Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 44
* Vinningstölur laugardaginn: 10. 0' 32 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 3.381.270 2. 4af5+<s? 3 105.670 3. 4 af 5 60 9.110 4. 3 af 5 2.015 630 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Jókertölur vikunnar: :........................................... 9 3 9 8 3 1 _____________ 550 5555 FR J ALST, OHAÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 19. APRIL 1999 Borgarbyggð: Viðræðum frestað ^Forseti Lettlands í heimsókn Opinber heimsókn herra Guntis Ulmanis, forseta Lettlands, og eigin- konu hans, frú Aina Ulmane, hófst í gær þegar forsetinn kom til lands- ins. Móttökunefnd tók á móti hon- um á flugvellinum í Keflavík í gær. Heimsóknin stendur til 21. apríl. Móttökuathöfti fyrir forsetann verð- ur á Bessastöðum í dag kl. 9.30 þeg- ar forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar •Grímsson, tekur á móti forsetahjón- unum ásamt ríkisstjórn og handhöf- um forsetavalds. í kvöld verður svo hátíðarkvöldverður til heiðurs for- setahjónunum á Bessastöðum. For- sætis- og utanríkisráðherrar beggja landanna munu eiga fundi saman. Þá mun forseti Lettlands heimsækja fyrirtæki og skoða náttúru íslands. -hb íslandsmótið í parakeppni í bridge fór fram um helgina með þátttöku 46 para. Öruggir sigurvegarar, sem voru í forystu nær allt mótið, urðu ^Bryndís Þorsteinsdóttir og Ómar Ol- geirsson. DV-mynd S MA EG ÞA FREKAR BI9JA UM BÓNUSTÖLU! Skothríð á Bíldudal Viðræður fóru fram í gær milli ► Borgarbyggðarlistans og Framsókn- arflokksins um myndun nýs meiri- hluta i Borgarbyggð. „Það var ein- róma samþykkt að vel athuguðu máli að ganga til viðræðna við Framsóknarflokkinn. Við þurftum að vinna mjög vel undirbúnings- vinnu til að geta tekið ákvörðun um hvom flokkanna við myndum byrja að ræða við. Við byrjuðum að ræða saman klukkan fimm og héldum áfram fram eftir kveldi og það er of snemmt um það að segja hver nið- urstaðan verður," sagði Guðrún Jónsdóttir af Borgarbyggðarlistan- um við DV. Viðræðum verður fram haldið i kvöld. DVÓ Lögreglan á Patreksfirði hefur nú til rannsóknar mál þar sem skotið var af haglabyssu á skúr við höfnina á Bíldudal. Málið er litið mjög alvar- legum augum því slíkt athæfi setur fólk á staðnum að sjálfsögðu í mikla hættu. Engin vitni urðu að atburðin- um sem lögreglan telur líklegt að hafl gerst aðfaranótt laugardags. -GLM Lögreglan í Framsóknarhús Miðbæjargestir í Reykjavík voru tiltölulega rólegir á fóstudags- og laug- ardagskvöld. Þó þurfti að kalla lög- regluna til aðfaranótt sunnudags vegna gleðskapar sem farið hafði úr böndunum í sal sem leigður er út á þriðju hæð í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu. Glasi hafði verið hent af svölum salarins og lent á bíl, dældað hann og rispað. Um fimmtíu manns voru í húsinu en ekki fékk upplýst hver henti glasinu eða hvort um óviljaverk hefði verið að ræða. -GLM Þær eru margar myndirnar sem náttúran skapar allt árið um kring, hvort sem er vetur, sumar, vor eða haust. í kulda- tíðinni undanfarið hafa þessar súlur úr ís myndast í helli sem er rétt austan við Vfk f Mýrdal. Þar hjálpar að áður en kólnaði var búið að vera hlýtt og mikil bráðnun. Diljá Ösp virðir hér fyrir sér voldug grýlukertin í hellinum. DV-mynd NH Baugs-útboðið virðist vekja áhuga: Bolvikingar i leit Bílbruni í Kópavogi Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að út um kl. 18 í gærdag vegna brennandi bíls sem stóð við hús trú- félagsins Krossins í Kópavogi. Lík- ur eru leiddar að því að kveikt hafi verið í bílnum sem skemmdist mik- ið. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. -GLM að kennitolum „Frábært - það er það eina sem ég get sagt, ef þetta speglar áhuga almennings á fyrirtækinu okkar,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bónusi í gær þegar hann heyrði af áhuga fólks úti á landi þar sem kennitölu- söfnun er hafin til að ná sem mest- um hlut í stóru og öflugu verslunar- fyrirtæki. Baugur, eigandi nærri 30 stórra verslana, hefur ákveðið að selja 10% af eigninni til almennings fyrir nærri milljarð. Jón Ásgeir Jóhannsson, forstjóri Baugs, sagði í viðtali að hann von- aðist til að 5 þúsund íslendingar eignuðust hlutdeild í fyrirtækinu, að dreifingin yrði mikil. DV frétti strax í gær af miklum viðbrögðum og jafnvel kennitölusöfn- un vestur á Bolungarvík. Þar voru i það minnsta tveir starfsmenn Rauða hersins svokallaða önnum kafnir í símanum við að safna kennitölum til að eignast sem mest af hlutabréfum í Baugi hf. Reiknað er að með að svip- uð staða komi upp og hjá Búnaðar- bankanum, að hlutur hvers og eins verði ærið rýr. Gunnar Torfason í Bolungarvik kannaðist við að fram færi kenni- tölusöfnun en hann sagði að það væri aðeins í litlum mæli og ekki frásagnarvert. Hann sagði að útboð- ið væri byrjað og það væri „svo sem ekkert i gangi“ hjá þeim. -JBP Einar Klemenzson sýnir Gígju frænku sinni arnhöfðótt lamb úr fyrsta burðinum. Mýrdalur: Sauðburður Rækjuveiðar í sögulegu lágmarki aö byrja DV, Hólmavik: Veiðar á innfjarðarrækju i Húnaflóa þennan vetur hafa náð sögu- legu lágmarki. Gefinn var út 1000 tonna byrjunarkvóti en hann var síð- an skorinn niður um helming eða í 500 tonn þegar mat hafði verið lagt á veiði- þolið við könnun sem fram fór eftir áramótin. Þarf að fara alla ieið aftur til 1986-1987 til að fá sambærilegar aflatölur. Einn bátur frá Hólmavík er þessa daga að sækja síðustu tonnin. Að sögn Gunnlaugs Sighvatssonar, framkvæmdastjóra Hólmadrangs hf., hafa viðræður farið fram á milli sveit- arstjórnarmanna og útgerðaraðila á þéttbýlisstöðunum við Húnaflóann og fulltrúa í sjávafútvegsráðuneytinu um aflabrestinn og þá tekjuskerðingu sem hann veldur. Þær hafa leitt það af sér að vel hefur verið tekið í tillögur um að svæðinu verði að einhverju leyti bættur skaðinn með auknum veiðiheimildum í bolfisktegundum á næsta flskveiðiári. -Guðfinnur DVVík: Það er alltaf spennandi hjá ung- viðinu að fara út í sveit og skoða lömbin þegar þau eru nýfædd. í Mýrdal er farið að koma eitt og eitt lamb. Um og upp úr næstu helgi má búast við að allt fari á fulla ferð í sauðburðinum. Hjá Einari bónda í Presthúsum í Mýrdal var ein borin á sunnudag. Sagðist hann búast við að fleiri færu að létta á sér á næstunni.-NH. Veðrið á morgun: Skúrir sunnan- lands Á morgun verður suðaustan- stinningskaldi suðvestanlands en annars gola eða kaldi. Skúrir sunnanlands en annars skýjað með köflum og úrkomulaust. Hiti rétt ofan við frostmark á norðan- verðu landinu en 2 til 7 stig sunn- anlands. Veðrið í dag er á bls. 53. i i i i i i i i i i i i i i i i i i Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.