Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Spurningin Hvað ætlar þú að gera í vetur? Guðmundur Gíslason, starfsmað- ur Securitas: „Nú, ég ætla bara að vinna, eins og venjulega. Svo vona ég að mér takist að skreppa á Old Trafford og sjá United." Elsa Magnúsdóttir, starfsmaður Tryggingastofnunar: „Ég verð að vinna, eins og síðustu 30 vetin-. Hef ekkert annað planað.“ ÓIi vélstjóranemi: „Ég verð í Vél- skólanum að læra til vélstjóra. Ég vildi geta sagt þér meira en ég er að missa af strætó..." Anthony John Colletti jr., at- vinnuljósmyndari og ferðamað- ur: „Ég verð kominn aftur til Boston, Massachusets í Bandaríkj- unum, þar sem ég bý, að vinna við ljósmyndun." Gina Colletti, dansmær og dóttir Anthonys: „Ég fer í listaskóla og læri dans og þess háttar. Ég elska ís- land, það er mjög fallegt." Sigurður Gunnarsson: „Ég geri það sama og ég hef gert undanfariö - spila félagsvist fimm sinnum í viku.“ Lesendur Útvarpslög og ís- lenskir fjölmiðlar Utvarpslög 1985, nr. 68, 27. júní I. kafli. Réttur til útvarps. 1.gr. (Lög þessi eru sett meö hliðsjón af löaum um fiarskipti. nr. 73^ varöar tæknilega eiginleika. ra. Meö útvarpi, hljóðvarpi eðas"'4—• u uaba\agaÞeSS —rjs“spVjfJs®sr-f ^refö^'ter '"tT'U'-'>ð auglýsingatinrj tUn9rt>An' felaf6®**/ v"3 ge' frarn'° 9er<s . u '-unar á san rr>aAPa e<3a iaPsl(rárfto,p9 raskSl.hefu ' -nrii—, notendum.i ■ Kostm itskuL^Ladat^laíi g Það er margt skondið í útvarpslögunum sem eru frá árinu 1985. - Væri ekki betra að sleppa ýmsum ákvæðum í lögunum frekar en að leyfa brot á þeim óáreitt? Gísli Jónsson skrifar: Ég hef velt fyrir mér ýmsu í sam- bandi við íslenska fjölmiðla og út- varpslög. - Lög þessi getur maður skoðað á Netinu og er fróðlegt að lesa þau. Ný lög eru sögð í smíðum og verður þá eflaust tekið mið að þeirri þróun sem orðið hefur í ís- lenskri fjölmiðlun. Margir muna um- ræðuna um auglýsingar í fréttum og m.a. út frá henni hef ég sett á blað eftirfarandi þanka um hvernig farið er eftir lögunum. í fyrsta kafla segir: „Ákvæði þess- ara laga ná ekki til dreifmgar út- varpsdagskrár eða útsendinga sem eingöngu eru ætlaðar þröngum hópi og takmarkast við byggingar eða húsakynni á samfelldri lóð, svo sem einstök íbúðarhús, sjúkrahús, gisti- hús, skóla og verksmiðju". - Á þetta t.d. við útvarps- og sjónvarpsstöð Varnarliðsins - og er eithvert eftirlit með þeim? Sjónvarpið þeirra er á takmörkuðu svæði en útvarpið er sent óhindrað í loftið og næst vel á öllu suðvesturhorni landsins. í fyrsta kafla segir einnig: „Aug- lýsing er hvers konar tilkynning sem útvarpað er gegn endurgjaldi og felur í sér kynningu vöru eða þjón- ustu.“ Því spyr ég: Eru útvarpsleik- ir, beinar útsendingar frá verslun- um, útdráttur vinningshafa í leikj- um og þess háttar útvarps- og sjón- varpsefni ekki auglýsingar? í þriðju grein, lið 3 stendur: „Út- varpsstöðvar skulu stuðla að al- mennri menningarþróun og efla ís- lenska tungu. Þær skulu kosta kapps um að meirihluti útsendrar dagskrár sé íslenskt dagskrárefni og dagskrár- efni frá Evrópu". - Það er ekki bara gaman að skoða hlutfall íslensks dagskrárefnis í útvarpi og sjónvarpi, með tilliti til þessarar klausu, heldur er verið að setja skorður við því, hvaðan erlent efni skuli koma. Það er margt skondið í útvarpslög- unum sem eru frá árinu 1985 og víða er pottur brotinn þegar athugað er hvort fariö sé eftir þessum lögum. Væri ekki betra að sleppa ýmsum ákvæðum í lögunum frekar en að leyfa brot á þeim óáreitt? Skattgreiðslan á flakk í kerfinu Hafliði Helgason skrifar: Eins og margir aðrir fékk ég álagningarseðil í póstkassa minn um sl. mánaðamót. Mér fannst seðillinn strax skrýtinn og hafði tafarlaust samband við embætti Tollstjóra vegna álagningar á mig. Mér var bent á að koma með alla launaseðla árið 1998 til Ríkisskatt- stjóra. Þetta gerði ég og kom þá í ljós hið sanna; fyrrverandi vinnuveit- andi minn hafði ekki staðið í skil- um með staðgreiðslu um nokkurra mánaða skeið og fékk ég útprent- aðan seðil þessu til staðfestingar. Mér var sagt að tvær vikur tæki að vinna úr þessu. Eftir þann tíma hringi ég og spyr um gang mála. Er mér þá svarað að þetta taki 3-4 vik- ur. Þann 20. þ.m. hringi ég svo aft- ur og inni eftir málum. Þá er mér svarað af manni sem sér um rann- sókn málsins og biður hann mig að koma með alla launaseðlana aftur vegna þess að nokkrir seðlanna séu ólæsilegir. Auðvitað hlýddi ég því. Þá brá svo við að allt var komið í lag því fyrrverandi vinnuveitandi hafði nú staðið í skilum, en 3 vik- um áður skuldaði hann stað- greiðsluskatt, sem bæði kom fram hjá tölvum Tollstjóra og Ríkis- skattstjóra! Hvernig getum við nú treyst svona kerfi. Þarna hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis og þarfnast lagfæringar við. Auðvitað ætti maður að biðja um útskýring- ar á þessu rugli frá skattyflrvöld- um - en borgar sig að standa í því? Þannig munu líka margir hugsa, og því fer sem fer. Vándræðagangur sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Mikil mannfæð hlýtur að plaga sjálfstæðismenn í Reykjavík með utanbæjarfólk í ráðum og nefndum fyrir hönd flokksins í borgarstjórn, segir m.a. í bréf- inu. - Fundur í borgarstjórn. Óskar Einarsson skrifar: Mikil mannfæð hlýtur að plaga sjálfstæðismenn í Reykjavík fyrst þeir verða að fá utanbæjarfólk til að skipa ráð og nefndir fyrir hönd flokksins í borgarstjóm. Fyrir skömmu tók Björn Ársæll Pétursson sæti Eyþórs Arnalds sem varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Áður hafði Þórir Kjartansson verið tilnefndur full- trúi sjálfstæðismanna í borgar- stjóm í stjórn Sjúkrahúss Reykja- víkur. Það vekur athygli, að báðir þessir fulltrúar sjálfstæðismanna í Reykjavík em Kópavogsbúar. Úpp á síðkastið hafa fjölmargar blaðagreinar birst í Morgunblaðinu vegna SUS-þingsins í Vestmanna- eyjum. Þar hefur komið fram, að [U^ÍHfj^lfpjÆv þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Björn Ársæll og Þórir tóku virkan þátt i kosningabaráttunni fyrir þingið og voru tilnefndir fulltrúar Týs - félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, á þinginu. í blaðagrein- unum kemur einnig fram, að menn eiga að vera fulltrúar fyrir þau sveitarfélög þar sem þeir eiga lög- heimili. Bjöm og Þór- ir eiga því greinilega lögheimili í Kópavogi en taka að sér nefnd- arstörf fyrir sjálfstæð- ismenn í Reykjavik. Fyrirfram hefði mað- ur haldið, að sjálf- stæðismenn í borgar- stjórn væru ekki í vandræðum með að finna fólk úr eigin röðum til að manna þessar stöður, eða úr þeim stóra hópi al- mennra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, sem lagt hafa á sig mikið og fórnfúst starf fyrir flokkinn árum saman. Það er merkilegt, að ekki skuli vera meira mannval á þeim bænum en svo, að þurfa að. leita í Kópavog til að manna þessar mikilvægu nefndir. Gunnar Birgisson, óumdeildur leið- togi sjálfstæðismanna í Kópavogi, hlýtur að nýta þetta hugvit Kópa- vogsbúa og bjóða öðmm bæjarfélög- um nefndarmenn í verktöku. Siv og stjórn- skipunarlögin Kristján Þórðarson skrifar: Nokkuð hefur verið gert úr því að umhveifisráðherra okkar, Siv Friðleifsdóttir, hafi aðra skoðun á umhverfismálum eftir að hún varð ráðherra en á meðan hún var þing- maður. Á meðan Siv var þingmað- ur flutti hún tilllögu á Alþingi um breytingu á stjómskipunarlögum þess efnis, að ef þingmaður yrði ráðherra léti hann af þingmennsku og kallaði til varamann til að gegna þingmennskunni. Þetta mál mun hafa farið mjög fyrir brjóstið á for- manni hennar flokks á sínum tíma, en hún flutti málið samt. Ég, sem kjósandi, var nokkuð hrifmn af þessari hugmynd Sivjar og reikna með að hún muni standa við þetta þegar hún getur ákveðið það sjálf fyrir sitt leyti, hvað sem liður breytingu á stjómskipunarlögum. Glaðbeittur ráðherra Svanhildur hringdi: Ég er að verða leið á að horfa upp á ráðamenn sem birtast skæl- brosandi ýmist á sjónvarpsskerm- um eða í blöðunum þegar við þá er rætt. Þetta á við um flest alla. Þeir halda kannski að það sé vinsælt að koma alltaf glaðbeittir og brosandi á vettvang hvar sem þeir stansa fyrir framan tnyndvél. Ég man í svipinn eftir sjávarútvegsráðherra sem alltaf er skælbrosandi hvar sem hann sést í fréttum. Síðast þeg- ar hann var spurður einhvers varð- andi söluna á FBA-bankanum. Eins og það mál er nú ekki til að skopast meö. En sama er, alltaf sama gleðin úr andlitinu. Þetta fer að verða ógnvekjandi svona eilífðarbros. Er Reykjavíkurflug- völlur einkamál Reykvíkinga? H.S.H. skrifar: Enn er rifist um Reykjavíkur- flugvöll og nú á þeim nótum að hann sé einhvers konar einkamál Reykvíkinga; stungið upp á að höfð sé atkvæðagreiðsla meðal Reykvík- inga um hvort hann fari eða veri. Mér er spurn: Er ekki Reykjavík höfuðborg allra landsmanna - eða er hún bara höfuðborg Reykvík- inga? í borginni eru flestar stofnan- ir og stjómsýslustöðvar landsins og stærstu menningarsetrin, þangað eiga allir landsmenn erindi allan ársins hring. Reykjavíkurflugvöll- ur er þeirra flugvöllur, ekkert síður en Reykvíkinga. Ef greiða á at- kvæði um nýtingu Vatnsmýrarinn- ar á það að vera þjóðaratkvæði en ekki almenn atkvæðagreiðsla Reyk- víkinga einna. Menn sanni mál sitt Sigurjón skrifar: Nú ganga mismunandi dylgjur yfir landslýð um fjáraflamanninn Jón Ólafsson, með lítt duldum til- vísunum um að hann sé eiturlyfja- barón og að auður hans sé illa feng- in. Þetta er að mínu viti mannorðs- morð og ljótt athæfi. Ef menn, og það meira að segja æöstu menn þjóðarinnar, menn sem vilja láta bera virðingu fyrir sér, eru að kasta grjóti úr sínum glerhúsum á þennan hátt hlýtur að vera hægt að krefjast þess að þeir leggi spilin á borðið og sanni mál sitt. Hafi þeir ekki sannanir fyrir rógburði sem þessum er þeim sæmst að þegja. Skaðabæturvegna brottflutnings Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Nýlega kom sú frétt fyrir sjónir fólks, að dönsk yflrvöld ætla að greiða Grænlendingum skaðabæt- ur vegna brottflutnings fólks frá Thule í norðvestur-Grænlandi upp úr 1950 vegna byggingar herstöðvar Bandaríkjamanna. En skyldu nú rússnesk yfirvöld gera það sama vegna brottflutnings 3000 manns frá Novaja Zemlja í Barentshafi upp úr 1960 vegna vetnissprengju- tilrauna á eyjunum. Það væri ánægjulegt að heyra fréttir frá þeim enda heimsins með sömu for- merkjum og frá Dönum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.