Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 Afmæli__________________ Þórður Andrésson Þórður Andrésson, stöðvarstjóri í orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, Holtsgötu 23, Njarðvík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þórður fæddist í Trangisvogi í Suðurey í Færeyjum en ólst upp í Innri-Njarðvík Þórður lauk Bama- og unglinga- skóla Njarðvíkur 1964, Gagnfræða- skóla Keflavikur 1966, Iðnskóla Keflavíkur 1969, lauk sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðju Njarðvíkur 1970 og 4. stigs-prófi í Vélskóla ís- lands 1973. Þórður var annar vélstjóri á Giss- uri Hvíta SF 55 sumarið 1972, vann við vélgæslu og eftirlit hjá vamar- liðinu á Keílavíkurflugvelli sumarið 1973, var vélstjóri hjá Sjöstjörnunni hf. á Dagstjörnunni KE 9 1974-77 en hefur síðan verið vélfræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, og stöðvar- stjóri í orkuveri Hita- veitu Suðumesja frá 1994. Þórður hefur verið fé- lagi í Kiwanis-klúbbnum Keili í Keflavík frá 1982, sat í stjórn hans 1989-95, var forseti klúbbsins 1993-94, var trúnaðar- maður vélfræðinga í Svartsengi 1989-94 og sat í stjórn Starfsmannafé- lags Hitaveitu Suður- nesja 1982-91 og var formaður þess 1986-89. Fjölskylda Þórður kvæntist 11.8. 1973 Nínu Hildi Magnúsdóttur, f. 5.7.1953, bók- ara Flugstöðvar Leifs Eirikssonar. Hún er dóttir Magnúsar J. Georgs- son, f. 24.12. 1930, forstöðumanns íþróttamiðstöðvar Sel- tjamarness, búsettur á Seltjamamesi, og k. h. Sveinbjargar Símonar- dóttur, f. 18.1. 1934, ritara við Iðnskólann í Reykja- vik. Börn Þórðar og Nínu Hildar era Magnús Már, f. 2.9. 1972, nemi við Tækniskóla íslands, bú- settur í Reykjavík, í sam- búð með Katrínu Jóns- dóttur, f. 13.2. 1971, nema í Tækniskóla Islands; Borghildur Ýr, f. 8.9.1976 í Reykjavík, nemi bú- sett í Njarðvík; Finnur Örn, f. 9.12. 1978, nemi, búsettur 1 Njarðvík. Systir Þórðar er Sólveig Karlotta Andrésdóttir, f. 6.7. 1955, starfsmað- ur í flugeldhúsi Flugleiða á Kefla- vikurflugvelli, búsett í Keflavík. Foreldrar Þórðar eru Andrés Þor- steinsson, vélsmiður í Keflavik, f. 24.10.1924, í Trangisvogi í Suðurey, í Færeyjum, og k.h., Guðlaug Rósa Karlsdóttir, f. 10.5. 1925 á Garði í Ólafsfirði. Ætt Andrés er sonur Thorsteins Vikt- ors Thorsteinssonar frá Trangis- vogi, seglasaumara og sjómanns í Færeyjum, og k. h., Önnu Elisabeth Thorsteinsson frá Trangisvogi. Guðlaug Rósa er dóttir Karls Guð- varðarsonar frá Ósbrekku í Ólafs- firði, bónda og smiðs, og k.h., Sól- veigar Rögnvaldsdóttur frá Ytra- Garðshorni í Svarfaðardal. Þórður og Nína eru á Kanaríeyj- um. Þórður Andrésson. Friðrik J. Guðmundsson Friðrik Jóhann Guðmundsson skrifstofumaður, Laugalæk 11, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Friðrik fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bamaskólann í Neskaupstað, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskól- anum í Neskaupstað 1965, stúdents- prófi frá MA 1969 og stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ í einn vetur. * Friðrik hóf störf hjá Eggerti Kristjánssyni & Co 1972 og vann þar við innflutning, bókhalds- og sölu- störf og skrifstofustjórnun. Hann hóf störf hjá Mata ehf„ heildversl- un, 1986 og hefur unnið þar við sölu-, innheimtu- og bókhaldsstörf. Friðrik sat í stjórn íþróttafélags- ins Þróttar í Neskaupstað í nokkur ár og hefur verið stjórnarmaður og formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík. Fjölskylda Friðrik kvæntist 11.10.1975 Helgu Alexandersdóttur, f. 3.7. 1952, leik- skólastjóra. Hún er dóttir Alexand- ers Guðbjartssonar, bónda á Stakk- hamri í Miklaholtshreppi, og Krist- jönu Bjarnadóttur húsfreyju. Börn Friðriks og Helgu eru Bryn- dís, f. 13.8. 1976, nemi í bygginga- verkfræði við HÍ; Helgi Skúli, f. 4.12. 1981, nemi við MS; Hlynur, f. 27.8. 1984, nemi í Laugalækjar- skóla. Systkini Friðriks eru Sigfús Ólafur, f. 18.5. 1940, umboðsmaður á Nes- kaupstað; Jón, f. 20.4. 1942, fasteignasali í Reykjavík; Ólöf Jóhanna, f. 11.4. 1946, leikskóla- kennari í Reykjavík. Foreldrar Friðriks voru Guðmundur Helgi Sigfússon, f. 25.8. 1909, d. 10.5. 1980, kaupmaður og útgerðarmaður í Nes- kaupstað, og Sigríður Jónsdóttir, f. 30.10.1910, d. 27.3.1975, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Sigfúsar Sveinssonar, kaupmanns og útgerðar- manns í Nesi í Norðfirði, og Ólafar Guðmundsdótt- ur húsfreyju. Sigríður var dóttir Jóns Davíðssonar, verslunar- stjóra á Fáskrúðsfirði, og Jóhönnu Kristjánsdóttur. Friðrik og Helga taka á móti ættingjum og vinum í Borgartúni 17 síðasta vetrardag, 21.4., eftir kl. 20.00. Toppcir í stær'ðum Buxur í stærðum: j, m-• í'rT™?rjB| /Wœ.. ' ’ ’M ' í 1X-3X-3X-4X Fyrir konur kl' í.iso) í fullri stærð úr yndislega mjúku „microfiber“ efni Líttu lim, þáð cr aUtaf lieitt á kömmimi og vi'ö opntun kl. 09.00 1 Askrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV -m oW mil« Nm/n. Smáauglýsingar 550 5000 Fréttir Starfsmenn Markhússins taka á móti framlögum í söfnun Lions-hreyfingar- innar á föstudag. DV-mynd HH Lions-hreyfingin safnar peningum fyrir aldraða: Á sjötta þúsund manns hafa gefiö í söfnunina Samnorræn söfnun stendur nú yfir í tilefni árs aldraðra hjá Sam- einuðu þjóðunum. Peningar, sem safnast í söfnuninni, verða notaðar til eflingar á rannsóknum á öldrun- arsjúkdómum og til að bæta þjón- ustu við aldraða. Það er Lions-hreyf- ingin sem stendur fyrir söfnuninni hér á landi, m.a. með því að selja Rauðu fjöðrina. Á föstudaginn var sjónvarpsþáttur sendur út þar sem landsmönnum gafst kostur á að hringja inn og gefa i söfnunina. Það voru um 50 starfsmenn hjá Mark- húsinu hf. sem unnu í sjálfboða- vinnu við að svara í símann og taka við fjárframlögum auk þess sem aðrir sjálfboðaliðar svöruðu í félags- heimilinu Ásgarði í Glæsibæ. Sverrir Hauksson, framkvæmda- stjóri Markhússins, segir að söfnun- in hafi í alla staði gengið vel. „Þetta gekk vonum framar. Okkar starfs- fólk svaraði í símann og bað um kennitölu þess sem ætlaði að gefa í söfnunina og um leið kom nafn greiðanda ásamt heimilisfangi á skjá þess sem svaraði. Þannig gát- um við tryggt að sama sem enginn biðtími var fyrir fólk sem var að hringja inn. En fólkið, sem var ann- ars staðar að taka við peningum en hjá Markhúsinu, skrifaði þessa hluti niður á blöð sem vora svo keyrði til okkar. Við slógum það svo inn og gátum í lok útsendingartím- ans i sjónvarpinu tilkynnt hversu mikið safnaðist," segir Sverrir. Alls söfnuðust 13 milljónir með síma- framlögum en söínunin stendur enn yfir. Þá seldist málverk, sem sex þingkonur máluðu í beinni útsend- ingu, á rúmlega milljón. Það var 82 ára gamall maður sem keypti mál- verkið. Á sjötta þúsund manns gáfu í söfnunina. -hb Til hamingju með afmælið 19. apríl 95 ára_________________ Guðlaug Oddsdóttir, Lyngum, Kii-kjubæjarklaustri. 90 ára Jón Beck Guðmundsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Elísabet Jónsdóttir, Ölduslóð 17, Hafnarfirði. Hún er að heiman í dag, ásamt börnum sínum. Gunnlaugur Jóhannsson, Freyjugötu 40, Sauðárkróki. 80 ára Guðrún Ólöf Þór, Kópavogsbraut 4, Kópavogi. 75 ára . Einar Guðmundsson, Kirkjulundi 6, Garðabæ. 70 ára Haraldur Örn Tómasson, Rauðagerði 20, Reykjavík. Rut Anna Ólafsson, Lautasmára 1, Kópavogi. Guðbjörg Tómasdóttir, Miðvangi 104, Hafnarfirði. Jóhanna Tómasdóttir, Lönguhlíð 5 H, Akureyri. Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1, Þórshöfn. Magnús Þórðarson, Einbúablá 22 B, Egilsstöðum. Guðmunda Guðmundsdóttir, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. 60 ára Páll Sigurjónsson múrarameistari, Framnesvegi 55, Reykjavik. Sambýliskona hans er Ágústa Hulda Pálsdóttir. Þau taka á móti gestum í sal Sjálfbjargar, að Hátúni 12, Reykjavík, laugardaginn 24.4. milli kl. 15.00 og 18.00. Steingrímur Sæmundsson, Laufásvegi 13, Reykjavík. Anna Benediktsdóttir, Hraunbæ 124, Reykjavík. Elías Þ. Magnússon, Vesturbergi 8, Reykjavík. Auður Helgadóttir, Hjarðarhóli 20, Húsavík. 50 ára Benedikt G. Stefánsson, Miklubraut 90, Reykjavik. Guðmundur Þ. Pálsson, Suðurvangi 9, Hafnarfirði. Kristján Sigurðsson, Breiðabólstað, Húnaþingi vestra. Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, Selvogsbraut 11, Þorlákshöfn. 40 ára Margrét Rafnsdóttir, Álfheimum 38, Reykjavík. Krisfján Rafnsson, Seljalandi 5, Reykjavík. Aldís Gunnarsdóttir, Skógarási 19, Reykjavík. Karvel Ögmundsson, Unufelli 35, Reykjavík. Hrafnhildiu- Halldórsdóttir, Fannafold 227, Reykjavík. Smári Jósafatsson, Viðarrima 53, Reykjavík. Rósa Ólafsdóttir, Skógarhjalla 21, Kópavogi. Rúrik Lyngberg Birgisson, Suðurgötu 69, Hafnarfirði. Ásta Halldórsdóttir, Þingskálum 4, Rangárvallahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.