Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 19 APRÍL 1999 37 Frá Borgarnesi, miðsvæði kjördæmisins. DV-mynd Teitur esturland en efsti maður húmanista er Sigmar B. Hilmarsson. Stefnumálin og jöfnunarsæti Sem og í öðrum kjördæmum lands- byggðarinnar leggja flokkamir áherslu á atvinnu- og byggðamál. Stærstu málefni kjördæmisins eru að auki samgöngumál. Bættar samgöng- ur hafa orðið í kjördæminu með til- komu Hvalfjarðarganganna, en flokk- amir leggja áherslur á að setja bund- ið slitlag á þar sem það vantar og að bæta vegi i sveitum. Landbúnaður er mikill í kjördæminu, sem og sjávar- útvegur. Því verður einnig slegist um kvótakerfið og munu Samfylkingin, VG, Frjálslyndi flokkurinn og Húmanistar vilja gera á því stórar breytingar í þessu kjördæmi, sem og annars staðar. Enginn stór málefnaá- greiningur er um einstök mál kjör- dæmisins. Það verður barátta um þingsæti, það er ljóst. Berjast aðallega þing- mennirnir Magnús Stefánsson Framsóknarflokki og Gísli S. Einars- son hjá Samfylkingunni. Þá á Hall- dór Brynjúlfsson möguleika á þing- sæti, en hann þarf að bæta töluverðu fylgi við sig auk þess sem ljóst er að hann á líklega aðeins möguleika á jöfnunarsæti. Framsóknarflokkur- inn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin eiga allir góða möguleika á því að verða sigurvegarar kosning- anna. En til þess að Framsóknar- flokkurinn nái að sigra verður hann að bæta við sig fylgi. Oddvitar bjartsýnir á gengi síns flokks Ingibjörg Pálmadóttir: Ekki auðvelt að halda tveimur „Það er ljóst að það verður mikil barátta að halda tveimur mönnum,“ segir Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigð- isráðherra og oddviti Fram- sóknarflokksins. „Baráttan stend- ur milli Sjálf- stæðisflokksins, Samfylkingai'mn- ar og Framsóknarflokksins um þingsæti. Magnús Stefánsson, sem skipar annað sæti Framsóknar- flokksins, er úngur og framsýnn Ög ég á von á þvi að hans störf fyrir kjördæmið verða metin til verð- leikum," segir Ingibjörg. „Atvinnu- og samgöngumálin eru mikilvæg-'' asti málaflokkamir í kjördæminu. Þó svo að margt hafi áunnist í þessum efnum á kjörtímabilinu, þá eru spennandi verkefni framundan í samgöngubótum. Ég er bjartsýn á að viö náum að skapa fleiri og fjölbreyttari störf á landsbyggðina á næsta kjörtímabili," segir Ingi- björg. Sigurður R. Þórðarson: Ekki óraunhæft að fá tvo Sigurður R. Þórðarson, efsti maður á lista Frjálslynda flokks- ins, segir að kosningarnar framundan legg- ist vel í liðsmenn flokksins. „Þess- ar kosningar leggjast vel í okk- ar. Sérstaklega vegna þess að við teljum okkur vera að berjast fyrir stærsta mann- réttindamáli aldarinnar - afnámi kvótakerfisins," segir Sigurður. „Við teljum ekki óraunhæft að reikna með tveimur mönnum, mið- að við hina þungu undiröldu óá- nægju sem við veröum vör við meðal hinna minni bræðra. Til þess er leikurinn gerður, við berj- umst fyrir sigri réttlætisins," segir hann. Sigurður telur að að þeir sem hafi varið núverandi fiskveiði-. stjómunarkerfi eigi á brattann að sækja í kjördæminu. „Allir þeir sem gjörspillt fiskveiðistjórnar- stefna hefur gert að landflótta ör- eigum, og eru að hrökklast suður, eiga á brattann að sækja,“ sagði Sigurður. Sigmar Hilmarsson: Fólk kjósi með hjartanu „Ef við náum kjördæmakjöm- um þingmanni í Reykjavík, þá ætti að vera góð- ur möguleiki að ná jöfnunarsæti á Vesturlandi," segir Sigmar _________ Hilmarsson, efsti maður á lista Húmanistaflokksins. „Við vonum að fólk láti ekki skoöanakannanir ráða því hvað það kýs. Fólk á að kjósa með hjartanu." Sigmar telur að enginn sérstakur andstæðingur sé í kosningunum - nema helst flokkakerfið. „Það er aðeins þetta siðspillta flokkakerfi. Sitjandi þing- menn hugsa aðeins um að halda í vinnuna sína,“ segir hann. „Við emm að byggja upp flokkinn á landsvísu og það er auðvitað afrek út af fyrir sig að við getum nú boð- ið fram í öllum kjördæmum. Mark- miðið í framtíðinni verður að heimamenn skipi framboðslista flokksins,“ segir Sigmar. Jóhann Arsælsson: Bjartsýnn á aö fá tvo „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum tvo menn kjörna. En til þess að það gerist, verðum við að standa okkur vel í kosningabarátt- unni,“ segir Jó- hann Ársælsson, efsti maður á lista Samfylking- arinnar. Hann telur að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna því að töluverður hópur kjósenda sé enn óákveðinn. „Við höfum upp- lifað að Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í kjördæminu, eins og um allt land, en Framsóknarflokkur- inn er að tapa fylgi. Enda þótt kannanir sýni að svo sé, tel ég að þær séu ómarktækar - því úrtakið í þeim könnunum sem gerðar hafa verið er allt of lítið," segir Jóhann. „En viö lítum björtum augum til kosninganna og ætlum að bæta við okkur fylgi jafnt og þétt,“ sagði hann. Sturla Böðvarsson: Tvísýnar kosningar Sturla Böðv- arsson, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, telur að kosningarnar i ár séu mjög tví- sýnar. „Þrátt fýrir að skoðana- kannanir sýni að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi forskot á aðra, getur svo farið að það verði mjótt á munun- um milli flokkanna," segir Sturla. „Staða okkar er sterk í öllum skoð- anakönnunum og það er auðvitað vísbending um að okkar gengi hafi verið að vaxa. Við eigum raun- hæfa möguleika á því að fá flest at- kvæði í kjördæminu," segir hann. Sturla telur að ekki megi vanmeta Vinstri hreyfinguna - grænt fram- boð. „Ef Vinstri hreyfingin nær hér fótfestu, sem ég tel að hún muni gera, og ef við gefum okkar að hún nái um 10 prósenta fylgi, þá stendur slagurinn ekki um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn fái tvo, heldur frekar milli Framsókn- arflokksins og Samfylkingarinnar um sinn annan rnann." Halldór Brynjúlfsson: Von um jöfnunarsæti „Ég geri nú ekki ráð fyrir því að ná kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaöur, en ég held að það sé fúllkomlega raunsætt að við getum náð jöfnunarsætinu í kjördæm- inu,“ segir Hall- dór Brynjúlfs- son, efsti maður [ :Já lista Vinstri hreyfingarinnar - græns ffarn- boðs. „Ég tel að fylgið sem Al- þýðubandalagið hafði í síðustu kosningum skili sér ekki að stærri hluta til VG, það er nokkuð ljóst. En ég kem nú t.d. sjálfur úr Al- þýðubandalaginu og vona að fylgið frá Alþýðubandalaginu skili sér að einhverju leyti til okkar,“ segir Halldór og tekur fram að framboð VG sé ekki gamalt, heldur nýtt ffamboð. „Ég finn fyrir stuðningi víða að, en ég tel mjög mikilvægt að þingmaður verði kjörinn héðan úr miðju kjördæmsins, því hér hef- ur ekki verið þingmaður í langan tíma,“ segir Halldór. Mikilvægustu málin í kjördæminu Framsóknarflokkurinn 1. Atvinnumál. 2. Samgöngumál. 3. Mennta- og heilbrigðismál. 4. Velferðarmál. 5. Efling kjördæmisins. Frjálslyndi flokkurinn 1. Áfnám kvótakerfisins. 2. Málefni bænda. 3. Félags- og heilbrigðismál. 4. Menntamál. 5. Velferðarmál. Húmanistaflokkurinn 1. Afnám fátæktar. 2. Mannréttindi séu virt. 3. Nær vaxtalaus lán. 4. Ný kynslóð þingmanna. T 5. Sameiginlegur lífeyrissjóður. Samfylkingin i 1. Byggðamál. 2. Samgöngiunál. 3. Menntamál. 4. Opinber þjónusta. 5. Breytt fiskveiðistjórnunar- kei-fi. Sjálfstæðisflokkurinn 1. Bætt afkoma atvinnulífsins 2. Frekari uppbygging vegakerfisins. 3. Bætt staða fiölskyldunnar. 4. Menntamál. 5. Uppbygging ferðaþjónust- unnar. grænt framboo 1. Atvinnu- og byggðamál. 2. Landbúnaðarmál. 3. Umhverfismál. 4. Samgöngumál. 5. Efling miðsvæðis kjördæmisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.