Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 PRINGLES LÍTOl QIUIIkllðR *!LT ft,- Komfekt 3 Tzmmdir TiLBOÐ 369, ^-riád,- TiLBOÐ 35, ?irjr 55,- TiLBOÐ Leigan I þfnu hvorfi Fréttir íbúöalánasjóður hótar uppboði: Húsið er ekki til - auk þess sem sjóöurinn lét selja þaö á uppboði Oldugata 1 á Flateyri skemmdist í snjóflóðinu og er ekki lengur til. Guðbjartur Jónsson fékk tilboð um 70 þúsund krónur til að gera við hús sem lenti í snjóflóði. í dag fær hann hótun um sölu á húsi, sem hann á ekki, húsi sem er ekki til. DV-GVA Guðbjartur Jónsson frá Flateyri flutti til höfuðborgarsvæðisins fyr- ir tveimur árum. í dag stefnir íbúðalánasjóður Guðbjarti og kref- ur hann um greiðslu á afborgun á láni frá Byggingasjóði ríkisins upp á 1.938 krónur og 61 eyri. En kraf- an er stærri, þegar allt er tínt til, eða alls 110.492 krónur sem eiga að vera í vanskilum af láni sem upp- haflega var 25 þúsund krónur. Það furðulega við kröfu íbúðalánasjóðs er að húsið Öldugata 1 er ekki til. Auk þess ætti sjóðurinn að vita að húsið var selt á sínum tíma á upp- boði, sem hann óskaði sjálfur eftir að fram færi á því. Húsið varð fyrir snjóflóðinu í október 1995, gamalt timburhús, um 100 fermetrar á tveim hæðum. Það stórskemmdist í snjóflóðinu og var síðan selt og rifið. Enginn var heima í húsinu þegar flóðið skall á bænum. “Þéir buðu mér einhverjar smá- bætur fyrir húsið, eitthvað sjötíu þúsund; krónur. Ég sagði þeim bara að éiga það og skömmu síðar fór það á uppboð. ísafjarðarbær keypti húsið og lét rífa það,“ sagði Guðbjartur í gær. Hann segir að Ofanflóðasjóður hafi verið ófáan- legur til að borga meira þar eð hús- ið hafi verið svo illa farið fyrir flóðið. „Ég vildi að þeir gerðu við húsið og var bara að tala um það sem skemmdist í flóðinu, glugga, hurðir og fleira,“ sagði Guðbjartur. Hann segist hafa losað sig við eign- ina á eðlilegan hátt og því komi sér undarlega fyrir sjónir að íbúða- lánasjóður sé með hótanir um upp- boð á eign sem hann í fyrsta lagi eigi ekki - og sé auk þess ekki til. unardeild sjúkrahússins í Seli. Hef- ur í því sambandi verið rætt um að um mistök hafl átt sér stað sem ollu því að aldraðir sjúklingar hafi ekki verið bólusettir gegn inflúensu og jafnvel er talað um að spamaður hafi átt þar hlut að máli. Halldór segir þá reglu jafnan við- hafða á sjúkrahúsinu að starfsmenn jafnt sem sjúklingar hafl fengið bólusetningu gegn infúensu hafi þeir óskað eftir slíku. Það væri að- standenda sjúklinga að óska eftir slíku fyrir sjúklinga ef þeir væru ekki færir um það sjálfir. Þannig hafi þetta einnig verið nú, og alls ekkert óvenjulegt á ferðinni. Tal um að ekki hefði verið bólusett í sparn- aöarskyni væri alveg út í hött, enda snerist málið ekki um spamað. Þá hefðu engin mistök átt sér stað sem leitt hefðu til þess að ekki hafi verið bólusett samkvæmt venju. „Það er hins vegar rétt að fleiri hafa látist á hjúkrunardeildinni að undanfornu en venja er. Slíkt kemur alltaf fyrir annað slagið, sérstaklega þegar flensa er á ferðinni eins og núna, slíkt er bara óhjákvæmilegt. Það á sér líka alltaf stað að andlát hljótist af infúensu þótt viðkomandi hafi fengið bólusetningu og fólk hef- ur látist að undanfómu í Seli af öðr- um orsökum en flensunni. Það kom starfsfólkinu hér gjörsamlega í opna skjöldu að heyra af þessum orðrómi og menn velta því auðvitað fyrir sér hvað valdi þessu. Starfsfólkið hefur ekki orðið vart við neinar athuga- semdir frá aðstandendum sjúklinga. En ég vona að ég hafi skýrt það rækilega að hér hefur ekkert óeðli- legt verið að gerast," segir Halldór Jónsson. -gk Blaðið náði ekki í innheimtustjóra íbúðalánasjóðs. -JBP Nefbrotnaði á vélhjóli Maður á vélhjóli lenti í árekstri við fólksbíl rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Að sögn lögregl- unnar í Vestmannaeyjum mun mað- urinn hafa meiðst minna en talið var í fyrstu en hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur um nóttina. Reyndist hann aðeins vera nefbrot- inn,.Farþega í bflnum sakaði ekki. -GLM Eldur í hreiðri Slökkviliðinu var gert viðvart um eld sem logaði í kúpli ljósastaurs við Melgerði i gærkveldi. Gat var á kúp- linum og þar hafði stari komast inn og verpt eggjum. Starinn hafði komið sér vel fyrir og byggt sér hreiður í grasi inn í kúplinum. Þegar síðan var kveikt á kúplinum hitnaði grasið og kviknaði í því. Ekki var um mik- inn eld að ræða. Ekki er vitað um af- drif starans._ -GLM Akureyringar bílbeltaiausir Lögreglan á Akureyri gengst nú fyrir átaki í notkun bílbelta þar í bæ. Um helgina voru yfir tuttugu akureyrskir ökumenn kærðir fyrir að aka án þess að hafa spennt belt- in. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri eru akstursskilyrði ekki góð í bænum um þessar mundir vegna fannfergis og hárra ruðninga við götumar sem byrgt geta ökumönn- um sýn. -GLM Selfoss: Fíkniefni fundust Lögreglan á Selfossi handtók á laugardaginn 6 manns í bíl á Suður- landsvegi vegna gruns um fikni- efnanotkun. Fíkniefni fundust á tveimur mönnum sem í bílnum voru. Krafðist lögreglan í framhaldi af því húsleitarheimildar á heimili annars mannsins. Þar fundist bæði fikniefni og tæki til fikniefnanotk- unar. Málið telst upplýst. -GLM Tíð dauðsföll sjúklinga í hjúkrunardeild FA: Ekkert óeðlilegt eða einstakt á ferðinni - segir Halldór Jónsson framkvæmdastjóri DY Akureyri: „Það er rétt að í Seli hefur að und- anfömu verið meira um dauðsföll en eitthvert meðaltal segir til um. Þar á sinn þátt að inflúensa hefur verið á ferðinni, en hér er þó ekki um neitt óeðlilegt eða einstakt að ræða,“ segir Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Miklar sögusagnir hafa verið í gangi undanfarna daga um tíð dauðsfóll aldraðra sjúklinga í hjúkr- Gullinbrú hefur lengi verið Grafarvogsbúum hvimleið. DV-mynd Teitur Tvíbreikkun Gullinbrúar: Verklok verða 1. júlí Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við tvíbreikkun Gullinbrúar, Grafarvogsbúum til mikillar ánægju. Það hefur í fór með sér að hvim- leitt umferðaröngþveiti, sem hefur lengi angrað Grafarvogsbúa á há- annatímum, verður brátt úr sögunni. Þetta mtm bæta samgöngur þeirra til muna. Verið er að brjóta niður gamlar veggeiningar og setja stál- vængi í staðinn sem mun fegra brúna ásamt því að styrkja hana. Fram- kvæmdimar hafa gengið vel og er áætlað að þeim ljúki 1. júlí. -hvs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.