Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Síða 20
24 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 -4311A/3Í12J JJ' Formúlukappaksturinn verður sífellt vinsælli hér á landi og þeir eru ófáir sem sitja límdir við sjónvarpið þegar útsendingar eru frá keppninni. Konur eru þar engin undantekning eins og Tiiveran komst að. Edda Sóley Óskarsdóttir framkvæmdastjóri: Heilög stund að sjá formúlubraut Bílarnir í For- múlu 1 eru hreinasta undur að mati Kristínar Guð- mundsdóttur sem reynir að missa aldrei af útsendingu frá kappakstr- inum. DV- mynd Teitur Kristín Guðmundsdóttir markaðsstjóri: Fyrir tuttugu árum horfði Edda Sóley Óskarsdóttir framkvæmda- stjóri iöulega á Formúlu í sjón- varpinu um helgar. Þá var hún búsett í Svíþjóð. Fyrir um tveimur árum tók Edda Sóley síðan upp þráðinn á ný þegar sjónvarpið hóf að sýna beint frá kappakstrinum. „Það er stórskemmti- legt að fylgjast með Formúlunni og ég reyni að missa aldrei af keppni. Ég er alltaf spennt að sjá hvemig „mínum“ manni, þ.e. Schumacher, reiðir af, en því miður er hann fótbrotinn núna,“ segir Edda Sól- ey og bætir við að hann muni fljótlega birtast aftur á brautinni. Það stendur ekki á svarinu hjá Eddu þegar hún er spurð hvað sé svona skemmtilegt við að horfa á menn keyra hring eftir hring. „Það er svo margt sem gerir Formúluna að góðri íþrótt. Bílstjóramir þurfa að búa yfir gríðarlegri tækni og allt hðið þarf að vinna sem einn maöur. Síðan em bíl- amir náttúrlega kapítuli út af fyrir sig. Þá era menn misjafnir eftir því á hvaða braut er keppt. Það er gaman að spá í alla þessa hluti; því þótt ökumað- urinn sé auðvitað í aðalhlutverki þá er svo margt annað sem spilar inn í.“ Edda Sóley deilir áhuganum á For- múlunni með 13 ára syni sínum og seg- ir að þau langi bæði að fara út og vera viðstödd keppni. „Draumurinn er auðvitað að sitja uppi í stúku og upplifa hávaðann, sem er víst rosaleg- ur, finna bensín- og gúmmílykt- ina. Ég komst reyndar einu sinni nálægt formúlubraut en þá var ég á ferð með rútu skammt frá Barcelona í fyrra. Þá ókum við fram hjá for- múlubraut og ég ásamt einum öðram stóð upp til missa ekki af neinu. Það var heilög stund," segir Edda Sóley Óskarsdóttir. -aþ Edda Sóley reynir að missa aldrei af útsendingu frá Formúlu 1 og horfir gjarna á keppnina með þrettán ára syni sínum. DV-mynd ÞÖK Gæti aldrei haldið með Schumacher áPE íðustu tvö ár hef ég fylgst vel með Formúlunni og reyni að missa ekki af keppni. Fjöl- skyldan í báðar áttir hefur mikinn áhuga á akstursíþróttum og þegar Formúlan bættist við þá var það skemmtileg viðbót," segir Kristín Guðmundsdóttir markaðsstjóri. Kristín segir fiölskylduna gjarna hittast og horfa saman á útsending- ar frá Formúlunni. Þá er líf og fiör því þau eru langt frá því að vera samstiga í áliti sínu á ökumönnun- um. „Hakkinen er í mestu uppá- haldi hjá mér en maðurinn minn heldur með Villeneuve. Svo eru nokkrir fiölskyldumeðlimir sem halda stíft með Schumacher, en það gæti ég aldrei gert. Mér fmnst hann ekki heiðarlegur íþróttamaður á meðan Hákkinen hefur agaða og fágaða framkomu." Formúlan trónir á toppi akstursí- þrótta að mati Kristínar. „Bílamir eru hreinasta undur og stórmerki og umgjörð keppninnar er glæsileg. Hraðinn á bílunum heillar marga en mér finnst miklu meira gaman að spá í leikni ökumannanna; hvemig ekkert má út af bera í beygjum og hversu vel liðin eru samstillt. Spennan í keppninni er líka gríðarleg enda getur allt gerst á brautinni.“ Kristín segir engan vafa leika á því að skemmtilegra sé að sjá keppnina með eigin augum. „Það er víst gríðarleg stemning og hávaðinn mun meiri en hægt er að gera sér í hugarlund með því að horfa á keppnina í sjónvarpi. Ég á mér draum um að fara á kappakstur annaðhvort á Englandi eða í Ung- verjalandi. Þá væri auðvitað toppur að sjá Hakkinen bera sigur úr být- um,“ segir Kristín Guðmundsdóttir. -aþ Hulda Björnsdóttir, kennari í Kópavogi: Dreymir £ g hef alltaf haft biladellu og fylgst með akstursíþróttum. Það var svo fyrir ári að ég byrjaði að horfa á Formúluna, upp- haflega vegna þess að frændi minn var kynnir í útsendingu og mig langaði að heyra í honum. Ég heill- aðist strax af Formúlunni og síðan hef ég varla misst úr keppni,“ seg- ir Hulda Björnsdóttir, kennari í Kópavogi. Fallegir bílar, hraði og spenn- andi keppni er það sem heillar Huldu helst við Formúluna en hún segist gallharður stuðningsmaður fmnska ökumannsins Hakkinen, jafnvel þótt við ofurefli sé að etja innan fiölskyldunnar. „Hakkinen hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá upphafi og ég læt það ekki hafa áhrif á mig þótt eiginmaðurinn og raunar öll fiölskyldan haldi með Schumacher. Þegar útsendingar eru frá Formúlunni set ég upp Hákkinenhúfuna mína og eigin- maðurinn sína Schumacherhúfu. Við höfum gaman af því að stríða hvort öðru en það er oftast skemmtilegra hjá mér enda Hákkinen langbestur," segir Hulda og bætir við að hún sé alveg sátt við Schumacheráhuga fiölskyld- Mónakó í uppáhaldi Hulda segist lesa allt sem hún nær í um Formúluna og viður- kennir að það gæti alltaf spenn- ings þá morgna sem keppni er. „Mér finnst sjálfri gaman að keyra og maður reynir að setja sig i spor á húsþaki í Ménakó ökumannanna þótt það sé auðvitað nánast ógjörningur. Þeir eru þvilíkir snillingar." Mónakóbrautin er í mestu uppáhaldi hjá Huldu og þangað stefnir hún í fram- tíðinni. „Það væri stór- kostlegt að sitja á húsþaki í Mónakó og upplifa góðan kappakstur," segir Hulda Bjömsdóttir. -aþ Hulda setur alltaf upp Hákkinen húfuna sína áður en útsending frá Formúlunni byrjar. Eigin- maðurinn, Páll Ármann, setur aftur á móti upp húfu merkta þýska ökumanninum Schumacher. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.