Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Side 11
UV FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 11 „Ný" ópera eftir Mozart fyrst útgefin á íslandi Það er ekki oft sem menn rekast á áður óþekkt verk eftir Mozart og frekar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að upptaka á þessu verki skuli koma út fyrst hér uppi á íslandi. Hér er átt við Viskusteininn, óperu frá 1790, sem Telarc-fyrirtækið gef- ur út en verslunin 12 tónar á Grett- isgötu hefur fengið leyfi til að setja hana á markað nokkrum dögum fyrr en aðrir dreiflngaraðilar um veröld víða. Út af fyrir sig vissu tónlistar- fræðingar af þessari tilteknu óperu; hún var ein af nokkrum „ævintýra- óperum“ sem Emanuel Schika- neder leikhússtjóri lét semja fyrir sig um svipað leyti og Töfraflautan - samstarfsverkefni þeirra Mozarts - varð til. Þá var því fleygt að Moz- art hefði komið við sögu Visku- steinsins með einhverjum hætti. Hins vegar varð það ekki sannað því enginn höfundur var tilnefndur á þeim handritum af óperunni sem til voru. Árið 1991 skiluðu Rússar hins veg- ar fjölda tónlistarhandrita sem Rauði herinn hafði haft með sér heim frá Þýskalandi í kjölfar heimsstyijaldar- innar. Þar á meðal var áður óþekkt handrit af Viskusteininum sem kom tónlistarfræðingum í opna skjöldu. Þar eru hvorki fleiri né færri en flmm höfundar nefndir til sögunnar, þar á meðal Mozart, og er nafn hans að finna á þremur söngatriðum í óp- erunni. Mozart á unga aldri. Ævintýraóperur Höfundamir fimm voru allir tengdir Töfraflautunni með einum eða öðmm hætti, Mozart að sjálfsögðu, J.B. Henneberg var hljómsveitarstjóri ópemnnar, B. Schack söng hlutverk Taminos fyrstur manna, F.X. Gerl söng hlutverk Sarastros og sá flmmti, Schikaneder, var „ljósmóðir" Töfraflautunn- ar og textahöfundur, auk þess sem hann söng hlutverk Papagenos. Skal því engan undra þótt ýmislegt sé líkt með Viskusteinin- um og Töfraflautunni. Báðar flokkast undir ævintýraóperur, báðar vann Schickaneder upp úr safni austurlenskra furðusagna og þar að auki era persónur í báðum óperam sláandi likar. Það er hins vegar tónlistarlegur skyldleiki þessara tveggja verka sem tekur af öll tví- mæli um hlut Mozarts. í Viskusteininum syngur skógarhöggsmaðurinn Lubano aríu sem svipar mjög til aríu Papagenos, annars skógarbúa, í Töfraflautunni um kvenfólkið; þar keppast og fjórar meyjar við að tjá Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson Astromonte hinum góða ást sína, sem er klárlega undanfari aríunnar frægu í Töfraflautunni þar sem örlagadísir þrjár bít- ast um það hver þeirra eigi að gæta Tamin- os. Fleira er það í söngnum, og það sem líka er merkilegt, í söng- atriðum sem eignaðar era öðrum höfundum sem minnir mjög á Mozart. I ofanálag segja sérfræð- ingar að allar líkur séu á því að rithönd Mozarts sé á nótnahand- ritunum sem merkt era honum. Samvinnuverkefni Síðan hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna Mozart tók þátt í samvinnuverkefni af þessu tagi, bráðflinkur og stórfrægur maður- inn. Þá er því til að svara að slík samvinna var ekki óalgeng í tón- listarheiminum seint á 18 öld, og jafnvel er talið að Mozart hafl kfukkað í önnur tónverk kunn- ingja sinna. Árið 1790, rétt áður en hann samdi Töfraflautuna, var Mozart líka í kröggum, þannig að hann hefur örugglega ekki slegið hendinni á móti auka- vinnu, sérstaklega ef Schika- neder átti í hlut. Merkilegast af öllu er samt að þetta samvinnuverkefni virkar ekki eins og ósamstæður samtín- ingur, heldur er Viskusteinninn alvöru ópera með upphaf, miðbik og endi. Sumar aríurnar, til dæmis bráðskemmtilegur „katt- ardúett", gætu sómt sér í hvaða DV-mynd Pjetur óperu Mozarts sem er. Að visu ristir Viskusteinninn hvergi jafndjúpt og Töfraflautan en engu að síður má hafa ómælda ánægju af henni. Telarc stendur vel að útgáfu Viskusteins- ins\ allir söngvarar skila sínu með sóma og Barokkhljómsveitin í Boston leikur undir á uppranaleg hljóðfæri. Óperunni fylgir sér- stök geislaplata þar sem stjómandinn, Mart- in Pearlman, ræðir um óperana og sýnir fram á tengsl hennar við Töfraflautuna. Viskusteinninn (Der Stein der Wesen) eftir Mozart, Henneberg, Schack, Gerl og Schickaneder Kurt Streit, Alan Ewing, Chris Pedro Trakas, Judith Lovat, Kevin Deas o.fl. Boston Baroque stj. Martin Pearlman Telarc CD-80508 Umboð á íslandi: 12 tónar Leiðinleg skvísa Ragnheiður Skúladóttir. Það er ekki gaman að byrja leikhúsferð á að pirra sig yfir mn- hverfi sem er beinlínis Qandsam- legt áhorfendum. Ef maður er í góðu skapi er svo sem alveg hægt að láta það ekki fara í taugarnar á sér, en því ber ekki að neita að Kaffileikhúsið er ekki aðlaðandi þessa dagana. Ef maður kemur ofan úr Fischersundinu er engu líkara en að húsið skorti bæði glugga og dyr, en ef vaðin er for kringum húsið kemur inngangur- inn í ljós. Sjálft leikrýmið er líka fráhrindandi; berir veggir og stól- um raðað tilviljanakennt, en þannig að engmn tekst almennilega að sjá það sem leikarinn er að gera nema hann sitji á fremsta bekk. Margir tóku þann pól í hæðina að standa upp á endann, en ekki gagnrýnandi DV sem þráaðist við og sat, reigjandi sig í ail- ar áttir til þess að ná því sem fram fór. Fyrri einleikurinn heitir Þar sem hún beið, eftir Paul D. Young í þýðingu Ólafs Haralds- sonar. Þar situr leikkonan Ragnheiður Skúia- dóttir á stól með slides-myndir í baksýn og við heyrum rödd hennar úr hátalarakerfi. Mynd- um er brugðið upp og leikkonan sýnir um leið ýmis svipbrigði, en áhorfendur átta sig fljótt á því að verkið gerist í hugarheimi stúlku sem bíður á flugvelli. Stúlka þessi, sem ber nafnið María Crocker, þjáist af hræðilegum lífsleiða og nennir hvorki að borða né draga andann. Ýmist eru myndimar af því sem hún sér eða hugsar - en allar af leikkonunni sjálfri á mis- munandi aldursskeiðum. Inni í hugskoti Mar- íu er fint að hreiðra um sig þetta korter sem sýningin stendur. Textinn er er líka hnyttilega skrifaður og vel fluttur en þó er það heldur truflandi að röddin í hátalarakerfinu skuli mæla í þriðju persónu. Fyrstu persónu frásögn hefði verið rökrétt þar sem öll umgjörð miðar að því að draga áhorfendur lengra inn í huga Maríu. Þar næst kemur hálftíma hlé og fólk rambar Leiklist Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir um með glös en aftur pirrast geðvondur gagn- rýnandi yfir fádæma óaðlaðandi 'umhverfi með steinsteypu á steinsteypu ofan. Eftir hlé er stólunum endurraðað umhverfis byggingarplast sem myndar einhvers konar herbergi Dísu skvísu, persónu verksins Kallið. Dísa skvísa er erkitýpísk mynd af ungri stúlku sem hugsar ekki um annað en fót og stráka, lakkar á sér táneglurnar og talar stanslaust í GSM-síma. Leikurinn er uppskrúfaður - eink- um og sér í lagi framan af - og það sem á að vera fyndið verður allt að því pínlega ófyndið. Gerð er tilraun til spuna með því að planta ótal GSM-símum þar sem áhorfendur geta náð til þeirra en þeir eiga síðan að taka sér hlut- verk aukapersóna og tala við Dísu skvísu í símann. Þó að hugmyndin sé fin, þá verða úr of löng, of ómerkileg og of leiðinleg samtöl og sýningin rennur út í tóma vitleysu. Ragnheiður Skúladóttir hefur greinilega til að bera kraft sem leikkona og það sýndi sig í góðum upplestri hennar í fyrra verkinu. Því miður var seinna verkið, verk hennar sjálfrar, of vont til þess að ná að beisla þann kraft. Ragnheiður Skúladóttir sýnir í Kaffileikhúsinu: Þar sem hún beið, eftir Paul D. Young og Kallið eftir Ragnheiði Skúladóttur. Sviðsmynd: Kristín Hauksdóttir/Ragnheiður Skúladóttir. Hljóð: Pétur Grétarsson. Sýnt 24. og 25. ágúst 1999. Bætt skólastarf | Það er vel við hæfi að bókin Aukin gœói náms - Skólaþróun í þágu nemenda - skuli koma út |; akkúrat nú þegar skólamir eru að taka til starfa : og kennarar vita ekki sitt rjúkandi ráð. Rann- sóknarstofhun Kenn- araháskóla íslands gefur bókina út en hún er byggð á grunni þróunarverk- eftiis með sama nafhi. í fyrsta hluta er gerð grein fyrir uppruna verkefnisins, í öðrum hluta er dregin upp mynd af lykilþáttum í stjórnskipulagi skóla, rætt um forystu, sam- starf og samábyrgð, starfsþróun meðal kennara, fram- kvæmdaáætlanir og | fleira, 1 þriðja hlutanum er sjónum beint að kennslustofunni, rætt um sérfræðiþekkingu kennara, samskipti kennara og nemenda, bekkj- arstjómun, kennsluaðferðir og annað í þeim dúr. Ritstjóri bókarinnar er Rúnar Sigþórsson en | auk þess koma fimm aðrir kennarar að henni og j verkefninu. Útgefendur segja að bókin sé ætluð skólastjómendum, kennurum og öðru áhuga- ; fólki um bætt skólastarf. m ■ I f= :Í Japanir selja með leynd Fyrir áratug hafði listáhugafólk á Vesturlönd- um töluverðar áhyggjur af því að japanskir auð- jöfrar væru að kaupa upp mörg frægustu verk vestrænnar myndlistarsögu, og þar með væra þau ekki lengur aðgengileg, hvorki til rann- sókna eða sýninga. Meðal þess- ara verka vom nokkr- ar þekkt- ustu myndir Van Goghs (á mynd), til dæmis Sól- blómin og Portrettió af Dr. Gachet en auk þess myndir eftir Picasso, Renoir, Modighani og fleiri snillinga. Ekki hafa áhyggjur manna minnkað við þær fréttir að þessir sömu auðjöfrar væm nú að selja listaverk sín meö leynd, og lægju engar upplýs- ingar fyrir um kaupendur þeirra. Ástæðan er auðvitað ótryggt efnahagsástandið I Japan. Leyndin er einnig mjög japanskt fyrirbæri. Með því að selja Mstaverkin eru jöframir auðvitað að játa upp á sig viðskiptatap, og slíkt er meiri hátt- ar álitshnekkir í Japan. Því selja þeir helst einkaaöilum utan Japans sem engan áhuga hafa á því að vera í kastljósi fjölmiðla. Þess vegna er viðbúið að þau listaverk sem hér um ræðir endi í grafhýsi einhvers sérvitrings og komi aldrei aftur fyrir sjónir okkar. Drápur um myndlist Ljóðabók Halldórs Ásgeirssonar (á mynd) myndlistar- manns, Tólf drápu kver, verður kannski ekki á listanum yfir metsölubækur ársins en hún er engu að síð- ur áhugaverð lesning, bæði fyrir skáldlega verðleika og þá inn- sýn sem hún veitir i það sérkennilega fyrirbæri sem nefnist „islensk- ur myndlistarheimur". Fyrir það fyrsta er það Kristján Guðmundsson myndhstarmaöur sem gefúr bókina út hjá vasaforlagi sínu Silver Press og skapar eilítið myndverk á kápu. Jón Sigur- pálsson, myndlistarmaður og einn af bestu son- um ísafjarðar, gerir svarthvítar myndir við drápumar. Ein af drápunum er aukinheldur ávarp til Hreins Friðfinnssonar myndlistar- manns (“þú mættir á undan veðri og öllum spám / á röngum bát en á réttum stað / synda selir í sjó / og kafbátar ganga á land / minnugir þess / að þú komst hér í fyrra / reikaðir um í mánuð / áttavilltur / og skaust þér aftur heim“) og Birgir Andrésson myndlistarmaður er ávarp- aður í öðm kvæði (“Biggi lampahönnuður / landneminn sjálfúr / er fangi / í eigin landi“). Þar er einnig minnst á listavörumerkið „Nordal- Kvaran". Umsjón Aðalsteinn Ingnlfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.