni. „Það er ánægjulegt til þess að vita þegar unglingar bregðast svona rétt við og koma upplýsing- um til okkar,“ segir Ámi Vigfús- son, aðalvarðstjóri hjá lögregl- unni í Reykjavík, sem var ánægð- ur með frammistöðu stúlknanna. -RR Helena Þórarinsdóttir, 13 ára, kom ásamt vinkonu sinni, Hildi Karen Svein- bjömsdóttur, að opnum dyrum söluskála Olís að næturlagi. Þær stöllur brugðust hárrétt við og I étu rétta aðila vita. DV-mynd Teitur Þorbjörn fékk bæði gullin - á skeiðmóti Akureyrar Það er að færast í vöxt að fyrir- tæki haldi hestamót. Hestabúðin á Akureyri hélt skeið- mót á Hlíðarholtsvelli síðastliðinn laugardag og var keppt í 150 metra skeiði og 100 metra skeiði með fljót- andi ræsingu. Þátttaka var töluverð. Alls 14 knapar mættu með hesta í 150 metra skeið en 16 í skeið með fljót- andi ræsingu. Þorbjöm Hreinn Matthíasson á Möðrufelli í Eyjafirði var sigurveg- ari mótsins og sigraði í báðum skeiðgreinunum á Vissu. Hann stýrði einnig Oddu sem náði þriðja besta tíma í 150 metra skeiði. Úrslit voru þessi: 150 metra skeið: 1. Vissa á 14,3 sek. Knapi: Þorbjöm H. Matthíasson 2. Ör á 14,6 sek. Knapi: Baldvin A. Guðlaugsson 3. Odda á 14,9 sek. Knapi: Þorbjöm H. Matthíasson 100 metra skeið: (fljótandi ræsing) 1. Vissa á 8,4 sek. Knapi: Þorbjöm H. Matthíasson 2. Trausti á 8,7 sek. Knapi: Ólafúr Ö. Þórðarson 3. Árvakur á 8,8 sek. Knapi: Stefán B. Stefánsson Þorbjörn Hreinn Matthíasson sigraði í báðum skeiðgreinun- um á Hlíðarholtsvelli. Myndin er tekin við annað tækifæri. DV-mynd EJ. Vetrarstarfið er að hefjast hjá TaeKwondo deild ÍR Komdu í ÍR heimilið við Skógarsel og vertu með í uppbyggjandi og skemmtilegri íþrótt. Há og kraftmikil spörk, sjálfsvörn og alhliða líkamsrækt. Reynslumikiir þjálfarar. ÓRMPtS Byrjendatímar: mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 19.40 og laugardagar kl. 12:10. Barnatímar: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:45. Nánari upplýsingar í ÍR heimilinu í síma 557 5013

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.