Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Page 5
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
5
Fréttir
Hundastríð í fjölbýlishúsi við Sílakvísl:
„Reið kona" dauða-
dæmir fjora hunda
- segir Nanna Jónsdóttir hundaeigandi
„Þetta er reið, ung kona sem vill
ekki gefa samþykki sitt fyrir hunda-
haldi hér í húsinu og því blasir ekk-
ert annað en dauðinn við fjórum
hundum okkar,“ sagði Nanna Jóns-
dóttir, íbúi í Sílakvísl 17 í Reykja-
vík, um nágrannaerjur sem hafa
tekið á sig alvarlega mynd. Nanna
og nágrannakona hennar hafa feng-
ið lokaaðvörun frá hundaeftirlitinu
í Reykjavík þess efnis að verði
hundar þeirra fjórir ekki skráðir án
tafar verði þeir fjarlægðir með lög-
regluvaldi og aflífaðir á kostnað eig-
enda. „Gallinn er bara sá að við get-
um ekki skráð hunda okkar nema
með leyfi allra nágranna og hér er
þessi unga, reiöa kona sem vill ekki
sjá hunda nálægt sér þó svo að þeir
gelti ekki einu sinni,“ sagði Nanna
sem nú rær lífróður til bjargar
skepnum sínum. „Ég er búin að
senda öllum ráðherrum ríkisstjórn-
arinnar bréf vegna þessa máls því
að mér fmnst ekki hægt að ein
manneskja geti haft slíkt ofurvald
yfir lifi annarra. Ég á einn labrador
og rússneskan stormhund og þeir
eru eins og börnin mín. Ég skil ekki
i að nokkur manneskja geti verið
svona vond,“ sagði Nanna og vísaði
þar til nágranna síns, „ungu, reiðu
konunnar".
„Við höfum skýrar reglur til að
fara eftir og það er ljóst að það þarf
samþykki allra íbúa í fjölbýli til að
skráning hunda geti farið fram. Þó
hef ég það stundum á tilfinningunni
að frekar sé verið að kvarta og ná
sér niðri á fólki þegar nágrannar
neita að gefa samþykki sitt fyrir
hundahaldi þó ég geti ekki sannað
neitt í þeim efnurn," sagði Örn Sig-
urðsson, skrifstofustjóri hjá Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur.
Nanna í Silungakvílsinni hefur nú
blásið i herlúðra hundum sínum til
bjargar og safnað liði hundaeigenda
sem eru í sömu sporum og hún. Á
Engjateigi í Reykjavík stendur
einnig til að fjarlægja þrjá hunda
vegna kvartana nágranna og er
Nanna í stöðugu sambandi við eig-
endur þeirra. Vonast Nanna til að
fleiri bætist í hópinn í baráttu henn-
ar fyrir lífi málleysingja sem eru
fómarlömb nágrannaerja: „Ég ætla
ekki að gefast upp. Hundamir mínir
eiga rétt til lífs þó svo þeir búi í fjöl-
býli,“ sagði Nanna Jónsdóttir. -EIR
Fljótsdalsvirkjun fyrir Alþingi að nýju:
Þingið getur tekið
virkjanaleyfið af
- hvenær sem er ef vilji er til þess, segir Siv Friðleifsdóttir
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, taldi á fundi
með framsóknarmönnum í Svarts-
engi í fyrradag að ekkert væri því
til fyrirstöðu að Alþingi íslendinga
endurskoðaði virkjanaleyfi vegna
Fljótsdalsvirkjunar að nýju.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segist vera hjartanlega sam-
mála þvi að þingið geti tekið þetta
mál upp að nýju. „Það var Alþingi
sem gaf virkjanaleyfið út á sínum
tima. Þá samþykktu allir stjóm-
málaflokkar það samhljóða 1993, að
undanþiggja Fljótsdalsvirkjun um-
hverfismati. Það var meira að segja
að tillögu umhverfisnefndar. Nú er
hins vegar upp undir helmingur
þingmanna nýr og þingið getur því
hvenær sem er, ef vilji er til þess,
tekið virkjanaleyfið af. Ég á frekar
von á því að þessi ósk komi fram á
þinginu í haust. Þessar fram-
kvæmdir em mjög mikilvægt mál
fyrir okkur og ég á von á að umræð-
an haldi áfram,“ sagði Siv Friðleifs-
dóttir. - HKr.
Tímamótaverkefni var kynnt í Háskóla íslands f fyrradag. Verkefnið heitir Hugarfóstur og felur í sér að OZ styrkir sex
nemendur með hálfri milljón hvern. Nemendurnir sex eiga að vinna lokaverkefni sín í þeim deildum sem þeir eru í
en það er skylda að verkefnið snúist um Internetið.
Nanna Jónsdóttir með hundana sína tvo í Silungakvíslinni. DV-mynd ÞÖK
Blaðberar óskast
í eftirtaldar götur:
Brúnaveg
Dalbraut
Máshóla
Selvogsgrunn Orrahóla
Sporðagrunn Ugluhóla
Valshóla
Bankastræti
Laugaveg
Auðbrekku
Löngubrekku
Laufbrekku
Fjólugötu
Smáragötu
Sóleyjargötu
Upplýsingar veitir afgreiðsia
DV í síma 550 5000
Tilboðsverð
‘49*900
kr. star.
áður 59.900
ramat W 80 |
Taumagn: 5 kg
Vindingarhraði: 800/400 sn/mín
Ryðfrír belgur og tromla
„Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt
magnskynjunarkerfi
„ÖK0“ kerfi (sparar sápu)
Öll þvottakerfi • Ullarvagga
r(n)s
BRÆÐURNIR ---1 “ --
ORMSSQN RðDlpfiÍaUST
Lógmúla 8 • Sími 530 2800 Geislagötu 14 • Sími 462 1300
i not kun
J
Tilboðsverð
áður 76.900
■00
kr. star.
^r/ggja &
Lavamat 62310 f
Taumagn: 5 kg
Vindingarhraði: 1200,800 eða 400
sn/min með hægum byrjunarhraða
UKS kerfi: Jafna tau í tromlu fyrir
vindingu • Ryðfrír belgur og tromla
Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi
„Fuzzy- Logic“ Sjálfvirk
vatnsskömmtun eftir taumagni, notar
aldrei meira vatn en þörf er á.
Aukaskolun: Sér hnappur fyrir
kælingu og aukaskolun
„ÖK0“ kerfi (sparar sápu)
Öll þvottakerfi • Ullarvagga
áður 119.900
Lavamat 868201
Tölvustýrð
Taumagn: 5 kg
Vindingarhraði: 1600,1200,1000,800,600
eða 400 sn/mín með hægum byrjunarhraða
Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað.
Ryðfrír belgur og tromla
UKS kerfi: Jafna tau i tromlu fyrir vindingu
Aqua-alarm: Fjórfalt öryggiskerfi gegn leka.
„Fuzzy- Logic“ Sjálfvirk vatnsskömmtun eftir
taumagni, notar aldréi meira vatn en þörf er á.
Aukaskolun: Sér stilling fyrir kælingu og
aukaskolun • „ÖK0“ kerfi (sparar sápu)
Öll þvottakerfi • Ullarvagga
Vesturiand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Asubúð, Búðardal. Vestflrðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungan/ík. Straumur, Isafirði. Pokahornið,
Tálknafirði. Norðurtand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf.
Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.